Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Mikill fjöldi lagði Ieið sfna í miðbæinn 17. júní. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Hátíðarhöldin á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Mikil þátttaka í góðu veðri SKÚRIR og skjálftar urðu ekki til þess að trufla hátíðarhöldin á höfuðborgarsvæðinu þann 17. júní sem að sögn skipuleggjanda fóru vel fram en þátttaka var alls staðar með mesta móti. Frábær stemmning í miðbæ Reykjavíkur Höfuðborgarbúar fjölmenntu í miðbæinn en Gísli Árni Eggertsson, dagskrárstjóri há- tíðarhaldanna, segir að mannfjöldinn hafi dreifst vel um miðborgina en hann telur að a.m.k. 30 þúsund manns hafi verið þar sam- ankomnir. Gísli segir hátíðarhöldin hafa gengið vel, skemmtidagskráin við Arnarhól og opnun ylstrandarinnar í Nauthólsvík standi helst upp úr en annars hafi dagskráin verið bæði fjölbreytt og góð. „Stemmningin í bænum var þrælgóð," segir Gísli. „Við erum mjög ánægðir með aðsóknina og veðrið var frábært." Rigning seinnipartinn hafi þó lík- lega dregið úr aðsókn að skemmtiatriðunum um kvöldið. Árni Vigfússon, aðstoðaryfirlögregluþónn í Reykjavík, sagði að hátíðarhöldin í borg- inni hefðu farið friðsamlega fram. Reyndar þurfti lögreglan að hafa afskipti af athyglis- þurfi manni sem klifrað hafði upp á styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Fátt annað bar til tíðinda og helgin var fremur róleg hjá lögreglunni. Eiðistorg hristist og skalf Haukur Geirmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Seltjarnarness, segir að Seltirningar hafi orðið nokkuð skelkaðir þegar Eiðistorg tók að nötra. Fólk hélt þó ró sinni en skemmtiatriðunum var svo gott sem Jóhanna Vigdís Amardóttir, leikkona og fjallkona, fiutti ljóðið „í upphafi var skip“, eftir Jónas Þorbjarnarson. lokið þegar jörðin tók að skjálfa og því frem- ur fáir inni á torginu. Stefán Á. Stefánsson tenór vakti mikla lukku með söng sínum og Leiklistarfélag Seltjamarnes sýndi stuttan leikþátt auk þess sem íbúar Latabæjar litu í heimsókn. Hæstánægðir Kópavogsbúar Mun fleiri Kópavogsbúar tóku þátt í 17. júní-hátíðarhöldunum í Kópavogi en fyrri ár. Linda Udengaard, æskulýðsfulltrúi Kópa- vogs, giskar á að um 10 þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin í Kópavogi og þeir hafi verið hæstánægðir með dagskrána sem hafi gengið mjög vel. „Við erum orðin tæp 23 þúsund hér í bænum og meira var lagt í dag- skrá,“ segir Linda sem telur hátíðarhöldin í Kópavogi fyllilega samkeppnisfær við höfuð- borgina. Þau séu e.t.v. ekki jafn stór í snið- í kirkjugarðinum við Suðurgötu var blóm- sveigur lagður að leiði Jóns Sigurðssonar forseta. um en hinsvegar sé meiri nálægð við allt og alla. Mestur hluti hátíðarhaldanna var á Rútstúni en í Kópavogsdal var keppt í víða- vangshlaupi og eldri borgarar reyndu með sér í púttkeppni á grasflötinni við Salinn á Kópavogshæð. Glaðir Garðbæingar „Hátíðarhöldin gengu mjög vel, við höfum ekki séð svona mikla þátttöku mörg undan- farin ár, ég tel að veðrið hafi átt stóran þátt í því og það virðist sem allir hafi unað glaðir við sitt,“ sagði Gunnar Einarsson, forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs Garða- bæjar. Gunnar segir að dagskráin hafi verið þéttingsföst og góð. Hestar voru teymdir undir börnum og skátafélagið Vífill var með skátatívolí. Frá rúmlega tvö til hálffimm var hátíðardagskrá við Garðaskóla en síðan tók við fjölbreytt skemmtidagskrá í íþróttahús- inu. Um kvöldið var haldið diskótek fyrir yngstu börnin sem dönsuðu og skemmtu sér ásamt foreldrum sínum. Mosfellingar úti í góða veðrinu Mosfellingar héldu upp á þjóðhátíðardag- inn með hefðbundnum hætti. Edda Davíðs- dóttir, tómstundarfulltrúi Mosfellsbæjar, segir að þátttaka hafi verið mikil. Gengið var fylktu liði frá verslun Nóatúns að íþrótta- svæði Mosfellinga þar sem hátíðarhöldin voru haldin bæði innan og utandyra, en flestir Mosfellingar héldu sig þó úti í góða veðrinu. Skrúðgángan var að sögn Eddu mjög fjölmenn og vel heppnuð en í farar- broddi fóru skátar úr skátafélaginu Mos- verjum og Lúðrasveit Varmárskóla. Hafnfírðingar fjölmenntu Veðrið lék við Hafnfirðinga á 17. júní sem fjölmenntu á hátíðarhöldin í Hafnarfirði. Regnskúrir trufluðu Hafnfirðinga lítið enda höfðu bæjarbúar verið svo forsjálir að taka með sér regnhlífar og létu því rigninguna ekkert á sig fá enda segir Anna K. Bjarna- dóttir, rekstrarstjóri æskulýðsmála, að helst hafi rignt þegar hlé varð á hátíðarhöldunum. Anna segir að þjóðhátíðardagurinn hafi verið mjög vel heppnaður og góð þátttaka í öllum dagskrárliðum. Líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu Hafnfirðingar fyrir jarðskjálftanum á laugardaginn, en sumir Hafnfirðingar töldu jarðhræringarnar reyndar stafa af því að hinn hafnfirski leik- ari, Steinn Ármann Magnússon, hefði kannski hoppað aðeins of fast uppi á sviði. Álftnesingar í rjómablíðu Ómar Stefánsson, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi Bessastaðahrepps, segir Álftnesinga hafa skemmt sér vel í veðurblíðunni. Um morguninn kom brúðubíllinn í heimsókn og Ungmennafélagið hélt frjálsíþróttamót. Eft- ir hádegishlé leiddu skátar úr Skátafélaginu Svönum skrúðgöngu hreppsbúa frá Bessa- staðakirkju að Iþróttamiðstöðinni þar sem dagskráin hófst á ný. Meðal skemmtiatriða var söngur hinnar 14 ára gömlu söngkonu, Vigdísar Ásgeirsdóttur, sem Ómar segir að hafi vakið mikla hrifningu þjóðhátíðargesta. Kvenfélagið var með kaffisölu og hestamenn teymdu undir bömum. BðK30% SSyms: Falleg og fróðleg bók, ætluð áhugamönnum um íslenska steinarikið. Kjörinn ferðafélagi út í náttúruna, enda í handhægu broti sem fer vel i vasa ferðamannsins. Mál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Siml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Stemmning í kvennahlaupi KVENNAHLAUP fór fram í ellefta sinn á sunnudag og tóku um það bil 15.000 konur af öllu landinu þátt í hlaupinu. Þátttaka á höfuðborgar- svæðinu var dræmari en undan- farin ár og átti veðrið trúlega þátt í því enda úrhellis- rigning fram eft- ir degi. í Garðabæ hlupu um 5000 konur en í fyrra voru þær 7000. Aö sögn Onnu Möller, skipuleggjanda hlaupsins í Garðabæ, eru menn þar á bæ ánægðir með þátttöku miðað við veðurhorfur á sunnudagsmorg- un. Hún sagði að stemmningin hafi verið feikigóð og meiri rólegheit yf- ir hlaupurum en oft áður. Elsti þátt- takandi í hlaupinu í Garðabæ var Anna Kristinsdóttir sem er 99 ára vistmaður á Seljahlíð en þetta er í annað sinn sem Anna tekur þátt í hlaupinu. Með henni hlupu dóttir hennar, dótturdóttir og langömmu- bam þannig að fjórar kynslóðir mættu þar saman í hlaupið. í Mosfellsbæ hlupu einnig nokkru færri konur en í fyrra eða um 600 í ár en 1000 í fyrra. Þátttaka í öðrum byggðum landsins var mjög góð en hlaupið var á 84 stöðum f ár. í Kvennabrekku í Dölum tóku tut- tugu konur þátt í kvcnnahlaupi. Þar var á ferð hópur úr skíðadeild Hrannar í Reykjavík ásamt nokkr- um konum úr sveitinni. Staðsetn- ingin þótti skemmtileg með tilliti til nafnsins en sú skýring heyrðist meðal annars á nafngiftinni að íþróttakappleikir karla hafi í fyrad- inni verið algengir á sléttum völlum neðan Kvennabrekku en konuraar hafi setið í brekkunni og fylgst með. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjórir ættliðir; Finnbjörg Gríms- dóttir, Anna María Ántonsdóttir og Elsa Valgarðsdóttir sem hélt upp á 10 ára afmæli sitt þennan dag, ásamt Onnu Kristinsdóttur 99 ára sem var aldursforseti í kvennahlaupinu 2000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.