Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR ÞENGILL
HJALTESTED
+ Sigurður Þengill
Hjaltested fædd-
ist í Tulsa í Okla-
homa í Bandaríkjun-
um 5. maí 1990. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut 9.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Sigríður Guð-
steinsdóttir, f. 4.10.
1962, og Sigurður
Kr. Hjaltest.ed, f. 5.2.
1962. Sigurður
Þengiil ólst upp hjá
foreldrum sínum til
þriggja ára aldurs, en þá slitu þau
samvistir. Fósturfaðir Sigurðar
Þengils er Geir Harðarson. Sig-
urður Kr. Hjaltested er kvæntur
Þórunni Ósk Rafns-
dóttur og eiga þau
eina dóttur, Línu
Rós. Sigurður Þeng-
ill átti eina alsystur
Nínu Björk, f. 12.11.
1991. Hálfsystkini
hans eru Rósa Birg-
itta, f. 26.10. 1979;
Guðsteinn Þór, f.
18.12. 1984; Ivar
Rósinkranz, f. 27.9.
1994; Lína Rós, f.
15.6. 1997; og ein
fóstursystir, Dag-
björt Ylfa Geirsdótt-
ir, f. 30.7. 1984.
Utför Sigurðar Þengils fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Prestbakka.)
Æ, Sigurður, þetta var nú best
fyrir þig en þetta er samt mjög sorg-
legt. Allir hugsa um þig hérna niðri,
-jég sakna þín svo mikið og allir gera
það. Við hugsum alltaf um þig og við
gleymum þér aldrei. Þú munt nú
vaka yfir okkur og vonandi líður þér
vel. Allir sem þú þekkir biðja að
heilsa, ég mest.
Þín systir
Nína Björk.
Þú ert eins og vorið og sumarið til
samans. Þú ert eins og vorsins birta
sem flæðir svo hratt að fyrra myrkur
er horfið manni úr huga og kemur
'íudrei aftur. Þú ert eins og gróður
sumarsins sem nýtir sér allan þann
yl og birtu sem sumarið hefur svo allt
geti dafnað. Þú ert eins og sumar-
vindar sem hratt feykjast yfir til að
allir megi njóta anganarinnar.
Þú ert eins og íslenskt vor og sum-
ar sem kom svo fljótt og hvarf svo
skjótt.
Neisti guðs líknsemdar ljómandi skær,
lífinu bestan er unaðinn fær,
móðurástblíðasta! bðmunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt ráð
guð, sem að ávöxtinn geíur.
(Jónas Hallgr.)
Drífa, Hinrik, ísak og Amar.
„Ég ætla að kaupa mér nýjan
hjálm, gönguskó, gúmmíbát, tjald og
keppa á Andrés, fara á siglinganám-
skeið og í Kerlingarfjöll. Allt þetta
og meira til var það sem hann Sig-
urður Þengill ætlaði að gera og
margt af þessu gerði hann. Honum
voru engin takmörk sett og veikindin
voru aðeins til þess að efla hann í því
sem hann tók sér fyrir hendur, þau
kannski seinkuðu verkunum en þau
voru framkvæmd af bjartsýni og
með bros á vör. En hvemig hann
gerði þetta er mér ómögulegt að
skilja, áfall eftir áfall alltaf var staðið
upp og haldið áfram.
Ég kynntist Sigurði þegar ég
byrjaði að þjálfa hann og Nínu og svo
ívar seinna meir á skíðum hjá KR.
Þvflíkt fjör, hann var aldrei kyrr,
ekki í mínútu, hann vildi vera fyrstur
upp og fyrstur niður. Æfingu eftir
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum íylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar og
^ r hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka og böm, skóla-
göngu og störf og loks hvaðan út-
för hans fer fram. Ætlast er til að
þessar upplýsingar komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í greinunum
sjálfum.
+
Ástkær móðir mín,
ELSE AASS,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudag-
inn 18. júní.
Útförin verður í Fossvogskapellu fimmtudag-
inn 22. júní kl. 16.00.
Duftkerið verður jarðsett í Noregi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sidsel Aass Bergland.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kveldúlfsgötu 22,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju miðviku-
daginn 21. júní kl. 14.00.
Jón Bjarni Ólafsson,
Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir, Gylfi Jónsson,
Eyþór Eðvarðsson, Rannveig Harðardóttir,
Guðni Eðvarðsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Anna Lára Eðvarðsdóttir, ívar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
æfingu hlustaði hann af athygli á það
sem hann átti að gera, gerði það og
hvarf svo í smá tíma. „Ég fór bara
aðeins að stökkva og leika mér,
Kolla, rosa gaman,“ og svo var haldið
áfram á æfingu. Þetta er Sigurður í
hnotskurn, „rosa gaman“.
Styrkurinn sem Sigurður og öll
hans fjölskylda býr yfir er ótrúlegur.
Ekki gat maður séð það á þeim að
þau væru í stríði, stríði þar sem bar-
ist var af alefli og er ég nokkuð viss
um að enginn her kæmist jafnlangt
og hann Sigm'ður komst. Ég fletti
orðinu hetja upp í orðabók og þar
stendur: hetja, -u, -ur KV kappi,
hraustmenni; bera sig eins og hetja/
karlmannlega, afreksmaður, sá sem
unnið hefur sérstök afrek. Hér finnst
mér vanta: Sigurður Þengill.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Guð geymi þig, litli vinur.
Kolbrún Gunnarsddttir.
Kveðja fráSkíða-
sambandi íslands
I dag kveðjum við ungan skíða-
mann, Sigurð Þengil, sem með at-
orku sinni og hugrekki lét sig ekki
muna að stunda æfingar og keppni
þrátt fyrir að hafa glímt vð erfið
veikindi stærstan hluta af sínu lífi.
Sigurður Þengill var einn fjölmargra
þátttakenda á Andrésar Andarleik-
unum síðastliðinn vetur þar sem hon-
um rættust þær tvær óskir sem hann
hafði óskað sér, að taka þátt á And-
résarleikunum og að hitta Kristin
Bjömsson skíðamann.
Skíðahreyfingin tók eftir þeim
mikla lífsþrótti sem þessi ungi skíða-
maður bjó yfir og margir fylltust að-
dáun yfir því hvernig hann tókst á
við lífið. Að gefast ekki upp þótt á
móti blási eru þau orð sem lýsa þess-
um unga manni hvað best, en veik-
indin báru hann ofurliði á endanum.
Það var mikill dugnaður í þessum
unga manni sem ungt fólk ætti að
taka sér til fyrirmyndar. Skíðasam-
band Islands þakka Sigurði Þengli
fyirir þann tíma sem við fengum að
njóta félagsskapar hans og við vitum
að hann á eftir að fylgjast áfram með
skíðaíþróttinni.
Skíðasamband íslands vill votta
fjölskyldu Sigurðar, vinum og öðrum
aðstandendum sína dýpstu samúð.
Megi guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Egill T. Jóhannsson,
formaður Skíðasambands
íslands.
í dag kveðjum við Sigurð Þengil.
Það er margt sem fer í gegnum
hugann á stundum sem þessari. I
þeim erfiðu veikindum sem Sigurður
Þengill glímdi við kom hann alltaf
jafnglaður í fjallið til að fara á skíði.
Þegar Sigurður fékk nýjan stór-
svigsgalla mætti hann stoltur í
brekkuna og þrátt fyrir að kalt væri
úti varð hann að fá að renna sér alla
þá æfingu í gallanum á meðan aðrir
voru mun betur klæddir. Ég spurði
Sigurð hvort honum væri ekki kalt,
hvort það væri ekki betra að klæða
sig í hlífðarfötin. „Þá fer ég ekki eins
hratt,“ svaraði hann. Þannig var
keppnisandinn ávallt til staðar.
Sigurður náði góðum tökum á
þeirri skíðatækni sem verið var að
kenna honum þrátt fyrir að stundum
kæmist hann sjaldan á æfingar.
Hann var alltaf tilbúinn að læra nýja
hluti og bæta við þá tækni sem hann
bjóyfir.
Sigurður setti sér markmið á
hverju hausti að komast á Andrésar
andarleikana á Akureyri til að taka
þátt í þeirri miklu skíðahátíð barn-
anna. I ár var mjög gaman að Sig-
urður Þengill komst á Andrésar and-
arleikana. Þar hitti hann Kristin
Björnsson skíðamann. Sigurði
fannst gaman að Kristinn gaf sig á
tal við hann og hvatti hann til dáða og
mætti í startið þar sem Sigurður var
að keppa. Það fannst honum gaman.
Sigurður sagði eftir keppnina að
hann hefði viljað gera betur en bætti
við: „Ég geri bara betur næst.“
Að þjálfa böm tel ég forréttindi og
að kynnast dreng eins og Sigurði,
sem lagði mikið á sig, skilur enginn
fyrr en reynt hefur. Ég þakka fyrir
þá daga sem við vorum á skíðum í
Skálafelli og annars staðar í leik og
keppni.
Eg vil votta Sissu, Geir, systkinum
og öðrum aðstandendum Sigurðar
Þengils mína dýpstu samúð. Með
saknaðarkveðju, ég gleymi þér
aldrei.
Guðmundur Jakobsson
þjálfari, skíðadeild KR.
Nú er kær vinur okkar horfinn úr
þessu lífi. Sigurður Þengill var dug-
mikill strákur sem lagði mikið á sig
til að stunda skíðaíþróttina ásamt
fjölskyldu sinni og vinum. Hann og
fjölskylda hans hefur átt samleið
með okkur í Skíðadeild KR undan-
farin ár. Við vissum að Sigurður
Þengill hafði lengi barist við alvar-
legan sjúkdóm og hver nýr dagur var
honum ekki sjálfgefinn, eins og okk-
ur flestum finnst. Við fylgdumst með
af aðdáun þegar hann barðist á móti
veðri og vindum á Andrésar Andar-
leikunum í Hlíðarfjalli í vetur. Hann
var staðráðinn í að taka þátt í leikun-
um og mætti í rauða sviggallanum
sínum. Andlit hans geislaði þegar
Kristinn Bjömsson, hetja ungra
skíðamanna, færði honum hjálm að
gjöf fyrir dug og dáð á stuttri ævi.
Við kveðjum félaga okkar Sigurð
Þengil með yl í hjarta. Við þökkum
honum fyrir að sýna okkur að hægt
er að ná langt ef lífsviljinn er fyirir
hendi.
Við biðjum fyrir styrk og huggun
til handa fjölskyldu hans allri.
Skíðadeild KR.
Tíuár
þittlíf
eittlíf
Þú á undan
við á eftir
einjörð
Þúogvið
viðogþú
nýr hirainn.
Baldur Helgi, Þórhildur,
Þorkell Máni og
Þorkell St. Ellertsson.
Kæri Sigurður Þengill eða Siggi
eins og þú varst alltaf kallaður i
strákahópnum. Nú er samveru-
stundum með þér lokið í þessu lífi en
+
Ástkær eigninkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞURÍÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR
Fornhaga 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun
miðvikudaginn 21. júní kl. 13.30.
Guðmundur Ellert Erlendsson,
Skarphéðinn Kristján Guðmundsson,
Kristín G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason,
Berglind Hrönn Edvardsdóttir,
Sólveig Dögg Edvardsdóttir,
Guðni Ellert Edvardsson.
þeim hafði farið fækkandi síðasta ár
þegar baráttan við sjúkdóminn varð
sífellt eifiðari.
Strákarnir gátu þó stundum heim-
sótt þig og þegar þú komst því við þá
mættir þú í skólann. Strákarnir köll-
uðu þig Sigga tölvukall, því tölvan
átti orðið mikinn þátt í þínu daglega
lífi, bæði sem afþreying og gerði þér
kleift að vera með félögum þínum í
skólanum.
Hafsteinn sagði þegar þú varst
farinn til guðs: „Ég hélt alltaf að hon-
um myndi batna,“ en einnig að hann
héldi að þú hefðir viljað fara til guðs
því þá myndir þú ekki finna lengur
til. Við munum hugga okkur við þá
hugsun að nú líði þér vel.
Við munum ætíð minnast þín sem
Sigga sem var alltaf svo upptekinn
og fullur af orku. Hafsteinn hafði orð
á því í vetur að Siggi gæti ekki ærsl-
ast eins mikið lengur og yrði fljótt
þreyttur. Það var ekki sá Siggi sem
hann hafði þekkt og ærslast með frá
því í 1. bekk.
Tár okkar eru lítilfjörleg þegar
hugsað er til fjölskyldu þinnar sem
misst hefur sinn einstaka Sigurð
Þengil. Við biðjum guð að styrkja
þau í sorg sinni og um ókomna tíð.
Einnig biðjum við guð að hlúa að
Guðrúnu kennara þínum sem er búin
að fylgja ykkur í bekknum frá því að
þið hófuð skólagöngu í litla skúrnum
í Melaskóla.
Kæri Siggi, við þökkum þér sam-
verustundirnar og þann lærdóm sem
þér hefur fylgt.
Guð verndi þig og umvefji.
Kær kveðja,
Hafsteinn Reykdal og
Halldóra Reykdal.
Kveðja frá Melaskóla
Við skólaslit núna í vor horfði ég
yfir bekkinn minn, 4. bekk B, með
söknuði. Við vorum að kveðjast eftir
fjögurra ára samveru, sem hafði ver-
ið okkur öllum góð. Þau voru full eft-
irvæntingar og gleði yfir öllu því sem
þau ætluðu að taka sér fyrir hendur í
sumarfríinu. Sigurður Þengill var í
þessum hópi. Þeim tókst að hrífa mig
með sér með frásögnum af spenn-
andi námskeiðum og viðfangsefnum
sem biðu þeirra. Sigurður Þengill
sagði mér frá því að hann ætlaði að
fara á framhaldsnámskeið í sigling-
um þegar hann þyrfti ekki að vera á
spítalanum. Það kom mér svo sem
ekki á óvart að hann væri búinn að
skipuleggja allt það sem hann ætlaði
að gera þrátt fyrir að hans biði erfið
meðferð. A undanfömum misserum
var hann búinn að sýna okkur hér í
skólanum hvernig hann með krafti,
þori og jákvæðu hugarfari tókst á við
þá baráttu sem hann varð að heyja til
að fá að lifa og leika eins og jafnaldr-
ar hans.
Hálfum mánuði seinna kom þessi
hópur aftur saman en núna án Sig-
urðar Þengils. I stað gleðinnar sem
hafði speglast í augum þeirra er við
héldum út í sumarið var núna sorg og
söknuður er við komum saman til að
kveðja hann. Margar spurningar
vakna í huga okkar þegar við stönd-
um frammi fyrir því að bekkjarfélagi
okkar hefur kvatt þennan heim.
Spui'ningar sem við fáum engin svör
við. En minningarnar streyma fram í
hugann og við sjáum fyrir okkur
röskan pilt með fallegt bros og blik í
augum takast á við þau verkefni sem
skólinn setur honum. Við minnumst
sérstaklega frásagnarhæfileika hans
en strax í 1. bekk kom í ljós hve gam-
an og auðvelt hann átti með að segja
okkur sögur sem honum voru sagðar
eða hann bjó til sjálfur.
Um leið og við kveðjum kæran
skólafélaga og vin þökkum við fyrir
allar samverustundirnar og góðu
minningarnar sem hann skilur eftii-
hjá okkur. Fjölskyldu Sigurðar
Þengils og ástvinum öllum sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum þeim öllum Guðs bless-
unar í sorginni.
Vaktu, minn Jesús, vaktu i mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá softiar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. PéL)
Minning Sigurðar Þengils lifir
sem ljós í lífi okkar allra.
Guðrún Sturlaugsdóttir
og 4. bekkur B.