Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 51 --------------------------T samþykkja að byggja ykkar eigið hús í göngufæri frá okkur. Við minnumst sveppaferðanna á Flúðir og víðar þar sem okkur tókst að smala saman öllum gömlu félög- unum og eiga saman frábærar og ógleymanlegar helgar sem við höfum oft skemmt okkur við að rifja upp. Þegar þið loksins létuð verða af því að láta pússa ykkur saman vorum við hjónin svo lánsöm að fá að vera svaramenn ykkar, það þótti okkur sérstaklega vænt um. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að vera vinir þínir, þó tíminn væri allt of stuttur, við viljum þakka þér fyrir hjálpsemina í gegnum árin og fyrir að hafa verið vinur í raun. Pétur, Sandra, Marta, Magnús og aðrir ættingjar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guðbjörg og Halldór. Kristín Einarsdóttir var írænka mín og vinur. Þrátt fyrir að enginn samgangur hafl verið á milli fjöl- skyldna okkar á uppvaxtarárum kynntumst við síðar, aðallega á starfsvettvangi hennar í Sparisjóðn- um á Skólavörðustíg. Frændi í fjár- málavandræðum fékk hlýjar mót- tökur og skjóta úrlausn sinna mála. Og þrátt fyrir annir dagsins hafði hún ævinlega tíma; hún gaf sér tíma til að spyrja um hagi mína og sýna mér það sem heitir á íslensku: frændsemi. Ég veit ekki hvort það orð hefur nokkra merkingu í dag, á tímum hraða og tillitsleysis í mann- legum samskiptum. Og hafi það orð ekki haft merkingu fyrir mér áður, þá hefur Kiistín frænka mín gefið því orði bæði merkingu og dýpt í huga mér. Við áttum hvort sínar bernsku- minningar frá heimili afa okkar og ömmu, Gísla Ólafssonar og Kristínar Einarsdóttur, alnöfnu hennar; við skiptumst á bemskuminningum og hlógum inni á skrifstofu hennar með- an hraður hversdagurinn hringsner- ist umhverfis okkur. Svo var stundin liðin, hún kvaddi með hlýju brosi; slíkar myndir eru margar í hugan- um; augnabliks samtal við Kristínu frænku gaf birtu í sálina. Það liðu vikur eða mánuðir áður en ég átti aftur erindi í bankann. Stundum heyrðumst við símleiðis. Hin prakt- ísku mál leystust einsog af sjálfu sér og svo spurði hún frétta. Slíkt spjall finnst mörgum efalaust vera smá- munir einir, jafnvel sjálfsagðir hlutir þegar ættingjar eru annars vegar. En það er alls ekki svo. Það er ekki sama hvernig spurt er, hvemig hlustað er og það skiptir máli hvaða hugarþel er að baki, jafnvel stysta samtali í síma. Kristín lét mig finna að hana varðaði um mig, í smáu sem stóm; að henni stæði ekki á sama ef eitthvað bjátaði á; að hún gladdist fyrir mína hönd ef vel gekk. Þegar ég hitti hana aftur í bankanum, löngu síðar, var upplifunin ævinlega einsog ekki væm nema örfáir dagar síðan viðsáumst síðast. Ég minnist samvera við Kristínu og dóttur hennar Söndm, þegar fjöl- skyldan kom saman á aldarafmæli Gísla afa í nóvember 1998. Glaðvær og elskuleg samskipti þeirra mæðgna em eftirminnileg. Á síðasta ári hittumst við aftur í fjölskyldu- boði, í giftingarveislu Kolbeins hálf- bróður hennar. Það var ánægjulegt að eiga stund með þeim hjónum Kri- stínu og Pétri. Vináttan og hlýjan milli þeirra geislaði af þeim. Hlýja og glaðværð; það var Krist- ín. Frétt af andláti Kristínar frænku er harmafregn sem erfitt verður að sætta sig við. Þrátt fyrir að sam- skipti okkar hafi ekki verið svo tíð eða heldur svo löng í hvert eitt sinn, vom þau samt sem áður náin á þenn- an sérstaka hátt sem erfitt er að setja í orð. Við sumt fólk nær maður aldrei neinum tengslum þrátt fyrir löng kynni. En einstaka manneskjur er einsog maður hafi þekkt alla ævi þegar maður hittir þær í fyrsta sinn. Þegar slík manneskja er hrifin á brott í blóma lífsins setur mann hljóðan; dagarnir fá annarlegan svip af hausti. Komdu sæll, frændi, vom hennar ávarpsorð frá okkar fyrstu kynnum. „Frændi" er fallegt orð. I fornu máli hafði það víðari og dýpri merkingu en nú. Það er líka mnnið af sömu rót og enska orðið „friend", vinur. Þann- ig hljómaði ávarp hennar í mínum eyrum; frændi, vinur. Slík var fram- koma hennar og hugarþel; þannig var frændsemi hennar, einlæg og sönn. Ekkert hefði hún Kristín frænka viljað síður en ég færi að minnast hennar af hátíðlegri alvöm; slíkt var ekki hennar. Hún var hrein og bein. Því mun ég minnast hennar þegar ég gleðst og alltaf þegar ég finn gæsku í mannlífinu. Söndru Sif vil ég votta mína dýpstu samúð; Pétri, Mörtu og Ein- ari og öllum aðstandendum, vinum og samstarfsfólki Kristínar Einar- sdóttur. Ljós hefur slokknað mitt á meðal okkar, en bh’ta þess og ylur varir um ókomna tíð. Friðrik Erlingsson. Sú harmafregn barst að morgni 13. júní að Kristín Einarsdóttir væri dáin. Þegar við kvöddum hana um mánaðamótin hlakkaði hún svo til að komast í sumarfrí, samfagna með einkadóttur sinni, sem var að út- skrifast sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík en síðan átti að njóta hvíldar með ástkæmm eig- inmanni. Það er sorglegt þegar góð- ur vinnufélagi fellur frá í blóma lífs- ins og erfitt að sætta sig við að fá ekki oftar að njóta félagsskapar hennar og starfskrafta. Kristín hóf störf í Sparisjóðsdeild hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í desem- ber 1982. Hún hafði allt til að bera sem góður bankamaður og ávann sér strax traust og virðingu, jafnt meðal samstarfsmanna sem viðskiptavina. í febrúar 1999 opnaði Spron af- greiðslu í Spönginni í Grafarvogi og réðst Kristín þar tfi starfa sem þjón- ustustjóri. Með elju og metnaði tókst henni á skömmum tíma að byggja upp þetta útibú og skapa þar starfs- anda sem er til fyrirmyndar. Hún var öflugur liðsmaður meðal Spron- ara eins og starfsmenn Spron em gjarnan kallaðir, gat verið föst fyrir en umfram allt glaðvær og skömleg í framkomu. Kristín skilur eftir sig stórt skarð. Við minnumst þessa starfsfélaga okkar með einlægri virðingu og þakklæti. Stjórn og sam- starfsfólk Spron vottar eiginmanni hennar Pétri Jónssyni, dóttur og öðmm aðstandendum dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri. Þau hörmulegu tíðindi bárast mér á ferð minni erlendis að góð vinkona mín og starfsfélagi til margra ára, Kristín Einarsdóttir þjónustustjóri, hefði orðið bráðkvödd aðfaranótt 13. júní sl. Sú sorgarfregn kom mér mjög í opna skjöldu og staðfesti enn á ný fyrir mér að dauðinn gerir ekki boð á undan sér og fyrirvaralaust slær hann allt sem fyrir er, jafnt þá ungu sem þá öldnu. Kristín heitin réðst til starfa hjá SPRON fyrir 18 árum og vann strax hug og hjörtu allra samstarfsmanna sinna, einkum fyrir einstaklega hlý- legt og glaðlegt viðmót. Hún var afar fljót að tileinka sér öll vinnubrögð í sparisjóðnum og þá skilyrðislausu reglufestu sem áskilin er í öllu starfi fólks í fjármálastofnunum. Það kunnu viðskiptavinirnir vel að meta enda naut hún einstæðra vinsælda hjá þeim og ávann sér óskoraðs trausts þeirra í hvívetna sakir starfs- þekkingar sinnar og skjótra og ör- uggra vinnubragða. En framar öðm var það þó hin hlýja og kurteisa hreinskiptni hennar og glaðlega brosið í augunum sem hreif huga fólks og laðaði það að henni. Kristín bjó yfir þeim fágæta hæfileika að geta bókstaflega brosað með öllum líkamanum og af henni geislaði þessi hreina og óþvingaða gleði, sem kem- ur öllum nálægum í gott skap. En okkur sem til þekktum, var mæta vel Ijóst að innst inni og djúpt að baki bjó leyndur kvíði og óvissa um eigið líf og framtíð og þau örlög sem fjölskyldu hennar kynnu að vera búin. Fyrir um sex áram greindist Kri- stín með krabbamein og gekk þá ásamt fjölskyldu sinni í gegnum þær sálarkvalir sem sú vitneskja veldur og fáir geta gert sér grein fyrir hve erfiðar em nema þeir sem því hafa kynnst af eigin raun. Ég átti þá nokkuð ýtarleg samtöl við þau hjón bæði, Kristínu og Pétur Jónsson, innheimtustjóra SPRON, en hann á nú lengstan starfsaldur í sparisjóðn- um og ég tel einn minna bestu og traustustu vina. Þau samtöl era mér ofarlega í minni ekki síst fyrir hve samhuga þau hjón vom að láta þessi válegu tíðindi ekki hafa of djúpstæð áhrif á framtíðaráform sín eða fjöl- skyldulíf. Vitneskjan um að vera haldinn krabbameini er þó hjá svo mörgum nátengd dauðanum að ýms- um fallast hendur í fyrstu og þurfa að berjast erfðri baráttu til að öðlast trú á að þrátt fyrir allt heldur þó lífið ætíð áfram. Á daginn kom líka að þótt þessi erfiðu tíðindi væm að sjálfsögðu mikið áfall fyrir þau hjón og fjöl- skylduna alla vék vonleysi og upp- gjöf til hliðar fyrir trúnni á lífið og framtíðina. Saman og með fjölskyldu sinni héldu þau ótrauð áfram störf- um sínum og lífsháttum þótt óvissan og nálægð dauðans minnti alltof oft á sig næstu árin. En með óbilandi dugnaði og bjartsýni héldu þau áfram sínu strild þrátt fyrir allt og tóku að reisa sér sumarbústað uppi í Borgarfirði. Nú fyrir skemmstu var smíði hans lokið. Heilsu Kristínar hafði stöðugt farið fram og allar líkur bentu nú til að hún hefði unnið bug á krabbameininu. En svo dundu ósköpin allt í einu yfir. Þau hjón vom stödd í nýja bústaðnum sínum full- gerðum, að njóta árangurs margra ára erfiðis og þá verður Kristín bráð- kvödd. Við svo sorglegar og dramat- ískar aðstæðm- stendur maður lam- aður og hugstola. Hinn 1. júní sl. sat ég í Háskólabíói að fagna stúdentsprófi sonardóttur minnar úr Menntaskólnum í Reykja- vík. Á bekknum fyrir framan mig sátu þau hjón, Kristín Einarsdóttir og Pétur Jónsson, einnig að fagna stúdentsprófi dóttur sinnar. Mikil var gleðin og ánægjan þá, og stutt í glaðbeittu brosin. Svona stutt getur verið milli gleði og sorgar. Einn dag- inn brosir veröldin við manni, þann næsta syrtii' að. Nú sit ég langt úti í löndum og syrgi góðan vin og traustan sam- starfsmann til margi'a ára en get ekki fylgt honum til grafar. Minning- arnar sækja á hugann góðar og einn- ig sárar. Við Halldóra hugsum sér- staklega til Péturs og fjölskyldu hans allrar og sendum þeim innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Með sama hætti hugsum við til starfs- fólksins í SPRON sem nú sér á bak einhverjum vinsælasta samstarfs- manni sínum. Baldvin Tryggvason. Víða til þess vott ég fann, þóvenjistoftarhinu, að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar) Krissa er dáin og farin frá okkur, alfarin. Söknuðurinn er sár en góðar minningar um hana ylja okkur þessa daga. Söknuður er kannski eigin- gimi, en núna er hún réttmæt, því að missa slíka perlu, slíkan gimstein, frá okkur getur ekki talist rétt. Umhverfið var bjartara og glað- ai-a þar sem hún var, frá henni geisl- aði hlýja og allir fundu sig betri og bættari eftir að hafa verið í hennar nánd. Blik í auga, bros á vör, hlý hönd og traust handtak, allt gaf styrk til þess er meðtók. Heilsteypt og réttsýn, með ákveðnar skoðanir. Minningarnar hrannast upp, hjálpfús, kát og skemmtiieg, gleði og fjör og ríkur samhugur á hverju sem gekk, hvort það var til að fagna, eða taka á því sem miður gekk. Lífið er litlausara núna. Minning- arnar geta vonandi skýrt litina aftur en skarðið hennar verður aldrei fyllt. Við vinkonurnar, gamli Hátúns- hópurinn, sem bast sterkum tryggðaböndum í SPRON höfum misst kæra vinkonu sem við munum ávallt minnast. Kæri Pétur, Sandra, Marta og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykk- ur. Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim, migglepursýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú oghennarljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú erburtmitthrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þúlogarenn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Sólveig A., Guðrún Y„ Hulda, Edda, Lísa, Seíma, Marianne og Sólveig J. Sorglegustu fréttir sem ég hef nokkra sinni fengið vora þær að Krissa vinkona mín væri dáin. Hún sem Ijómaði af lífsgleði og krafti, fékk alla í kringum sig til að brosa og taka lífinu léttar og enga veit ég sem átti eins auðvelt með að samgleðjast öðram þrátt fyrir að fyrir nokkmm áram þyrfti hún að berjast við illvíg- an sjúkdóm sem hún náði að sigrast á. Það er sárt til þess að vita að við skulum ekki eiga von á Krissu koma askvaðandi inn um dymar hjá okkur Svenna í kaffi og spjall eða potandi í plöntur í garðinum hjá mér sem hana langaði til að fara með upp í sumar- bústað eða í lóðina í Yættaborgum. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar okkar góðu samvemstun- dir, fyrir þær er ég þakklát, veit ég að minning þín lifir, Krissa mín. Elsku Pétur, Sandra, Marta og aðrir aðstandendur, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, semgleymisteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig). Jóna Birna og Sveinn. Að morgni þriðjudagsins 13. júní vomm við hastarlega minnt á fall- valtleika þessa lífs er okkur var til- kynnt að hún Krissa okkar væri lát- in. Það var erfitt að trúa því að samfylgd okkar við hana væri um sinn á enda. Okkur setti hijóð og í kyrrðinni finnum við hvað við höfum misst mikið. Krissa var alveg einstök mann- eskja og stafaði af henni mikil hlýja og manngæska. Vingjamlegt bros, hlý tindrandi augu sem vom full af glettni og skellihlátur hennar var al- gengt viðmót, enda átti hún marga kæra og nána vini innan SPRON. Okkur er nú efst í huga þakklæti fyr- ir allt það sem hún gaf af sér í starfi og leik. Skarð Krissu verður ekki fyllt og kveðjum við hana með sámm söknuði. Kærast verður minningin um góða og einlæga samstarfssyst- ur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, ,. semgleymisteigi, og gæfa var það öllum, er fengu aðkynnastþér. (Ingibj.Sig). Við viljum votta Pétri, Söndm, Mörtu og öðram ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur. Regína Vilhjálmsdóttir. Elsku Krissa mín. Það vora dap- urlegar fréttir sem mér vom færðar þriðjudaginn 13. júní, þær að þú hefðir kvatt þennan heim. Mér féll- ust hendur og í gegnum huga minn reikuðu margar minningar frá æskuámnum. Þér, dóttir þinni f Söndra, ömmu Mörtu og Pétri kynntist ég þegar ég bjó í Engihjall- anum og þið líka. Við Sandra bund- umst fljótt sterkum vináttuböndum og eigum við fjöldann allan af minn- ingum þaðan. Leiðir ykkar lágu síð- ar vestur bæ og er það mér enn í fersku minni hversu leið ég var þeg- ar þið fómð. Þótt fjarlægðin á milli okkar væri heldur meiri en áður skildu leiðir okkar ekki og á ég það þér að þakka, Krissa mín. Heimili þitt var mér ávallt opið og var það um tíma mitt annað heimili. Þaðan ár ég mínar bestu bernskuminningar, öll uppátæki okkar Söndru en aldrei voram við skammaðar. í seinni tíð fluttist ég norður og þá fækkaði samverastund okkar en þegar ég kom í heimsókn var ávallt tekið á móti mér með opnum örmum, hin ýmsu atvik frá fyrri tíð voru rifjuð upp og mikið hlegið. Mikið rosalega var gaman þá. Fyrr í þessum mánuði útskrifaðist einkabarn þitt, hún Sandra, sem stúdent og mátti þá sjá stoltið skína úr augum þér. Er þetta mín hinsta minning um þig, elsku Krissa mín. Söknuður minn er mik- ill. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, ; kveðmeðsorgogtárum. En eitt ég veit og í huga hef þú hverfur aldrei úr hjarta mér. (Guðríður Sæmundsdóttir.) Elsku Pétur, Marta, Sandra og Maggi. Megi guð styrkja ykkur og blessa í þessari miklu sorg. Guðríður Sæmundsdóttir. . ttoiig VEISLAN rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. EINNIG LÉTTUR HÁDEGISMATUR 6 MEÐKAFFI OG TERTO A F.ITIR - SAMA VEKÐ Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 «170 Seltjamames • Sími: 561 2031 • Fox: 561 2008 oa VEITINGAKLDHÚS www.veislan.is - _ =—— 0£ Sumaropnun Opið í sumar til kl. 19 öll kvöld Blómaskreytingar við öll tilefni Blómastofa Friðfinns^ Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.