Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 41
Enn saga um glæp
ERLEJVDAR
BÆKLR
Spennusaga
SÍÐASTI DANSINN
„THELASTDANCE“
Eftir Ed McBain. Hodder og
Stoughton 2000. 278 síður.
ED McBain er meistari segir
bandaríska tímaritið Newsweek og
það er óhætt að taka undir það. Fáir
eru leiknari í því að semja löggusögur
en MeBain með því einu að lýsa ákaf-
lega lýjandi störfum rannsóknarlög-
reglumanna í bandarískri stórborg
þar sem morð eru daglegt brauð. All-
an liðlangan daginn árið um kring
leita þeir vísbendinga sem morðingj-
ar skilja eftir sig, elta uppi vitni og þá
sem þekktu hin myrtu og púsla sam-
an úr minnstu smáatriðum hvers-
dagslegustu sögum um glæpi. Nýj-
asta McBain-sagan heitir Síðasti
dansinn eða „The Last Dance“ og
kom hún nýlega út í vasabroti hjá
Hoddor og Stoughton. Hún er með
hans bestu verkum.
Carella og félagar
McBain hefur lengi verið að og eft-
ir hann liggja margir hillumetrar af
bókum. Hann skrifar einnig undir
sína rétta nafni, Evan Hunter, öðru-
vísi bækur sem einnig bera frásagn-
ai’hæfileikum hans fagurt vitni. Ein af
þeim betri í þeim ilokki er erótíska
sagan Privileged Conversation. Hann
mun ekki skrifa lengur en í þrjá
klukkutíma á dag og reynir að ljúka
átta síðum á degi hverjum. Það er
ekki að sjá á bókum hans að hann hafi
neitt sérstaklega íyrir hlutunum. Þær
renna niður ljúflega eins og heitar
lummur.
Söguhetjur hans í bókunum um 87.
hverfi, en þær eru þekktastar af verk-
um McBains (hann hefur t.d. einnig
skrifað fjölda sagna um lögfræðing í
Miami), er hópur rannsóknarlögr-
eglumanna en af þeim er Steve Car-
ella mest áberandi. Hann er um fert-
ugt og hefur verið nógu lengi í
löggunni til þess að taka eftir þegar
menn ljúga að honum. Einn af félög-
um hans er Meyer og svo kemur Ollie
feiti mjög við sögu, skapstyggastur
þehra allra og kannski þrjóskastur.
Allir eru þeir hver með sínum hætti
litaðir af því sem þeir hafa séð í starfi
sínu en eru fyrir löngu síðan hættir að
kippa sér upp við nokkurn hlut.
Hversdagsleiki morðsins
Síðasti dansinn hefst á því að lík af
rosknum manni finnst í læstri íbúð
hans. Hann liggur út af í rúmi sínu en
þó er greinilegt að hann hefur ekki
látist af eðlilegum orsökum heldur
hefur hann verið hengdur. I ljós kem-
ur að hengingarólin var strengurinn í
baðsloppnum hans og gálginn krókur
á baðherbergishurðinni. Dóttir
Vf'rj.i daynr i Lyfju Léyrnúla
Ráðgjöf frá kl. 14-17 i tlag
Kemurþér beint að efnínu!
Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs, kemur lagi á meltinguna.
I Cb LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla» Lyfja Hamraborg » Lyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi- Útibú Grindavík~
____________________________/
mannsins hefur greinilega eitthvað að
fela, við fáum að vita það strax á
fyrstu síðunum og við sögu kemur
uppsetning á gömlum söngleik er get-
ur gert alla sem að honum koma ríka.
Carella og menn hans fara af stað
og hafa uppi á vitnum og ganga
manna á milli í leit að upplýsingum og
áður en langt um líður er annað morð
framið og loks það þriðja. Það eru
engir flugeldar í frásögninni, engir
skotbardagar, engir bílaeltingaleikir,
engar sprengingar og slagsmál, að-
eins þramm lögreglumanna frá ein-
um stað til annars, vitni sem segja frá
og upplýsingar sem síast inn. Hér er
byggt á sálfræðilegri spennu og þeirri
vissu að lesandann þyrsti eftir frekari
upplýsingum í undarlegri gátu.
Morð eru svo alvanaleg í lífi rann-
sóknarlögreglumannanna, leitin að
morðingjum svo daglegt brauð, morð-
ingjarnir svo hversdagslegir og þeir
sjálfir svo venjulegir að lesandinn
getur ekki annað en hrifist með. Það
er einmitt þessi yndislegi hversdags-
leiki morðrannsóknar í stórborg sem
McBain hefúr náð svo frábærum tök-
um á að fáu er við að jafna í löggubók-
menntunum.
Já, það er óhætt að kalla Ed Mc-
Bain meistara löggusögunnai'.
Arnaldur Indriðason
UMRÆÐUFUNDUR
atvinnulífsins
S.linloK .IIviiiiiulílsm'. i'lii.t fil
iiiiii.i-Aiiliiiiil.il .i
Hótcl SÖgu Súlnasal
liinnilixl.iv'inn ')//,. |iiní Kl. I (.(10 I S.00
tiill '.(.i» l'.'.lvilyi i\i *..tniU<“|*|»nisv’i rui.i
i»V» irltMi aí hm liu .
Frinrli flytja pftirta IHir;
13.00 Finnur Geirsson formaður SA:
Stöðugt starfsumhverfi!
13.10 Almar Guðmundsson forstöðumaður
greiningadeildar Islandsbanka-FBA hf.:
Rekstrarumhverfi fyrirtækja og þróun
þjóðhagsstærða.
Hvernig mpta fyrirfapki ng atvinnugreinar
stöðu sína í dag?
13.30 Sigurður Helgason forstjóri Flugleióa hf.
13.45 Hörður Arnarson forstjóri Marels hf.
14.00 Gunnar Örn Kristjánsson forstjóri SIF hf.
14.15 Jón SchevingThorsteinsson
framkvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs hf.
14.30 Framsögumenn svara spurningum
blaðamannanna Bjarna Más Gylfasonar,
Viðskiptablaðinu og Ómars Friðrikssonar,
Morgunblaðinu.
14.50
15.00
Samantekt: Finnur Geirsson formaðurSA.
Fundarslit.
Fundurinn eröllum opinn.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma: 511 5000,
með símbréfi: 511 5050 eða tölvupósti: sa@sa.is.
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
1
f&SWt
Samtök SAMTÖK (VlMHTf*
íjármálafyrirtækja IÐNAÐARINS gU fjlKVfRHSMlSfOOyA
IL D w| ú Jró^3
RHu
krónUr?
Nú eru Króni og Króna komin I sumarskap
Allt sem þau vantar er leikfélagar - og veistu hvaðl?
Bestu leikfélagamir eru krónumar sem þú safnar
í sparibaukinn þinn.
Þú færð flottan
sumarlegan bakpoka í Sparisjóðnum
Komdu með sparibaukinn í Sparisjóðinn strax og hann
fyllist því Króni og Króna ætla að gefa þér flottan
bakpoka* með mynd af sér þegar þau sjá hvað þú
hefurverið dugleg(ur) að spara.