Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 72

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bragi og Arnar efst- ir fyrir síðustu um- ferð Boðsmotsins SKAK T a f 1 f é I a g Reykjavíkur BOÐSMÓTIÐ 31.5.-19.6.2000 BRAGI Þorfinnsson og Arnar E. Gunnarsson voru efstir þegar ein umferð var eftir á Boðsmóti TR sem er hluti af Bikarkeppn- inni í skák 2000. Bergsteinn Ein- arsson var þriðji með 4Vz vinning. Helstu úrslit sjöttu og næstsíðustu um- ferðar urðu þessi: Arnar E. Gunn- arss. - Bergsteinn Einarss. 1-0 Bragi Þorfinnss. - Kjartan Maack 1-0 Stefán Kristjánss. - Ólafur í. Hanness. 1-0 Einar K. Einarss. - Björn Þorfinnss. 0-1* Ólafur Kjartanss. - Hjörtur Þór Dað- as. 0-1 Ingvar Þór Jó- hanness. - Jóhann H. Ragnarss. 1-0 Röð efstu manna fyrir síðustu umferð var sem hér segir: 1.-2. Bragi Þor- finnsson 5 v. 1.-2. Arnar Gunn- arsson 5 v. 3. Bergsteinn Ein- arsson 4'/2 v. 4. -6. Stefán Krist- jánsson, Björn Þor- finnsson og Kjartan Maack 4 v. 7.-10. Ingvar Jó- hannesson, Ólafur í. Hannesson, Hjörtur Daðason, Guðni Stef- án Pétursson 3Vz v. Sjöunda og síðasta umferð var tefld í gærkvöldi og þá mættust á efstu borðum: Bragi Þorfinnss. - Arnar E. Gunnarss. Bergsteinn Einarss. - Björn Þorfinnss. Stefán Kristjánss. - Kjartan Maack Ólafur í. Hanness. - Hjörtur Þór Daðas. Birkir Örn Hreinss. - Ingvar Þór Jóhanness. Shirov og Judit efst í Merida Alexei Shirov (Spánn), Judit Polgar (Ungverjaland), Vladimir Akopian (Armenía) og Gilberto Hernandez (Mexíkó) tefla nú tvöfalda umferð á skákmóti sem haldið er í Merida í Yucatan í Mexíkó. Mótið hófst 13. júní og því lýkur hinn 22. júní. Fjórum umferðum er lokið á mótinu. Úr- slit fjórðu umferðar urðu þessi: Gilberto Hernandez - Alexei Shirov V2-V2 Vladimir Akopian - Judit Polgar 0-1 Röð keppenda eftir fjórar um- ferðir: 1.-2. Alexei Shirov 2Vz v. 1.-2. Judit Polgar 2'/2 v. 3.-4. Gilberto Hernandez IV2 v. 3.-4. Vladimir Akopian IV2 v. Bókhaldið brást! Hinn 15. júní fór fram æsispennandi viðureign Taflfélags Garðabæjar og Tafl- deildar Bolungarvík- ur í Hraðskákkeppni taflfélaga. Að viður- eigninni lokinni var tilkynnt, að Bolvík- ingar hefðu sigrað 36V2-35V2. Þegar Garðbæingar fóru hins vegar að glugga betur í tölurnar kom- ust þeir að því að úr- slit einnar skákar- innar höfðu verið rangt skráð. Eftir þetta reyndust það vera Garðbæingar, en ekki Bolvíkingar, sem sigruðu í viður- eigninni með minnsta mun. I und- anúrslitum tefla því saman Taflfélag Garðabæjar og Skákfélag Akureyr- ar annars vegar og Taflfélag Iieykjavík- ur og Taflfélagið Hellir hins vegar. Jónsmessumót Taflfélagið Hellir heldur Jónsmessu- mót félagins í fjórða sinn föstudaginn 23. júní. Þetta skákmót hefur þá sérstöðu að taflið hefst ekki fyrr en klukkan 10 að kvöldi og verður teflt fram eftir nóttu. Tefldar verða 9x2 umferðir, hraðskák. Heildarverðlaun eru kr. 10.000 sem skiptast þannig að fyrstu verðlaun eru kr. 5.000, önnur verðlaun kr. 3.000 og þriðju ve'rð- laun kr. 2.000. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 500 fyrir aðra. Mótið er opið öllum skákmönn- um 18 ára og eldri. Skákmót á næstunni 22.6. SÍ. Guðmundar Arn- laugssonar-mótið 23.6. Hellir. Jónsmessumót kl. 22 Daði Örn Jónsson Amar E. Gunnarsson Bragi Þorfinnsson /TIGFk SLATTUVELAR Útsölustaðir um allt land Notendavænar Margar gerðir Landsþekkt varahlutaþjónusta VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 ÍDAG VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aldraðir og öryrkjar SENN líður að kristnitöku- hátíð á Þingvöllum, en það ber á stóran skugga hjá stjómvöldum. Kjör aldr- aðra og öryrkja hafa ekki verið leiðrétt. Þegar þing kemur saman ættu aldraðir og öryrkjar að vera með söfnunarbauka við Alþing- ishúsið og fá hluta af því sem þeim ber að fá sam- kvæmt lögum. Þingmenn og ráðherrar ættu svona til tilbreytingar að fá í sitt launaumslag það sem aldr- aðir og öryrkjar fá frá Tryggingastofnun á mán- uði. Eg er ansi hræddur um að þeim brygði við. Eldri borgara félög og Öryrkja- bandalagið þurfa að standa fast á að ná fram rétti aldr- aðra og öryrkja, kjör þess- ara hópa eru þjóðinni til skammar. Framsóknarráð- herra stýrir heilbrigðis- og tryggingamálum, sem þessi málaflokkur heyrir undir, sjálfstæðisráðherrann út- deilir svo fjármunum til þessa ráðuneytis og getur því alfarið ráðið ferðinni. Það er svo komið undir gæsku fjármálaráðherra hvernig mál þessa hóps þróast. Aldraðir og öryrkj- ar verða að bíða og vona að vel fari. Gunnar G. Bjarmarsson. Lifandi leikföng OFT blöskrar mér, þegar ég les á miðvikudögum gjafasíðu DV, um alla þá hunda og ketti, hvolpa og kettlinga, sem fást gefins hverjum sem hafa vill, þessi lifandi leikföng barna, sem um stundarbil minntust spena móður sinnar. Við eigum töluvert langt í land með að læra listina að fara vel með dýr. Enginn kann betur en dýrið að þakka hina minnstu velgjörð. I mörgum þjóðfélögum eru dýr einskis virt, klaufdýrin álitin sálarlausir vinnu- þrælar, aflífuð á hinn ómannúðlegasta hátt, hænsfuglinn hengdur lif- andi upp á markaðstorgum, þjóðaríþrótt Spánverja er ekki fótbolti heldur að murka líflð úr nauti, meðan múgurinn öskrar af hrifn- ingu, eins og hverjar aðrar fótboltabullur. Minnir á þegar kristnum mönnum var varpað á leikvanginn fyrr á öldum. Og þá er nú grindadráp frænda okkar, Færeyinga, ekki til fyrir- myndar, þar sem allir, ung- ir sem gamlir, flykkjast nið- ur í fjöru til þess að murka lífið úr hvalavöðunni með því sem hendi er næst. Fólk, sem tekur að sér hvolp eða kettling, verður að gera sér grein fyrir þvi, að máske á það oftar en einu sinni eftir að skipta um bústað og á örugglega eftir nokkrar sólarlandaferðim- ar í framtíðinni. Guðrún Jacobsen. Leyfum köttunum að njóta sín VEGNA greinar, sem birt- ist í á síðu Velvakanda 6. júní sl.undir yfirskriftinni „Kattahald í Reykjavík árið 2000“, langar mig að koma með eftirfarandi athuga- semd. Ég tel að kettir ættu að njóta frjálsræðis rétt eins og við, að þeim sé gert kleift að komast út og njóta náttúrunnar. Vissulega eru margir með ofnæmi fyrir köttum en það eru fjöl- margir með ofnæmi fýrir gróðri og öðru úr náttúr- unni. Ekki reynum við að útiloka þessa hluti, það væri líklega ógerlegt. Einnig efa ég að fólk kysi það, þar sem þetta er órjúf- anlegur hluti náttúrunnar, rétt eins og kettirnir og önnur dýr. Það væri synd ef köttum yrði útrýmt úr borginni fyrir það eitt að vera kettir og ég tel það á skjön við það sem við erum að reyna að kenna börnun- um okkar; að bera virðingu fyrir náttúrunni og leyfa henni að njóta sín - með hennar skilmálum. Ég vona að Ingibjörg Sólrún borg- arstjóri leyfi köttunum að njóta þess sama og við. A.F. Tapad/fundið Barnapeysa hvarf frá læknastöð VIÐ hjónin vorum stödd með dóttur okkay á Hand- læknastöðinni í Alfheimum 2. júní sl. þar sem hún var í háls- og nefldrtlatöku og meðan við sátum yfir henni eftir aðgerðina var peysan hennar tekin af biðstofunni. Þessi biðstofa er mjög lítil og datt okkur ekki annað í hug en óhætt væri að skilja hana þar eftir, þar sem læknar og hjúkrunai'fólk voru mikið þar á ferð. En svo þegar við komum fram var peysan horfin. Þetta er okkur mjög kær peysa þar sem við höfðum nýlega keypt hana í útlöndun, handprjónuð, keypt á úti- markaði og enginn mögu- leiki að neinn eigi svona peysu. Við myndum undir eins þekkja hana ef við sæj- um barn í henni. Dóttir okkar gerir sér alveg grein fyrir þessu og skilur ekki af hverju einhver var svona vondur að taka nýju peys- una hennar. Við þurftum því að fara með dóttur okk- ar illa klædda út eftir að- gerð sem var líka sárt. Ég skii ekki hvernig fólk getur átt það til að taka bamafót og hvað þá heldur að klæða barn sitt í þannig fengna flík og sérstaklega þar sem í þessu tilviki er um mjög sérstaka flík að ræða. Ég vona bara að sá sem var svo ósvífinn að taka peysuna lesi þessar línur og sjái að sér og skili henni þangað sem hann tók hana því starfsmenn handlækna- stöðvarinnai' vita af þessu og myndu þvi láta okkur vita. Þetta er flík sem við getum ekki keypt hér og því enn sárara að missa hana. Hver á úrið? HVER tapaði gylltu kven- úri á göngustíg vestarlega á Seltjarnarnesi 13. mars sl? Ef einhver kannast við að hafa tapað úrinu sínu er hægt að hafa samband við Sonju í síma 561-7013. SKÁK l iiisjöii Ilelgi \ss Grétarsson STÓRMEISTARINN Serg- ei Tiviakov (2567) er ættaður frá sléttum Rússlands, en hefur nú flust búferlum til Hollands og teflir fyrir sitt nýja land. Staðan er frá við- ureign hans á hollenska meistaramótinu við Loek Van Wely (2646) sem hafði svart og átti leik. 36...e5+! 37.Kxe5 Hc5+?! Betra og einfaldara var að leika 37.. .Db8+! 38.Hd6 (38.KÍ6 Hc6+ og svartur vinnur) 38.. ..a5! 39.Dd4 Hc6 og svartur vinnur a.m.k. hrók. 38.Kf4 Dc7+ 39.Ke3 Hxd4 40.Dxd4 Hc3+ 41.Hd3 41.KÍ2 gaf ekki kost á hald- bærari vörn þar sem eftir 41...Dh2+! 42.Bg2 Hxc2+ 43. Hd2 Dxh4+ hrynur staða hvíts til grunna. 41...Bxd3 42.cxd3 Hxa3 43.Db4 Dcl+ 44. Kd4 Dal+ 45.Ke3 Dgl+ 46.Kf4 Hxd3 og hvítur gafst upp. Þessi sigur Loek Van Wely var mikilvægur áfangi á leið hans til sigurs á sínu fyrsta hollenska meistara- móti. Svartur á leik. Víkveiji skrifar... BIFREIÐ Víkverja dagsins drap skyndilega á sér á þjóð- vegi númer 1 við upplýsingaskilti skammt austan við Mývatn á mið- vikudag í liðinni viku. Ómögulegt var að koma bílnum aftur í gang og fór ekki á milli mála að raf- magnsleysi var um að kenna. Á þessu átti Víkverji síst von, enda á tiltölulega nýlegum og nýyfirförn- um bíl, en það fyrsta sem honum datt í hug var að fá rafmagn hjá einhverjum á ferðinni. Ferðalang- arnir voru reyndar fáir, aðallega útlendingar á bflaleigubílum, en allir voru af vilja gerðir til að að- stoða. Hins vegar var enginn með nauðsynlega kapla til verksins. Ut- litið var ekki gott en skyndilega birti til þegar maður og kona á dökkbláum vel með förnum Mitsu- bishi Lancer-langbaki stoppuðu. Maðurinn kunni greinilega til verka og eftir að hafa farið yfir leiðslur og fleira í bíl Víkverja sagði hann ljóst að bilun væri í alt- ernatornum eða riðstraumsrafaln- um. Hann var ekki með kapla en kaðal og bauðst til að draga bílinn á verkstæði við Mývatn. Aðstoð hans var að sjálfsögðu þegin en Víkverji var svo annars hugar þegar að verkstæði Sniðils var komið að hann þakkaði fyrir greiðviknina, fór síðan inn til að finna viðgerðarmann en þegar út var komið á ný var bjargvætturinn á bak og burt. Það var miður, því hvorki var fullkomlega þakkað fyr- ir greiðann né boðin greiðsla fyrir hann. XXX Viðgerðarmaðurinn hætti í miðju verki og hófst þegar handa við að greiða götu Víkverja auk þess sem bílstjóri hjá fyrir- tækinu hjálpaði til við að komast að meininu. Þeir fundu fljótlega út að alternatorinn framleiddi ekki rafmagn og því væri rafgeymirinn rafmagnslaus, en til að Víkverji kæmist á bílnum til Akureyrar að Ásco, sem er sérhæft verkstæði í bflarafmagni, hlóðu þeir rafgeym- inn og lánuðu Víkverja straum- kapla til öryggis. Ferðin gekk eins og í sögu en nær allir sem komu á móti blikkuðu ljósum til að benda Víkverja á að hann væri ekki með ökuljósin kveikt. Víkverji gat hins vegar aðeins leyft sér að aka með stöðuljósin vegna lítils rafmagns en umhyggja vegfarenda leyndi sér ekki. Kaplarnir komu síðan að góðum notum morguninn eftir þegar starfsmaður Edduhótelsins á Þelamörk gaf rafmagn og hlóð geyminn nægjanlega mikið til að koma mátti bílnum í gang og aka honum á fyrrnefnt verkstæði. Á Ásco var tekið á móti Víkverja með bros á vör. Að sjálfsögðu bjarga ég þessu svo þið komist suður í tíma, sagði starfsmaðurinn og einbeitti sér þegar að verkinu. Hann gerði við „díóðuna" í „alt- ernatornum“ og gat þess að svona bilun gerði skyndilega vart við sig en væri frekar óalgeng. XXX essi saga er sögð til að vekja athygli á viðmóti fólksins, hjálpsemi þess og greiðvikni. Ferðalag um landið verður óneit- anlega öruggara og þægilegra þegar ganga má að því vísu að aðr- ir leggi hönd á plóg þegar á þarf að halda. Reyndar var áberandi á þessari hringferð fjölskyldunnar hvað þjónusta var almennt góð. I því sambandi ber sérstaklega að geta starfsfólks á Edduhótelunum í Nesjaskóla skammt frá Höfn og svo á Þelamörk í Hörgárdal. Víða standa yfir vegaframkvæmdir á vegi númer 1 en ökumenn tóku al- mennt tillit til aðstæðna og voru mjög tillitssamir. Oft þurfti að koma við í söluskálum til að nær- ast og var ánægjulegt að fá sér- staklega góðan fisk í Víkurskála, sem var góð tilbreyting frá „þjóð- arréttinum" við þjóðveginn - ham- borgara, frönskum og sósu - þótt skammturinn hefði mátt vera stærri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.