Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 43
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 43
fMtvgtiidHbifeife
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SUÐURLANDSSKJÁLFTAR
Fyrir u.þ.b. 15 árum skrifaði Páll
Einarsson, prófessor í jarðeðl-
isfræði við Háskóla Islands,
merkilega grein í tímaritið Náttúru-
fræðinginn, sem hann nefndi: Jarð-
skjálftaspár. í grein þessari segir höf-
undur m.a.:
„Meira en 80% líkur eru til þess, að á
næstu 25 árum gangi meiri háttar jarð-
skjálftar yfir Suðurlandsundirlendi.
Jarðskjálftarnir hefjast líklega á aust-
urhluta skjálftasvæðisins með kipp að
stærð 6,3-7,5 en á næstu dögum, mán-
uðum eða árum færist skjálftavirknin
vestur á bóginn, um Skeið, Grímsnes,
Flóa eða Ölfus. Þetta er dæmigerð
langtímaspá, byggð á þeirri meginfor-
sendu, að jarðskjálftavirkni á Suður-
landi haldi áfram með líkum hætti og
verið hefur síðustu aldirnar.
I framhaldi langtímaspár er eðlilegt
að spurt sé, hvort hægt verði að gera
nákvæmari spá, þegar nær dregur
skjálftunum og ef til vill gefa út aðvör-
un í tæka tíð. Við núverandi aðstæður
verðum við að svara því neitandi...“
Það er ekki oft, sem vísindamenn
segja með svo mikilli nákvæmni fyrir
hvað gerast muni löngu síðar. En ekki
verður betur séð en þessi spá Páls Ein-
arssonar fyrir 15 árum hafi verið að
koma fram síðustu daga með að því er
virðist nákvæmlega þeim hætti, sem
hann taldi árið 1985 að verða mundi.
Það er ekki hægt annað en bera djúpa
virðingu fyrir slíkri þekkingu.
Fyrstu klukkutímana eftir jarð-
skjálftann 17. júní virtust þeir vísinda-
menn, sem fram komu í fjölmiðlum
ekki hafa náð áttum eða gert sér fylli-
lega grein fyrir því, sem gerzt hafði.
En á laugardagskvöld var orðið ljóst,
að jarðskjálftinn var mun sterkari en
talið var í fyrstu. Ekki leikur nokkur
vafi á því, að þeir Suðurlandsskjálftar,
sem menn hafa haft nokkrar áhyggjur
af síðustu áratugi hafa hafizt og hægt
er að búast við að þeir haldi áfram með
einhverjum hætti á næstu dögum, vik-
um, mánuðum eða árum. Gera verður
ráð fyrir, að vísindamenn okkar skoði
vinnubrögð og starfsaðferðir í kjölfar
atburðanna sl. laugardag, því að það
skiptir auðvitað máli, að bæði stjórn-
völd og almenningur átti sig þegar í
stað á því, sem gerzt hefur og kann að
gerast.
Þótt mikil vinna og miklir fjármunir
hafi verið lögð í það síðustu þrjá ára-
tugi að byggja hér upp öflugt almanna-
varnakerfi er Ijóst, að ýmsar veikar
hliðar á því komu í ljós sl. laugardag.
Það var mikil mildi, að þessar náttúru-
hamfarir skyldu verða 17. júní, þegar
svo háttaði til að fólk var fjarri heimil-
um sínum. Ef fólk hefði verið heima við
er hætt við að verr hefði farið. Líkur á,
að manntjón hefði orðið við aðrar að-
stæður eru verulegar.
Yfirstjórn almannavarnakerfisins
hlýtur að fara rækilega ofan í saumana
á því með gagnrýnu hugarfari, sem úr-
skeiðis fór, til þess að vera betur búin
undir næstu hrinu, sem enginn veit
hvenær dynur yfir.
Það hefur áreiðanlega komið fólki
verulega á óvart hve miklar skemmdir
urðu á mannvirkjum í þessum hamför-
um. Landsmenn hafa talið sér trú um
að hús væru svo sterkbyggð að þau
mundu í flestum tilvikum standast öfl-
uga jarðskálfta. En auðvitað er ljóst að
töluvert af húsakosti þjóðarinnar er
frá fyrri tíð, þegar byggingar voru
ekki jafn vandaðar og nú. Engu að síð-
ur er eðlilegt að fram fari skoðun á
þeim reglum, sem um byggingar gilda,
í kjölfar atburðanna sl. laugardag. Er
kannski nauðsynlegt að gera enn meiri
kröfur um styrkleika mannvirkja?
Þjóðin þarf að fá svör við því hver
staða þessara mála er.
í tengslum við náttúruhamfarir síð-
ustu áratuga, eldgosið í Vestmanna-
eyjum og snjóflóð á Vestfjörðum og
Austfjörðum hefur verið byggt upp
öflugt kerfi áfallahjálpar. Flest bendir
til að það skili sér vel við atburði sem
þessa.
Töluverður hópur fólks hefur misst
heimili sín vegna jarðskjálftanna og
enn stærri hópur hefur orðið fyrir
verulegu tjóni. Ætlast verður til að
viðlagatryggingakerfið, sem byggt var
upp í kjölfar eldgossins í Vestmanna-
eyjum, afgreiði þau mál með eins mikl-
um hraða og framast er unnt. Þátttaka
Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í
fundi, sem haldinn var með íbúum Suð-
urlands strax í fyrradag mun áreiðan-
lega verða til þess að hraða afgreiðslu
þeirra mála í opinbera kerfinu.
Þótt þessir atburðir hafi komið fólki
gersamlega í opna skjöldu, þegar þjóð-
in fagnaði á þjóðhátíðardeginum er
ljóst, að landsmenn hafa haldið ró
sinni. Það skiptir miklu bæði nú og
vegna þeirra atburða, sem við getum
nánast gengið út frá sem vísu, að eiga
eftir að verða. Það sem skiptir höfuð-
máli er, að manntjón varð ekki.
Eftir jarðskjálftana nú verðum við
betur undir búin, þegar hamfarir
verða næst.
BJARTSÝNI
Bjartsýni gætti í 17. júní ræðu Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra
um þróun efnahagsmála. Ráðherrann
sagði m.a.:
„...verðbólga er nú að minnka og hef-
ur verðlag þannig hækkað mun minna
sl. tvo mánuði en gerðist í sömu mánuð-
um fyrir ári. Vjsitala fasteignaverðs í
fjölbýli lækkaði í maímánuði í fyrsta
sinn í langan tíma en eins og kunnugt
er hafa fasteigna- og olíuverðshækkanir
aðallega ýtt undir verðbólgu hér á
landi. Undirliggjandi verðbólga að
þessum liðum frátöldum er á hinn bóg-
inn lítil eða aðeins um 1,5-2,0%. Þar
sem fasteignaverð virðist nú hafa náð
hámarki og fráleitt er talið að heims-
markaðsverð á olíuvörum hækki enn
frekar, eru allar líkur á, að úr verðbólgu
dragi ört á næstu mánuðum og misser-
um.“
Margt er áþekkt með stöðu efna-
hagsmála á íslandi og í Bretlandi og
Bandaríkjunum. I öllum þessum þrem-
ur löndum hafa menn haft áhyggjur af
því, að efnahagskerfíð væri að ofhitna
og fram hafa komið þau sjónarmið und-
anfarin misseri, að botninn væri að
detta úr hagvextinum og erfíðleikar
mundu gera vart við sig. Fram á þenn-
an dag hafa þeir, sem talað hafa af
meiri bjartsýni, haft rétt fyrir sér og
spádómar um verri tíð ekki gengið eftir.
Hagsæld þjóða Vesturlanda á næstu
árum er undir því komin, að bjartsýnis-
mennirnir hafí á réttu að standa.
Breytingar urðu á.jarðhitavirkni í borholum á Suðurlandi í skjálftanum
Morgunblaðið/RAX
Ingvar Baldursson hitaveitustjóri skoðar borholur í Kaldárholti þar sem upptök skjálftans voru, en þar höfðu lok á holum brotnað og vatn fossaði upp úr þeim.
Mikið tjón á hitaveitu
MILLJÓNATJÓN varð á
heitavatnskerfi Hita-
veitu Rangæinga þegar
aðveituæð fór í sundur
á mörgum stöðum milli Rauðalækj-
ar og Hvolsvallar. Um tvo sólar-
hringa tók að gera við allar
skemmdir. Skemmdir urðu einnig á
lögnum í götum og í húsum þegar
ofnar féllu frá veggjum. Miklar
breytingar hafa orðið á virkjana-
svæðum víða um Suðurland, en
sums staðar jókst í borholum, en
annars staðar lækkaði vatnsborð.
Aðveitulögn Hitaveitu Rang-
æinga er um 35 kílómetra löng, en
vatn er sótt í borholur á Laugalandi
í Holtum og Kaldárholti. Svæðið í
Kaldárholti var tengt við veituna í
janúar í vetur og er lögnin niður að
Laugalandi úr stáli, en Ingvar
Baldursson hitaveitustjóri sagði að
stálrör hefðu ekkert skemmst á
meðan gamlar aspestlagnir möl-
brotnuðu. Við Laugaland tekur við
lögn úr aspesti að Rauðalæk og
skemmdist hún ekkert á meðan
aspestlögn frá Rauðalæk að Hellu
mölbrotnaði á mörgum stöðum.
Það virðist vera sem lega röranna
hafi skipt máli þegar höggbylgjan
lenti á þeim, en leiðslan milli
Rauðalækjar og Hellu liggur frá
vestri til austurs en lögnin að
Laugalandi liggur í norðvestur/
suðaustur.
Unnu hvíldarlítið
í tvo sólarhringa
Til að byrja með einbeittu starfs-
menn hitaveitunnar sér að því að
gera við aspestlögnina milli Rauða-
lækjar og Hellu, en aðfaranótt
sunnudags kom í Ijós að lögnin var
það mikið skemmd að ekki myndi
reynast fært að gera við hana. Svo
einkennilega vill til að í vor hafa
starfsmenn veitunnar verið að
leggja nýja leiðslu úr stálrörum við
hlið gömlu leiðslunnar. Tengja átti
hana á sunnudagskvöld og var
ákveðið á sunnudagsmorgun að
menn myndu einbeita sér að því að
tengja hana og afskrifa gömlu lögn-
ina. Áður en vatni var hleypt á
lögnina var fólk beðið að skrúfa fyr-
ir inntak húsa því víða höfðu leiðsl-
ur inni í húsum farið í sundur. Eftir
að búið var að hleypa vatni á kom í
Ijós að nokkrar skemmdir voru í
götukerfinu á fáeinum stöðum og
lauk viðgerð á þeim ekki fyrr en í
gær.
Eftir að búið var að koma vatni á
til Hellu sneru starfsmenn hitaveit-
unnar sér að því að gera við leiðsl-
una til Hvolsvallar, en helmingur
hennar er úr aspesti og var sá hluti
hennar mikið skemmdur. Ingvar
sagði að viðgerð á henni hefði samt
sem áður gengið vel og vatni hefði
verið hleypt á hús á Hvolsvelli að-
faranótt mánudags. I gær einbeittu
starfsmenn veitunnar sér síðan að
því að ljúka viðgerð á dreifikerfinu
á Hellu og Hvolsvelli.
Ingvar sagðist vera stoltur af
starfsmönnum sínum sem hefðu
unnið hvíldarlítið í tvo sólarhringa
við að gera við. Því mætti ekki
gleyma að mennirnir ættu líka fjöl-
skyldur sem hefðu orðið fyrir tjóni
og áfalli í jarðskjálftanum.
Miklar breytingar
á jarðhitavirkni
Ingvar sagði að tjón hitaveitunn-
ar skipti milljónum. Viðlagatrygg-
ing myndi hins vegar bæta það.
Hann sagði að það sem hann hefði
mestar áhyggjur af væri að enn
væru um 10 kílómetrar af aðalæð
veitunnar úr aspeströrum. Það
væri Ijóst að það væri stórt al-
mannavarnamál að skipta um þessi
rör og leggja nýja stállögn. Þessi
skjálfti hefði orðið um sumar, en
það væri ekki víst að jafnauðvelt
væri að gera við ef tjón yrði á leiðsl-
unni um miðjan vetur. Þá væri þörf
fólks fyrir heitt vatn líka mest.
Miklar breytingar urðu á virkj-
anasvæðum Hitaveitu Rangæinga í
skjálftanum. Vatnsborð í borholum
á Laugalandi féll um 130 metra.
Dælur eru á um 240 metra dýpi og
lá við að þær kæmust á þurrt. Hins
vegar jókst jarðhitavirkni í Kaldár-
holti, en þar átti jarðskjálftinn upp-
tök sín. Morgunblaðið skoðaði
svæðið ásamt Ingvari hitaveitu-
stjóra og kom þá í Ijós að járnlok á
nokkrum rannsóknarborholum
höfðu losnað í skálftanum og bullaði
vatn upp úr þeim. Mikið hefur geng-
ið á því að lokin eru skrúfuð niður
með nokkrum 16 millimetra boltum.
í þéttbýlinu í Brautarholti á
Skeiðum jókst jarðhitavirkni
skyndilega í borholu þegar jarð-
skjálftinn reið yfir. Fólk, sem þar
var utandyra, sá skyndilega mitónn
gufumökk leggja frá dæluhúsi sem
stendur við borholuna. Þegar að var
gáð kom í Ijós að dæluhúsið var yfir-
fullt af vatni sem bullaði upp úr hol-
unni. Þessi skyndilegi vöxtur olli því
að rafbúnaður sló út. Fengnar voru
öflugar dælur til að dæla vatninu úr
húsinu og þegar það hafði tetóst var
hægt að gera við. Heitt vatn komst
á byggðakjarnann á sunnudags-
kvöld.
Á Reykjum á Skeiðum er önnur
lítil hitaveita og þar gerðist það
sama og í Brautarholti. Jarðhita-
virkni jókst mitóð og fór raf- og
dælubúnaður í kaf. Á Húsatóftum á
Skeiðum jókst þrýstingur á kerfinu
úr 0,1 kílói í 3,1 kíló. Jarðhitavirkni
jókst einnig í Sólheimum í Gríms-
nesi. Hins vegar hvarf vatn í Hruna-
laug.
Vatnsborð lækkar
við sprunguna
Ólafur Flóvenz, jarðeðlisfræðing-
ur hjá Orkustofnun, sagði að ástæð-
an fyrir þessum breytingum væru
þær að við jarðskjálftann hefði land
brotnað við sprungu sem liggur frá
Hellu og Laugardal og þaðan til
norðurs í Hruna. Við það myndaðist
holrými sem leiddi til þess að vatn
streymdi niður í jörðina. Á þessu
svæði hefði jarðhitavirkni dottið
niður og vatnsborð lækkað.
Ólafur sagði að beggja megin við
sprunguna hefði jarðvegur pressast
saman og þar hefði jarðhitavirkni
autóst mitóð. Hann sagði að svæðin
myndu jafna sig með tímanum, en
erfitt væri að segja fyrir um á hvað
löngum tíma.
Ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 17. júní
Margt bendir til að
meiri kyrrð sé að fær-
ast yfír efnahagslífíð
DAVÍÐ Oddsson forsætis-
ráðherra ávarpaði lands-
menn af Austurvelli á
þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Ávarpið fer hér á eftir:
„Góðir Islendingar.
Nokkurs óróa hefur gætt í um-
ræðum um efnahagsmál að undan-
förnu og hefur jafnvel örlað á full—
glannalegum spám um þau. Margt
bendir þó til að þar sé að færast
meiri kyrrð yfir. Sjávarútvegsráð-
herra tilkynnti sl. fimmtudag um
ákvörðun sína um aflamark mikil-
vægustu fistóstofna okkar á næsta
fiskveiðiári. Með því er lokið óvissu
um einn mikilvægasta þátt efna-
hagslífsins. Afli mun dragast saman
eitt fiskveiðiár en gangi langtíma-
áætlanir fistófræðinga eftir mun
hann síðan vaxa á ný.
Upplýsingar fræðimanna báru
með sér að þótt ákveðið yrði
óbreytt aflamark myndi veiðistofn-
inn engu að síður halda áfram að
vaxa. Aflaákvörðunin fól því í sér
sjálfsagða varúð en um leið var
ákveðið að fylgja næstu árin reglu
sem leiða á til öruggs vaxtar en
jafnframt er dregið úr sveiflum í
veiði sem hafa óholl áhrif á efna-
hagsþróun til skemmri tíma. Ekki
er með neinum hætti gengið á svig
við vísindalega aðferðafræði með
þessu fyrirkomulagi.
Vegna þessarar ákvörðunar
munu þjóðartekjur dragast örlítið
saman en á móti kemur að mjög
góður gangur er í öðrum þáttum
efnahagsstarfseminnar. Sérstak-
lega má nefna nýlegan samning um
stækkun álversins á Grundartanga.
Sú stækkun mun hafa varanleg, já-
kvæð áhrif á efnahagslífið meðan
aflaskerðingin á að ganga til baka
strax á næsta ári. Þá er það gleði-
legt að verðbólga er nú að minnka
og hefur verðlag þannig hækkað
mun minna sl. tvo mánuði en gerð-
ist í sömu mánuðum fyrir ári. Vísi-
tala fasteignaverðs í fjölbýli lækk-
aði í maímánuði í fyrsta sinn í
langan tíma en eins og kunnugt er
hafa fasteigna- og olíuverðshækk-
anir aðallega ýtt undir verðbólgu
hér á landi. Undirliggjandi verð-
bólga að þessum liðum frátöldum er
á hinn bóginn lítil eða aðeins um
1,5-2,0 prósent. Þar sem fasteigna-
verð virðist nú hafa náð hámarki og
fráleitt er talið að heimsmarkaðs-
verð á olíuvörum hækki enn frekar
eru allar líkur á að úr verðbólgu
dragi ört á næstu mánuðum og
misserum.
Þótt hinn íslenski markaður sé að
sönnu smár er hann lifandi og eftir-
tektarsamur og bregst hratt við
breytingum á efnahagsstarfsem-
inni. Þótt svo snör viðbrögð geti
vissulega ýkt nokkuð niðurstöður
til skamms tíma, þá er viðbragðshr-
aði markaðarins í eðli sínu jákvæð-
ur og holl og góð breyting frá því
handstýrða hagkerfi sem við áður
burðuðumst með. Síðustu tíu ár
hafa verið mesta umbreytingaskeið
í þessu efni og mun umfangsmeira
og fjölþættara en síðasta slíkt
skeið, viðreisnarárin svonefndu frá
1960-1970.
Hið íslenska lýðveldi er ungt. Við
höldum nú upp á 56. afmælisdag
þess. Þeir 130 þúsund íslendingar
sem stofnuðu til lýðveldis árið 1944
ættu flestum öðrum fremur skilið
að fá sameiginlega mestu bjartsýn-
isverðlaun sem hægt væri að veita.
Heimsstyrjöld var enn ólokið og
landið hersetið. Ráð þjóðarinnar í
utanríkis- og öryggismálum höfðu
verið af henni hrifin á einni nóttu.
Meginstefnan, hlutleysið, hafði
reynst hjóm eitt. Atvinnulífið var
afar einhæft. Vega- og samgöngu-
kerfi var enn á frumstigi. Húsa-
kostur var víða hörmulegur og
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar landsmenn á Austurvelli.
tækjabúnaður atvinnulífsins á lágu
stigi. En þjóðin lét ekki þessar
óburðugu aðstæður á sig fá og
lagði ótrauð út í óvissuna, samein-
aðri um þá ákvörðun en um nokk-
urt annað mál fyrr og síðar. Til eru
ummæli þekktra fræðimanna er-
lendra, sem hliðhollir voru íslend-
ingum en töldu kröfu smáþjóðar-
innar um fullt sjálfstæði hálfgert
óráðshjal. En hvernig hefur úr
ræst má spyrja? Þjóðinni hefur
fjölgað um helming á þessum 56
árum. Engin þjóð er tæknivæddari
en þessi og engin nýjungagjarnari
í þeim efnum en hún. Sífellt fjölgar
stoðunum undir hinum íslenska
efnahag og fjölbreytni atvinnulífs-
ins eykst dag frá degi. í samkeppni
á veraldarvísu munu úrslit ráðast
af því hversu fljótt þjóðir geta til-
einkað sér nýja þekkingu og gert
hana að markaðsvöru. Dæmin hafa
þegar sýnt að þar stöndum við vel
að vígi. Okkur er því ekkert að
vanbúnaði nú en hljótum að mæta
nýrri öld full bjartsýni og kjarks.
Sá mikli árangur sem náðst hefur
sl. 56 ár er fyrsta ágætis einkunn
til þess framsýna fólks sem stofn-
aði til lýðveldis á íslandi. Við skul-
um halda merki þess myndarlega á
lofti á næstu árum
og áratugum. Til
þess höfum við alla
burði og umfram
allt alla skyldu.
Þótt þjóðin hafi
að lokum staðið
undra þétt saman í
sjálfstæðismálinu,
þá hafði ekkert eitt mál annað ýtt
jafnmitóð undir sundurþykkju
meðal hennar og það og brigsl og
svigurmæli mætustu manna, hvers
í annars garð, voru oft með ólíkind-
um. Allir unnu að sama martó en
mikil tortryggni ríkti um baráttu-
aðferðir og leiðir. Sama gildir enn,
þótt nokkuð hafi dregið úr stóryrð-
um. Stundum mætti helst ráða það
af umræðunni að við stjórnmála-
mennirnir séum sannfærðir um að
flest orð og flestar gerðir þeirra
sem öndvert standa séu allt að því
af annarlegri rót runnin. Auðvitað
er það ekki svo. En það liggur í eðli
stjórnmálabaráttunnar að menn
stilla upp andstæðum og gera sem
mest úr því sem á milli ber, enda
þarfnast það sem er ágreinings-
laust ekki skýringa. Þjóðin þarf þó
ekki að velkjast í vafa um að kjörn-
ir fulltrúar hennar beri hag hennar
Með ákvörðun um
af lamark er lokið
óvissu um einn mik-
ilvægasta þátt efna-
hagslífsins
fyrir brjósti, hvar sem þeim er
skipað í flokka og hvort sem þeir
eru innan eða utan stjórnar hverju
sinni. Það hefur lengi tíðkast að
tala af óvirðingu um störf þing-
manna og saka þá um að stunda
innihaldslaust jag og kjaftagang.
Og sjálfsagt erum við þingmenn
ekki alveg saklausir í þeim efnum.
En umræðan, gagnrýnin og hinar
pólitísku skylmingar hafa mikið
gildi fyrir lýðræðislega málsmeð-
ferð. ÍÁú er það ekki rétt að skerða
mun meira en orðið er þann þátt í
starfsemi löggjafarþingsins.
Góðir íslendingar.
Þjóðin, sem stóð sem einn maður
að stofnun lýðveldis árið 1944, var
áreiðanlega ekki með einn og sama
drauminn um hvað sá atburður
myndi þýða fyrir íslendinga. Þetta
hefur ekkert breyst. Enn er mis-
jafn tilgangurinn sem fyrir okkur
vakir. Oll viljum við þó að þjóðin
nái efnahagslegum árangri. En við
deilum um hve langt megi seilast
til að ná þeim árangri. Við erum
vonandi flest sátt við að náunga
okkar vegni vel við í fjárhagslegum
efnum. En á sama tíma ætlumst
við til þess að réttra leikreglna sé
gætt og óhófsæði eins skaði ekki
annan. Jónas Hall-
grímsson sagði mik-
ilvægt að menn
gleðji sig hóflega við
heimsins gæði, ein-
ungis misbrúkunin
sé varasöm. En þar
sem „hófleg nautn
heimsins gæða“ sé
leyfileg sé meðalhófið vandratað
eins og segir í nýrri afbragðs ævi-
sögu skáldsins. Jónas Hallgríms-
son leysti þennan vanda fyrir sitt
leyti með því að koma sér upp svo-
felldri reglu: „Aldrei að gjöra eftir-
sókn nokkurra jarðneskra muna
að lífsins höfuðaugnamiði."
Að þessu skulum við hyggja. Við
skulum hvergi slaka á í baráttunni
fyrir bættum kjörum þjóðarinnar
en gæta þess að missa ekki sjónar
af því sem mikilvægast er. Við
skulum gleðjast hóflega við heims-
ins gæði og forðast að skilja þá eft-
ir sem sækist hægara en öðrum af
ýmsum ástæðum. Því ef við getum
einhvern lærdóm dregið af þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 1944 þá er
hann þessi: Okkur vegnar best
þegar við höldum hópinn.
Góðir íslendingar, nær og fjær,
gleðilega þjóðhátíð."