Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Skógarsóley - Anemone nemorosa, „Robinsoniana".
SKÓGARSÓLEY
(Anemone nemorosa)
SKÓGARSÓLEYIN litla er lík-
lega ekki mjög algeng í íslenskum
görðum, þótt hún vaxi villt á
Norðurlöndum.
Anemone-ættkvíslin er stór,
hátt á annað hundrað tegundir og
tilheyrir sóleyjaætt-
inni. Anemónur vaxa
á norðurhveli jarðar í
tempraða beltinu og
margar þeirra eru
fjallaplöntur og þola
því óblíða veðráttu
eins og hér er á
stundum. Laufblöð
Anemone eru mikið
skipt og eitt sérkenni
ættkvíslarinnar er að
á blómstönglinum
eru nokkrn- laufblöð,
sem mynda eins og
krans dálítið fyrir
neðan blómið. Þeir
sem hafa skoðað sól-
eyjarblóm, hafa sjálf-
sagt tekið eftir að blómblöðin eru
mismunandi, lítil, græn bikarblöð
og svo stærri, gul krónublöð.
Þetta er kölluð tvöföld blómhlíf.
Anemónur eru hins vegar með
einfaldri blómhlíf, þar sem öll
blómblöðin eru jafnstór og með
sama lit, þau eru oft fimm að tölu,
en geta þó verið miklu fleiri.
Anemone-ættkvíslinni má
skipta í þrjá flokka, lágvaxnar,
vorblómstrandi, hávaxnar, sem
blómstra um mitt sumar eða síð-
sumars og loks þær sem eru ætt-
aðar frá Miðjarðarhafslöndum og
eru ekki fyllilega harðgerðar hér
hjá okkur. Þó eru það líklega þær
síðasttöldu, sem mest eru ræktað-
ar á íslandi. Þær ganga undir
latneska heitinu Anemone coron-
aria og hafa fengið íslenska nafnið
Maríusóley. Á vorin fást í búðum
hnýði Maríusóleyjarinnar, sem er
komið til eftir kúnstarinnar
reglum og blómstra svo ríkulega
frá því um mitt sumar fram á
haust. Maríusóleyin lifir stundum
veturinn af þótt hún sé ættuð af
hlýrri slóðum, en blómgunin
minnkar ár frá ári, þannig að best
er að rækta nýjar sumar hvert.
Þessu er öðru vísi farið með
skógarsóleyna, Anemone nemor-
osa. Hún tilheyrir lágvaxna, vor-
blómstrandi hópnum. Skógarsól-
eyin litar laufskóginn fagurlega á
vorin, þar sem hún vex í breiðum.
Blóm hennar springa út áður en
skógurinn tekur að laufgast og
hún er svo snör í snúningum að í
sínum réttu heimkynnum nær
hún að þroska fræ áður en lauf
trjánna skyggja um of á birtuna.
Þótt hún blómstri á Norðurlönd-
um í mars, apríl er
hún seinna á ferðinni
hér, blómstrar venju-
lega um miðjan maí
og fram í júníbyrjun.
Á hverjum blóm-
stöngli vex aðeins eitt
blóm, sem lyftir sér í
10-15 cm hæð yfir
moldu. Algengasti
blómliturinn er hvít-
ur og blómblöðin eru
stundum með bleik-
leitan litartón á neðra
borði, þannig að
blómið virðist skipta
um lit, eftir því hvort
það er opið eða lokað,
en skógarsóleyin
opnar best blómið í sólskini. Líka
eru til fyllt afbrigði af skógarsól-
eynni, en uppáhalds afbrigðið mitt
er þó líklega ‘Robinsoniana’ með
einstakiega fíngerðum, lavander-
bláum lit og ljúfum ilmi og tiltölu-
lega stórum blómum. Skógarsól-
eyjan myndar sívala, brúna
jarðstöngla, sem eru dálítið skrið-
ulir og þannig myndar hún smám
saman fallega breiðu. Hér á landi
þrífst hún ágætlega hvar sem er í
garðinum og er ekki kröfuhörð
um jarðveg og vex vel bæði á
Norður- og Suðurlandi. Hún þolir
líka dálítinn skugga, þannig að við
getum ræktað hana sem skógar-
botnsplöntu undir trjám eða runn-
um. Þar sem hún er dálítið skrið-
ul, vara sumir við henni í
steinhæðinni, en það er ekki flókið
að beina henni á réttar brautir,
bara ef fylgst er vel með. Eins og
áður sagði, er skógarsóleyin snör í
snúningum, hún er búin að ljúka
sínu vaxtarskeiði og er horfin af
yfirborðinu um mitt sumar, og þá
er gott að hafa nálægt henni ein-
hverjar blaðmiklar plöntur, þann-
ig að ekki verði auð skella í beð-
inu.
Það er alltaf álitamál, hvort
jurtir nái verðskulduðum vinsæld-
um eða ekki, en mér finnst skóg-
arsóleyin eiga miklu meiri út-
breiðslu skilið í íslenskum
görðum.
S.Ilj.
BLOM
VIKUMAR
429. þáttur
Vmsjón
Sigríönr iljartar
Pasta-og gufusuðupottur kr.
7 ltr. 18/10 stál.
Pastavél kr. 4.500.
PIPAR 0G SALT
Klapparstíg*ÆÖLini 562 3614
i—PASTAPOTTAR
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEIVl
ÞÚ ERT
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tjónaf
völdum nagla-
dekkja
BORGARSTJÓRI og fleiri
skilja ekkert í því af hverju
götur borgarinnar eru svo
slæmar eftir síðast liðinn
vetur og raun ber vitni.
Þær eru í raun ekki verri
en eftir hvern annan vetur
undangengin ár. Ástæðan:
nagladekkin. Gatnamálayf-
irvöld hafa ekki staðið sig í
því að vinna gegn hinum
gífurlega skaða sem nagla-
dekkin valda, svo sem að
kosta skattborgarana 100-
300 milljónir eða svo árlega
í Reykjavík, fyrir utan það
heilsutjón sem uppspænd
tjara úr malbikinu veldur.
Og þetta er ekki nauðsyn-
legt. Nýjar gerðir af hjól-
börðum, meðal annars
kornadekk, blöðrudekk og
fleiri tegundir, svo og fjög-
urra hjóla drifnir bílar eða
bara sandpoki í skottið
gera nagladekk, að minnsta
kosti innan Reykjavíkur-
svæðisins, gjörsamlega
óþörf. Vaknið af vondum
draumi þið sem eigið að
gæta velferðar gatnanna og
skattborgaranna.
R.S.
íslenskir
karlmenn
VEGNA umræðna í sjón-
varpsþættinum Kastljósi í
ríkissjónvarpinu fyrir
stuttu, um það hvort ís-
lenskir karlmenn væru í til-
vistarkreppu, langar mig
að varpa fram einni spurn-
ingu: Er það þess vegna
sem ungi maðurinn var lát-
inn syngja í Evrópusöngva-
keppninni í léreftspilsi?
Áslaug Kjartansdóttir,
Mýrarbraut 1,
Vfk f Mýrdal.
Hraði og læti
í verslunum
ÉG er fullorðin kona og
versla mikið í Bónus. Mér
finnst lætin og hraðinn vera
orðinn svo mikill að það er
erfitt fyrir fullorðið fóik að
tína í poka. Er ekki hægt að
hægja aðeins á?
E.G.
Þakkir til
Ríkissjónvarpsins
KONA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
koma á framfæri þökkum
til þessarar einstaklega fal-
legu og hlýlegu konu sem
stjómar þættinum Ur
Handraðanum. Hana lang-
ar að þakka henni fyrir að
fá að sjá forna gleðigjafa,
þá Hauk Morthens og
Brynjólf Jóhannesson. Er
ekki til meira efni með
þessum gömlu góðu
skemmmtikröftum? Þessir
gömlu skemmtikraftar hafa
hælana þar sem þessir
ungu hafa tæmar. Það er
miklu skemmtilegra að sjá
þessa gömlu skemmti-
krafta en þessar íslensku
myndir. Ég vil endilega fá
að sjá meira af þessu
hornafólki.
Ánægður áhorfandi.
Gangbraut í
Breiðholtshverfi
BJÖRGVIN hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma því á framfæri að það
vantar tilfinnanlega gang-
braut á gatnamótin hjá
Jafnaseli og Breiðholts-
braut. Þar eru ljósin allt of
stutt og mjög erfitt að kom-
ast yfir götuna.
Framhaldið
verði þýtt
ÞEGAR ég sá smágrein í
Morgunblaðinu um að
skáldverkið „Börn Arbats“
eftir Anatoli Rybackov,
sem kom út 1989 hjá Máli
og menningu í þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur,
væri lengra fékk ég áhuga,
eins og greinarhöfundur, á
að framhaldið yrði þýtt,
helst af sama frábæra þýð-
anda.
Vona ég að Mál og menn-
ing og þýðingarsjóðurinn
taki þetta til athugunar.
Hannes Flosason.
Ein spurning
HVERNIG í ósköpunum
geta íslensk stjórnvöld
leyft sér að agnúast út í
mannréttindabrot annarra
þjóða meðan gömul kona er
leikin svo grátt sem stað-
reynd er í Kálfatjamarmál-
inu í Reykjanesbæ?
Ásgeir Long.
Tapad/fundið
Gullnisti
týndist
GULLNISTI, egglaga og
opnanlegt, týndist mánu-
daginn 8. maí, líklega í
Kramhúsinu. Nistið er í
langri keðju og á bakhlið er
grafið HPC með skraut-
letri og inni í nistinu er
gömul mynd af konu og
hárlokkur. Nistið hefur
mikið tilfinningalegt gildi
íyrir eigandann. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 530-1613, 863-1968
eða 552-0007.
Skrautlegur
hálsklútur tapaðist
MJÖG skrautlegur háls-
klútur tapaðist laugardag-
inn 29. apríl sl. frá bflastæð-
inu á Drafnarstíg að
Ránargötu 46. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 561-
1859 eða 434-7716.
Rauð ungbarna-
gleraugu töpuðust
RAUÐ ungbarnagleraugu
töpuðust á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu 19. aprfl sl. Skil-
vís finnandi er vinsamieg-
ast beðinn að hafa samband
í síma 695-3013.
Umslag í óskilum
UMSLAG merkt Agnes
fannst á Hofsvallagötu
þriðjudaginn 16. maí sl.
Upplýsingar í síma 551-
3742.
Barnareiðhjól
fannst
BARNAREIÐHJÓL
fannst á víðavangi laugar-
daginn 13. maí sl. Upplýs-
ingar í síma 553-4832.
Nett kvengleraugu
töpuðust
NETT kvengleraugu í gulu
gleraugnahúsi töpuðust
rétt fyrir páska. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 567-2205 eða 897-
3373.
Med morgunkaffinu
Og konan
mín ætlar
að fá það
samaog
ég-
Raddir framtíðar
Hvers vegna rignir?
Því Guö pissar útúrsér rigningurmi.
Efværi ekki rigningþá myndi ekki vera til polla-
gallar.
Eru skýin nokkuö aö pissa á sig? Eru skýin aö
hella fullri fötu afvatni á okkur?
Börn frá Laufásborg.
Víkverji skrifar...
LISTAHÁTÍÐ er að hefjast og
Víkverji hugsar gott til glóðar-
innar því að alltaf er eitthvað í boði
sem honum líst vel á. Og að þessu
sinni er Svanavatnið líklega há-
punkturinn. Víkverji er enginn
kunnáttumaðúr um ballett en getur
samt vel hugsað sér að hlusta á tón-
listina í verkinu og kanna hvort hon-
um tekst að fá nægilega innsýn í
sjálfan dansinn til að njóta hans líka.
Annað spennandi framlag er list
söngkonu frá Azerbajdzhan sem
hlýtur að vera forvitnileg.
En lengi má gera betur eins og
vinkona Víkverja sem bjó lengi í
Kaupmannahöfn bendir á. Uti
kynntist hún öðrum aðferðum við
miðasölu en Listahátíð notar og furð-
ar sig á því að ekki skuli vera hægt að
skipuleggja söluna á hátíðina hér
með skilvirkari hætti. Hún fékk það
verkefni að kaupa alls 13 miða á tón-
leika sem verða á Broadway.
„Þegar ég kom ki. tíu mínútur yfir
níu voru um 40 manns á undan mér.
Það tók svo klukkutíma að afgreiða
þessa 40 og ég komst út klukkan
rúmlega 10,“ segir hún og ekki sé öll
sagan sögð. Væntanlega þurfi fólkið
að fara í aðra biðröð tónleikadaginn
af því að miðarnir tryggja ekki að-
gang að borði og ekki hægt að panta
það fyrirfram hjá Broadway. „Þetta
er alveg fáránlegt," segir vinkonan.
„Hvenær ætli verði komið upp al-
mennilegri og boðlegri miðasöluleið
hér á landi, t.d. eins og Biiletnet sem
Danir eru með?“ spyr hún.
xxx
UNG vinkona Víkveija sagðist
vera hugsi yfir öllum neytenda-
kröfunum. Allir segðust eiga rétt á
hinu og þessu, frábærri þjónustu,
gallalausri vöru, tafarlausri af-
greiðslu en helst mætti ekki minnast
á að fólk ætti líka að bera sjálft ein-
hveija ábyrgð.
Hún sagðist velta því fyrir sér
hvort við værum að verða svo kröfu-
hörð og sjálfselsk að á endanum fær-
um við að líta á alla þá sem við ættum
viðskipti við sem óvini. „í gamla daga
fór fólk út í búð, spjallaði við kaup-
manninn, gaf sér tíma. Nú snýst allt
um að halda sínum hlut og helst snúa
svolítið á hinn. Mér finnst þetta ekki
framfarir, við verðum köld og ópers-
ónuleg og það sem við töpum er
meira virði en gróðinn,“ sagði hún.
Víkverji viðurkennir að stundum
skammast hann sín eftir á fyrir að
hafa leikið hlutverk neytandans rétt-
háa af svo miklu offorsi að hann hef-
ur gleymt að sýna afgreiðslufólki
mannasiði. Kannski þurfa fleiri en
hann að endurskoða kröfugirnina.
xxx
Ví KVER JI dagsins ætlar samt að
vera kröfuharður á einu sviði
og kalla yfir sig ásakanir um snobb
og ólund með því að gangast við því
að honum fnnst söngvakeppni
Evróvisjon drepleiðinleg. ,Af hverju
ertu þá að fylgjast með þessu?“ er þá
spurt. Hann getur ekki svarað öðru
til en því að það gera þetta allir og
hann er líklega hópsál. En það breyt-
ir engu um að tónlistin sem flest
löndin buðu upp á að þessu sinni og
yfirleitt er svo ómerkileg niðursuðu-
vara að engu tali tekur.
Þetta er ekki nothæf afþreyingar-
tónlist heldur eitthvert flatneskju-
sull. Líklega er það búið til í tölvum
sem mataðar hafa verið á öllum lög-
um allra þátttakenda frá upphafi
keppninnar á sjötta áratugnum. Síð-
an er fundinn lægsti samnefnari,
enda nálgast framleiðslan óðfluga
smekk og þroskastig fimm ára
barna.
Nú líður Víkverja skár. En ef ís-
lendingar telja bráðnauðsynlegt að
taka þátt í þessum ósköpum leggur
hann til að fulltrúi þjóðarinnar kveði
rímur. Reynum að ímynda okkur
upplitið á áheyrendum þegar þeir
heyra Andrarímur kveðnar við raust,
með hnykkjum og löngum seim!