Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 39 MINNINGAR ÞÓRÓLFUR ALVIN G UNNARSSON + Þórólfur Alvin Gunnarsson fæddist á Hvamms- tanga 16. janúar 1981. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvammstanga- kirkju 5. maí. „Festið sjónar á ljósinu, því skugginn þrífst ekki sólarmegin við tréð.“ (Óðurinn til lífsins - Gunnþór Guðmundsson.) Vorið er komið með vaknandi gróður og loforð um marga bjarta sumardaga. En þessir fyrstu sum- ardagar hafa svo sannarlega verið daprir. Það er svo erfitt að trúa þvi að hann Þórólfur sé farinn frá okk- ur. Hann Þórólfur með blíða brosið, en þó með glettnis- og stríðnis- glampa í augunum. Hann var ekki gamall þegar hann fór að koma hingað út að Gröf í fylgd Bangsa. Það var fastur siður að Unnur systir hans og Sunna Þórðardóttir kæmu í heimsókn til okkar á aðfangadaginn með Bangsa. Og nú bættist hann í hópinn. Þegar leið að jólum var haíist handa á jólasveinaverkstæðinu í Nausti. Börnin hjálpuðu Bangsa við að útbúa eitthvað til að færa okkur Tryggva. Mikil leynd hvíldi yfir því hvað þar væri verið að smíða. Svo strax eftir hádegi á aðfangadag birtust þau með pakka og gleðin og eftirvæntingin skein úr augunum. - Hverig skyldi nú Stellu lítast á? Pakkinn var opnaður og fallegur smíðisgripur bættist í hornið. Efth- að Þórólfur fór burtu til náms og vinnu, fækkaði ferðum hans hingað til okkar. Samt brást ekki að hann og Bangsi kæmu í sína árlegu aðfangadagsheimsókn, síð- ast núna í vetur. Minningabrotin koma í hugann, hvert af öðru. Bíll rennur í hlað, svolítið flaut heyrist. Þeir eru mætt- ir vinirnir. Skipt hefur verið um ökumann niðri við hlið. Þórólfur kominn í ökumannssætið, heldur maskaralegur en Bangsi er farþegi. Þeir eru komnir að sækja kartöflur sem hér eru í geymslu. - Mamma var orðin al- veg kartöflulaus, segir drengurinn. Á björtu vorkvöldi birtast þeir. Nú er verið að koma úr veiðiferð. Þeir hafa farið að veiða í Hópinu eða Vesturhópsvatni. Sýna veiðina stoltir á svip, ekki við annað komandi en að gefa okkur í soðið. Það er vetrardagur, snjór yfir öllu, vélsleði brunar upp túnið. Ungur og áræðinn stígur ökumaðurinn af sleðanum og kveður dyra. - Mig langaði bara að vita hvernig þið hefðuð það. Þetta eru ómetanlegar stundir, sem aldrei gleymast. Og þessar ljúfu og björtu minningar eigum við, þær getur enginn frá okkur tekið. Eg vona svo innilega að sóknar- prestinum okkar sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni takist að sá því fræi í brjóst barna og ungmenna hér, reyndar okkar allra, að alltaf sé til ljós, þótt stundum virðist skuggsýnt og lífið tilgangslaust. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir, vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (EinarBen.) Elsku Gréta, Gunnar, Unnur, Steini, Elvar, Bangsi og aðrir ást- vinir. Við Tryggvi biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og blessa minningu Þórólfs. Minningin um góðan dreng lifir og yljar okkur um hjartarætur og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Stella í Gröf. Elsku strákurinn minn. Fótunum er kippt undan veröldinni, missirinn er mikill. Ég á engin orð til að lýsa líðan minni, ég get ekki trúað að ég fái ekki að hitta þig aftur og heyra hlátur þinn, að við fáum ekki að eiga þig lengur. Þú varst alltaf svo léttur og kát- ur. Ég man svo vel eftir því þegar þú komst til okkar skömmu eftir að Elvar Austri fæddist. Þú ætlaðir ekki að þora að halda á honum. Þér fannst hann svo lítill og brothættur. Þið urðuð svo góðir vinir og áttuð alltaf fjörugar og kátar stundir þann tíma sem þú bjóst hjá okkur. Það brjótast um margar hugsanir í litlum kolli og hann biður Guð að passa þig á hverju kvöldi, er hrædd- ur um að það sé engin eldavél hjá Guði og að þú verðir svangur. Við eigum öll yndislegar minningar og þökkum öll fyrir að hafa kynnst þér og fengið að eiga þig. Fram í hugann hljóðar streyma hugsanir um liðnar stundir. Mynd þína ég mun vel geyma, hún máist ei þó rofni fundir. Þó sorgin að hjartanu herði sitt tak um hugann sú vissa smýgur. Að dauðans vald er brotið á bak mót birtunni sál þín flýgur. Þitt ævifley á boða þú braust bátnum ei komst í var. Örlagadóm þann erfiða hlaust - og aðeins í þögninni er svar. Ég brýt um það heilann bróðir minn kær hve brothætt er - lífið og stutt. En minningar skírar, eins og gerst hefði í gær þá geta burt sorginni rutt. Nú aftur er fornar götur ég geng, það geymst hefur innst í sinni. Þegar ég leiddi þig lítinn dreng þinn lófi í hendi minni. Við leiddumst ung systkin um lautir og mó löngum hjá afa við dvöldum. Eða komum í kapp niður að sjó þar kuðung í lófanum földum. Gersemar margar í fjörunni fundum þann fjársjóð skal minningin geyma. Saman svo glaðvær í æsku við undum við öryggi í „plássinu" heima. Það hugarró veitir í harmanna tíð ef horfum við fram á veginn. Að hláturinn glaði og brosin þín blíð bíða okkur hinum - megin. Bráðum þorna trega tárin, trúin okkur veitir þrótt, getur að lokum grætt öll sárin, Guð þig blessi. - Hvíldu rótt. Elsku Þórólfur minn, ég kveð þig með virðingu og söknuði. Hvíl í friði. Unnur Elva. + Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MAGNEU G. GUÐMUNDSDÓTTUR, Seljahlíð, áður Hólmgarði 20, Reykjavík. Elvar Bjarnason, Jóna Bjarnadóttir, Ester J. Bjarnadóttir, Sigurgeir Bjarnason, Bjarni Már Bjarnason, barnabörn og Ásta Kristinsdóttir, Erling Georgsson, Hjálmar Markússon, Margrét Jónsdóttir, Helga B. Atladóttir, langömmubörn. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, BRYNJÓLFUR MAREL ViLBOGASON fyrrverandi ieigubílstjóri, Hringbraut 50, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 29. maí kl. 13.30. Kristín Brynjólfsdóttir Sweet, Rick Sweet, Lilja Huld Steinþórsdóttir, Róbert Ólafsson, Albert Marel og Eyþór Darri. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR JÚLÍANA SÓFUSDÓTTIR frá Drangsnesi, Suðurgötu 121, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 24. maí sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Magnús Bakkmann Andrésson, Sófus Magnússon, Gunnfrfður Magnúsdóttir, Andrés Magnússon, Súsanna Ernudóttir, barnabörn og langömmubörn REYNIR SIGURÞÓRSSON + Reynir Sigur- þórsson fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1930. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 27. apríl síðast- liðinn og fór útfór hans fram frá Foss- vogskirkju 5. maí. Það var á áttunda áratugnum sem ég hitti Reyni í fyrsta sinn. Hann var þá stöðvarstjóri í Nes- kaupstað en ég á ein- hverju mælingaferða- lagi. Báðir störfuðum við hjá Póst- og símamálastofnun. Þegar ég kom til Neskaupstaðar og hugðist fá gist- ingu á símstöðinni voru aðrir menn þar fyrir og ekkert pláss. Gistihús höfðu ekkert pláss í þetta sinn en hann gafst ekki upp fyrr en hann hafði útvegað mér gistingu úti í bæ. Okkar fundum bar ekki saman aftur fyrr en 1979 en þá var hann orðinn umdæmisstjóri í Umdæmi IV, Austurlandsumdæmi, hjá Póst- og símamálastofnun, með aðsetur á Egilsstöðum. Þetta starf heyrði beint undir póst- og símamálastjóra. Ég undirritaður var ráðinn í starf umdæmistæknifræðings snemma árs 1979. Mitt starf var m.a. fólgið í því að vera umdæmisstjóra til ráð- gjafar í tæknimálum. Ég kynntist því Reyni allnáið. Ég minnist þess, að þá voru 300 númer í sjálfvirku símstöðinni á Egilsstöðum, og eng- in númer laus, en hún hafði verið opnuð 1970. í þá daga voru númer ekki á lausu, og stöðvar voru ekki stækkaðar fyrr en notendur voru fyrir hendi. Stækkun var í 100 númera þrep- um og þurftu því að liggja fyrir því sem næst 100 umsóknir til að stöðin yrði stækkuð. En þar eð flestir vissu að engin númer voru til, sóttu ekki allir um, það virtist þýðingarlaust. Reynir hvatti fólk til að sækja um síma, og árið 1982 voru númerin orð- in 600 þrátt fyrir að fólksfjölgun hefði aðeins orðið um 200 á svæði stöðvarinnar. Þetta litla dæmi sýnir betur en löng saga, hvernig hann beitti sér fyrir framförum til hags- bóta fyrir símnotendur í sínu um- dæmi. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir bættri símaþjónustu í landsfjórðungnum. Það var þó að- eins hálft starfið, því að hann var einnig yfirmaður póstmála fjórð- ungsins. Reynir var stjórnsamur, fljótur að taka ákvarðanir og það velktist eng- inn í vafa um hver stjórnaði. Hann vildi hafa skýrar línur í sínu stjórn- skipulagi og fylgdist náið með því sem verið var að vinna að, allt niður í smæstu verkefni, enda leit hann svo á að sín væri ábyrgðin að sérhvert verk yrði sómasamlega af hendi leyst. Ekki þætti mér ólíklegt að þeir, sem ekki kynntust Reyni að ráði, hafi álitið hann nokkuð hvatvísan en við sem kynntust honum nánar kom- umst að raun um að alltaf var stutt í glettnina. Hann var hins vegar oft snöggur til svars og menn voru varla búnir að sleppa síðasta orðinu, hvað þá ná andanum, þegar svarið kom. Hann var fljótur að setja sig inn í mál, greina aðalatriðið, og tók alltaf skjótlega ákvörðun og stóð við hana. Hann kenndi hjartasjúkdóms árið 1983 og dvaldist þá um hríð á sjúkrahúsi og átti jafnan við þann sjúkdóm að stríða eftir það en and- inn var alltaf hress. Reynir lét af störfum eftir að gerð var skipulagsbreyting á Póst- og símamálastofnuninni, og hún var „háeffuð" 1. janúar 1997. Það kom mér nokkuð á óvart þeg- ar ég frétti um andlát Reynis því að nokkrum dögum áður hafði hann hringt til mín, andlega vel hress að vanda, og beðið mig að aðstoða sig lítillega við tölvu sem hann var að at- huga fyrir annan mann. Þetta var í hádeginu á föstudaginn langa. Hann spurði mig fyrst hvað ég væri að gera. Ég kvaðst hafa verið að borða. „Ertu að éta og það á föstudaginn langa!“ Svaraði hann að bragði í um- vöndunartón. Andinn var greinilega ennþá fullhress og alltaf jafnstutt í glettnina. Þannig minnist ég Reynis og þakka honum fyrir samstarfsár- in. Guðmundur Ingvi Jóhannsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, stjúp- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTÍNU BERNHARÐSDÓTTUR frá Kirkjubéli í Valþjófsdal. Guðmundur Steinar Björgmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Anna Kristín Björgmundsdóttir, Markús Guðmundsson, Sigríður Björgmundsdóttir, Sigmundur Þorkelsson, Eyjólfur Björgmundsson, Berglind Rós Pétursdóttir, Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgvinsson, Bragi Björgmundsson, Guðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HÖNNU GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR frá Garðhúsum á Akranesi, síðast til heimilis í Hjallaseli 45, Reykjavík. Magnús Þ. Sigurðsson, Björn Júlíusson, Guðrún Ásmundsdóttir, Anna Vigdís Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Markússon, Sigurður Magnússon, Agnes Agnarsdóttir, Guðleif Unnur Magnúsdóttir, Sverrir B. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.