Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
SKAK
Uinsjón Ilclfíi Ass
Grótarsson
Svarlur á leik.
MEÐFYLGJANDI staða
kom upp á milli enska stór-
meistarans Murray
Chandler, svart, (2.527) og
Davið Tebb (2.272) í
bresku deildakeppninni
sem lauk fyrir skömmu.
Hvítur lék síðast 33. Rb3-
cl sem reyndist mikið
glappaskot. Flestir aðrir
leikir hefðu haldið taflinu í
jafnvægi, t.d. 33. Hg3 eða
33. Hxh7. 33. ...Bd4! Að
sjálfsögðu. Nú gengur 34.
Bxd4 ekki upp sökum 34.
...d2 og svartur vinnur. 34.
Hxh7 Bxc3 35. Rxd3 Bd4
36. Hh4 Kd5 37. Hh5+
Kxd6 38. Hxa5 He3 og
hvítur gafst upp.
BRIDS
Umsjón Giióniiuidiir l’áll
Arnarson
í SÖGNUM kemur stund-
um upp sú staða þar sem
nauðsynlegt er að taka af-
gerandi ákvörðun
hrökkva eða stökkva.
Norður tilheyrir þeim
flokki spilara sem „stekk-
ur“.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
A G852
vA6
♦ DG985
* K8
Suður
aÁD6
vD53
♦ ÁK104
*Á72
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 tígull
Pass 1 spaði Pass 2grönd
Pass 6 tíglar Allir pass
Með slíkan makker er
mikilvægt að úrspilstæknin
sé í góðu lagi. Hvernig á
suður að spila með lauf-
gosa út?
Eftir að hafa þakkað
makker fyrir hans framlag,
er ekki um annað að ræða
en taka trompin (þau falla
2-2), og svína spaðadrottn-
ingu. Hún heldur.
Þá er næsta verk að
hreinsa upp laufíð og taka
spaðaás:
Norður
A Q852
v A6
♦ DG985
+ K8
Vestur Austur
♦ 1074 + K93
»G984 »K1072
♦ 32 ♦ 76
+G1094 +D653
Suður
aÁD6
»D53
♦ ÁK104
+Á72
Ekki kemur kóngurinn
annar, en það er enn vinn-
ingsvon. Áustri er spilað
inn á spaðakóng, og nú vill
svo vel til að hann á líka
hjartakónginn og getur
valið á milli þess að spila
frá honum eða laufi út í
tvöfalda eyðu. Unnið spii.
„Þvílík ótrúleg heppnis-
lega...“
Vestur gerði sig líklegan
til að kveina, en norður
þaggaði strax niður í hon-
um:
„Þú fékkst þitt tækifæri
í fyrsta slag. Hjarta út
banar slemmunni.“
Árnað heilla
f7 A ÁRA afmæli. í dag,
t v/ fostudaginn 19. maí,
verður sjötug Signý Þor-
katla Óskarsdóttir, leik-
skólakennari, Stórholti 47,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Aðalsteinn
Helgason, húsgagnasmiður.
Þau taka á móti ættingjum
og vinum í safnaðarsal
Seljakirkju á afmælisdaginn
frá kl. 20.
Í7A ÁRA afmæli. Hinn
I \7 21. maí nk. verður
sjötugur Sigurður Jónsson,
loftskeytamaður og raf-
virki, nú sðlumaður hjá
Meðbyr, Skólavegi 9, Kefla-
vík. Af því tilefni mun Sig-
urður og eiginkona hans,
Þóra Ragnarsdóttir, taka á
móti gestum í sumarhúsi í
Fitjahlíð 78, Skorradal,
laugardaginn 20. og sunnu-
daginn 21. maí. Allir vel-
komnir. Vinsamlegast engar
gjafir.
7 A ÁRA afmæli. í dag,
ÖU fóstudaginn 19. maí,
verður fimmtugur Hinrik
Helgi Hallgrímsson, fram-
kvæmdasljóri, Hofgörðum
5, Seltjarnarnesi. Eigin-
kona hans er Sigrún Sigurð-
ardóttir. Afmælisbarnið
verður að heiman í dag.
pf A ÁRA afmæli. Nk.
uU sunnudag 21. maí
verður fimmtugur Kristján
Rögnvaldur Einarsson, um-
sjónarmaður Orkubús
Vestfjarða á Flateyri,
Goðatúni 4, Flateyri. I til-
efni af þeim tímamótum tek-
ur hann og eiginkona hans,
Soffía M. Ingimarsdóttir, á
móti vinum og vandamönn-
um í mötuneyti Kambs á
Flateyri frá kl. 18 á laugar-
daginn.
GULLBRÚÐ-
KAUP. í dag,
föstudaginn
19. maí, eiga
50 ára hjú-
skaparafmæli
hjónin Freyja
Norðdahl og
Þórður Guð-
mundsson,
vélfræðingur,
Reykjaborg,
Mosfellsbæ.
Þórður er
fyrrverandi
stöðvarstjóri
Dælustöðvar
hitaveitunnar
að Reykjum.
Þau eru að
heiman.
LJOÐABROT
MIÐSUMARNÓTT1915
Blíðara’ og fegurra kvöldi ei kynnist
kvistur á heiði né gára á sjó.
Náiægð við fjarlægð í faðmlögum minnist.
Fjallræðan ómar frá sérhverri tó.
Eins er þó varnað: Hvað var það, sem dó?
Dalurinn minn á dögginni sýpur.
Draumblæja liggur um hæðir og mó.
Auðmýkt gegn hásæti himinsins krýpur.
Háfjöilin lækka í blámóðu sjó.
Allt er svo fagurt, en eitthvað mér dó.
Fjalldrapinn teygir úr táginni sinni,
treystir hann svörðinn barkaðri kló.
Snjallhreina náttkul, í nærveru þinni
nú skil ég huluna’, er yfir mér bjó:
Gjalianda hreimur í hlíðunum dó.
Jón Þorsteinsson.
ST J ÖRJVUSP4
cftir Franees llrake
*
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert réttsýnn og leggur
mikið á þig til þess að hlut-
irnir séu framkvæmdir á
skipulcgan ogréttlátan
máta.
Hrútur
(21. mars -19. apríi)
Það kemur yfir þig löngun til
einveru og þá getur verið gott
að taka sér bók í hönd eða
leita á vit íslenskrar náttúru í
góðri gönguferð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Til þín kann að verða leitað
um forustu fyrir ákveðnum
hópi. Bregstu vel við því þama
er komið kjörið tækifæri til að
sanna sig endanlega.
Tvíburar t
(21. maí - 20. júní) AA
Hið óþekkta kann alltaf að
vera hættulegt. Notaðu tím-
ann þinn tii að kynna þér þau
mál sem snerta nútíðina svo
ekkert geti komið þér á óvart
úr þeirri áttiimi.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Þú þarft ekki að hafa svona
miklar áhyggjur af því hvað
öðrum finnst um þig. Vertu
bara trúr sjálfum þér og farðu
eftir því sem hjartað segir þér.
Ljón
(23. júh' - 22. ágúst) M
Það er engin ástæða til þess
að láta hugfallast þótt erfið-
leikar komi tii sögunnar. Þú
hefur alla burði til að komast í
gegnum þá með sóma.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <Su>
Oft er gott að hlusta á aðra
sérstaklega þá sem eru yngri
eða eldri því að þeir sjá málin
oft frá öðrum sjónarhomum
en þú og þínir jafnaldrar.
(23. sept. - 22. okt.) m
Það kemur til þinna kasta að
ráða fram úr mjög erfiðri og
viðkvæmri deilu í dag. Mundu
að sjaldan veldur einn þá tveir
deila og að sættir byggjast á
málamiðlun.
Sporðdreki
(23. okt. -21. nóv.)
Þú þarft á öllu þínu að halda í
dag þar sem viðamiklu verk-
efni verður dengt inn á borð
hjá þér. Það er samt ekkert
sem þú átt ekki að ráða við.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) ifaO
Einhverjir vilja fá þig tii þess
að gefa vanhugsaðar yfirlýs-
ingar um viðkvæma hluti.
Láttu það ekki eftir þeim því
þeir em ekki að hugsa um
þína hagsmuni.
Steingeit „
(22. des. -19. janúar) /tSf
Þú hefur lengi velt þvi fyrir
þér að leggja af gamlan vana
og nú er tíminn kominn. Þú
hefur byggt upp nægan vilja-
styrk til að ganga í gegnum
þetta.
Vatnsberi .
(20. jan. -18. febr.) CSR
Þér líður eitthvað skringilega
þessa dagana en verst er það
minnimáttarkennd sem hrjáir
þig. Til hennar hefur þú sarht
éngar ástæður.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) >%■«>
Það er eins og þú eigir eitt-
hvað erfitt með að einbeita
þér og þessvegna fara ýmsir
hlutir framhjá þér. Láttu því
vera að taka stórar ákvarðan-
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
67
GULLSMI ÐJAN
Útskriftargjafir
Trúlofunarhringa;
ffjuo#ún VTljamuu/óflor-
~/LuZun
Lækjargata 34c - Hafnarfirði
Sími 565 4453
fatnciðui
!> mUSÍfö
trésmíðavélar
Ný gerð af sam-
byggðum trésmíðavélum
Þykktarhefill, afréttari og sög.
Einnig sérbyggður þykktar-
hefill og afréttari.
Spónsugur, tifsagir, band-
sagir, súluborvélar
Geirungssög með framdragi
Borðsög
Laugavegi 29, sími 552 4320.