Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 71
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Sumardagar
í kirkjunni
Eins og undanfarin ár verða guðs-
þjónustur eldri borgara í Reykjavík-
urprófastsdæmum hvem miðvikudag
í júnímánuði. Guðþjónustumar fær-
ast á milli í kirknanna í prófasts-
dæmunum. Að þessu sinni verður
guðsþjónusta í Grafarvogskirkju mið-
vikudaginn 21. júní kl. 14. Prestur er
sr. Vigfús Þór Amason og sr. Miyakó
Þórðarson túlkar á táknmáli. Á eftir
verða kaffiveitingar í boði Grafar-
vogssóknar.
Þessar guðsþjónustur era sam-
starfsverkefni Ellimálaráðs Reykja-
víkurprófastsdæma, Félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar, öldrunai’þjón-
ustudeildar og safnaðanna sem taka á
móti okkur hverju sinni.
Nánari auglýsingar em í öllum
kirkjum í prófastsdæmunum og einn-
ig í félagsmiðstöðvum aldraðra í
Reykjavík og Kópavogi.
Þess er vænst að sem flestir sjái sér
fært að koma og eiga saman góða
stund í kirkjunni. Allir velkomnir.
Áskirkja. Opið hús íyrir alla aldurs-
hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14.
Léttur hádegisverður framreiddur.
Mömmu- og pabbastund í safnaðar-
heimilinu þriðjudagkl. 14-16.
Hallgrúnskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja. Morgunbænir í
kirkjunni kl. 6.45-7.05.
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri
borgara, þriðjudag kl. 16.30 í umsjón
Ingu J. Baekman og Reynis Jónas-
sonar.
Seltjamameskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænar-
efnum má koma til sóknarprests í við-
talstímum hans.
Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund
kl. 10-12.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
dag kl. 12.30. Fyrirbænarefnum má
koma til prests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-
12.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr-
irbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.
17-18.30 fyrir 7-9 ára böm.
Grindavíkurkirlga. Foreldi’amorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára
starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi-
stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-
19.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30
í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr-
inu.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudaga kl. 10-12.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíuskóli
í kvöld kl. 20.
KEFAS. Almenn bænastund kl.
20.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bibl-
íulestur kl. 20, Allir velkomnir.
FRETTIR
BSRB mótmælir auknum
álögum á sjúklinga
BANDALAG starfsmanna ríkis og
bæja hefur sent frá sér eftirfarandi
tilkynningu:
„BSRB vekur athygli á að sam-
kvæmt breytingum ríkisstjórnar-
innar á reglugerð um hlutdeild
Tryggingastofnunar ríkisins í
lyfjakostnaði mun hámarks-
greiðsluhlutdeild sjúklinga hafa
hækkað um 72,22% frá áramótum
eða úr 1.800 kr. fyrir hvern lyfseðil
í 3.100 kr. Þetta á við um svokölluð
B-lyf en í þeim flokki eru meðal
annars lyf við hjarta-, astma-,
psoriasis- og geðsjúkdómum.
Jónsmessu-
hátíð í
Arnesi
UM Jónsmessuna verður hald-
in söng- og hljóðfærasláttarhá-
tíð í Amesi Gnúpverjahreppi.
Hátíðin hefst föstudaginn 23.
júní Kl. 18 með grilli og kl. 21
hefjast tónleikar þar sem fram
koma: Tamora, KK og Magnús,
Gulli og Maggi, Ólafur Þórar-
insson, Bubbi „eftirherma".
Kl. 0:30 verður dansleikur
með hljómsveitinni Mávunum.
Laugardaginn 24. júní kl. 16
verður síðdegiskaffi og kl. 18
hefst grill Kl. 21 verða tónleik-
ar þar sem fram koma: Vina-
bandið, Perluvinir, Gulli og
Maggi, Ólafur Þórarinsson,
Ingvar Valgeirsson, Blátt
áfram tilraunabandið. KI. 0:30
leikur hljómsveitin Mávarnir
fyrir dansi.
Mjólkursam-
salan styrkir
rannsóknir á
íslensku máli
MJÓLKURSAMSALAN hefur
ákveðið að veita námsmanni á há-
skólastigi styrk til rannsókna á ís-
lensku máli. Styrkurinn verður veitt-
ur í fyrsta skipti í haust og mun
formleg afhending fara fram í
tengslum við Dag íslenskrar tungu,
þann 16. nóvember næstkomandi.
Styrkupphæðin er 400 þúsund krón-
ur.
Síðastliðið haust hlaut Mjólkur-
samsalan viðurkenningu mennta-
málaráðuneytisins fyrir störf í þágu
móðurmálsins. Við það tækifæri til-
kynnti Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, að
ákveðið hefði verið að veita árlegan
styrk til háskólanema sem vinnur að
lokaverkefni um íslenskt mál. Nem-
ar sem vinna að lokaverkefni geta
sótt um styrkinn og mun þriggja
manna nefnd, skipuð fulltrúum Is-
lenskrar málnefndar fara yfir um-
sóknir.
Nánari upplýsingar um styrkinn
eru veittar hjá Islenskri málnefnd.
Fjölsótt 17. júní
hátíðarhöld 1 Osló
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN,
17. júní, var haldinn hátíðlegur í
Osló að þessu sinni eins og venja
hefur verið. Það var íslendingafé-
lagið sem stóð fyrir hátíðahöldun-
um.
Björgvin Guðmundsson, sendif-
ulltrúi við sendiráð íslands í Ósló,
flutti hátíðarræðu dagsins. Hann
fjallaði m.a. um íslenska tungu og
nauðsyn þess að standa vörð um
hana.
Mikil þátttaka var í hátíðahöld-
unum. Þau hófust með skrúð-
göngu frá St. Hanshaugen-garði í
Osló að dýralækningaháskólan-
um, en þar vora ræður, skemmti-
atriði og 17. júní-kaffi.
Aftenposten birti heilsíðugrein
um Island 17. júní og viðtal var við
sendifulltrúa í útvarpinu.
Myndlistarsýning var opnuð 17.
júní í Iskunst, íslensku galleríi í
Osló.
Á fimmta þúsund Islendingar
búa nú í Noregi.
Hækkunin í svokölluðum E-lyfja-
flokki er hlutfallslega minni eða
28,57% en í krónum nemur hækk-
unin eitt þúsund krónum fyrir
hvern lyfseðil, fer úr 3.500 kr. í
4.000 kr. Hvað elli- og örörkulíf-
eyrisþega snertir er hækkunin í
báðum lyfjaflokkum minni, 58,33%
fyrir lyf og 25% fyrir E-lyf.
Tekjuviðmiðun endurgreiðslna
TR vegna læknis- og lyfjakostnað-
ar er hækkuð um tvö hundruð þús-
und krónur á ári og frádráttur
vegna barna er aukinn og tekur nú
til barna og unglinga til 18 ára ald-
urs í stað 16 ára áður. Þessi breyt-
ing er til framfara og henni ber að
fagna. Hins vegar er rétt að vekja
athygli á að fjölskyldur með sam-
anlagðar tekjur hjóna yfir 267 þús-
und krónur á mánuði fá engan
stuðning. Þá ber að hafa í huga að
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
ganga út á að draga úr útgjöldum
ríkisins vegna niðurgreiðslna á
lyfjum um ríflega eitt þúsund millj-
ónir króna á ársgrundvelli. Ljóst
er að þetta verður gert á kostnað
sjúklinga og því mótmælir BSRB
harðlega."
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær
styrk frá starfsmenntaráði
Morgunblaðið/.Jim Smart
Eftir afhendinguna sýndu slökkviliðsmcnn hvernig á
að bera sig að við að slökkva eld.
Staðlaðir vinnuferl-
ar auka öryggi og
gæði þjónustunnar
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis-
ins hefur hlotið 2,5 milljóna króna
styrk úr starfsmenntasjóði starfs-
menntaráðs til þróunarverkefnisins
„Vinnuferlar slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna". Verkefnið felur í
sér að búa til staðlaða vinnuferla
við björgun úr bílflökum, neyðar-
flutninga og viðbrögð við umhverf-
isslysum. Þrátt fyrir að slökkviliðin
hafi hingað til brugðist við um-
hverfisslysum hefur það ekki verið
Iögbundið hlutverk þeirra, en svo
mun verða þegar ný lög um bruna-
mál taka gildi 1. janúar næstkom-
andi. Staðlaðir vinnuferlar auð-
velda starfsmönnum slökkviliðs
vinnu að vandasömum verkefnum,
auk þess sem þeir tryggja öryggi
og gæði fyrir alla aðila.
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri
segir að styrkurinn verði meðal
annars notaður til þess að þróa
svokallaða klippivinnu, það er þeg-
ar beita þarf klippum til að ná slös-
uðum út úr bílflökum. „Allt sem
hægt er að gera til þess að koma í
veg fyrir að háls- eða mænuskaðar
og alvarleg beinbrot leiði til lömun-
ar eða skaddaðrar hreyfigetu er
gríðarlega mikilvægt," segir Hrólf-
ur. Hluti styrksins verður einnig
notaður til þess að byggja upp
neyðarbílsnámið.
Starfsmenntaráð kynnti nýjar
áherslur í stefnu og starfsháttum í
byrjun árs og kom þar meðal ann-
ars fram aukin áhersla á þróun og
nýsköpun á sviði starfsmenntunn-
ar. f framhaldi af því var ákveðið að
veita 15 milljónir króna til sér-
stakra þróunarverkefna á þessu
sviði og hlaut verkefni slökkvilið-
sins fyrsta styrkinn.
Evrópusambandið
býður styrki til
nýsköpunar
EVRÓPUSAMBANDIÐ auglýsti
15. júní eftir umsóknum um styrki
til nýsköpunarverkefna. Styrkirnir
geta numið allt að 1,7 millj. evram,
eða um 124 millj. kr. og ætlast er til
að verkefnin taki ekki lengri tíma
en 3 ár.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur
í verkefnunum geti m.a. verið eftir-
taldir: Þjónustu- og framleiðslufyr-
irtæki, fjármálastofnanir, ráðgjaf-
ar, opinberar stofnanir, háskólar,
viðskiptaskólar, tækniskólar og
aðrir framhaldsskólar, tækni- og
rannsóknastofnanir, hagsmunasam-
tök atvinnulífsins eða opinberir og
einkareknir stuðningsaðilar við at-
vinnulífið Verkefnin þurfa að bein-
ast að því að auðvelda fyrirtækjum
nýsköpunarstarfið. Þar spila inn í
bæði tæknilegar úrlausnir ásamt
stjórnun verkefna, fjármögnun,
verndun hugverka og fleiri þættir
sem hafa áhrif á nýsköpunarferlið.
Nánari upplýsingar er hægt að
nálgast á heimasíðunni: www.cord-
is.lu/innovation-smes/
Kynningarfundurinn verður
haldinn fimmtudaginn 22. júní í
Borgartúni 6, kl. 8:30-9:30 Umsjón
með kynningunni hefur Emil B.
Karlsson, alþjóðafulltrúi Evrópu-
miðstöðvar Impru á Iðntæknistofn-
liriiiiilisrffii
í S L A N D ■
k BRAV0 150S • 150x100x35 • 500 kg *Kr. 89.000,-
A BRAV0 2056 • 202x112x35 • 500 l<g -Kr. 119.000,-
k BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,-
▲ Al 1205 Nyrr • 203x128x30 • 500 kg • Kr. 158.000,-
l BRAVO 310 TB • 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000,
A £-750 stór og sterk • 260x130x40 • Kr. 189.000,-
A Alhliða flutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg
l £kta bílaflutningavagn • 2.500 kg
k Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól
Dróttarbeisli fyrir flestar gerðir jeppa og fólksbíla
DALVEGUR 16B • KÓPAVOGI
SÍMI 544 4454