Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 31 stöðugum breytingum undirorpið frá degi til dags?“ Menn þurfa víðtæka reynslu „Við Islendingar höfum ekki þjálf- að starfsfólk okkar sérstaklega til þessa, það hefur hins vegar verið hluti af okkar menningu að ýta undir það að fólk tolli vel í vinnu, það hefur þótt viss dyggð. í dag hugsa menn í ríkari mæli öðruvísi, þeir vita að þeir þurfa víðtæka reynslu til þess að búa sig undir vinnumarkað framtíðarinn- ar. Nærtækt dæmi eru ungir lista- menn; þeir fjárfesta í sjálfum sér og það skilar þeim árangri. Við getum einnig nefnt fyrirtæki á borð við X-18, Marel og OZ; þetta eru hug- vitsfyrirtæki og þar eru menn nær því að skilja að þeirra eigin þekking er starfsöryggi þeirra en ekki það umhverfi sem þeir „planta" sér í. Þetta þykir sumum beinh'nis ógn- vekjandi tilhugsun, en aðrir átta sig á því að þeir þurfa að vera gerendur fremur en þolendur við slíkar að- stæður - þeir þurfa að afla sér þekk- ingar og fá upplýsingar, þannig að þegar að þeim kemur hvað breyting- ar snertir komi það þeim ekki á óvart.“ Krafa um meiri framleiðni hjá hverjum starfsmanni „Langflest fyrirtæki eru nú að skoða einhvers konar starfsþróun fyrir sína starfsmenn af þessum ástæðum. Það hefur orðið umtals- verð breyting í þessum efnum á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Sfs tók til starfa; þá sögðu menn: „Þekking- arfyrirtæki, hvað er það?“ Eimskip er t.d. mjög gott dæmi um fyrirtæki sem byrjaði á þessu árið 1993, á næstu þremur árum lét fyrirtækið þjálfa alla sína starfsmenn til þess að takast á við breytingar. Islandsbanki vann vel með þá hugmyndafræði að búa þyrfti til sameiginlega menningu og undirbúa starfsmenn fyrir breyt- ingar áður en sameining varð hjá bankanum. Aður hugsuðu menn bara um hvort það yrðu uppsagnir, en nú velta þeir fyrir sér alls konar þáttum sem lúta að nýju umhverfi. Atvinna er grundvallarþáttur í lífi okkar og hún er forsenda fyrir flestöllu því sem við gerum. Þess vegna er mikil- vægt að fyrirtækið og starfsmenn undirbúi sameiginlega þær breyting- ar sem verða eiga; vellíðan í rekstri og velliðan á vinnumarkaði felst í því að menn hafi aðgang að upplýsingum og hún skilar sér m.a. í ýmisskonar hagnaði fyrirtækja. Ef sú staða kem- ur upp að við lendum í umtalsverðum sviptingum á vinnumarkaðnum, þar sem við búum við hækkandi verð- bólgustig og erfiðleika á fjár- magnsmarkaði, kemur það að sjálf- sögðu niður á fyrirtækjunum, sem svo aftur verða þá að endurskoða starfsemi sína og starfshætti. Þá verður vafalaust gerð krafa um meiri framleiðni hjá hverjum starfsmanni, sem myndi svo aftur hafa áhrif á samsetningu starfsmannahópsins. Eitt af því sem við höfum lagt megináherslu á er að vekja hinn al- menna starfsmann og stjórnendur fyrirtækja til umhugsunar um það að hver og einn starfsmaður verði að bera ábyrgð á eigin starfsöryggi. Þess vegna ættu allir kjarasamning- ar í dag að ganga út á það að hver og einn starfsmaður hafi aðgang að svo og svo miklu fjármagni og aðstöðu til þess að tryggja eigin stöðu. Þetta væri skynsamleg viðbót við krónu- tölusamningana. Skref fyrir skref hefur ekki verið í rekstrarráðgjöf, en allt sem viðkem- ur stefnumótun, stjórnun, starfs- mannamálum og sameiningarmálum og öllu sem lýtur að mannlega þætt- inum í rekstri, það er verksvið fyrir- tækisins. Annað sem mótar sérstöðu þessa fyrirtækis er rannsóknarvinn- an. Ekkert einkafyrirtæki sem gerir rannsóknir á þessu sviði nýtir þær í þágu vinnumarkaðarins eins og Sfs gerir. Það er líka sérstakt að svona lítið fyrirtæki sé með jafn stór Evrópuverkefni og raun ber vitni. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og bít- andi og við leggjum mikla áherslu á að gleði ríki á vinnustöðum og þá einnig hjá okkur. Starfsfólkið er á aldrinum 27 til 55 ára, hópur ólíkra einstaklinga með ólíkan bakgrunn, en ég hugsaði mér að byggja upp samstarfsnet einstaklinga sem hefðu þroska og þekkingu til að búa til þekkingarafurðir sem við gætum selt öðrum fyrirtækjum. Ég hef aldrei fundið fyrir því í starfi mínu í at- vinnulífmu að það sé hindrun að glíma við karlmenn á þeim vettvangi. Mikið af stjómendum fyrirtækja eru karlmenn og ég hef átt mjög góð samskipti við þá. Hjá Sfs erum við með leiðtoganám sem hentar þeim vel og annað nám sem hentar konum sem vilja vaxa sem stjórnendur og verða leiðtogar og fyrh’myndir hinna yngri. Við megum ekki gleyma að við eigum ekki aðeins í samkeppni á inn- anlandsmarkaði, við erum í harðri samkeppni við aðila erlendis og við þurfum að miða menntun og þjálfun starfsfólks okkar við þá staðreynd. Búið er að innrétta og fullbúa rösklega 400 fermetra af húsnæðinu okkar, en ráðgert er að útbúa m.a. glæsilegan kennslu- og ráðstefnusal í þeim 200 fermetrum sem eftir eru. Hér er mikil áhersla lögð á að starfs- fólkinu líði vel, en þess má geta að 60% af allri starfseminni fara fram utan fyrirtækisins." Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Ásmundur hefst 8. júní - þri. og fim. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeiö, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, janfvægi og heilsu. Næsta grunnnámskeið hefst 5. júnf YOGA^ STU D I O Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is HALUR OG SPRUND ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir WMBBSSÍ Veður og færð á Netinu /§> mbl.is Talenta - Hátækni Áhættufjárfestingarsjóður Hlutafjárútboð og skráning á VÞÍ Aukin notkun upplýsinga- og fjarskiptalausna í fyrirtækjum og á heimilum hefur verið einn af drifkröftum mikils hagvaxtar og tækniframfara á liðnum árum. Talenta-Hátækni er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, fjarskipta- og tölvuþjónustu. Sjóðurinn leggur áherslu á fjárfestingar í óskráðum félögum með mikil vaxtartækifæri. Þriðjudaginn 30. maí n.k. hefst sala á hlutafé í Talentu-Hátækni en þá verður hlutafé sjóðsins aukið um 350 m.kr. að nafnverði. • Til sölu er hlutafé að nafnverði kr. 350.000.000.- • Hlutabréf verða boðin til sölu á genginu 1,5 • Lágmarksáskrift er kr. 100.000.- að nafnverði • Hámarksáskrift er kr. 20.000.000,- að nafnverði • Áskriftartímabil hefst 30. maí og lýkur 2. júní • Móttöku áskrifta mun ljúka fyrr ef allt hlutaféð selst áður en sölutímabili lýkur Kynningarfundur Mánudaginn 29. maí verður kynning á Talentu-Hátækni fyrir áhugasama fjárfesta kl. 16:30 að Kirkjusandi, 5. hæð. Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu hjá FBA, umsjónaraðila útboðsins. Einungis verður tekið á móti skráningum á rafrænu formi á vef FBA www.fba.is. Talenta hf. Kirkjusandí 155 Reykjavík Sími 580 5000 Fax: 580 5130 talenta@fba.is Umsjónaraðiti útboðs: FBA er hiuti af Islandsbanka-FBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.