Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Reuters
Ef British Aii*ways og KLM sameinast verður til
Hmmta stærsta flugfélag í heiminum.
British Airways og
KLM ræða samruna
Rekstur breska flugfélagsins British
Airways og hollenska félagsins KLM
hefur ekki gengið vel að undanförnu.
Tilkynnt var fyrr í þessum mánuði um
viðræður félaganna tveggja um hugsan-
legan samruna, í þeim tilgangi að
styrkja markaðsstöðu þeirra. A sama
tíma eru viðræður í gangi milli flugfélaga
í Bandaríkjunum um samruna þar.
VIÐRÆÐUR British
Airways og KLM um
hugsanlegan samruna fé-
laganna tveggja, sem til-
kynnt var um þann 7. júní síðastlið-
inn, eru ekki fyrstu viðræður þeirra
í þessa veru. Viðræður milli þeirra
fóru fram fyrir átta árum, en gengu
þá ekki upp vegna of hárra krafna
hollenska flugfélagsins um hlut í
sameinuðu félagi, að mati stjórn-
enda British Airways. I sameigin-
legri fréttatilkynningu frá félögun-
um segir að alls óvíst sé um
niðurstöður viðræðnanna að þessu
sinni og að engar almennar yfir-
lýsingar verði gefnar út af þeirra
hálfu fyrr en einhver árangur liggi
fyrir sem ástæða sé til að segja frá.
Eftir því sem fram kemur í vikurit-
inu Business Week var það KLM
sem leitaði eftir viðræðunum við
British Airways, að þessu sinni, eft-
ir að viðræður félagsins við ítalska
flugfélagið Alitalia um samruna eða
samvinnu runnu út í sandinn í apríl
síðastliðnum. Þá segir í vikuritinu
að Leo van Wijk, forstjóri KLM,
telji félagið of lítið til að geta staðist
samkeppnina upp á eigin spýtur og
þurfi á samruna eða samvinnu við
stærra félag að halda.
Rekstur British Airways og
KLM gengur ekki vel
British Airways, sem er stærsta
flugfélag í Evrópu, og KLM, það
fjórða stærsta, voru með sterka
stöðu í farþegaflugi milli Evrópu og
Bandaríkjanna, sem lengi vel virtist
erfitt að koma höggi á, en miklar
breytingar hafa orðið í þeim efnum
upp á síðkastið. Þýska flugfélagið
Lufthansa, Air France í Frakklandi
og svissneska félagið Swissair hafa
lækkað flugfargjöld og bætt við
flugleiðum, sem hefur leitt til þess
að bæði British Airways og KLM
hafa neyðst til að lækka sín gjöld,
sérstaklega á Evrópuleiðum til og
frá Lundúnum og Amsterdam. Þá
hafa lág fargjöld írska flugfélagsins
Ryanair einnig skaðað British
Ainvays og KLM. Rekstur flugfé-
laganna beggja hefur því ekki geng-
ið vel að undanförnu. Hátt í 28 millj-
arða króna tap varð af reglulegri
starfsemi British Airways á síðasta
fjárhagsári félagsins, sem lauk 31.
mars síðastliðinn. Þetta var í fyrsta
skipti sem félagið var rekið með
tapi frá því það var einkavætt á ár-
inu 1987. Robert Ayling, forstjóra
félagsins, var vikið frá störfum í
mars síðastliðnum vegna slæmrar
afkomu og var Ástralinn Rod Edd-
ington ráðinn í hans stað í apríl, en
hann var áður forstjóri ástralska
flugfélagsins Ansett. Hagnaður
varð af reglulegri starfsemi KLM á
síðasta fjárhagsári félagsins, en
hann var einungis um 270 milljónir
króna.
Úr sér gengið eignarhald á flug-
félögum að hrynja til grunna
Stærsta flugfélag í heimi, banda-
ríska félagið United Airways,
keypti einn keppinaut sinn, US
Airways, í lok maí síðastliðnum. Þau
kaup eru talin styrkja enn frekar
hið svonefnda Star Alliance, sem er
alþjóðlegt samstarfsverkefni Unit-
ed Airways og þýska flugfélagsins
Lufthansa. Reyndar hafa bandarísk
yfirvöld ekki staðfest samruna fé-
laganna og þykir Ijóst að þau muni
skoða hann gaumgæfilega. I áður-
nefndu vikuriti, Business Week, er
talið líklegt að ef bandarísk yfirvöld
samþykki samruna bandarísku flug-
félaganna muni það auka þrýsting á
Evrópusambandið um að heimila
stóra samruna flugfélaga í Evrópu.
Þá er því haldið fram að stjórnend-
ur margra flugfélaga í Bandaríkjun-
um, Evrópu og Asíu séu að endur-
skoða þá samvinnu milli félaga, sem
mörg hafi tekið upp á undanförnum
árum, því hún hafi ekki skilað þeim
ái-angri sem að hafi verið stefnt.
I Business Week segir að úr sér
gengið eignarhald á evrópskum
flugfélögum sé byrjað að hrynja til
grunna. Swissair hafi til að mynda
smám saman verið að kaupa upp
belgíska flugfélagið Sabena, Luft-
hansa, helsti keppinautur British
Airways, gæti jafnvel gengið svo
langt að kaupa upp samstarfsaðila
sína, SAS og Austrian Airlines. Þá
hafi Lufthansa einnig hug á að eign-
ast stærri hlut en þau 20% sem fé-
lagið á í British Midland flugfélag-
inu. Swissair keypti einnig nýlega
Air Liberté í Frakklandi af British
Airways. Til viðbótar sé hugsanlegt
að Swissair hafi áhuga á samruna
við KLM ef viðræður þess og Brit-
ish Airways renna út í sandinn.
Áhrif samruna á
Bandaríkjamarkað óijós
Ef til sameiningar British
Airways og KLM kemur verður þar
með til fimmta stærsta flugfélag í
heiminum, þegar miðað er við fjölda
farþega, með 19 milljarða dollara
heildartekjur og 56 milljónir flug-
farþega á ári. Sameining fyrirtækj-
anna tveggja yrði hins vegar ein-
stök að því leyti til að aldrei áður
hafa jafn stór flugfélög sameinast
yfir landamæri. Með sameiningunni
myndi Schiphol-flugvöllur í ná-
grenni Amsterdam í Holland verða
meginflugvöllur hins hugsanlega
sameinaða flugfélags auk Heathrow
og Gatwick á Lundúnasvæðinu. Auk
þeirrar hagræðingar sem samein-
ingin gæti haft í för með sér í skrif-
stofuhaldi, varðandi flugpantanir og
á ýmsum öðrum rekstrarsviðum
segir Business Week að hugsanlegt
sé að British Airways myndi færa
lágfargjaldaflugumferðina til Schip-
hol-flugvallar, sem sé betur stað-
settur í Evrópu fyrir þær ferðir en
Heathrow. Þá sé Schiphol einnig
betur fallinn til að taka við aukn-
ingu í vöruflutningum félagsins.
Hins vegar myndi áhersla verða
lögð á að hinar dýrari viðskiptaferð-
ir fari um Heathrow-flugvöll.
Óljóst er hvaða áhrif samruni
British Airways og KLM hefði
varðandi Bandaríkjamarkað félag-
anna tveggja. British Aii-ways er í
samstarfi við American Airlines í
svonefndu Oneworld bandalagi, en
KLM er hins vegar í samstarfi við
Northwest Airlines. Miklar umræð-
ur hafa verið í Bandaríkjunum um
samruna flugfélaga þar að undan-
förnu, til viðbótar við áðurnefnd
kaup United Airlines á US Airways.
Hvað úr þeim hugsanlegu samrun-
um kemur mun hafa áhrif á British
Airways og KLM, hvort sem til
samruna þeirra kemur eða ekki. I
Business Week er því til að mynda
haldið fram að það myndi falla vel
að samruna British Airways og
KLM ef American Airlines og
Northwest Airlines sameinuðust
eða tækju upp náið samstarf. Hins
vegar myndi það ekki vera hagstætt
fyrir félögin ef American Airlines
og Delta Air Lines tækju upp nána
samvinnu.
Þann sama dag og British
Airways og KLM sendu frá sér
fréttatilkynningu, þar sem greint
var frá samrunaviðræðum félag-
anna tveggja, var greint frá því í
Wiill Street Journal að í vikunni áð-
ur hefðu stjórnendur American Air-
lines og Delta Air Lines hist og rætt
um möguleika á samruna þeirra. Þá
segir í þeirri umfjöllun að hugsan-
legt sé að samruni Brit-
ish Airways og KLM
geti haft neikvæð áhrif
á samstarf British
Airways og American
Airlines. Hvort þessu er
um að kenna eða ekki
féll gengi hlutabréfa í
British Airways um 5%
þegar eftir að félagið og
KLM tilkynntu um við-
ræður þann 7. júní síð-
astliðinn. Gengi bréfa í
KLM styrktist hins
vegar í framhaldi af til-
kynningunni um við-
ræðurnar. Business
Week telur að lækkun á
gengi hlutabréfa British
Airways skýrist að
hluta til af áhyggjum
fjárfesta varðandi hvaða
áhrif hugsanleg samein-
ing félagsins og KLM
hefði á Bandaríkja-
markað. Þá segir blaðið
að fjármálasérfræðing-
ar óttist einnig að Brit-
ish Airways muni kaupa
KLM of dýru verði og
jafnframt að alls óvíst sé hvort sam-
einingin muni yfir höfuð leysa þann
rekstrarvanda sem félögin eiga við
að stríða.
Flugleiðir eru að bregðast við
sömu þáttum og önnur flugfélög
Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri stefnumótunar- og stjórnun-
arsviðs Flugleiða, segir að erfitt sé
sjá hvaða áhrif hugsanleg samein-
ing British Airways og KLM hefði á
Flugleiðir. „Það er óljóst hver nið-
urstaðan verður af viðræðunum.
Síðan er óljóst hvort þeim verður
leyft að gera þetta. Ef þeim verður
leyft það vita menn ekki með hvaða
skilyrðum það verður. Því er erfitt
að draga nokkrar ályktir af viðræð-
unum. Þessi tvö félög eru með
þessu að bregðast við breytingum í
sínu rekstrarumhverfi, þ.e. sam-
keppnismarkaðnum og kostnaðar-
umhverfinu, og þetta er það sama
og önnur flugfélög eru að fást við,
sum með svipuðum hætti og önnur
með öðrum hætti. Þetta eru sömu
þættirnir og við erum að fást við í
okkar rekstri. Þessar aðgerðir
þeirra eru því viðbrögð við þróun á
markaðnum og það eru allt þættir
sem við þekkjum og erum að fást
við með svolítið öðrum hætti. En
hver áhrifin verða af þessum sam-
runa fyrir Flugleiðir, ef af verður,
er allt of snemmt að segja nokkuð
til um.“ Einar segir að viðræður
British Airways og KLM snúist
fyrst og fremst um rekstraratriði
vegna harðnandi alþjóðlegs sam-
keppnismarkaðar og erfiðara kostn-
aðarumhverfis.