Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
138. TBL. 88. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Suðurlandsskjálfti af stærðinni 6,5 varð á þjóðhátíðardaginn
Líkur á fleiri jarðskjálftum
PÁLL Einarsson, jirófessor í jarðeðlis-
fræði við Háskóla Islands, telur að jarð-
skjálftinn, sem varð á þjóðhátíðardaginn,
hafi orðið á sama misgenginu og olli upp-
hafi landskjálftanna árið 1784 en þeir eru
taldir vera stærstu jarðskjálftar sem
gengið hafa yfir landið á sögulegum tíma.
Jarðvísindamenn segja að sagan sýni að á
Suðurlandi komi oft fleiri stórir jarð-
skjálftar saman.
Jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:40 á
þjóðhátíðardaginn 17. júní og er talinn
hafa verið 6,5 á Richter. Upptök skjálft-
ans eru í Kaldárholti í Holtum á jarðhita-
svæði Hitaveitu Rangæinga. Fyrstu mæl-
ingar vísindamanna á Veðurstofu Islands
SUÐURLANDSSKJÁLFTAR
16 fjölskyldur
heimilislausar
BLAÐC
■ Forystugrein/42
bentu til að skjálftinn væri nokkru minni
eða 5,5-6, en þegar leið á daginn kom í ljós
að skjálftinn var mun harðari.
Mikið tjón varð í jarðskjálftanum, eink-
um á Hellu og í Holtum og Landsveit. Á
milli 60 og 70 íbúar eru heimilislausir, en
enn fleiri yfirgáfu heimili sín um helgina
af ótta við annan skjálfta.
Páll Halldórsson, jarðeðlisfræðingur á
Veðurstofu íslands, segir að sagan sýni
að á Suðurlandi komi oft fleiri stórir
skjálftar saman. Hann bendir á að árið
1896 hafí jarðskjálftahrinan gengið yfir á
hálfum mánuði, 1784 hafi það gerst á
tveimur dögum, en árið 1732 á tveimur
árum. Páll Einarsson segir að reikna
megi með að fyrsta skjálftanum fylgi
fleiri stórir skjálftar og þá væntanlega
vestar á svæðinu. Reynslan kenni mönn-
um þetta. Ragnar Stefánsson jarðeðlis-
fræðingur telur meiri líkur en minni á að
allstór jarðskjálfti gæti orðið vestur af
upptökunum 17. júní og allt vestur um
Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll, þótt ekki sé
hægt að segja um þetta með neinni vissu.
Mildi þykir að enginn slasaðist alvar-
lega í jarðskjálftanum. Er það ekki síst
þakkað því að skjálftann bar upp á þjóð-
hátíðardag og var því færra fólk heima en
annars þar sem mjög margir voru að
fagna. Þrennt slasaðist í skjálftanum.
Kona fótbrotnaði í Vestmannaeyjum þeg-
ar féll á hana grjót. Maður féll og axlar-
brotnaði á Hellu og barn meiddist á Hellu
í troðningi þegar fólk flúði út úr Hellubíói.
Páll Halldórsson sagði í gærkvöldi að
fremur lítil skjálftavirkni væri á svæðinu,
en vakt yrði í nótt og óvíst um framhaldið.
Rætt um þátttöku NATO-ríkja
utan ESB í varnarsamstarfi
Santa Maria da Feira. Reuters, AFP.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) ræddu í gær tillögur sem gera
ráð fyrir því að þeim ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) sem ekki
eiga aðild að sambandinu verði gert
kleift að taka þátt í varnarsamstarfi
þess. Samkvæmt tillögunum, sem
Portúgalar hafa lagt fram, er gert
ráð fyrir því að reglulegt samráð
verði haft við NATO-ríki sem standa
utan ESB um framkvæmd sameigin-
legrar öryggis- og varnarmálastefnu
sambandsins. Er lagt til að samstarf-
Tveggja daga leiðtogafundur
Evrópusambandsins í Portúgal
ið verði aukið ef og þegar hernaðar-
aðgerðir eru fyrirhugaðar.
Fundur leiðtoganna hófst í gær í
Feira-kastala skammt frá portú-
gölsku hafnarborginni Oportó og
mun Ijúka í dag. í tillögunum kemur
fram að NATO-ríkin utan ESB muni
geta tekið þátt í þeim aðgerðum þar
sem sambandið þarf að fá afnot af
tækjabúnaði NATO ef þau óska
þess. í þeim tilvikum þegar ESB
þarf ekki á tækjabúnaði Átlantshafs-
bandalagsins að halda mun ráðherr-
aráðið geta tekið ákvörðun um að
bjóða NATO-ríkjum sem standa ut-
an ESB að taka þátt í aðgerðum.
Leiðtogunum mistókst í gær að
leysa þráláta deilu um samræmingu
skattheimtu af fjármagnstekjum í
aðildarríkjunum 15. Er þó talið
hugsanlegt að ný málamiðlunartil-
laga Portúgala, sem nú eru að ljúka
tímabili sínu í forsæti leiðtogaráðs-
ins, geti orðið til að leysa deiluna.
MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚNÍ 2000
690900
090000
Hvatt til
samstöðu
á Hellu
UM hundrað manns, flestir frá
Hellu, sóttu fund almannavarna-
nefndar Rangárvallasýslu um að-
hlynningu einstaklinga í kjölfar
náttúruhamfara sem haldinn var í
grunnskólanum á Hellu í gær-
kvöldi. Fundargestir virtust al-
mennt yfirvegaðir og spurðu lítið
en hlýddu af þeim mun meiri
áhuga á mál þeirra fagaðila sem
þar héldu erindi. Á fundinum
hvatti séra Sigurður Jónsson íbúa
til samstöðu. Minnti hann á að á
tímum sem þessum kæmi ekkert í
staðinn fyrir ást og umhyggju fjöl-
skyldunnar og náinna vina. Á
fundinum kom einnig fram að við-
brögð við áfalli, eins og náttúru-
hamförum, væru einstaklings-
bundin, en að flestir kæmust í
gegnum þau klakklaust.
Morgunblaðið/Gom
Bæði ungir og aldnir íbúar Hellu og nágrennis fjölmenntu á fræðslufund um áfailahjálp sem haldinn var á Hellu í gærkvöldi.
Segjast
hafa fellt
Basajev
Moskva. AFP.
RÚSSNESKI herinn til-
kynnti í gær að hann hefði
vegið Shamil Basajev, einn
helsta foringja tsjetsjenskra
uppreisnarmanna. Samkvæmt
frásögn rússnesku
AVN-fréttastofunnar, sem er
fréttastofa hersins, var Basaj-
ev felldur á sunnudag í árás
sérstaklega búinnar herþyrlu
nálægt heimabæ hans, Vede-
no, sem er í suðausturhluta
Tsjetsjníu.
Talsmaður Vladimírs Pút-
íns Rússlandsforseta í málefn-
um Tsjetsjníu, Sergei Yastr-
zhembsky, sagði þó í gær að
rússneskum stjórnvöldum
væri ókunnugt um víg Basaj-
evs. Áður hafa borist fréttir af
því að Basajev væri allur en
þær hafa ávallt verið bornar
til baka síðar.