Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ylströndin í Nauthólsvik formlega opnuð
Borgarstjóri stakk
sér til sunds
Morgunblaðið/Jim Smart
Talsverður fjöldi lagði leið sína í Nauthólsvík
íblíðunni 17. júní.
Nauthólsvík
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir, borgarstjóri Reykja-
víkur, opnaði ylströndina í
Nauthólsvík formlega á þjóð-
hátíðardaginn með því að
synda yfir víkina ásamt böm-
um úr Sundfélagi Reykjavík-
ur og Eyjólfi Jónssyni, 75 ára
gömlum sundkappa.
Ingibjörg sagði sundsprett-
inn hressandi, sjórinn hefði
verið hlýrri en hún hefði átt
von á og hún gerði fastlega
ráð fyrir því að hún myndi aft-
ur svamla i Nauthólsvíkinni í
sumar. „Það er ekkert sem
jafnast á við sjóböð," sagði
Ingibjörg. Borgarstjórí lofaði
fyrir nokkrum ámm að synda
yfir Nauthólsvíkina þann 17.
júní árið 2000. Ingibjörg sagði
að ýmsir hefðu misskilið sig
og haldið að hún ætlaði að
synda yfir í Kópavog, slíkt
hefði aldrei staðið til enda
hefði hún ekkert þangað að
sækja, sérstaklega ekki á
þjóðhátíðardaginn.
Ingibjörg sagði það gamlan
draum borgaryfirvalda að í
Nauthólsvík yrði sjóbaðsstað-
ur. „Eins og þeir muna sem
komnir em um eða yfir miðj-
an aldur var oft fjömgt bað-
strandarlíf á fögmm sumar-
dögum hér í Nauthólsvík en
vegna mengunnar varð að
loka þessum vinsæla útivist-
arstað," sagði Ingibjörg. Opn-
un ylstrandarinnar er þó að-
eins fyrsti áfanginn. „Þegar
yfir lýkur er ætlun okkar að
hér verði fyrirmyndaraðstaða
fyrir börn og fullorðna," sagði
borgarstjóri. Eyjólfur Jóns-
son sundkappi sagði sjóinn
álíka hlýjan og vatnið í sund-
laugunum. „Það er meirihátt-
ar framtak að gera víkina að
sundstað," sagði Eyjólfur.
„Það eykur þrótt, eljan og
heilsu að stunda sjóböð."
Sundspretturinn yfir víkina
var reyndar með þeim styttri
fyrir Eyjólf sem æfði og
stundaði sund í sjó af krafti á
sínum yngri ámm, en hann
synti m.a. á milli Reykjavíkur
og Akraness hinn 6. júlí 1958.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Eftir sundið slökuðu borgarstjóri og Eyjólfur Jónsson sundkappi á í heitri laug
sem komið hefur verið fyrir á ströndinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði ylströndina í Nauthólsvík með því að synda yfir víkina.
Hjólreiðadagur í
Laugardalnum
Laugardalur
FJÖLDI hjólreiðarmanna
kom á hjólreiðadag í Laug-
ardalnum á sunnudag.
Dagurinn er Iiður í Sum-
aríþróttahátíð í Reykjavík
og stendur hún dagana 17.-
24. júní. íþróttabandalag
Reykjavíkur stendur fyrir
hátíðinni í samvinnu við
Reykjavík Menningarborg
2000 og fþróttahátíð ÍSÍ.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir setti hátíðina jafn-
framt því að vígja nýja yl-
strönd í Nauthólsvík.
Hjólreiðadagurinn í Laug-
ardalnum var haldinn í sam-
vinnu við Islenska fjalla-
hjólaklúbbinn og VIS.
Safnast var saman í Laugar-
dalnum, á svæðinu við gervi-
grasvöllinn klukkan 15.
Gestum gafst kostur á að
þreyta hinar ýmsu hjóla-
þrautir. Kynntur var margs
konar búnaður tengdur hjól-
reiðum auk þess sem Fjalla-
hjólaklúbburimi aðstoðaði
fólk við að stilla sæti reið-
hjóla sinna rétt.
Spennandi dagskrá er
framundan á fþróttahátíð-
inni og ættu flestir að finna
eitthvað við sitt hæfi. I kvöld
fer fram hjólabrettamót á
Ingólfstorgi í samvinnu við
Brettafélag Reykjavíkur.
Miðvikudaginn 21. júní
gefst golfáhugamönnum
kostur á að sýna listir sínar í
Laugardalnum. Þar verður
haldið golfkvöld. Gestum
verður boðið upp á golf- og
púttkennslu.
Knattspyrnuveisla fyrir
almenning verður á gerv-
igrasvellinum á fimmtudags-
Morgunblaðið/Jim Smart
Ungir hjólreiðamenn sýndu listir sínar í Laugardalnum.
kvöld þar sem fimm manna
lið keppa. Skipt verður í
riðla eftir aldurshópum.
Föstudaginn 23. júní fer
fram sambærileg körfubolta
keppni, en þá leika þriggja
manna lið. Hið árlega Jóns-
messuhlaup hefst svo klukk-
an 23.
Hátíðinni lýkur laugar-
daginn 24. júní með ýmsum
uppákomum í dalnum. Gest-
ir geta fylgst með og tekið
þátt í ýmsum íþróttagrein-
um, fjöllistamenn skjóta upp
kollinum, Götuleikhúsið
mætir á staðinn og margt
fleira.
Borgarskipulag fundaði
með íbúum Kvisthaga
Vesturbær
„VIÐ erum á móti því að
það sé byggð önnur hæð of-
an á húsið. Við teljum að
minnsta kosti að svo komnu
máli sé ekki tryggt að þarna
verði starfsemi sem íbúar
sætti sig við,“ segir Reynir
Jónsson, íbúi við Kvisthaga,
í samtali við Morgunblaðið.
Fundur var haldinn með
íbúum hverfisins fyrir helgi
vegna mótmæla þeirra við
tillögum um breytingar á
deiliskipulagi lóðarinnar við
Hjarðarhaga 45-49.
Tillagan felur í sér lítils-
háttar stækkun lóðarinnar
og viðbyggingu við húsið.
Einnig er lagt til að byggt
verði ofan á húsið að hluta
til og þar gert ráð fyrir
hverfisbundinni þjónustu.
Hugmynd var uppi um að
þar gæti Tónskólinn Do-
Re-Mí fengið aðsetur.
Reynir segir meirihluta
íbúanna geta sætt sig við
hæðina ef tryggt sé að þar
verði starfræktur tónskóli
sá sem nefndur hefur verið.
Hann bætir við: „Við mót-
mælum annarri hæðinni að
óbreyttu en erum tilbúin til
að endurskoða afstöðu okk-
ar ef það verður tryggt að
þarna verði þessi starf-
semi.“
Hjá borgarskipulagi var
boðað til fundarins vegna
mótmæla íbúanna. Þar voru
sjónarmið þeirra rædd.
„Við erum hrædd við hið
óþekkta. Við viljum ekki sjá
þetta breytast úr einni
starfsemi smám saman yfir
í aðra sem er okkur ógeð-
felld. Við vitum ekkert hvað
verður,“ sagði Reynir.
í bréfi sem íbúar sendu
skipulags- og umferðar-
nefnd komu fram helstu at-
hugasemdir þeirra. Þar eru
gerðar athugasemdir við
ýmis formsatriði, gögn eru
sögð ófullnægjandi og
skipulagsuppdráttur ekki
talinn standast kröfur. At-
hugasemdir eru einnig
gerðar við fjölda bílastæða
við Hjarðarhaga 47-49.
Helsta gagnrýni íbúanna
er þó sú óvissa sem ríkir um
starfsemi annarrar hæðar-
innar. I greinargerð með
tillögunni var gert ráð fyrir
tónskóla á hæðinni.
íbúar Kvisthaga hafa
bent á að hvergi komi fram
trygging fyrir því að slíkur
skóli verði starfræktur í
húsnæðinu.
Engir samningar skól-
ans, borgaryfirvalda og eig-
enda húsnæðisins liggi fyr-
ir.
Eru líkur á að Tónskólinn
Do-Re-Mí sem nú er til
húsa í Frostaskjóli 2 muni
flytja starfsemi sína?
„Þetta er alls ekki í hendi,"
segir Vilberg Viggósson,
skólastjóri tónskólans. „Við
hefðum gjarnan áhuga á að
komast í eigið húsnæði."
Vilberg telur helstu fyrir-
stöðuna geta orðið fjár-
málalegs eðlis. Ekki liggja
þó enn fyrir tölur um hverj-
ir skilmálar húseigendanna
eru í þeim efnum.
Næsta skref í málinu að
sögn ívars Pálssonar, lög-
fræðings Borgarskipulags
Reykjavíkur, er að ræða við
forsvarsmenn tónskólans
og eigendur húsnæðisins og
fara yfir málið með þeim áð-
ur en aðhafst verður frekar.
Húsnæðismál
í eina nefnd
Reykjavík
Á borgarstjómarfundi á
fimmtudag var samþykkt með
þrettán atkvæðum gegn
tveimur sameining félags-
málaráðs og húsnæðisnefndar.
Á sama fundi fór fram fyrri
umræða um sameiningu
skipulags- og byggingamefnd-
ar og var þeirri tillögu vísað til
síðari umræðu.
Kosið var til hins nýja fé-
lagsmálaráðs á fundinum.
Ráðið skipa Helgi Hjörvar,
Guðrán Erla Geirsdóttir,
Hreinn Hreinsson, fyrir
Reykjavíkurlista, og Olafur F.
Magnússon og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson íyrir Sjálfstæðis-
flokk.
Fyrir sameininguna sátu í
félagsmálaráði Helgi Hjörvar,
Páll R. Magnússon, Hreinn
Hreinsson, Olafur F. Magnús-
son og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. í húsnæðisnefnd
áttu sæti Guðrán Erla Geirs-
dóttir, Stefán Jóhann Stefáns-
son, Leifur Guðjónsson, Jóna
Gróa Sigurðardóttir og Krist-
ján Guðmundsson.
Sameining þessi er liður í
heildarendurskoðun á póli-
tísku stjómkeifi borgarinnar
sem hófst á síðasta kjörtíma-
bili. Breytingamar miða að því
að einfalda stjómkerfi borgai--
innai- og auðvelda aðgang al-
mennings að þvi. Ein nefnd
mun eftirleiðis vinna að
stefnumótun borgarinnar í
húsnæðismálum og fylgjast
með framboði og eftirspum
eftir félagslegu húsnæði í
borginni, hvort sem um er að
ræða leiguíbúðir eða eignaí-
búðir.
Til þessa hefur verið fjallað
um húsnæðismál í tveimur
nefndum. Annars vegar í fé-
lagsmálaráði þar sem félags-
legt leiguhúsnæði hefur verið
tekið fyiir og hins vegar I hús-
næðisnefnd þar sem fjallað
hefur verið um félagslega
eignaíbúðakerfið. „Með sam-
einingunni viljum við ná fram
heildarsýn yfir húsnæðismál í
borginni“ segir Helgi Hjörvar,
formaður hins nýja
félagsmálaráðs.
Hvað varðar þjónustuna við
borgarbúa, segir Helgi, felst í
hluta af þeim stjómkerfis-
breytingum sem verið er að
vinna að hverfavæðing borg-
arinnar. Á þessu ári munu
koma fram tillögur um skipt-
ingu borgarinnar í a.m.k. átta
þjónustuhverfi. I hverju hverfi
verður starfrækt hverfisráð
sem tryggja skal samstarf
borgarstjómar og íbúa hvers
hverfis. Jafnframt er verið að
fjölga þjónustuskrifstofum fé-
lagsþjónustunnar og unnið er
að því að flytja sem mest af
þjónustunni út í hverfin til
íbúanna. „Með því að sameina
félagsmálaráð og húsnæðis-
nefnd gemm við ráð fyrir því
að fólk geti sótt ráðgjöf og
upplýsingar um félagsleg úr-
ræði í húsnæðismálum í fram-
tíðinni til einnar stofnunar."
Aðspurður segir Helgi sam-
eininguna hafa lítil áhrif á
starfsmannafjöldann. Dregið
hefur mikið úr umsvifum hús-
næðisskrifstofunnar. Þai- eru
nú á annan tug starfsmanna.
Starfsmenn félagsþjónustunn-
ar era hins vegar á annað þús-
und. Helgi gerir ráð fyrir að
starfsemi húsnæðisskrifstof-
unnar verði samþætt starf-
semi félagsþjónustunnar.
Sameiningin gekk strax í
gildi og var fyrsti fundur fé-
lagsmálaráðs haldinn í gær kl.
14. Of snemmt er þó að segja
til um hvenær búið verður að
sameina skrifstofurnar og hve
langan tíma breytingamar
taka, að sögn Helga.
Allir nefndai-menn í hús-
næðisnefnd höfðu í sameigin-
legri bókun mótmælt áform-
um um sameiningu nefndanna.
Við afgreiðslu borgai’stjómai'
var sameiningin samþykkt
með þrettán atkvæðum gegn
tveimur. Sjálfstæðismennirnir
Jóna Gróa Sigurðardóttir og
Kristján Guðmundsson vara-
borgarfulltrái greiddu at-
kvæði gegn sameiningunni, en
þau áttu sæti í húsnæðisnefnd
fyrir sameiningu.