Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 19

Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUD AGUR 28. MAÍ 2000 19 Eins og getið er mætast ólikir menningarstraumar í tónlistinni sem Cesaria Evora syngur og síðasta plata hennar, sem hún mun helst syngja lög af á væntanlegum tónleik- um, er eins og tekin upp á kaffihúsi í miðju Atlantshafi þar sem mætast straumar frá fjórum heimsálfum, Evrópu, Afríku, Suður- og Norður- Ameríku. Aðdragandi plötunnar var að hún dvaldist á Kúbu í viku og kynntist þar ýmsum tónlistarmönn- um sem komu síðan að plötunni, en einnig fékk hún til liðs við sig brasi- lískan tónlistarstjóra sem kom með sinn skammt af suður-amerískur áhrifum. Reykmettuð stemmning Hún segist helga plötuna hafnar- borginni Mindanao, heimabæ sínum, og áhersla hafi verið lögð á að skapa sömu reykmettuðu stemmningu og á börunum sem hún söng sem ung stúlka. Settur var upp slíkur „bar“ í húsi í úthverfí Parísar þar sem tón- listarmenn komu saman í sérstöku hljóðveri og síðan var spilað og spunnið í tvær vikur til að undirbúa plötuna. Upptökur fóru síðan fram í Suður-Frakklandi og tóku tuttugu daga. Á tónleikum Cesariu í gríska leikhúsinu í Barcelona síðasta sumar var einmitt eins og tónleikagestir væru staddir á slíkri krá og áþekk stemmning verður áreiðanlega í Broadway á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Hefði viljað byrja fyrr Cesaria syngur mornasöngva að hætti heimamanna á Grænhöfðaeyj- um, kryddaða saudade frá Portúgal og Brasilíu og skreytta kúbverskum rythmum. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir á sinni ævi sé að hún skuli ekki hafa byrjað yngri að ferð- ast um heiminn og syngja. „Ég á nokkur ár eftir enn áður en ég fer heim til Grænhöfðaeyja og sest í helgan stein. Það eru mörg lönd sem mig langar til að heimsækja, þar á meðal Island, er ekki hægt að koma því í kring?“ spurði Cesaria i viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur ár- um og svo fór að hún kemur til ís- lands, syngur fyrir fullu húsi á Broadway á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Af viðtökum að dæma vita íslenskir tónlistarvinir vel á hverju er von og í raun leitt að ekki skuli hafa verið svo búið um hnútana að fleiri kæmust að; hún hefði farið langt með Laugardalshöll ef marka má undirtektirnar, en kemur þá bara aftur síðar. Leiklistarhátíð á Akureyri 21. til 25.júní Stærsta leiklist- arhátíðin í sögu Bandalagsins BANDALAG íslenskra leikfélaga gengst í sumar fyrir stærstu leik- listarhátíð í sögu sinni á 50 ára af- mæli bandalagsins. Leiklistarhá- tíðin fer fram á Akureyri dagana 21. til 25. júní nk. með þátttöku 160 félaga í leikhópum víðsvegar af landinu auk 40 félaga þriggja erlendra leikhópa. Erlendu leik- hóparnir koma frá Lettlandi, Finnlandi og Noregi með sitt leikritið hver í farteskinu. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari leiklistar- hátíðarinnar, sem hefst miðviku- daginn 21. júní klukkan 13 með götuleikhúsi á Akureyri með þátt- töku allra 200 þátttakendanna. Að sögn. Lárusar Vilhjálmssonar, formanns hátíðarnefndar, er því viðbúið að opnunarsýningin muni setja sterkan svip á bæjarlífið á Akureyri þann daginn. Alls verða 11 leikrit sýnd á há- tíðinni að auk ýmissa uppákoma og starfrækslu leiksmiðja. Má þar nefna starfsemi í Listagilinu, m.a. sérstaka vinnu með börnum undir stjórn Önnu Jeppesen, trúða- tækni undir stjóm Aðalsteins Bergdals og leikhússport undir stjóm Guðjóns Óskarssonar og Gísla Björns Heimissonar. Gagnrýnendur hátíðarinnar em Sigrún Valbergsdóttir og Sig- urður Hróarsson. Sýningarstaðir em víða á Akur- eyri og nágrenni, í Kompaníinu, Samkomuhúsinu, Kjarnaskógi, Glerársundlaug og einnig verður sýnt á Húsavík. Að kvöldi hvers hátíðardags verður opinn hátíðarklúbbur í veitingahúsinu við Pollinn. Lokahóf og verðlaunaafhend- ingar fyrir bestu sýningu hátíðar- innar, besta leikara og fleira fer síðan fram í KA-heimilinu á Akur- eyri klukkan 20 sunnudaginn 25.júní. hágæða ofnar Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á fslandi. Rekstrarþrýstingur MPa (10bar) islenskur staðail. ÍST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR Vagnhðföa 11 • 112 ReyVjavík • Sfml: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmidjareykJavikur@simnet.is MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART í REYKJAVÍK HRINGBRAUT 121 • 107 RETKJAVÍK • SÍMI 551 1990 Sumarnámskeið 2000 Námskeið barna 6-12 ára verða haldin vikurnar 5.- 9., 13.- 16., 19,- 23. og 26.- 30. júní. Námskeið 13-16 ára verður haldið 5.-15. júní. Einnig verður boðið upp á sérstakt námskeið fyrir börn og foreldra 19. - 28. júní. Alls 20 kennslustundir hvert námskeið. Kennarar: Eygló Harðardóttir, ína S. Hallgrímsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Valborg S. Ingólfsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Námskeið á haustönn í barna- og fullorðinsdeildum hefjast 25. september. Sjá nánar auglýsingu í byrjun ágúst. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans. Opnunartími mán.-fös. 14-17. Sími 551 1990/551 1936 1 1 Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SAÐ A/ÝTl 1 Staðalbúnaður: Gott verð! Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyidubíli frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bíiar á markaðnum. • 1,6 I vél - 100 hestöfl • Álfelgur • ABS-hemlalæsivörn • 4 loftpúðar • 5 höfuðpúðar • Þrjú þriggja punkta öryggisbeiti í aftursæti • Hreyfiltengd þjófavörn Gœði þurfa ekki að vera dýr • Diskabremsur að framan og aftan • Hástætt hemlaljós í afturrúðu • Þokuljós að framan • Forstrekkjarar á beltum • Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn • Hæðarstiilanlegt ökumannssæti • Fjarstýrðar samlæsingar • Niðurfellanleg aftursæti Carisma sannar það. Carisma 1,6 GLXi 1.495.000 kr. m HEKLA - íforystu á ttýrri öld! Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.