Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUD AGUR 28. MAÍ 2000 19 Eins og getið er mætast ólikir menningarstraumar í tónlistinni sem Cesaria Evora syngur og síðasta plata hennar, sem hún mun helst syngja lög af á væntanlegum tónleik- um, er eins og tekin upp á kaffihúsi í miðju Atlantshafi þar sem mætast straumar frá fjórum heimsálfum, Evrópu, Afríku, Suður- og Norður- Ameríku. Aðdragandi plötunnar var að hún dvaldist á Kúbu í viku og kynntist þar ýmsum tónlistarmönn- um sem komu síðan að plötunni, en einnig fékk hún til liðs við sig brasi- lískan tónlistarstjóra sem kom með sinn skammt af suður-amerískur áhrifum. Reykmettuð stemmning Hún segist helga plötuna hafnar- borginni Mindanao, heimabæ sínum, og áhersla hafi verið lögð á að skapa sömu reykmettuðu stemmningu og á börunum sem hún söng sem ung stúlka. Settur var upp slíkur „bar“ í húsi í úthverfí Parísar þar sem tón- listarmenn komu saman í sérstöku hljóðveri og síðan var spilað og spunnið í tvær vikur til að undirbúa plötuna. Upptökur fóru síðan fram í Suður-Frakklandi og tóku tuttugu daga. Á tónleikum Cesariu í gríska leikhúsinu í Barcelona síðasta sumar var einmitt eins og tónleikagestir væru staddir á slíkri krá og áþekk stemmning verður áreiðanlega í Broadway á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Hefði viljað byrja fyrr Cesaria syngur mornasöngva að hætti heimamanna á Grænhöfðaeyj- um, kryddaða saudade frá Portúgal og Brasilíu og skreytta kúbverskum rythmum. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir á sinni ævi sé að hún skuli ekki hafa byrjað yngri að ferð- ast um heiminn og syngja. „Ég á nokkur ár eftir enn áður en ég fer heim til Grænhöfðaeyja og sest í helgan stein. Það eru mörg lönd sem mig langar til að heimsækja, þar á meðal Island, er ekki hægt að koma því í kring?“ spurði Cesaria i viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur ár- um og svo fór að hún kemur til ís- lands, syngur fyrir fullu húsi á Broadway á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Af viðtökum að dæma vita íslenskir tónlistarvinir vel á hverju er von og í raun leitt að ekki skuli hafa verið svo búið um hnútana að fleiri kæmust að; hún hefði farið langt með Laugardalshöll ef marka má undirtektirnar, en kemur þá bara aftur síðar. Leiklistarhátíð á Akureyri 21. til 25.júní Stærsta leiklist- arhátíðin í sögu Bandalagsins BANDALAG íslenskra leikfélaga gengst í sumar fyrir stærstu leik- listarhátíð í sögu sinni á 50 ára af- mæli bandalagsins. Leiklistarhá- tíðin fer fram á Akureyri dagana 21. til 25. júní nk. með þátttöku 160 félaga í leikhópum víðsvegar af landinu auk 40 félaga þriggja erlendra leikhópa. Erlendu leik- hóparnir koma frá Lettlandi, Finnlandi og Noregi með sitt leikritið hver í farteskinu. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari leiklistar- hátíðarinnar, sem hefst miðviku- daginn 21. júní klukkan 13 með götuleikhúsi á Akureyri með þátt- töku allra 200 þátttakendanna. Að sögn. Lárusar Vilhjálmssonar, formanns hátíðarnefndar, er því viðbúið að opnunarsýningin muni setja sterkan svip á bæjarlífið á Akureyri þann daginn. Alls verða 11 leikrit sýnd á há- tíðinni að auk ýmissa uppákoma og starfrækslu leiksmiðja. Má þar nefna starfsemi í Listagilinu, m.a. sérstaka vinnu með börnum undir stjórn Önnu Jeppesen, trúða- tækni undir stjóm Aðalsteins Bergdals og leikhússport undir stjóm Guðjóns Óskarssonar og Gísla Björns Heimissonar. Gagnrýnendur hátíðarinnar em Sigrún Valbergsdóttir og Sig- urður Hróarsson. Sýningarstaðir em víða á Akur- eyri og nágrenni, í Kompaníinu, Samkomuhúsinu, Kjarnaskógi, Glerársundlaug og einnig verður sýnt á Húsavík. Að kvöldi hvers hátíðardags verður opinn hátíðarklúbbur í veitingahúsinu við Pollinn. Lokahóf og verðlaunaafhend- ingar fyrir bestu sýningu hátíðar- innar, besta leikara og fleira fer síðan fram í KA-heimilinu á Akur- eyri klukkan 20 sunnudaginn 25.júní. hágæða ofnar Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á fslandi. Rekstrarþrýstingur MPa (10bar) islenskur staðail. ÍST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR Vagnhðföa 11 • 112 ReyVjavík • Sfml: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmidjareykJavikur@simnet.is MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART í REYKJAVÍK HRINGBRAUT 121 • 107 RETKJAVÍK • SÍMI 551 1990 Sumarnámskeið 2000 Námskeið barna 6-12 ára verða haldin vikurnar 5.- 9., 13.- 16., 19,- 23. og 26.- 30. júní. Námskeið 13-16 ára verður haldið 5.-15. júní. Einnig verður boðið upp á sérstakt námskeið fyrir börn og foreldra 19. - 28. júní. Alls 20 kennslustundir hvert námskeið. Kennarar: Eygló Harðardóttir, ína S. Hallgrímsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Valborg S. Ingólfsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Námskeið á haustönn í barna- og fullorðinsdeildum hefjast 25. september. Sjá nánar auglýsingu í byrjun ágúst. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans. Opnunartími mán.-fös. 14-17. Sími 551 1990/551 1936 1 1 Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SAÐ A/ÝTl 1 Staðalbúnaður: Gott verð! Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyidubíli frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bíiar á markaðnum. • 1,6 I vél - 100 hestöfl • Álfelgur • ABS-hemlalæsivörn • 4 loftpúðar • 5 höfuðpúðar • Þrjú þriggja punkta öryggisbeiti í aftursæti • Hreyfiltengd þjófavörn Gœði þurfa ekki að vera dýr • Diskabremsur að framan og aftan • Hástætt hemlaljós í afturrúðu • Þokuljós að framan • Forstrekkjarar á beltum • Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn • Hæðarstiilanlegt ökumannssæti • Fjarstýrðar samlæsingar • Niðurfellanleg aftursæti Carisma sannar það. Carisma 1,6 GLXi 1.495.000 kr. m HEKLA - íforystu á ttýrri öld! Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.