Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 34

Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 34
34 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN HEIMUR Á HVERF- ANDA HVELI? FYRIR rúmum 30 árum stund- aði höfundur rannsóknir í næring- arfræði prótína og sótti nokkrar ráðstefnur i því sambandi. Um það leyti var mikið rætt um prótínskort og hungur meðal fólks í þriðja heiminum; í Afríku, á Indlandi og í Asíu. Allir þekktu myndir af börn- um með útblásinn kvið og þveng- mjóa fætur. Höfundur flutti þá nokkra fyrirlestra um málin og hvatti til ráðstafana af hálfu ríkra þjóða. Einhvern veginn leit fólk á þetta ástand sem sér óviðkomandi og óviðráðanlegt, en litlar breyting- ar hafa orðið síðan, og vandamálin versnað mjög. Leit að leiðsögn Eitt sinn var gamall maður sem hafði varið mörgum árum ævi sinn- ar í leit að framtíðinni. Hann hafði lesið ósköpin öll af bókum eftir vitrustu menn sem höfðu spáð því hvemig framtíðin liti út. Gamli maðurinn átti erfítt með að átta sig á því hvernig hún væri og hvar hana væri að fínna, því spádómar hinna vísustu manna voru mjög mismunandi. Hann ákvað því að leggja af stað sjálfur í leit að henni. Um eitt voru flestir spámannanna þó sammála, að ekki væri það spek- in ein, sem sem hefði svör við spurningunum. Ungir og óreyndir menn, sem ekki hefðu spillst af - heimsins lystisemdum, hefðu dýpri tilfmningar og gætu því betur leið- beint mönnum, hvert fara ætti með svo vandasamar spurningar. Gamli maðurinn kynntist miklum ósköpum á leið sinni; volæði, spill- ingu og beiskt hungur mátti víða sjá en einnig sólskin, fegurð og frið. A leiðinni hitti hann ungan dreng, sem leiðbeindi honum; hann sagði að ferðin tæki marga daga í vesturátt þangað til komið væri að fjalli miklu, en þá ætti að fara vinstra megin við það og ganga síð- an í tvo daga til viðbótar. Par fengi gamli maðurinn svör. Að langri og erfiðri göngu lokinni hitti hann ungan mann, sem augljóslega virt- .ist vera sá sem hafði svör, og þá bar hann upp spurningu sína. „Já,“ sagði ungi maðurinn, „þú ferð beint í suður þangað til þú kemur að göngustíg sem liggur þvert á gönguleið þína, en þá ferð þú til Nútímamaðurinn verð- ur að vera sveigjanlegur og reiðubúinn að lifa frá degi til dags og takast á við vandamál, segir Jón- as Bjarnason, sem jafn- vel gætu stangast á við eigin siðferðisviðhorf. hægri.“ „Nei - heyrðu annars - þú kemst ekki til framtíðarinnar héð- an. Þetta ættir þú að sjá eins vel og ég.“ Gamli maðurinn tárfelldi en þerraði svo tárin með vasaklút sín- um. Sá hann þá að ungi maðurinn var með hvítan staf. Þegar gamli maðurinn hafði jafnað sig að nokkru dró hann djúpt andann, en þá fannst honum sem loftið væri ertandi fyrir lungun; hann hafði ekki veitt því athygli fram að þessu sökum eftirvæntingar. Hann sá þá að hann hafði ratað leiðina sem ekki var fær og of seint var að leita áfram, hann fyndi varla leiðina til baka; að einu leyti var hann þó vís- ari, þetta var ekki leiðin. Spá er spaks geta í dag eru spámenn og framtíðar- spekúlantar orðnir fremur þegjandalegir eftir aragrúa af spám og áætlunum um framtíðar- þróun á síðustu tugum aldarinnar. Flestar þeirra hafa reynst rangar eða alrangar. Hinn kunni félagsvísinda- maður í Berlín, Eric Hobsbawm (höfund- ur bókarinnar „Öld öfganna"), sagði ný- lega í blaðaviðtali að núverandi ástand í heimsmálum líktist mest villtri samsuðu af óeirðum eða út- brotum, pólitískum og efnahagslegum. í þessum hrærigraut væri nánast tilgan- gslaust að leggja það erfíði á sig að gera áætlanir eða forspár um þróun. Aðeins eitt væri óyggjandi: Regla fari minnkandi en ringuleiðin aukist. Meira að segja væri eina tæknilega og hernaðar- lega ofurveldi heims, Bandaríkin, með öllu óhæft til að halda uppi aga í heiminum eða stjórna honum. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir ára- tug hafa 200 stór vopnátök átt sér stað með mörgum milljónum dauðsfalla. Ekki eru allir spámenn eins og Nostradamus sem, með frjálslegri túlkun þó, sá fyrir ýmsa stórat- burði eins og t.d. valdabrölt og glæfragang Napóleons Bonaparte og Hitlers, öldum áður en atburð- irnir áttu sér stað. Nýlega hefur verið gerð könnun í Bandaríkjunum á framtíðarspám síðustu áratuga og þær bornar saman við reynsluna. í ljós hefur komið að þær reyndust rangar eða alrangar í 80% tilvika. „Rómar- klúbburinn" svokallaði sendi frá sér „pragmatíska" og í bland mjög svartsýna spádóma (apokalypsis, dómsdagsspár). „Endimörk vaxtar- ins“ sem kom út árið 1972 (D.L. Meadows og samstarfsm.) var fyrsta verkið úr þeim herbúðum, en þegar hafa verið gefín út 26 sérrit, sem skrifuð hafa verið af einstök- um fræðimönnum eða hópum, en gefin út á vegum klúbbsins. Það síðasta er „The Oceanic Circle: Governing the Seas as A Global Resource", þ.e. „Hafstraumafæri- bandið“ fræga og umdeilda, eftir E.M. Borgese. Þjóðverjinn Stefan Rahmstorf gerði síðan stærðfræði- líkan fyrir færibandið og komst að þeirri niðurstöðu, að aukinn hiti í andrúmslofti (vegna gróðurhúsa- áhrifa) gæti breytt leiðum golf- straumsins á þann veg m.a., að hann færi alfarið fram hjá Islandi, en þá myndi kólna mjög í veðri hér. Þetta hefur, að því er virðist, haft mikil áhrif á marga hérlendis, þótt í reynd sé um tilgátu að ræða og síð- an tölvukeyrslu á líkani um tilgát- una. Er sú spá nokkuð gáfulegri en allar hinar? Full ástæða er þó til að skoða málin af alvöru. Fleiri spámenn koma við sögu og í þeirra hópi eru margir bandarísk- ir hugsana- eða hugmyndabankar (aðallega kostaðir af bandaríska varnarmálaráðuneytinu); Hermann Kahn („euphora", þ.e. allt lagast), Hudson-stofnunin og ýmsir áhuga- framtíðarspámenn. Spárnar köstuðust síðan á milli of eða van í flestum efnum, eða voru alveg út í hött, margar þeirra voru gerðar á sjötta áratugnum, þegar geimflug var nýhafið. Því gerði t.d. H. Kahn og Rand-félagið spá um að mannaðar bækistöðvar yrðu á tunglinu og mannaferðir til Mars þegar á níunda áratugnum. Um aldamótin núverandi áttu flug- vélar að fljúga með tíföldum hljóðhraða á milli heimshorna. Einnig var spáð um að almennar bólusetningar gegn öllum bakter- íum og vírusum yrðu staðreynd um aldamótin. Einnig átti að vera unnt að leiðrétta erfðagalla með inngrip- um eða breytingum á DNA. Það mál er nú talið mjög langt undan eða ómögulegt. Enginn sá fyrir fall kommúnismans. Spár um tölvubransann voru einnig of eða van. Ekki sáu menn fyrir sér hina geysilegu þróun nets- ins og á allskonar tölvubúnaði sem er svo smár að unnt er að stinga honum í vasann og að verð tækj- anna væri almenningi engin hindr- un. Hinsvegar spáðu menn því að löngu fyrir aldamót yrðu komnar tölvuþýðingarvélar, sem þýtt gætu hvaða tungumál sem er, eftir töluð- um orðum. Kauphallarsérfræðing- urinn E. Garzarelli spáði rétt fjór- um dögum fyrir verðfallið mikla í Wall Street 1987. Eftir það naut hún mikils álits sem slík, en úttekt á spám hennar frá 1987-1996 sýndi, að hún hafði rétt fyrir sér í 38% til- vika, þ.e. betra hefði verið að kasta upp teningi. Bjartsýnismenn spáðu fyrir um almennt mjög bætt lífsgæði fólks um aldamótin en fátt er því til stað- festingar um þessar mundir nema í nokkrum ríkum þjóðum og reið fá- mennra hópa spekúlanta á öldu- faldi viðskiptabyltingar. Ef miðað er við spádóma liðins tíma eru litlar líkur á því að núverandi spámenn spái rétt; kannski einhver þeirra, en hver? Að öllu undangengnu varð til hin þverstæðufulla kennisetning. Virtar og faglegar framtíðarrann- sóknir hafa eina grundvallarreglu; ekki er unnt að segja fyrir um framtíðina (Eckard Minx). Það er eins og allar stórar breyt- ingar á þróun gerist með stökk- breytingum á hugsanamynstri en ekki með framlengingu á þróun sem menn sjá eða geta mælt. Vísir menn sjá margt en þeir eru flestir bundnir í ákveðnu mynstri sem takmarkar sýn. Framlenging þróunar Ef horft er til heimsins í heild og reynt að meta hvaða þróun á sér nú stað kemur hryggðarmynd í ljós. Sem dæmi má nefna: • Rúmur helmingur íbúa heimsins þjáist af almennri neyð og hún fer vaxandi. • Um helmingur jarðarbúa býr við algjöran skort á hreinlæti. Um einn milljarður hefur ekki aðgang að neinu vatni í venju- legum skilningi. Vatnsskortur er vaxandi vandamál. • Hungur fer vaxandi í heiminum. í Afríku hefur íbúatala tvö- faldast á þrjátíu árum en á sama tíma hefur matvælaframleiðsla dregist saman um 20% í heims- álfunni. • Eyðimerkur halda áfram að stækka og sums staðar með meiri hraða en verið hefur. Þetta á sérstaklega við um lönd í Afríku á jöðrum stóru eyði- merkursvæðanna svo og í Suð- ur- og Austur-Afríku. Einnig í Asíu á stórum svæðum í Síberíu, Mongólíu og á svæðum beggja vegna Gobi-eyðimerkurinnar. Löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs eru meira eða minna að eyðast eða eru í hættu svo og Astralía á stórum svæðum. Vesturhluti Bandaríkjanna ligg- ur undir eyðingu á stórum svæðum svo og vesturhluti Suð- ur-Ameríku. • Svokölluð þrávirk og mjög hættuleg lífræn efnasambönd, sem eru pláguvarnar- og iðnað- arefni, safnast fyrir í heimshöf- unum og eru þegar farin að hafa áhrif á líf þar á einstökum stöð- um. Að undanförnu hafa banda- rískir vísindamenn kynnt niður- stöður sem benda til þess að skordýraeitur, m.a. í úðabrús- um, geti framkallað ofvirkni, at- hyglisbrest og greindarskort barna vegna áhrifa efnanna á fósturskeiði. • Koltvísýringur hefur vaxið í andrúmsloftinu um 40% frá iðn- byltingunni og vex áfram. Lang- stærstur hluti hans er þó í sjón- um. Þýðing þessa er umdeild. • Ruðningur skóga í Brasilíu held- ur áfram og á eyjunni Borneo einni eru nú felldir 7,5 ferkíló- metrar af skógi á dag. • Á hverju ári hverfa 24 milljarð- ar tonna af gróðurmold. Það er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.