Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Jón Kjart-
ansson
reynir að
landa í
Færeyjum
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð-
að til fundar á morgun í kjaradeilu
starfsmanna fiskimjölsverksmiðja á
Norður- og Austurlandi sem nú eru í
verkfalli. Jón Kjartansson er á leið til
Færeyja með fullfermi af kolmunna.
Að sögn Emils K. Thorarensen, út-
gerðarstjóra hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar, hefur ASÍ sent systur-
samtökum sínum í Færeyjum ósk um
að ekki verði landað.
Samninganefndir starfsmanna
átta fiskimjölsverksmiðja hafa beitt
sér fyrir því að ekki verði landað úr
ákveðnum skipum í öðrum höfnum en
þeim sem verkfallið nær til, en út-
gerðarmenn eru ósáttir við það og
segir Emil það furðulegt að skipin
séu bundin slíkum átthagafjötrum.
„Við gengum frá því að fá löndun í
Færeyjum fyrir nokkrum dögum, en
það kom eitthvað bakslag í það. For-
svarsmaður verksmiðjunnar í Fugla-
firði hafði samband og sagði að AI-
þýðusamband íslands hefði sent
systursamtökum sínum í Færeyjum
beiðni um stuðning, sem fælist þá í
því að landa ekki úr skipinu. En for-
ystumenn Alþýðusambandsins hér á
landi gáfu nú út að landað yrði úr
skipum sem voru byrjuð að veiða áð-
ur en verkfall skall á.“
Bagalegt að draga úr
kolmunnaveiðum
Emil segir það bagalegt fyrir ís-
lendinga ef ekki verður hægt að veiða
kolmunna af fullum krafti, þar sem að
verið sé að undirbúa kröfur hjá
Evrópusambandinu um kvóta í kol-
munnastofninum. „Við erum að reyna
að vinna okkur rétt áður en kol-
munnastofninum verður skipt upp og
veiða sem mest. Okkur er ekki ætlað-
ur stór hlutur frá Evrópusamband-
inu.“ Hann telur öruggt að fleiri skip
verði send á veiðar og að látið verði
reyna á löndun að veiðiferð lokinni.
16 ára
fangelsi
fynr að
bana
manni
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og
dæmt Þórhall Ölver Gunnlaugsson,
42 ára Reykvíking, í 16 ára fangelsi
fyrir að bana Agnari Wilhelm Agn-
arssyni, 48 ára, á heimili þess síðar-
nefnda á Leifsgötu 28 aðfaranótt 14.
júlí á síðasta ári.
í dóminum kemur fram að Þór-
hallur Ölver hafi banað Agnari með
því að stinga hann með hm'fi eða hníf-
^i^im mörgum sinnum í brjósthol, bæði
framan og aftan frá. Hæstiréttur
segir að þegar skoðuð séu annai-s
vegar ummerki á vettvangi og áverk-
ar á líkinu og hins vegar lítilfjörlegir
áverkar á Þórhalli Ölveri þyki sannað
að hann hafi veist að Agnari Wilhelm
á hrottalegan hátt og sú aðför hljóti
að hafa leitt til dauða hans. Þórhallur
Ölver viðurkenndi átök við Agnar, en
dró þann framburð sinn til baka.
Hæstiréttur benti á að Þórhallur
Ölver hefði margsinnis viðurkennt
fyrir lögreglu að hann hefði banað
Ágnari Wilhelm og hafði hann fyrir
aðalmeðferð málsins staðfest skýrslu
þess efnis fyrir dómi.
Hæstiréttur segir að af læknis-
fræðilegum gögnum málsins megi
ráða að fíkniefnaneysla ákærða,
ásamt persónuleikaröskun, hafi haft
áhrif á gerðir hans. Hæstiréttur vís-
aði til þess, að samkvæmt hegningar-
lögum á það ekki að hafa áhrif á refs-
ingu ákærða að verknaðurinn var
framinn undir áhrifum ííkniefna.
--------------------
Flestir vilja
búa í Hafnar-
fírði en fæstir
á Högunum
Arni Friðriksson RE 200 til heimahafnar í fyrsta sinn
Morgunblaðið/Sverrir
Hafrannsdknaskipin Árni Friðriksson og Dröfn sigla saman inn í Reykjavíkurhöfn.
Hafrannsóknastofnun fær
nauðsynlega aðstöðu
VIÐ komu nýja hafrannsóknaskips-
ins Áma Friðrikssonar RE 200 til
Reykjavíkur í gær lýsti Ámi Þór
Sigurðsson, formaður stjórnar
Reykjavíkurhafnar, því yfir að í
breytingum sem framundan væm
við austurhöfnina yrði Hafrann-
sóknastofnuninni, skipum hennar og
útgerð, séð fyrir þeirri aðstöðu sem
hún þyrfti á að halda til að sinna
hlutverki sínu.
Árni Friðriksson er rnjög fullkom-
ið rannsóknaskip. í því er fellikjölur
sem hægt er að slaka þrjá metra nið-
ur fyrir fastan kjöl skipsins. I honum
er botnstykki fyrir bergmálsmæli-
tæki sem notuð em við stofnmæling-
ar á uppsjávarfiskum. Með tilkomu
þessa búnaðar verður unnt að berg-
málsmæla stofna uppsjávarfiska í
mun verra veðri en áður var mögu-
legt- Þetta gjörbreytir allri aðstöðu
til bergmálsmælinga, ekki síst að
vetrarlagi þegar veður em válynd.
Öflugur fjölgeislabergmálsmælir
verður í skipinu.
Skipið hefur mikinn togkraft sem
gerir því kleift að athafna sig með
veiðarfæri á djúpslóð. Á siðustu
missemm hefur athyglin meðal ann-
ars beinst að Suðurdjúpi og Reykja-
neshrygg en á því svæði hafa íslend-
ingar mikilla hagsmuna að gæta.
I skipinu eru þrjár togvindur. Því
verður unnt að toga með tveimur
botnvörpum í einu en við það batnar
öll aðstaða til veiðarfærarannsókna.
Skjöldur frá Reykjavíkurhöfn
Með tilkomu þessa nýja og full-
komna rannsóknaskips munu mögu-
leikar til rannsókna á umhverfi sjáv-
ar og nytjastofnum aukast verulega.
Sérstaklega á það við um úthaf og
djúpmið við landið.
Ámi Þór sagði að framtíð austur-
hafnarinnar, þar sem m.a. Miðbakk-
inn er, hefði verið talsvert til um-
fjöllunar að undanförau og ráðgert
væri í samstarfi ríkissljómar og
borgarstjórnar að skipuleggja tón-
Iistar- og ráðstefnuhús á mörkum
hafnar og miðborgar.
Fyrir hönd Reykjavíkurhafnar
bauð Árni Þór Áraa Friðriksson vel-
kominn til heimahafnar, afhenti
Guðmundi Bjamasyni skipsstjóra
skjöld frá Reykjavíkurhöfn og ósk-
aði áhöfninni, Hafrannsóknastofnun
og landsmönnum öllum til hamingju
með þetta glæsilega skip.
■ Þetta er stór stund/40-41
FÆSTIR vilja búa á Högunum í
Reykjavík en flestir í Hafnarfirði,
að því er fram kemur í könnun Gall-
ups á viðhorfi til höfuðborgarinnar
sem unnin var fyrir Samvinnunefnd
svæðisskipulags höfuðborgarsvæð-
isins. Sögðust 9,4% helst vilja búa í
Hafnarfirði en 0,4% á Högunum.
Nefndu 69,5% svarenda staðsetn-
ingu húsnæðis, umhverfi og svæði
sem þá þætti sem mestu máli skipta
við val á húsnæði. Þá töldu 79% ná-
lægð við skóla skipta miklu máli við
val á húsnæði, 77% nálægð við úti-
' 'ýistarsvæði og 75% að verslanir séu
í nágrenninu. Næstum 88% höfuð-
borgarbúa telja ólíklegt að þeir
kaupi húsnæði við mikla umferðar-
götu jafnvel þótt þeim líkaði húsið.
Mikil afföll af húsbréfum valda yfírvöldum áhyggjum
Ráðherrar kalla til sam-
ráðsfundar vegna málsins
að hækka vextina stöðugt, en
vextirnir á húsbréfunum hafa ver-
ið óbreyttir. Lífeyrissjóðirnir eru
ólmir að huga að útlöndum og
virðast fremur kjósa að fjárfesta
þar. En vextir húsbréfanna hafa
sem sagt ekki fylgt vöxtum Seðla-
bankans eða vöxtunum á mark-
aðnum sem hafa verið spenntir
upp.“
Eitthvað óeðlilegt gerst
„En í framhaldi af þessum
áhyggjum eða þessum breyting-
um, munum við á morgun [í dag]
efna til fundar félagsmálaráðu-
neytis, fjármálaráðuneytis, Ibúða-
lánasjóðs, Lánasýslu ríkisins og
Seðlabanka til þess að fara yfir
málið og bera saman bækurnar
um hvað hægt sé að gera, því
þetta ástand er ómögulegt. Og í
kjölfarið ætlum við að reyna að
hafa samband við markaðinn og
reyna að fá eitthvert samkomulag
í gang,“ sagði félagsmálaráðherra.
Hann sagðist ekki sjá fyrir sér á
þessari stundu tii hvaða aðgerða
ætti að grípa, en hins vegar væri
óhjákvæmilegt að snúa þessari
þróun við.
„Það hefur eitthvað gerst sem
er mjög óeðlilegt. Það er ástæða
til að benda á að húsbréfin eru
mjög góð eign. Þetta eru bréf með
ríkisábyrgð og eru miklu traustari
en mörg þau bréf sem eru að selj-
ast á háu verði á markaði og eru
fyrst og fremst bara fjárfesting í
einhverjum óljósum draumum. En
þarna er um ríkisábyrgð að ræða.“
Páll segir að sú mikla þensla
sem verið hefur á húsnæðismark-
aði á höfuðborgarsvæðinu geti
haft þarna áhrif, en þenslan stafi
af mikilli kaupmáttaraukningu
undanfarið og þjóðflutningum inn-
anlands til höfuðborgarsvæðisins.
MIKIL afföll hafa verið af húsbréfum undanfarið og hefur verið boðað til
samráðsfundar félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og fjármálastofnana
vegna þessarar þróunar. í gær voru afföll af 40 ára húsbréfum 19,3% og 14%
afföll af 25 ára bréfum. í janúar í fyrra var yfirverð á sömu bréfum 7,4% og
4,4% og í upphafi þessa árs var yfirverð 1-2%.
Þessi háu afföll af húsbréfum
valda því að eigendur húsbréfa
tapa nú umtalsverðum fjárhæðum,
en það hefur óhjákvæmilega áhrif
á fasteignamarkaðinn.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að þetta væri
sannarlega áhyggjuefni og sér-
staklega hvernig þróunin hefði
breyst.
„Allt síðasta ár voru húsbréf án
affalla og sþundum voru þau seld á
yfirverði. í apríl voru afföllin 7-
10%, en eftir því sem ég best veii
hafa þau verið komin upp í 15-17%
í gær. Orsakirnar eru væntanlega
þær að Seðlabankinn hefur verið