Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Samruni Vivendi, Seagram og Canal Plus
Nýr alþjóðlegur fjöl
miðlarisi verður til
París. AFP.
VIÐRÆÐUR frönsku samsteyp-
unnar Vivendi, dótturfyrirtækis
hennar Canal Plus, og kanadíska
fyrirtækisins Seagram Co. um sam-
einingu eru á lokastigi. Stjómir fyr-
irtaskjanna funduðu um málið í gær
og um helgina og er formlegra til-
kynninga og niðurstöðu að vænta á
blaðamannafundi Vivendi í dag.
Ef af samrunanum verður mun
nýr fjölmiðlarisi myndast, Vivendi
Universal. Fyrirtældð mun starfa á
breiðu sviði fjölmiðla og fjarskipta.
Vivendi Universal mun t.d. verða
keppinautur stórra fjölmiðlafyrir-
tækja eins og AOL-Time Warner og
CBS-Viacom, Bertelsmann og fjöl-
miðlafyrirtækis Ruperts Murdochs.
Vivendi á 25% í breska sjónvarps-
fyrirtækinu BSkyB, sem stjómað er
af Rupert Murdoch. Á fréttavef
CNN kemur fram að Murdoch hafi
sóst eftir að kaupa fjölmiðlahluta
Seagram, en fyrirtækið starfar einn-
ig á sviði drykkjaframleiðslu- og
sölu.
Fjárfestar hafa áhyggjur
af fjárútlátum Vivendi
Tilboð Vivendi í fyrirtækin tvö er
talið verða um 47,5 milljarðar banda-
ríkjadala, að því er fram kemur á
fréttavef CNN. Upphæðin samsvar-
ar um 3.500 milljörðum íslenskra
króna.
Að því er fram kemur í frönskum
fjölmiðlum, er samningurinn þegar
frágenginn og kemur m.a. fram að
Seagram sé metið á bilinu 30-33
milljarða bandaríkjadala, eða um
2.500 milljarða íslenskra króna.
Upphæðin er 50% hærri en mark-
aðsvirði Seagram áður en samninga-
viðræður hófust. Forsvarsmenn fyr-
irtækjanna hafa neitað að gefa
upplýsingar fyrr en eftir stjómar-
fundi í þeim öllum.
Búist er við að Jean-Marie Mess-
ier, núverandi forstjóri Vivendi,
verði forstjóri nýja fyrirtækisins, og
Edgar Bronfman, forstjóri Seagram,
verði aðstoðarforstjóri. Bronfman
fjölskyldan verður stærsti hluthafi
nýja fyrirtækisins með 8% hlut, að
því er fram kemur á fréttavef CNN,
og mun fjölskyldan fá 5 af 18 stjóm-
arsætum.
Fjárfestar hafa áhyggjur af því að
Sturtuklefar
Ifö sturtuklefamir eru fáanlegir úr plasti
eða öryggisgleri í mörgum stærðum og
gerðum. Ifö sturtuklefarnir eru trúlega
þeir vönduðustu á markaðnum i dag.
Ifö - Sænsk gæðavara
T€flGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 564 1089
Jean-Marie Messier, forstjóri Viv-
endi, og Edgar Bronfman, forstjóri
Seagram. Sá fyrrnefndi verður for-
stjóri sameinaðs félags ef af verður.
Vivendi sé að teygja sig of langt. Viv-
endi mun einnig bjóða í afar dýr
rekstrarleyfi fyrir þriðju kynslóð
farsíma í Evrópu og hefur ekki enn
fjármagnað uppsetningu búnaðar til
að reka slíkt kerfi. Hlutabréf í Viv-
endi hafa lækkað um 15% síðustu
viku í kjölfar frétta um að fyrirtækið
muni kaupa Seagram fyrir 30 millj-
arða dollara.
Margir hafa áhuga á
drykkjahluta Seagram
Seagram starfar bæði á sviði fjöl-
miðla og drykkjaframleiðslu og á t.d.
viskívörumerkið Chivas Regal. For-
stjóri Vivendi segir að drykkjahluti
Seagram hafi engu hlutverki að
gegna hjá nýja fyrirtækinu. Vanga-
veltur eru uppi um hugsanlegan
kaupanda að þeim hluta, og hefur
nafn breska fyrirtækisins Allied
Domecq verið nefnt. Samkvæmt
breskum fjölmiðlum er fyrirtækið að
undirbúa tilboð í drykkjahluta
Seagram að upphæð 10 milljarðar
dollara, eða um 750 miHjarðar ís-
lenskra króna. Franski framleið-
andinn Pernod Ricard hefur einnig
verið nefndur sem hugsanlegur
kaupandi, auk bandaríska framleið-
andans Bacardi og hins ítalska
Campari.
Vivendi er samsteypa sem starfar
á tveimur meginsviðum; annars veg-
ar á sviði umhverfismála, þ.e. vatns-
sölu og sorpeyðingar, og hins vegar
fjölmiðla og fjarskipta. Nú hefur ver-
ið tilkynnt að umhverfisdeildin verði
gerð að sérstöku fyrirtæki og munu
hlutabréf þess verða skráð í Frakk-
landi 12. júlí nk. Á fréttavef CNN
kemur fram að áætlunum um skrán-
ingu bréfa Vivendi á hlutabréfa-
markað í Bandaríkjunum hafi verið
hraðað, enda sé það forsenda þess að
af samrunanum við Seagram verði.
Ef af samrunanum verður samein-
ast tvö kvikmyndaver, Universal
Studios, sem er í eigu Seagram, og
Canal Plus, að því er fram kemur á
fréttavef CNN. Þar verða vatnaskil
þar sem frönsk og bandarísk kvik-
myndagerð er mjög ólík. Forstjóri
Vivendi, Jean-Marie Messier, segir
mikla möguleika opnast fyrir
franska kvikmyndagerð með sam-
runanum þar sem myndir sem fram-
leiddar séu af Canal Plus fari um
dreifkerfi Universal Studios. Mess-
ier segir einnig að Vivendi Universal
muni verða alþjóðlegra fyrirtæki en
t.d. AOL-Time Warner, sem að mati
Messiers er um of miðað við Banda-
ríkin.
Fjármálaráðherra Frakka, Laur-
ent Fabius, leggur áherslu á að rit-
stjómarlegt sjáifstæði sjónvarps-
stöðvarinnar Canal Plus verði
tryggt, þrátt fyrir samrunann.
Vísitala ISK frá síðustu áramótum
Seðlabankinn
hækkar vexti
Seðlabankinn hækkar
vexti um 0,5% 19. júní
107,00
106,00
105,00
Krónan hækkaði
um 0,46% í gær
EFTIR lokun markaða síðastliðinn
föstudag hækkaði Seðlabankinn
vexti um hálft prósentustig, eða 50
punkta. Fyrstu viðskipti með ís-
lensku krónuna eftir þessa vaxta-
hækkun voru í gær og hækkaði vísi-
tala hennar þá um 0,46%, úr 111,50
stigum í byrjun dags í 110,99 stig í
lok dags.
Fyrsta viðskiptadag eftir síðustu
hækkun Seðlabankans, sem var í
febrúar, styrktist gengi ki'ónunnar
meira en eftir hækkunina nú, eða um
1,34%, þegar vísitalan fór úr 110,05
stigum í 108,59 stig. Þó var vaxta-
hækkunin minni þá en nú, eða 30
punktar.
Rétt er að taka fram að þegar vísi-
talan lækkar þýðir það að gengi
krónunnar hefur hækkað.
Innherji selur 3% í
Þróunarfélaginu
VERÐBREFAÞINGI barst í gær
tilkynning um að innherji í Þróunar-
félagi íslands hf. hefði selt hlutabréf
í félaginu, að nafnvirði 33 milljónir
króna, á genginu 4,1. Samtals námu
því viðskiptin 135,3 milljónum króna.
Hlutafé Þróunarfélags íslands
nemur 1.150 milljónum króna og því
var verslað með tæp 3% hlutafjár í
þessum viðskiptum. Ekki fengust
upplýsingar um seljanda í gær-
kvöldi, en stærstu hluthafar í Þróun-
arfélaginu 20. febrúar sl. voru: Burð-
arás, með 15,5%, Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins, með 14,4%, Sameinaði
lífeyrissjóðurinn 13,95%, Lífeyris-
sjóður verslunarmanna 11,97%, Líf-
eyrissjóðurinn Framsýn 6,88%, Líf-
eyrissjóðurinn Lífiðn 5,03%, Is-
landsbanki 3,95%, Hlutdeild 3,86%,
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
2,87% og Búnaðarbanki íslands
2,80%. Samtals eru hluthafar u.þ.b.
400 talsins.
Telenor kaupir Sonofon í Danmörku
TELENOR hefur keypt danska
farsímafyrirtækið Sonofon, en bæði
Telenor og Telia hafa lengi rennt
hýru auga til fyrirtækisins að því er
segir í norska dagblaðinu Aften-
posten. Sonofon er næststærsta
farsímafyrirtækið í Danmörku með
um 900.000 símaáskrifendur og eft-
ir kaupin er Telenor orðið stærsta
farsímafyrirtækið á Norðurlöndum.
Telenor keypti 53,5% hlut í Sonofon
af Great Nordic og greiddi fyrir
hann um 126,3 milljarða íslenskra
króna. Það þýðir að heildarverð-
mæti Sonofon er um 235 milljarðar
íslenskra króna og er það allmiklu
meira en menn höfðu áður talið.
Dönsk stjórnvöld og eins stjórn
Evrópusambandsins eiga eftir að
leggja blessun sína yfir kaupin en
þar sem Telenor var nánast með
engin umsvif í Danmörku fyrir
kaupin er það vart talið annað en
formsatriði.
í grein í Berlingske Tidende seg-
ir að norskir skattgreiðendur hafi
tryggt Dönum lægra verð fyrir far-
símanotkun. Með kaupum Telenor,
sem er 1 eigu norska ríkisins, á
Sonofon muni samkeppnin á danska
fjarskiptamarkaðinum, þ.e. einkum
samkeppnin við TeleDanmark,
harðna til muna og danskir neyt-
endur njóta góðs af því í lægra
verði.
Henning Dyremose, forstjóri
TeleDanmark, segist vera þeirrar
skoðunar að þrátt fyrir miklar fjár-
festingar Telenor að undanförnu sé
fyrirtækið enn of lítið til þess að ná
að spjara sig á fjarskiptamarkaðin-
um í Evrópu £ framtíðinni og sama
gildi raunar um Telia í Sviþjóð.
TeleDanmark hefur tekið upp sam-
starf við bandaríska fjarskiptaris-
ann SBC/Ameritechs með það að
markmiði að verða sér úti um sterk-
an alþjóðlegan bakhjarl.
Coldwater hlýtur bresk
framleiðsluverðlaun
Fást í hyggingavöruverslunum um land allt
COLDWATER Seafood LTD í Bret-
landi, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hf., hlaut í síð-
ustu viku bæði gull- og
silfurverðlaun fyrir framleiðslu sína í
árlegri samkeppni, sem Samtök
breskra framleiðenda á frosnum
matvælum (BFFF) standa fyrir um
bestu nýju frosnu matvælin.
Gullverðlaunin hlaut Coldwater
fyrir þorskstykki í stökkum deighjúp
sem Morrisons verslunarkeðjan sel-
ur og silfurverðlaunin fyrir ýsu-
stykki í stökkri brauðmylsnu, sem
Sainsbury’s verslunarkeðjan dreifir.
Jafn Coldwater í öðru sæti var fram-
leiðandinn Birds Eye Wall’s, sem
hlaut viðurkenningu fyrir vöru sína
„Simply Fish“. Akvörðun um verð-
launaréttina og endanlega röð þeirra
er gerð af neytendum, sem valdir eru
afhandahófi.
Mikil viðurkenning
Agnar Friðriksson, forstjóri
Coldwater Seafood UK, segir að
Coldwater vörur hafi áður fengið við-
urkenningu í þessari samkeppni, en
Nigel Holt, sölustjóri hjá Coldwater Seafood UK, og Keith Wright, fulltrúi
Morrisons verslunarkeðjunnar, taka við gullverðlaunum frá Coleridge
Marchment, forseta BFFF.
þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtæk-
ið hreppi bæði gull og silfur.
„Vöruþróun af þeirri stærðar-
gráðu, sem Coldwater stundar, út-
heimtir náið samstarf við smásöluað-
ila og fyrirtæki, sem leggja stund á
markaðs- og neytendarannsóknir.
Því eru þessi verðlaun viðurkenning
á því öfluga vöruþróunarstarfi sem
markvisst hefur verið unnið að á
undanfömum árum. Þessar viður-
kenningar styrkja líka samstarfið við
helstu viðskiptavini okkar,“ segir
hann.
EFA með
7,85% í
LandMati
EFA hf. (Eignarhaldsfélagið
Alþýðubankinn) hefur keypt
7,85% eignarhlut í LandMati
ehf., sem er félag á sviði upp-
lýsingatækni með megin-
áherslur á þróun, markaðs-
setningu og sölu landupp-
lýsinga og upplýsingakerfa.
LandMat ehf. var stofnað
árið 1998 og hefur aflað sér
markaða innanlands sem og
erlendis, samkvæmt tilkynn-
ingu til Verðbréfaþings ís-
lands.
Nýtt hlutafé
í félaginu
í hálffimm fréttum Búnaðar-
bankans kemur fram að kerfið,
sem félagið byggir starfsemi
sína á, heitir Geographic
Information Systems.
Islenski hugbúnaðarsjóður-
inn keypti nýlega 8,5% hlut í
LandMati. Um nýtt hlutafé er
að ræða í félaginu.