Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 15

Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 15 AKUREYRI Þjóðhátíð- ardagur- inn á Akureyri HÁTÍÐARHÖLD á Akureyri vegna 17. júní fóru fram með venju- bundnum hætti. Farið var í skrúð- göngu og síðan var boðið upp á skemmtiatriði á Ráðhústorginu fram á kvöld. Fjölmenni var í bæn- um og fór allt vel fram að sögn Lögreglunnar á Akureyri, þrátt fyrir nokkra ölvun er líða tók á kvöldið. Tívolí var í bænum, sem án efa heillaði margan af yngri kynslöð- inni. Nýstúdentar úr MA marser- uðu svo í gegnum miðbæinn fyrir miðnættið eins og hefð er fyrir. Þrátt fyrir að rignt hafi nokkuð fram eftir degi þá stytti upp er leið á kvöldið og því má með sanni segja að ekki hafi þurft að kvarta mikið yfir veðrinu. fl'; Morgunblaðið/Rúnar þór Maður rot- aðist í hátíð- arhöldunum á Dalvík MAÐUR fékk spýtu í höfuðið á há- tíðarsvæðinu á Dalvík 17. júní og rot- aðist við það. Að sögn lögreglunnar á Dalvík kom spýtan úr einu leiktækj- anna í skátatívolíinu. Maðurinn var fluttur á sjúki-ahúsið á Akureyri og lagður þar inn. Hann hafði vægan heilahristing og einnig þótti vert að athuga meiðsl hans nánar þar sem spýtan lenti nálægt öðru auga hans. Lögreglan á Dalvík þurfti einnig að hafa afskipti af bílveltu fyrir ofan bæinn á þjóðhátíðardaginn. Engin slys urðu á fólki en grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Einnig var stöðvaður ökumaður sem var réttindalaus, en ökuskírteini hans hafði runnið út. Vildi lögreglan koma þeim tilmælum til fólks að það athugaði vel hvort ökuskírteini þess væri ekki örugglega í gildi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá kvennahlaupinu á Akureyri. Kvennahlaupið tókst vel á Akureyri KONUR á Akureyri og í ná- grannabyggðum hlupu kvenna- hlaup síðastliðinn sunnudag líkt og kynsystur þeirra annars stað- ar á landinu. Að sögn Guðmun- dar Sigvaldasonar, eins af skipuleggjendum hlaupsins, tóku um 800 konur þátt í hlaupinu á Akureyri og er það heldur minna en verið hefur síðastliðin ár, en þá hafa þátttakendur verið í kringum þúsundið. Guðmundur sagði að færri konur hefðu hlaup- ið um land allt, en taldi enga eina skýringu að fmna á fækkuninni. Nefndi hann þó að veðrið hefði ekki verið eins og best verður á kosið og það að hlaupið hefði núna verið daginn eftir þjóðhá- tíðardaginn. Að sögn Guðmundar gekk allt mjög vel í sambandi við hlaupið og konurnar voru mjög ánægðar. En þess má geta að um 180 konur tóku þátt í hlaupinu á Dalvík og um 100 konur hlupu á Ólafsfirði. --------------------------------- jlfmœUsþakkir Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum á 85 ára afmœlisdaginn minn þann 2. júní síðastliðinn. Páll Arason Bug i Hörgárdal. L Landsvirkiun Gott verslunar/skrifstofii- húsnæði til leigu Til leigu er 296 m2 rými á 1. hæð í Landsvirkjunar- húsinu við Glerárgötu 30 á Akureyri. Upplýsingar í síma 463 6300 eða á skrifstofu Lands- virkjunar, 4. hæð, Glerárgötu 30. Góð tenging við nýja verslunarsvæðið sem er að rísa á Gleráreyrum. Menntaskólanum slitið í 120. sinn enntaskounn á akureyri 1380-200C i * 4 akurE''41' ■riJTiiK'it U mÍ'iW ÍWiViv WW M Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Hér tekur einn nýstúdentanna við skírteini sínu. MENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið í 120. sinn á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, þar sem brautskráðir voru 118 stúdentar. Stúlkur í hópnum voru alls 69 eða 58,4% og piltar 49 talsins. Nemendur skiptust þannig að átta voru brautskráðir af eðlis- íræðibraut, 36 af félagsfræðibraut, 23 af málabraut, 48 af náttúruíræði- braut, einn af myndlistarbraut og tveir af tónlistarbraut. Einn nemandi brautskráðist bæði af mála- og nátt- úrufræðibraut og einn af eðlisfræði- og tónlistarbraut. Arnhildur Eyja Sölvadóttir frá Húsavík hlaut hæstu einkunn í fjórða bekk, 9,7. Alls hafa 5.736 nemendur verið brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Tryggvi Gíslason skólameistari greindi m.a. frá því í ræðu sinni að til stæði að minnast 120 ára afmælis skólans með margvíslegum hætti á árinu. Fyrst er þar til að nefna sýn- ingu á verkum nemenda í húsum skólans og þá var í tilefni afmælisins afhjúpað nýtt listaverk á lóð skólans, neðst á Olgeirstúni norðan Gamla skóla. Það er eftir Jóhann Ingimars- son, myndlistarmann, Nóa í Valbjörk og nefnist Heimur vonar. Sigríður Pálína Erlingsdóttir fyrrverandi frönskukennari og vinkona lista- mannsins afhjúpaði verkið. Þá verður í haust gefinn út geislad- iskur með söng nemenda, allt frá söng MA-kvartettsins fyrir rúmum 60 árum og Kórs Menntaskólans á Akureyri nú. Minningar úr mennta- skóla er heiti á bók sem bókaútgáfan Hólar gefur út af þessu tilefni næsta haust. I tilefni af 120 ára afmæli skólans verður einnig gerð eirafsteypa af hvalbeininu sem lengi hefur staðið inni á skrifstofu skólameistara en verður afsteypan afhjúpuð í nóvem- ber og komið fyrir við aðalinngang skólans til að minna á aga og reglu- semi. Orðtakið „að taka á beinið“ er frá þessu gamla beini komið. Málstefna um stöðu íslenskrar tungu Loks má nefna að efnt verður til málstefnu um stöðu íslenskrar tungu í lok aldar 18. nóvember næstkom- andi í samvinnu við menntamálaráðu- neytið og „Dag íslenskrar tungu“. Fram kom í máli Tryggva að á mál- stefnunni væri ætlunin að meta hvemig íslensk tunga, fomlegasta tunga Evrópu, hefði gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í umróti ogumbyltingu 20. aldar þegar þjóðfélagið breyttist úr einangruðu og einhæfu bændaþjóðfélagi í marg- skipt þjóðfélag á upplýsingaöld í nán- um tengslum við umheiminn. Gerð verður grein fyrir því hvemig mál- hreinsun og málvemd á 19. öld þróað- ist í málrækt á 20. öld þar sem allir hafi lagst á eitt um að efla tunguna sem samskiptatæki við ólíkar að- stæður við síaukin erlend áhrif sem gerðu kröfu um nýtt orð og nýtt orða- lag. „Erlend áhrif hafa auðgað tung- una og gert hana betur hæfa til þess að gegna hlutverki sínu sem tjáning- artæki í margskiptu þjóðfélagi á tækniöld," sagði Tryggvi. Hann sagði stóraukin samskipti einstaklinga, stofnana og fyrirtækja innanlands og við aðrar þjóðir reyna á þol fámennra málsamfélaga og gera kröfu um nýjar lausnir. A málstefn- unni verður einnig litið fram á veginn og spáð í framtíðina og reynt að svara þeirri spurningu hvort unnt muni að varðveita þjóðtunguna og stjórna málþróun í landinu og þá hvemig. Skólameistari vill opin- bera styrki til námsfólks TRYGGVI Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri telur brýnt að stjórnvöld komi á styrkjum til námsfólks á aldrinum frá sextán ára til tvítugs líkt og tíðkast í ná- grannalöndum okkar, en styrkir þessir komi í stað styrkja til jöfnun- ar á námskostnaði sem tíðkast hafa hér á landi undanfarinn aldarfjórð- ung. „Með því móti að greiða nemend- um 30 þúsund króna styrk á mánuði og heimila að þeir vinni sér fyrir öðru eins án þess að greiða skatt er unnt að gera auknar kröfur til nem- enda um árangur í námi, ungt fólk fær aukna ábyrgð og getur sjálft val- ið sér búsetu og skóla. Til þess að efla sjálfsaga verður að treysta fólki, líka ungu fólki, og reynsla mín við Menntaskólann á Akureyri í aldar- fjórðung er sú að ungu fólki er hægt að treysta,“ sagði Tryggvi í ræðu sinn við skólaslit síðasta laugardag. Skólameistari gerði þetta að um- talsefni í tengslum við þau áform MA að styrkja stöðu sína sem lands- menntaskóla, þ.e. skóla þar sem nemendur af öllu landinu geta stund- að nám. Til þess að svo mætti verða yrði að vera unnt að bjóða öllum að- komunemendum aðgang að góðri heimavist. „Skoðun mín er sú að ungu fólki sé hollt að fara að heiman og læra að standa á eigin fótum og margir foreldrar hafa gott af því að sjá á bak börnum sínum á þessum aldri. Gamalt orðtak segir: Fjörður milli frænda og vík milli vina. Návígi foreldra og barna við sífellt auknar kröfur af beggja hálfu getur leitt til átaka sem ekki eru neinum til góðs. Ef framhaldsskólum er gert kleift að reka traustar heimavistir þar sem fólk með þekkingu annast umsjá og eftirlit má bæta margt í uppeldi okk- ar og auka almennan aga og sjálfs- aga,“ sagði Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.