Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Listin að
láta sig reka
Ljósmynd/Halldór Björn
Frá opnun sýningarinnar „Flakk“ í kjallara Norræna hússins.
MYNDLIST
N o r r a; n a h ú s i ð
BLÖNDUÐ TÆKNI
TÍU LISTAMENN FRÁ
NORÐURLÖNDUNUM,
ÞÝSKALANDI &
BANDARÍKJUNUM
Til 13. ágúst. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 12-17.
LISTIN að láta kylfu ráða kasti,
berast með straumnum og láta
leika á reiðanum tengist flakkinu -
flandrinu, randinu, rekinu og ráp-
inu - sem franska skáldið Baud-
elaire vildi meina að væri hið nýja
hlutskipti listamannsins. Hafi
þetta ágæta skáld flanað um
stræti Parísarborgar um miðja 19.
öldina á þar til sniðnum pokabux-
um sem einna helst minntu á út-
blásnar brækur Sir Walter Ral-
eigh eða William Shakespeare var
það þó ekki fyrr en með sextíu-
ogátta kynslóðinni margumtöluðu
að heil kynslóð fór á flakk, íklædd
skrautlegum baðmullarklæðum
eins og bedúínar eyðimerkurinnar.
Undanfara hinna nýju flökku-
hugmynda mátti finna meðal lista-
manna sem kenndu sig við stafa-
gerð - Lettrisme - á árunum eftir
seinni heimsstyrjöldina og alþjóð-
lega stafagerð - Internationale
lettriste - upp úr miðri öldinni,
sem síðan þróaðist yfir í það sem
kallað var alþjóðlega ástands-
stefnu - Internationale Situationn-
iste - frá og með 1957. Hugmynd
þeirra Isidore Isou og Guy Debord
var að fínna beina tengingu milli
listar og daglegs umhverfís þannig
að venjubundnum athöfnum væri
skákað fyrir skapandi ástand.
Þótt listamennirnir tíu sem taka
þátt sýningunni í Norræna húsinu
séu langt frá því að vera jafn póli-
tískir og situasjónistarnir á sjötta
og sjöunda áratugnum eru hug-
myndaleg tengsl þeirra við gömlu
Cobra-jaxlana, Asger Jorn og
Constant - en báðir gerðust situa-
sjónistar eftir upplausn Cobra-
hreyfíngarinnar - fólgin í þörf
þeirra fyrir að taka mið af borgar-
samfélaginu sem þeir eru aldir
upp við og gjörbreyttum listræn-
um gildum innan þess. Líkt og
Jorn og Constant gerðu á sinni tíð
hafna tímenningarnir öllum aug-
ljósum fagurgildum í listinni og
veðja fremur á hættuspilið - vogun
vinnur, vogun tapar - sem felst í
því að opna vinnustofuna og list
sína gagnvart lífinu utan hennar.
Vissulega búa listamennirnir í
Norræna húsinu við þann munað
að geta túlkað afstöðu sína til
hinnar „nýju Babýlon" með mun
beinni og raunsærri hætti en
gömlu Cobra-kempurnar, Jorn og
Constant. Þeir þurftu að tjá af-
stöðu sína til völundarhúss borgar-
innar með óhlutbundnum hætti,
annað hvort rýmiskenndu mál-
verki eða teikningu á striga eða
pappír. Hin tímatengda mynd-
bandstækni sem er svo áberandi í
kjallara Norræna hússins stóð
þeim ekki til boða.
Þó gi-unar mann að munurinn
milli myndbanda þeirra Aleks-
öndru Mir, Anniku Ström, Egils
Sæbjörnssonar, Mattias Har-
enstam, Ole Jorgen Ness, Sarah
Morris, Seppo Renvall og Þórodds
Bjarnasonar annars vegar og
situasjónistanna áðurnefndu hins
vegar sé töluvert minni en virðist
við fyrstu sýn.
Þegar verk Susu Templin og
Frans Jacobi - en hvorugt nýtir
sér myndbandatæknina - eru
skoðuð má sjá töluverð tengsl milli
þeirra og þeirra félaganna Const-
ant og Jorn.
Jacobi er vissulega danskur eins
og Jorn, og tilfinning hans fyrir
söknuði - framandlegu augnabliki
hins nývaknaða frammi fyrir um-
hverfi sem hann þekkir en kannast
ekki við að sé eins og það á að sér
að vera - er sömu ættar þótt form-
ið sé allt annað. Jacobi lætur
mannlausa sviðsetninguna tala
máli sínu. Það er eins og allir séu
nýhorfnir af vettvangi en eftir
standi hálf vínflaska, gluggatjöld
sem vindurinn bærir eða óumbúið
rúm sem vitnisburður um liðna
samveru. Titlar á borð við „The
Long Kiss Goodnight" eða „One
too Many Mornings" segja allt
sem segja þarf um endurtekinn
einmanaleikann í tilveru okkar.
Susa Templin og Sarah Morris
eru á svipuðu reiki. Sú fyrri er
þýsk en hin ensk, en sækja þó báð-
ar andagift í stórborgarheiminn
vestan hafs, þar sem þær eru með
annan fótinn. Templin býr til
skýjakljúfalandslag úr pappír sem
sýningargestir eigra um í hálf-
rökkrinu líkt og væru þeir í fugls-
hæð yfir borginni. Henni verður
starsýnt á skipulagið sem hvar-
vetna ber fyrir augu í borgar-
menningunni; gatnakerfíð, hellu-
steinana og baðflísarnar. Allt
endurspeglar gefnar forsendur
menningarinnar með strúktúral-
ískum hætti og leiðir í ljós lands-
lag sem kalla mætti eftir-arkitekt-
úrískt.
Morris bregður hins vegar upp
ferðalagi um Ijósadýrð Las Vegas
líkt og væri hún kvikt málverk. í
staðinn fyrir að skoða borgina of-
anfrá sjáum við hana eins og frum-
skóg sem við mjökumst um án
þess að gera okkur grein fyrir rót-
um trjánna. Andstætt þrívíðum
áherslum Templin er litadýrðin í
myndbandi Morris tvívíð. Bak við
regnbogaskotin ljósaskiltin eru
vissulega byggingar, en þær hafa
ekkert sjálfstætt vægi og sjást
varla í næturskímunni. Ljósadýrð
Las Vegas er náttúruhofíð sem
hvíslar að okkur óræðum orðum,
svo vitnað sé til skáldlegrar lýs-
ingar ráparans Baudelaire á borg-
ardýrðinni um miðja síðustu öld.
Svíinn Matthias Hárenstam og
Norðmaðurinn Ole Jorgen Ness
taka sumpart framkvæmdarlegri
afstöðu til upplifunar sinnar í um-
hverfinu.
Hárenstam skáldar í eyðurnar á
næturgöngu sinni. Klisjur
skemmtimenningarinnar birtast
eins og opinberun á nöturlegu
næturröltinu, geimskip, indíánar
og portkonan Ulrike Meinhof með
tundurrofa til að sprengja skýja-
kljúf í loft upp. Tónlistin skipar
enn stærri sess í verki Hárenstam
en myndbandi Morris enda eru
Emmtíví áhrifin í skipan hans lítt
duljn.
Ólíkt Hárenstam og Morris ger-
ir Ness sér mat úr sveitalandslagi
í björtu. Það er að vísu suðrænt
eyðimerkurlandslag undir jafn
sterkum áhrifum klisjumenningar-
innar og næturborgarstemman í
verkum hinna, en Ness fylgir
myndböndum sínum úr hlaði með
mun áþreifanlegri umhverfisskip-
an. Flekkir hans og klessur upp
um alla veggi undirstrika virkni
hans gagnvart umhverfinu. Eitt
hið sérstæðasta í sköpunarferli
Ness er tilraun hans til að finna
list sinni nífaldan farveg líkt og
væri hann níu ólíkir listamenn.
Löngunin til að brjótast út úr
takmarkandi flokkun lífs og listar
skín sterkt út úr skipan hans í
Norræna húsinu.
Áþekkt en eilltið glettnislegt
óyndi í garð þrúgandi heimilda-
myndgerðar fréttasjónvarpsins -
sem stöðugt hótar að ræna okkur
síðustu leifunum af sjálfsprottnu
hugmyndaflugi - einkennir skipan
pólsk-sænsku listakonunnar Aleks-
öndru Mir. Á ströndum Hollands
finnur hún landslag sem minnir á
tunglið - hjólförin líkjast meira að
segja förum tunglvagnsins góða -
og sviðsetur þar móttökuhátíð fyr-
ir „Fyrstu konurnar sem stigu á
tunglið“. Búningar kvengeimfar-
anna voru teiknaðir af tískuhönn-
uðinum Thuy Pham og þunga-
vinnuvélar sáu um að búa til
trúverðuga mánahóla fyrir tökurn-
ar. Við hliðina á skjánum má sjá
leifar blikkdósamenningarinnar
sem fundust í setlögum „tungls-
ins“.
Egill Sæbjörnsson og sænska
listakonan Ánnika Ström leggja
bæði höfuðáherslu á þýðingu dæg-
urtónlistarinnar fyrir tilveru okk-
ar. Ström býr til einstæða heimild-
arsápu frá Svalbarða með hjálp
„Tíu nýrra ástarsöngva“, þar sem
ýmsar persónur sem verða á vegi
hennar syngja sig gegnum tilver-
una, hver með sínum hætti. Til-
raun Ström til að ná gegnum list-
ina til venjulegasta fólks er
sérkennilega heillandi og falslaus.
Einhvern veginn tekst listakon-
unni að varpa sér út fyrir sjálfa
sig og mæta hinum sérstæðu
persónum, sem allar virðast varð-
veita heilindi sín með því að vera
trúar sjálfum sér.
Myndband Egils er fullkomin
andstæða „Ástarsöngva" Ström. I
stað þess að stefna út fyrir sig
dregur hann athygli okkar að
sjálfum sér með „Eight Days a
Week“ Bítlanna, sem er eins konar
leiðarstef undir síbreytilegri
hálfteiknimynd þar sem listamað-
urinn fer á kostum - amerískum
kagga - gegnum safn sitt af ein-
stæðum poppskífum. Bestu eig-
inleikar Egils - léttleiki og takt-
föst myndhvörf, sem fylgt er eftir
með skoplegum klippingum - njóta
sín til fullnustu í þessu líflega
verki sem stundum minnir á aug-
lýsingu og stundum á tónlistar-
myndband án þess þó að missa
nokkurn tíma kraft persónulegrar
tjáningar.
Sumt í ryþmísku myndbandi
Egils endurspeglast í grafískum
efnistökum finnska listamannsins
Seppo Renvall. Reyndar eiga þess-
ir listamenn töluvert meira sam-
eiginlegt en ætla mætti af verki
Renvall á sýningunni, en það er af
manni leiðandi barn sem hvar-
vetna má finna málaðan á götur
Helsinki. Hið statíska og þögla
myndband er að vísu ólíkt leikandi
verki Egils en það breytir því ekki
að eðli þess er tónrænt jafnvel
þótt undir því hljómi allt önnur og
rólegri tegund tónlistar.
Hið sérkennilega grafíska and-
rúmsloft sem Renvall laðar fram
með manninum og barninu sem
líkt og reika um hin ólíku malbik
og rennusteina á sér frásagnarlega
samsvörun í sérkennilega einföldu
verki Þórodds Bjarnasonar „Inn
og út úr stöðum". Þar lýsir hann
undarlegri upplifun sinni af dag-
legu rápi í Japan, þar sem hann
dvaldi við framhaldsnám. Sitjandi
að nýju í fullkomlega íslensku um-
hverfi hljómar frásögn Þórodds
sem ævintýri - myndbandið er
textað og eykur það á framandleik
heildarinnar - sem litar látleysið
kringum hann með sérstæðum
hætti. Ekkert er eins, allt er frá-
brugðið, og hversdagslegustu búð-
arferðir verða eins og upplifun úr
Þúsund og einni nótt eða langferð-
um Marco Polo. Myndband Þór-
odds er að þessu leyti einna helst í
ætt við ævintýri Jóns Indíafara.
„Flakki" fylgir mjög greinargóð
sýningarskrá á ensku og íslensku
ásamt greinargóðu útprenti um
forsendur verkanna á sýningunni.
Halldór Björn Runólfsson
Rafmagnaður Selshóll
TONLIST
Selshóll undir
Þ o r b i r n i
TONY, DAVÍÐ OG
BILLY BOY
Tilbrigði um útistef er dr. Guð-
mundur Emilsson hljóðritaði og
setti saman ásamt Bjarna Braga
Kjartanssyni tónmeistara. Morg-
unn, dagur, kvöld og nótt. Spuni
básúnuleikarans Tonys Bakers yfir
útistefínu. Davíð Brynjar Franzson:
Edude caracteristica de una aldea
de la pesca. William Harper: The
Gallowing Sea. Selshóll undir
Þorbjarnarfelli kl. 20.
Miðvikudaginn 14.6.2000.
FYRIR nokkrum mánuðum
gengu Guðmundur Emilsson og
Bjarni Bragi Kjartansson frá hljóð-
mynd er send var ýmsum tónlistar-
mönnum og þeir beðnir að nota í tón-
verk eða spuna. Á sjómannadaginn
var flutt í Grindavík verk Atla Heim-
is Sveinssonar, Hafgúur, þar sem
þessi hljóðmynd var lögð til grund-
vallar gjömingi og sl. miðvikudags-
kvöld mátti sjá fólk sitjandi á stólum
uppi á Selshóli undir Þorbjarnarfelli
hlustandi á þrjú verk byggð á sömu
hljóðmynd.
Margur vegfarandi til Grindavík-
ur undraðist hví stólum hafði verið
raðað upp á hólinn við veginn og
máski haldið það enn eitt útilista-
verkið í stíl við þau er prýða nú
Reykjavík og Akraness. Svo var þó
ekki. Hér var verið að undirbúa tón-
leika undir berum himni og er líða
tók á dag voru komir voldugir hátal-
arar fyrir framan stólana, svo og
hljómflutningstæki. Klukkan átta
var svo setið í þeim öllum og básúnu-
leikarinn Tony Baker hafði tekið sér
stöðu milli hátalaranna og brátt
hljómuðu hin aðskiljanlegustu hljóð
úr hátöluranum. Mávagarg og brim-
hljóð, færibandahvinur, popptónlist
og sírenuvæl, barn að æfa Bach og
AIli slökkviliðsstjóri að kalla á alla
sína menn. Tony upphóf spuna sinn
með djúpum löngum breiðum bás-
únutónum, ekki ósvipuðum þeim er
hann lék í upphafi Grameðlusvítu
Mark Phillips í Bláa lóninu kvöldið
áður. Síðan brá hann fyrir básúnuna
dempurum, bæði venjulegum og
vava. Því miður kveikti poppið ekki á
honum, en hann blés skemmtilega
rennandi tóna yfir sírenuvælinu og
henndi eftir gargi mávanna. Svo
fengum við smávegis njúorleanskan
básúnublástur og göngum, göngum.
Hvort sem kuldanum var um að
kenna eða hljóðmyndinni var spuni
Tonys heldur litlaus og var þetta all-
ur annar básúnuleikari en sá sem fór
á kostum í verki Mark Philips og
með Eyþóri Gunnarssyni og félögum
kvöldið áður.
Davíð Brynjar Franzson er ungur
að árum og enn í tónsmíðanámi þó
nokkur verk hans hafi verið flutt op-
inberlega, bæði í heimabæ hans Ak-
ureyri og í Reykjavík.
Hljóðverk hans var stutt en
áheyrilegt og m.a. notaði hann upp-
töku með gamlli kvæðakonu sem
kvað stemmu yfir skröltandi færi-
böndum þeirra Grindvíkinga. Það
var dálítið gaman að því að William
Harper hafði fengið sömu hugmynd
og notaði kór syngjandi ísland far-
sældar frón, og báðir vora sólgnir í
brimið - enda verið að bregða upp
mynd af sjávarplássi.
Verk Harpers upphófst á brimsogi
og sampli úr viðtali við Grindavíkur-
doktorinn úr BBC, en verkið hafði
Harper, eða Billy boy einsog Emils-
son kallaði hann gjarnan, tileinkað
doktornum. Það varð þó fljótlega
ryþmískt og teknóhi-ynurinn allsráð-
andi. Alli verkstjóri var samplaður í
rappið með alla sína menn og undir
búggakennd raflína. Harper sampl-
aði snilldarlega hina frábæra rödd
Maggie-Meg Reed í verkið og rímna-
blær kom á teknóið þegar kórinn
kom til sögunnar og svo fjaraði verk-
ið út með briminu grindvíska.
Ánægjuleg stund á Selshóli þótt
heldur kalt væri í kvöldkulinu, en
hann hékk þó þurr.
Vernharður Linnet