Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
'7-------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN
EINARSDÓTTIR
+ Kristín Einars-
dóttir, þjónustu-
stjóri SPRON í Graf-
arvogi, fæddist í
Reykjavík 24. júní
1957. Hún lést 13.
júní síðastliðinn.
Móðir hennar er
Marta Sveinbjörns-
dóttir, f. 14.11. 1927,
og faðir hennar er
Einar Ól. Gíslason, f.
6.4. 1928. Hálfbræð-
** ur hennar sam-
mæðra eru Björn og
Ingvi Ágústssynir og
hálfbræður hennar
samfeðra eru Kolbeinn og Einar
Einarssynir.
Dóttir Kristínar af
fyrra hjónabandi er
Sandra Sif Mort-
hens, f. 20.5. 1980.
Eiginmaður Kristfn-
ar er Pétur Þór
Jónsson, f. 14.3.
1946, starfsmaður
SPRON. Dætur hans
af fyrra hjónabandi
eru Karólína, f. 18.6.
1968, Elena Kristín,
f. 10.7. 1970, og
Anna Hildur, f. 4.1.
1973.
Utför Kristínar
verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma mín er farin frá
okkur. Mamma sem var mér allt.
Mamma sem sá fyrir öllu og kenndi
mér allt sem ég kann og gerði mig að
þeirri manneskju sem ég er. Mamma
var svo ósköp góð við alla og var allt-
af tilbúin að rétta hjálparhönd. I
henni var svo mikill stuðningur. Hún
var stoð og stytta í lífi okkar allra og
það vantar svo ólýsanlega mikið þeg-
ar hún er ekki. Ég veit að öllum
^nnst sínir bestir, en ég veit og hef
oft hugsað um hvað ég á bestu
mömmu í öllum heiminum. Enginn
getur komið í hennar stað því að önn-
ur eins manneskja fyrirfinnst ekki.
Henni var svo mikið í mun um að allt
væri gert rétt og að vel væri staðið
að öllu. Þegar ég og Magnús minn
ákváðum að fara utan sýndi hún því
svo mikinn skilning og stuðning.
Þetta var hennar mál rétt eins og
okkar. Hún átti okkur og hafði því
rétt á að skipta sér af. Svo kemur
mamma og fyllir ísskápinn og skiptir
sér svolítið af, sagði hún alltaf. „Þið
gerið það sem þið teljið að sé best og
réttast og við munum alltaf styðja
ykkur.“ Þetta lýsti mömmu svo vel.
Alltaf til staðar og sýndi öllu því sem
maður tók sér fyrir hendur svo mik-
inn áhuga. Þegar hún setti mér lífs-
reglurnar og sagði svo, þú ert eina
barnið mitt og ég mun alltaf skipta
mér af þér. Hvað hún var ánægð með
Magnús minn og þegar ég sagði að
það væri bara eins og hún hefði fund-
ið son sinn, sagði hún bara, já við
Magnús minn erum nefnilega svo
mikið svoleiðis. Þegar hann sagði,
Krissa, er í lagi að ég setji þig sem
foreldri sem hægt er að ná í í neyð?
þegar hann var að sækja um í skól-
anum. Mikið ofboðslega var mamma
stolt. Mamma var alltaf tilbúin að
hlusta. Hún var besti hlustandi í
heimi og svo ráðlagði hún á sinn ein-
staka hátt. Það er skrítið hvernig
þetta smáa stendur upp úr. Hvað það
var gaman að fara með henni í búð-
t Elskuleg móðir okkar, Jffcb
HALLDÓRA S. S. JÓNSDÓTTIR, ■IHf i
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést laugardaginn 17. júní.
Jóna L. Marteinsdóttir, SðSkakv , '
Steinar Marteinsson,
Salgerður Marteinsdóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
EMMA MAGNÚSDÓTTIR,
Öldugötu 44,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
þriðjudaginn 20. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen,
Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráðsdóttir,
Guðlaug Kristmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
I
t
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTJANA BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 20. júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Bjarni Björnsson,
Björn Bjarnason, Kristín Helgadóttir,
Brynjólfur Bjarnason, Þorbjörg K. Jónsdóttir,
Bjarni Bjarnason, Emilía Ólafsdóttir,
Birgir Bjarnason, Guðbjörg Sigmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ina og koma svo klyfjaðar út aftur,
fara í gróðrarstöðina og kaupa blóm
og vera saman og tala um allt milli
himins og jarðar, mamma var mikið
fyrir að skipuleggja. Að koma upp á
helgarmorgnum og mamma var búin
að taka til morgunmat eins og henni
einni var lagið. Maturinn hennar og
sósurnar voru engu lík og mikið á ég
eftir að sakna alls þess sem manni
finnst svo sjálfsagt í hversdagsleik-
anum. Að kósa sig fyrir framan
sjónvarpið og borða Sigguömmu-
brúna á sunnudögum og helgarmat-
inn. Mamma hafði það alltaf fyrir
venju og henni var það mjög mikil-
vægt að allir kæmu saman við kvöld-
matarborðið, borðuðu og ræddu
saman. Mörgum hefur fundist þessi
ósköp sterka venja hálf einkennileg.
En það að eiga þennan fasta punkt á
hverjum degi var okkur öllum svo
mikilvægt. Allt prjál og pjatt var
mömmu alveg óskiljanlegt. Hún var
sú sem hún var og sagði að snobb
væri það heimskulegasta sem til
væri, reyndu aldrei að vera önnur en
þú ert, sagði hún alltaf. AIls staðar
sem hún kom lýsti hún upp umhverfi
sitt og henni fylgdi alveg ólýsanleg
hlýja. Ó, hvað það var gott að knúsa
hana. Ég held að allir sem voru svo
heppnir að fá að kynnast henni
skynji þann tómleika sem hún skilur
eftir sig í brjóstum okkar allra. Það
sýnir okkur hvað hún var mikið og
skipti okkur miklu máli. Mamma
sagði að heimilið væri það mikilvæg-
asta sem maður ætti ásamt fjöl-
skyldu sinni og mikið ræktaði hún
heimilið okkar vel. Var alltaf að bar-
dúsa og snúllast, baka, elda og dytta
að. Ailt sem hún snerti með höndun-
um, hvort sem það var manneskja,
matur, mold eða pappírar, allt dafn-
aði og blómstraði. Hún sýndi mér og
kenndi hvað maður sjálfur er mikil-
vægur og það sem þú vilt að aðrir
sýni og geri þér það skalt þú sýna og
gera þeim. Ég held að það sé ekki
hægt að óska sér betra heimili en
það sem ég á. Mömmu mína, Pétur,
ömmu, Magga og Tótu. Við vorum öll
svo samrýmd og erum enn. Að fara
upp í bústað þar sem mamma og Pét-
ur fundu svo mikla sælu og voru allt-
af að moldvarpast og bardúsa, í
Borgarfirðinum var alltaf gott að
vera. Alls staðar sem mamma var
var gott að vera. Henni var líka svo
mikið í mun um að ég kláraði skól-
ann. Ég sagði alltaf að þó að ég
myndi ekki verða stúdent myndi
mamma halda veisluna samt. Þetta
var hennar hjartans mál. Hvað ætlar
þú svo að verða, þú verður að geta
séð fyrir okkur í ellinni, sagði hún
alltaf. Hún var svo einstök. Mamma
sagði að naflastrengurinn myndi
aldrei slitna á milli okkar og það var
satt, hann mun aldrei slitna. Einka-
dóttir mömmu sinnar, prinsessan
sagði hún alltaf. Við skildum hvor
aðra svo vel. Við þurftum ekki annað
en að líta á hvor aðra þá vissum við
hvað hin var að hugsa. Við áttum
bönd sem enginn fær rofið, aldrei.
Ég held að fáar mæðgur eigi jafn
gott og náið samband eins og ég og
mamma og mikið ósköp á ég eftir að
búa að því. Þó að plönin um framtíð-
ina breytist þá ert þú þar alls staðar.
Þú ert svo stór partur af okkur öll-
um. Við fjölskyldan höldum áfram og
styrkjum hvert annað, eins og þú
sagðir alltaf, æ, verum góð við hvert
annað. Elsku mamma, ég veit að lík-
ama þínum verð ég að sleppa, þú
þráir meiri hvíld. En þér mun ég
aldrei sleppa. Elsku mamma, eins og
við sögðum alltaf. Góða nótt, Guð
geymi þig og dreymi þig vel. Þú átt
mig ogégáþig.
Þín dóttir,
Sandra.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyri allt og allt,
gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V- Briem.)
Hún Krissa, eins og hún var alltaf
kölluð, er farin frá okkur, ung kona í
blóma lífsins.
Tilgangurinn er okkur sem elsk-
um hana óskiljanlegur.
Þar sem ég hef búið erlendis síð-
astliðin fjögur ár hefur maður ekki
haft eins mikið samband og maður
hefði viljað, en hvert skipti sem við
komum heim fórum við alltaf og hitt-
um pabba og Krissu, borðuðum ljúf-
fenga matinn hennar og spjölluðum
saman. Það er enginn sem getur eld-
að eins góðan mat og Krissa, það vita
allir sem þekktu hana.
Við höfðum talað um það ekki fyr-
ir svo löngu að við ætluðum svo sann-
arlega að fara að rækta vinskapinn
þegar ég flytti heim og fara að gera
fleira saman sem fjölskylda. Pabbi
minn var mjög lánsamur að eiga
þessi ár með Krissu sinni, hún var
honum meira en orð fá lýst. Það var
alltaf svo stutt í fallega brosið henn-
ar og þannig ætla ég að geyma minn-
inguna um Krissu í hjarta mér.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
og ég lít yfir farinn veg finn ég fyrir
þakklæti fyrir að hafa þekkt svona
yndislega og góða manneskju eins og
hún Krissa var sem var alltaf reiðu-
búin að gera allt fyrir alla. Elsku
pabbi, Sandra og Marta, megi Guð
gefa ykkur styrk og varðveita ykkur
í gegnum sorgina.
Elsku Krissa mín, megir þú hvíla í
friði.
„Svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf son sinn eingetinn til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf. “
Elena Kristín Pétursdóttir.
Árla á þriðjudagsmorgun hringir
síminn og pabbi segir okkur að
Krissa hafi látist um nóttina.
Þvílíkt reiðarslag, út af hverju?
Hver er tilgangurinn með því að
Krissa, aðeins 43 ára gömul, sé tekin
frá okkur?
Guð einn hefur svarið við þvi en
eftir sitja minningar um yndislega
góða og réttsýna manneskju.
Krissa hefur alltaf reynst mér
mjög vel, og þegar ég bjó hjá henni
og pabba á Kaplaskjólsveginum voru
þau ófá góðu ráðin sem hún gaf mér
varðandi lífið og tilveruna. Hún
hvatti mann alltaf til dáða og gaf
manni styrk til þess að trúa því að
maður gæti allt sem maður vildi ef
maður bara reyndi.
Minningarnar sem við eigum um
Krissu eru margar og erfitt að velja
fáar úr til að setja niður á blað en ég
verð að minnast á hvað hún var mik-
ill listakokkur. Allt sem hún eldaði
var gott og alltaf gat maður hringt
og fengið ráðleggingar varðandi
matargerð. Ég man ein áramótin, þá
hringdi ég svona lO.sinnum í hana
útaf kalkúninum sem ég var að elda
og alltaf var hún jafn þolinmóð og
alltaf endaði símtalið með hlátri og
orðunum „þetta verður örugglega
rosalega gott hjá þér“.
Krissa var mikið jólabam og við
gátum oft látið okkur hlakka til jól-
anna strax á haustin og planað hvað
ætti að gera skemmtilegt á aðvent-
unni. Krissa og Sandra, hennar
einkadóttir, voru mjög natnar við
eldri dóttur okkar, Hönnu Margréti,
og var það Hönnu alltaf tilhlökkun-
arefni að fara til ömmu Krissu og afa
Péturs og síðast en ekki síst til
Söndru, en hún er í miklu uppáhaldi
hjá Hönnu.
Þegar María Ósk, yngri dóttir
okkar Arnar, fæddist var sko passað
upp á það hjá Krissu að Hanna yrði
ekki útundan, eins þegar við þurft-
um að standa í flutningum rétt fyrir
jól, þá voru það Krissa og Sandra
sem sáu um að Hanna fengi að baka
piparkökur og laufabrauð og fara á
jólaball og allt sem því fylgdi, og jóla-
sveinninn sem gaf í skóinn í Vætta-
borgum var alltaf ansi örlátur.
Krissa var mjög lífsglöð, léttlynd
og sterk kona og kom það svo sann-
arlega í ljós þegar hún veiktist al-
varlega fyiir nokkrum árum, hún
barðist af hörku enda sigraðist hún á
þeim veikindum.
Pabbi og Krissa voru búin að búa
saman í fjölda ára, en létu loks verða
af því að gifta sig fyrir tæpum tveim-
ur árum og var það mikill gleðidagur
og má segja að það hafi verið mesta
gæfa hans pabba að hitta Krissu og
ég verð að segja að sjaldan höfum við
séð hjón sem voru eins samheldin og
eins miklir vinir og þau. Hún var
hans sálufélagi og er missir hans
mikill.
Hinn 25. maí síðastliðinn komum
við fjölskyldan í draumahúsið þeirra
í Vættaborgum og vorum að kveðja
þau þar sem við vorum að fara til
Spánar daginn eftir. Ekki gat okkur
órað fyrir því að þetta væri í síðasta
sinn sem við ættum eftir að sjá
Krissu. Hún var svo spennt yfir því
að Sandra væri að verða stúdent og
hún og Sandra voru búnar að plana
fína veislu, en jafnframt var hún leið
yfir því að við gætum ekki verið með
þeim á þessum tímamótum. Eins
hlakkaði hún svo til sumarfrísins
sem var á næsta leiti og þá átti að
bruna beint upp í Borgarfjörð og
vinna í sumarbústaðnum og njóta
lífsins þar, en það var draumastaður
þeirra pabba.
Kæri Einar og fjölskylda, elsku
Marta og elsku pabbi og Sandra,
sársaukinn er mikill, hugur okkar er
ávallt hjá ykkur.
Guð gefi okkur öllum styrk til að
komast í gegnum þessa miklu sorg.
Eftir sitja góðar minningar um
yndislega konu.
Guð blessi ykkur,
Karólína og Om.
Ekki gat ég trúað orðum tengda-
móður minnar er hún hringdi
snemma á þriðjudagsmorgun til að
segja mér að hún Krissa hefði dáið
um nóttina. Það var eins og tíminn
stæði kyrr eitt augnablik. Hvað var
hún að segja mér? Hún Krissa dáin?
Það gat ekki verið satt, en sú var
samt staðreyndin. Mig langar í örfá-
um orðum að kveðja hana Krissu
mágkonu mína. Við kynntumst fyrir
tæplega 30 árum, þegar bróðir henn-
ar, síðar eiginmaður minn, var að
stíga í vænginn við mig. Hún var þá
nýfermd yndisleg stúlka með lífið
framundan. Með okkur tókst gott
vináttusamband og sakna ég nú sárt
vinkonu minnar.
Það rifjast upp margar minningar
á stundu sem þessari. Eitt sinn á
ferðalagi um öræfi Islands sátum við
undir hraunvegg inn við Land-
mannalaugar og töluðum um lífið og
tilveruna til morguns þar til sólin fór
að skína á nýjum degi. Minntumst
við oft þessarar nætur, því að öllu
jöfnu var hún Krissa mín ekki mikill
næturhrafn eins og ég gat þó oft ver-
ið.
Þegar hún veiktist af illvígum
sjúkdómi fyrir um tíu árum hitti ég
hana rétt eftir að hún kom frá lækn-
inum með þessar slæmu fréttir og
sagði hún þá að þessari raun skyldi
hún sigrast á og það gerði hún svo
sannarlega, en tollurinn sem hún
þurfti að borga var kannski stærri en
við gerðum okkur grein fyrir. Núna
stöndum við hnípin og sorgmædd og
skiljum ekki neitt í neinu. Hvers
vegna hún? En lífið heldur áfram og
ég veit að hún Krissa mín vakir yfir
okkur og gefur okkur styrk til að
halda áfram.
Elsku Sandra mín, Pétur, Marta,
Maggi, Ingvi minn og aðrir vinir og
vandamenn, Guð gefi ykkur styrk í
ykkar miklu sorg. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Anna mágkona.
Okkur langar að setja nokkrar lín-
ur á blað til að kveðja þig, kæra
Krissa. Þegar Pétur hringdi í okkur
aðfaranótt sl. þriðjudags og sagðist
halda að hún Krissa sín væri dáin, þá
hætti hjartað að slá eitt andartak og
við vorum viss um að þetta gæti ekki
verið rétt. Það er svo margt sem við
ekki skiljum í lífinu, þar á meðal af
hverju fólk í blóma lífsins er hrifið á
brott fyrirvaralaust.
Við hjónin kynntumst Krissu þeg-
ar hún og Pétur fundu hvort annað. í
gegnum hugann renna minningar og
undantekningarlaust eru þær
ánægjulegar, nema helst sá tími þeg-
ar þú áttir við mikil veikindi að stríða
fyrir nokkrum árum og við héldum
jafnvel að við myndum missa þig. Þá
gátum við ekki annað en dáðst að
lífsviljanum og jákvæðu hugarfar-
inu, enda tókst þér að hrekja burt
þann vágest.
I Munaðarnesi, þar sem þú áttir
þínar síðustu stundir, höfum við
sennilega átt okkar allra bestu
stundir saman. Fyrst í okkar koti
þar sem þið Pétur, Sandra og Marta
voruð tíðir og kærkomnir gestir og
mikið vorum við vinkonurnar lukku-
legar þegar okkur kvenvörgunum
hafði tekist að neyða Pétur til að