Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 39
LISTIR
Fallega
mótaður
samleikur
TOIVLIST
S a I n r i n n
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón Ragnar Örnólfsson, Naomi
Iwase og Sigurbjörn Bernharðs-
son, flutt verk eftir Boccherini,
Debussy, Rachmaninov og César
Franck. Sunnudaginn 18. júní.
ÞAÐ eru sannarlega tíðindi er
ungur tónlistarmaður kveður sér
hljóðs og sl. sunnudag var það
Jón Ragnar Örnólfsson sem hélt
einleikstónleika í Salnum og hóf
tónleikana með sónötu nr. 5 eftir
sellósnillinginn Luigi Boccherini.
Þetta er fallegt verk í galant-stíl
þeim er einkenndi ítalska tónlist,
þar sem alvaran var fjarri en leik-
ur tónanna átti að vera leikandi
léttur. Það kom strax fram að Jón
Ragnar er góður sellisti og sam-
leikari hans, Naomi Iwase, er
góður píanóleikari, þótt ekki
reyndi stórt á getu þeirra í þessu
saklausa galant-verki Boccherin-
is.
Annað verkið á efnisskránni
var sellósónata í d-moll eftir
Debussy. Hann hafði einsett sér
að semja sex sónötur á árunum
1915-17 en náði aðeins að ljúka
við þrjár, sellósónötuna í d-moll,
meistaraverkið fyrir flautu, lág-
fiðlu og hörpu og síðast fiðlusón-
ötuna, sem margir töldu að merkt
væri þreytu. Debussy lýsti því yf-
ir, að sellósónata væri næstum
klassísk, í bestu merkingu orðs-
ins. Þetta er fallegt verk en svo-
lítið tilraunakennt, þar sem alls
konar tóntiltektir birtast, svo að á
köflum er verkið nokkuð slitrótt.
Inn á milli glampar á snjallar tón-
hugmyndh', t.d. í sérkennilegri
Serenöðunni og hinum fjöruga
lokakafla. Verkið var mjög vel
flutt en stundum stal píanistinn
senunni, með yfirýktum ná-
kvæmnisleik.
Trio Elegiaque í g-moll eftir
Rachmaninov er í raun skólaverk,
að mörgu leyti vel gert, þar sem
heyra má syngjandi lagferli er
ber svip af því sem heyra má í
seinni verkum hans. Til leiks í
þessu verki kom Sigurbjörn
Bernharðsson og var leikurinn í
heild góður, en frá hendi Rach-
maninovs er mest að gera fyrir
píanistann og var leikur Naomi
Iwase hreint frábær.
Fiðlusónatan í A-dúr eftir Cés-
ar Franck er ein af glæsilegustu
sónötum rómantíska tímans og
þótt vel sé leikið á sellóið er tón-
staða einleiksraddarinnar hugsuð
í samleik við píanóið og á oftast að
vera háröddin í samspilinu, nokk-
uð sem týnist þegar leikið er á
selló. Þetta á ekki við um þau
verk þar sem tónmálið er hugsað
fyrir selló. Fyrir bragðið nær
píanóið oft mestri athygli, enda er
píanóröddin sérlega glæsileg frá
hendi Francks og var auk þess
mjög vel útfærð af Naomi Iwase,
sérstaklega í hinum skemmtilega
öðrum þætti.I heild var verkið
mjög vel flutt og var leikur sell-
istans mjög fallega mótaður, t.d. í
þriðja kaflanum, sem er tónles-
fantasía, og þá ekki síður í loka-
kaflanum, þar sem aðalstefið er
keðja (kanón). Samspilið var bor-
ið upp af öryggi og er Jón Ragnar
Örnólfsson mjög góður sellisti, er
vænta má mikils af í framtíðinni.
Píanistinn Naomi Iwase er afar
góður píanisti en hættir til að of-
gera í mótun tónhendinga og
„stelur senunni“ stundum, sem
líklega er vegna þess að hún er
vanari að leika ein en í samspili,
þótt vissulega mætti oft heyra
fallega mótaðan samleik.
Jón Asgeirsson
Taktur og tregi
TONLIST
Bláa lónið
KAMMERTÓNLEIKAR
Bandarísk ljóðasöngslög; Dansa-
svíta nr. 3 eftir Gerald Shapiro.
Lynn Helding mezzosópran; Jenni-
fer Blyth, píanó; Szymon Kuran,
fiðla; Armann Helgason, klarínett.
Föstudaginn 16. júní kl. 20.
BANDARÍSKA mezzosópran-
söngkonan Lynn Helding með hinni
áströlsku Jennifer Blyth við aðflutt-
an Petrof-flygilinn tóku fyrir amerísk
ljóðasöngslög á fyrri hluta tónleik-
anna á vegum Lista- og menningar-
hátíðar Grindavíkur í veitingahúsi
Bláa lónsins á Svartsengi á föstu-
dagskvöldið var. Þótt hvergi sæist
prentað prógramm (dagskráin var öll
kynnt af munni fram) voru lögin valin
undir yfirskriftinni Langferðir og
aðrar ferðir sálarinnar, með tilliti til
sjóferðar Leifs Eiríkssonar fyrir þús-
und árum, eins og fram kom í viðtali í
Mbl. sama dag.
Eitthvað hljómaði það langsótt í
eyrum undirritaðs. En hvað sem sjó-
ferðum víkingaaldar annars leið, þá
var alltjent heildarsvipur af þessum
sjaldheyrðu lögum - undiralda löng-
unar og þrár. Lögin reyndust flest
miklu yngri en hlutfallslega
hefðbundið yfirbragð þeirra bar með
sér, eða frá síðustu áratugum, og
fékk undirr. þá skýringu frá söng-
konunni eftir á, að landar hennar á
vettvangi fagurtónlistar væru nú loks
hættir að vanvirða þjóðlegar rætur
og djassáhrif, eins og víða mátti
greina.
Depurð ástarmissis einkenndi
fyrsta lagið, „He’s gone away“, þjóð-
lag í útsetningu Jakes Hayden. Einn-
ig var tregablandið bráðfallegt lag
eftir Ned Rorem, „Early in the morn-
ing“, innilega sungið og dúnmjúkt
spilað af Blyth, svo og „Holy Thurs-
day“ eftir Jerry Hagen, samræður
elskenda um sambandsslit. í „Lit-
any“ eftir John Musto hefði hljóðið í
veitingasalnum mátt vera betra,
enda örstutt lagið afar viðkvæmt og
fallega túlkað með m.a. sléttum tóni,
sem vafðist greinilega ekki fyrir
söngkonunni, þótt meiriháttar mál
virðist hjá hámenntuðum hérlendum
söngvurum að ná tökum á slíku.
Nafn á lagi eftir Christopher Berg
TRIUIVIPH sundbolir og
bikini í miklu úrvali
Útsölustaðir: útiiíf, intersport,
Nanoq, Hringbrautar Apótek,
Músik og Sport, Axel Ó,
Paloma Grindavík, Vöruhús KB.
Borgarnesi, Sporthúsiö Akureyri.
Meildsöludreifing: Aqua Sport ehf.,
Hamraborg 7, sími 564 0035.
Súrefoisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147
fórst fyrir í munnlegri kynningu. Það
var undir áberandi áhrifum frá djassi
og Broadway og gerði m.a. kröfur um
gott úthald á endatónum, sem Held-
ing fór létt með að uppfylla. í „Poem“
eftir sama höfund var stfllinn orðinn
hvassari, nærri ádeflukenndur, og
viðfangsefnið, með bros út í annað,
var gömul blaðafyrirsögn, „Lana
Tumerhas collapsed!" sem tímasetti
það nettlega við öndverðan 6. áratug.
Aftur kom svo upp Broadway-litað
lag eftir vinstrisinnaða óperu-, ball-
ett- og söngleikjahöfundinn Marc
Blitzstein (1905-64), góðvin Bern-
steins. Lagið nefndist „I wish it so“
og fjallaði um eirðarleysi ástarinnar.
Flutningur þeirra Heldings og Blyth
var hér sem fyrr sléttur og örðulaus,
og sérkennileg mezzo-rödd söngkon-
unnar, ofurlítið nefkveðin en með
mikla fyllingu, naut sín vel í innlifaðri
túlkun á þessum tregablendnu lög-
um. Undirtektir voru með bezta móti,
og luku þær stöllur framkomu sinni á
aukalaginu „Over the rainbow",
bornu uppi af ljóðrænu svifi og fai-
legri mýkt í hæðinni.
Tríó píanós, fiðlu og klarínetts í
höndum Blyths, Szymonar Kuran og
Ármanns Helgasonar flutti næst
Dansasvítu nr. 3 frá 1995 eftir tón-
skáld dagsins, Gerald Shapiro. Að því
er kynnt var hafði hljómlistarfólkið
æft verkið á aðeins tveim dögum, og
mátti því merkilegt heita hvað hinir
oft á tíðum harðsnúnu krossrytmar
þess gengu misfellulítið upp. Svítan
var fimmþætt, og hét hver þáttur í
höfuðið á nútíma dansi eða annarri
stiginni alþýðutónmennt. „Funk“ var
eins og gefur að skilja hrynvæddur
mjög, en hljómaði í mínum eyrum
samt nær framsæknum djassi. „Blu-
es“-þátturinn stutti við þrástefjóttan
píanóleik var að hluta færður yfir í
punktastfl seinni Vínarskólans. Mest
skemmtigfldi höfðu næstu tveir þætt-
ir. „Ballad“ hefði í Jjúfum Parísar-
valstakti sínum og impressjónísku-
legri lífsgleði vel getað verið saminn á
vinstri Signubökkum rétt eftir stríð.
„Samba“ var heitari á bárunni en hélt
samt ákveðnu gallísku yfirbragði; dá-
vel leikinn þótt vottaði aðeins fyrir
stressi í pizzicato-fiðluhljómum fyrri
hlutans. Loks var hinn mínímalíski
„Techno“; æði langsótt stflfæring frá
ómennskum dynkjum úr raunveru-
leika nútímans, en engu að síður sí-
kvikur hraðuðuketill uppfullur af
ágengum mínímalískum hryn- og
tónhugmyndum, rofinn af stuttri
klarínettkadenzu í miðjunni.
Svítan var í heild allskemmtileg
áheymar, og í raun athyglivert hvað
alvarlegt tónskáld úr heimi háskóla-
kennslu gæfi með slíku móti jarðsam-
bandinu við grasrótina mikinn og
hressilegan gaum.
Ríkarður O. Pálsson
--------*+*---------
Orgeltón-
leikar í
Neskirkju
CSILLA Alföldy Boruss orgelleikari
heldur tónleika í Neskirkju í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Hún leik-
ur m.a. verk efth- Bach, Kodály, Pál
Isólfsson og Gárdonyi.
Csilla er kunnur organisti víða um
heim eftir að hún útskrifaðist með
háskólagráðu 1979 í orgel- og semb-
alleik í Ungverjalandi. Hún hefur
sótt fjölda námskeiða hjá virtum
prófessorum, m.a. Harald Vogel og
Klaas Bolt.
Csilla hefur haldið fjölda einleiks-
tónleika víða um heim og hefur
nokkrum þeirra verið útvarpað. Hún
kennir á orgel og sembal við Con-
servatory of Music í Györg í Ung-
verjalandi og er einnig kórstjóri við
Reformedkirkjuna í Kelenföld í
Búdapest.
Tveir fyrir einn
tn London
í júlí
frá
.95
með Heimsferðum
Ekki fljúga
á nóttunni
þegar bú
getur flogið
á daginn
Með Heimsferðum færðu besta
verðið til London í júlí, og með
því að bóka núna getur þú
tryggt þér ótrúlegt tilboð tii
heimsborgarinnar. Þú bókar 2
sæti, greiðir fyrir annað og færð
hitt frítt. Þú getur valið um
flugsæti eingöngu, flug og bíl
eða flug og hótel, og hjá okkur getur þú valið
um úrvai hótela í hjarta London á frábæru
verði. Flug til London á fimmtudögum, frá
London á mánudögum.
Verð kr.
8.950
Fargjald kr 17.900/2-8.950,-
Flugvallaskattar kr. 3.790,- ckki innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is