Morgunblaðið - 28.05.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 28.05.2000, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 %--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRYNJÓLFUR MAR- EL VILBOGASON + Brynjólfur Mar- el Vilbogason fæddist í Reykjavík 7. maí 1915. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Brynjólfs- dóttir, f. á Hjalla (koti) á Álftanesi 4. október 1875, d. 19. janúar 1944 og Vil- bogi Pétursson, vegagerðarmaður, f. í Hólshúsum i Gaulverjabæjarhreppi, 13. sept- ember 1869, d. 2. október 1958. Eldri bróðir Brynjólfs var Geir Vilbogason, bryti, f. 12. október 1912, d. 16. maí 1995. Brynjólfur kvæntist 26. júní 1942, Huldu Bogadóttur frá Ak- ureyri, f. 25. janúar 1919, d. 15. september 1984. Dóttir þeirra er Kristín Brynj- ólfsdóttir, f. 11. júní 1952. Hún er gift Rick Sweet jr. og eru þau búsett í New York fylki í Bandaríkjunum. Dóttir Kristínar og Steinþórs Ómars Guðmundssonar af fyrra hjónabandi er Lilja Huld, f. 28. desember 1969. Börn Lilju Huldar og Róberts Ólafs- sonar sambýlis- manns hennar eru Albert Marel og Eyþór Darri. Brynjólfur var atvinnubíl- stjóri lengstan hluta starfsævi sinnar, þar af lengi leigubíl- stjóri hjá BSR þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Brynjólfs fer fram frá Áskirkju, mánudaginn 29. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Svo mælti Almítra: „Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æða- slögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbir- tunni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði eru eitt eins og fljótið og særinn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur stuðning og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR SÓLVEIGAR HARÐARDÓTTUR, Stórholti 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-5 á Landsþítalanum í Fossvogi. Elfa Björk Sigurjónsdóttir, Jóhanna Friðbjörg Sigurjónsdóttir, Magnús Gunnarsson, Katrín María Andrésdóttir, Rúnar Gíslason, Matthías Rúnarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði kærleiksríka umönnun síðustu æviár hennar. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Guðni Þorgeirsson, Salome Þorkelsdóttir, Jóel Kr. Jóelsson, Sigurður Þorkelsson, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Kristln Þorkelsdóttir, Hörður Daníelsson, barnabörn og langömmubörn. Lokað Fjölbrautaskólinn við Ármúla verður lokaður frá kl. 12.00 mánu- daginn 29. maí vegna útfarar HAFSTEINS Þ. STEFÁNSSONAR, fyrrverandi skólameistara. Skólameistari Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfir- skilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti ris- ið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Spámaðurinn). Elsku afi, nú hefurðu fengið hvíldina, eftir að hafa barist svo hetjulega við sjúkdóm ellinnar. Þín mun verða sárt saknað af langafastrákunum. Hvíl í friði. Þín Lilja Huld. Elsku pabbi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guð þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Kristín og Rick. Með nokkrum orðum langar okkur að minnast mágs og föður- bróður, Brynjólfs Marels Vilboga- sonar, sem alltaf var kallaður Malli. Hann lést 20. þ.m., á 86. ald- ursári. Hann og fjölskylda hans var okkur mjög kær. Malli fæddist 7. maí 1915 á Hverfisgötu 89, en það hús fer nú að hverfa af sjónar- sviðinu. Hann ólst upp í foreldra- húsum á Grettisgötunni. Þar eign- aðist hann sína æskuvini. Sú vinátta hélst fram á fullorðinsár. Af Grettisgötunni fluttist fjöl- skyldan á Þórsgötu 22a. Tengjast minningarnar því húsi sterkum böndum, þar sem þrír ættliðir fjöl- skyldu okkar hafa búið. Ungur að árum var Malli sendill hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga á Laugavegi 20. Einnig stundaði hann lítilsháttar sjómennsku á fragtskipum sem messagutti og háseti. Allt frá barnæsku hefur Malli verið mikill bílaáhugamaður, en ævistarf hans var bifreiðaakstur, lengst af hjá BSR, og voru Ramblerarnir hans vel þekktir. Malli hafði brennandi áhuga á íþróttum, einkum fótbolta, og fylgdist hann vel með þeim í öllum fjölmiðlum fram á síðustu stundu. Fór íþróttafólkið í fjöl- skyldunni ekki varhluta af því, þegar hann, með sínum ljúfu, glettnu athugasemdum, sagði sín- ar skoðanir. Malli bjó allan sinn aldur í Reykjavík, ásamt konu sinni, Huldu, og dóttur þeirra, Kristínu. Okkur eru sérstaklega minnisstæð jólaboðin hjá Huldu og Malla, heitt súkkulaði með rjóma, ásamt tíglakökunni gómsætu. Þeg- ar faðir okkar stundaði sjó- mennsku hafði Malli þann sið að aka okkur fjölskyldunni til móts við hann niður að höfn. Við viljum þakka Malla samfylgdina, og biðj- um góðan Guð að varðveita sálu hans. Við sendum Kristínu og Rick, Lilju Huld, Róbert og strák- unum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Brynjólfs Marels. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyná og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgr. Pét.) Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Grétar, Vilborg, Sigrún, Kristín og fjölskyldur. + Konráð Mýrdal Ásgrímsson fæddist á Mýrum í Sléttuhlíð í Skaga- firði 13. maí 1917. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, bóndi og vegaverkstjóri á Tjörnum, og Ólöf Konráðsdóttir hús- freyja. Systkini Kon- ráðs eru Herbert, Indiana, sem bæði eru látin, Sigrún og Jón. Konráð kvæntist árið 1942 Guð- rúnu Þorsteinsdóttur húsfreyju, f. 13. september 1918. Þau eignuð- ust sjö börn: 1) Alda Björk, f. 1942, búsett á Sauðárkróki, gift Trausta Pálssyni, þeirra börn eru Linda, Edda og Páll Rúnar. 2) Eyjólfur Eðvald, f. 1944, búsettur í Svíþjóð, í sambúð með Yvonne Hjelm. Áð- ur var Eyjólfur kvæntur Onnu Sigmarsdóttur, þeirra börn eru Eðvald og Eydís, og með seinni eiginkonu sinni, Kristrúnu Óskarsdóttur, átti hann Guðrúnu Björgu og Kristján Valdimar. 3) Þorsteinn Ingi, f. 1948, búsettur á Akureyri, kvæntur Sólveigu Jen- sen, þeirra synir eru Konráð Vest- mann og Anton. Fyrir átti Sólveig Anniku M. Guðnadóttur. 4) Ómar Bragi, f. 1950, d. 1952. 5) Ólöf Sigrún, f. 1950, búsett á Sauðár- króki, gift Halldóri Arnarsyni, d. 1999, þeirra synir eru Öm Sölvi Þá er komið að kveðjustund og viljum við minnast afa okkar með fáeinum orðum. Afi var orðinn aldraður og við andlát hans hrann- ast upp minningar frá bernskuár- um okkar systkina. Afi var það sem kalla mætti „dellukarl“, hann var nýjungagjarn og þurfti alltaf að eignast eða prófa öll nýjustu tæki og tól. Gaman var að koma í heimsókn til hans á Oddeyrargöt- unni á Akureyri og sjá hvað hann var að sýsla við í kjallaranum. Ahugi á þessu sviði sneri ekki síst að bílum. Hann eignaðist það marga bíla um ævina að hann og Halldór Heiðar. 6) Guðlaug Veron- ika, f. 1955, búsett á Dalvík, gift Steinari Steingrímssyni, þeirra börn eru Sól- rún, Steingrímur Rúnar og Ólafur Ingi. 7) Ásgrímur Bragi, f. 1962, bú- settur á Galtartungu á Fellsströnd, í sam- búð með Evu Maríu Ólafsdóttur, þeirra dóttir er Guðrún Erla. Barnabarna- börn Konráðs eru nfu talsins. Konráð ólst upp í foreldrahús- um á Tjörnum í Sléttuhlíð til 25 ára aldurs og starfaði á búi for- eldra sinna þar til hann kvæntist. Á unglingsárunum stundaði hann öll almenn sveitastörf, var í vega- vinnu og stundaði nám við bænda- skólann á Hólum einn vetur. Kon- ráð og Guðrún hófu búskap á Tjörnum árið 1942. Bjuggu í Mýr- arkoti á Höfðaströnd 1944-1954 og keyptu þá jörðina Skálá í Sléttuhlið. Á Skálá voru þau til 1967, en þá fluttu þau til Sauðár- króks. Þaðan fluttu þau til Akur- eyrar árið 1972. Á Akureyri starf- aði Konráð hjá Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar í 18 ár eða á meðan heilsan leyfði. Útför Konráðs fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri mánu- daginn 29. maí og hefst athöfnin klukkan 14. sjálfur hafði ekki einu sinni tölu á þeim þegar rifja átti upp bíleign- ina. Og það var ætíð tilhlökkunar- efni að sjá hvernig bíl hann væri nú kominn á þegar við heimsóttum hann og ömmu eða að þau komu í heimsókn til okkar í Skagafjörð- inn. Tilhlökkunin fólst ekki síst í því að fara á rúntinn með afa því alltaf lumaði hann á einhverju góð- gæti í hanskahólfinu, brjóstsykri eða brenni. Áhugann á bflum missti afi aldrei og hann átti erfitt með að sætta sig við að hætta að aka þegar heilsan brást á efri ár- um. Til vitnis um áhugann á bílun- um þá áttu aðrir „bíladellukarlar" í fjölskyldunni hans fyllsta skilning. Þannig tók afi ætíð málstað bróð- urins í okkar systkinahópi þegar verið var að býsnast yfir tíðum bílaskiptum hans fyrst eftir bíl- prófið. Afi stóð sannarlega með sínum. Við eigum einnig góðar minning- ar frá heimsóknum afa og ömmu í sveitina til okkar, einkum þegar þau voru hjá okkur þegar foreldr- ar okkar fóru í sumarfrí. í þau skipti fórum við með þeim í heim- sóknir til skyldmenna í Skagafirð- inum. Þá naut afi sín við aksturinn um þveran og endilangan fjörðinn. Eftir því sem árin liðu, við full- orðnuðumst og fluttum að heiman fækkaði heimsóknunum til afa og ömmu. Því varð hver heimsókn dýrmætari og alltaf tók afi jafn vel á móti okkur. Það var til dæmis gaman að fylgjast með því þegar hann tók sig til á efri árum og fór að mála með olíulitum. Margar myndir hans sýna að hann bjó yfir listhæfileikum sem hann hafði ekki hátt um. Elsku amma. Við biðjum Guð að styrkja þig við að fylla upp í tóma- rúmið sem afi skilur eftir sig. Þið voruð saman í flestu sem þið gerð- uð en við vitum að þangað sem afi er kominn núna þar líður honum vel. Linda, Edda og Páll Rúnar. Þeir falla óðum fomir, traustir kvistir, er fyrrum bára uppi smáa þjóð. Þrotlaust starf um allar íslands byggðir, eljumannsins var það sigurljóð. Þú varst einn af þessum eðalkvistum, er þol og seiglu gamla tímans bar. Bóndastarfið var þín nautn og vinna, en víða lagtæk höndin þegin var. I Sléttuhlíð nú grænka grös í móum, gróðri breiðir faðminn sól og vor. A Skálárbreidd mun lyngið lága hvísla, látnum vini þakka gengin spor. Þess gætir lítt þó gamall maður kveðji, er geysist þjóðin fram á nýjan skjá. Bn Konráð sem að byggði bú á Skálá, hann byggði hljóður framtíð undir þá. Skaparans á æðri akurreinum, andi þinn mun reisa að nýju bú. I ljúfri hvíld í fósturjarðar faðmi, þig fjölskyldan á Tjömum kveður nú. (K.Á.) Fjölskyldan á Tjörnum. KONRAÐ MYRDAL ÁSGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.