Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 73 ÍDAG BRIDS Umsjón Uuómundur Páll Arnarson „ÞETTA er ótrúleg vörn - en er hægt að finna hana við borðið?“ Ekki reyndi á varn- arsnillina þegar spihð hér að neðan kom upp á landsliðs- æfingu í síðustu viku, en í krufningunni á eftir gátu menn ekld annað en hrifist af möguleikum spilsins. Við skulum sjá hvað lesandinn getur. Hann er í austur og hefur það hlutverk að verjast fjórum spöðum suðurs: Austur gefur; allir á hættu. Norður *10 v AK87 ♦í> * AG109753 Austur *D864 VG943 ♦ÁK2 +K2 Vestur Norður Austur Suður - - ltígull 3spaðar 4 tíglar Pass 4spaðar Pass Pass Vestur kemur út með hjartatvistinn, sem er líklega þriðja hæsta frá drottning- unni. Sagnhafi tekur með ás, spilar svo laufás og trompar lauf. Síðan tígli að blindum og makker sýnir jafna tölu spila, væntanlega sexlit. Þetta er allgott veganesti og nú er að finna vömina. Fyrst er að reyna að átta sig á skiptingu suðurs. Það er vitað fyrir víst að hann á eitt lauf. Næstum þvi örugg- lega á hann sjö spaða og ef makker er heiðarlegur í sögnum og vöm á suður tvilit í hjarta og þrjá tígla. Sem sagt: 7-2-3-1. Ekki má sagn- hafi trompa tígul í blindum og því virðist blasa við að trompa út eftir að hafa tekið á tígulkónginn. Norður A 1,0 * AK87 * í> * AG109753 Vestur Austur *9 ♦D864 vD62 vG943 ♦ G98763 ♦ÁK2 +D84 *K2 Suður ♦ÁKG7532 »105 ♦ 1054 +6 En fegurðin og snillin felst í því að velja til þess drottn- inguna! Ef austur spilar smáu trompi kemst sagnhafí inn í borð á tíuna og getur notað þá innkomu til að trompa laufið frítt. Síðan spilar hann ÁK í spaða og á innkomu á hjarta til að spila frílaufi og henda einum tígli heima. En drottningin neyðir suður til að taka slaginn og kostai- þó ekkert, þar eð makker á níuna blanka. Áttan verður þá slagur. - En er þetta finn- anleg vörn? Því ekki það? Það er vitað að makker á ein- spil í trompi og það má vera háspil, til dæmis gosi, án þess að drottningin gefi spilið. Eins og áður sagði reyndi ekki á þennan möguleika, því þar sem suður spiiaði fjóra spaða kom vestur út með tíg- uL Og eftir þá byrjun er eng- in vörn til. Á öðm borði stökk suður strax í fjóra spaða og vestur tók misheppnaða fóm í fimm tígla. Ég eignaðist síamstvíbura í dag. Annar ætlar að verða dúkari en hinn ætl- ar að verða flugmaður. Árnað heilla A A ÁRA afmæli. í dag, uU þriðjudaginn 20. júní, verður níræð Jórunn Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, kaupkona, Klepps- vegi 132. Jórunn verður að heiman á affnælisdag- P ÁRA afmæli. í dag, O v/ þriðjudaginn 20. júní, er fimmtugur Karl Gislason, umsjónarmaður á Bessastöðum. Eiginkona hans er Sigurbjörg Sigur- björnsdóttir, deildarfull- trúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum föstudaginn 23. júní í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, frá kl. 18-20. A /\ ÁRA afmæli. Á í/V/ morgun, miðviku- daginn 21. júní, verður ní- ræður Ólafur Jónsson frá Árbæjarhjáleigu, síðar á Bræðraborgarstíg 13, býr nú á Hrafnistu í Reykja- vík. Hann mun dvelja á heimili sonar síns og tengdadóttur í Víðilundi 8, Garðabæ á afmælisdaginn og taka þar á móti ættingj- um og vinum á milli kl. 15 og 18. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæh, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík COSPER Komið inn og sjáið heimsins lengstu og fallegustu leggi. UOÐABROT Úr Hávamálum Sá er sæll, er sjálfur um á lof og vit, meðan lifir; því að ill ráð hefir maður oft þegið annars brjóstum úr. Byrði betri ber-at maður brautu að en sé manvit mikið. Auði betra þykir það í ókunnum stað; slíkt er volaðs vera. Byrði betri ber-at maður brautu að en sé manvit mikið; vegnest verra vegur-a hann velli að en sé ofdrykkja öls. STJÖRNUSPA TVIBURAR Afmælisbarn dagsins: Pú ert bóngóður og til- fínninganæmur og átt einkar auðvelt með að setja þig í annarra spor. Hrútur (21. mars -19. apríl) Fleygðu frá þér öllum nei- kvæðum hugsunum þess efn- is að þú ráðir ekki við þau verkefni, sem þér eru falin. Mundu að vilji er allt sem þarf. Naut (20. apríl - 20. maí) í*t Þú hefur ekki haft færi á að deila áhugamáli þínu með öðrum. En nú verður breyt- ing þar á og þú munt bæði geta kennt öðrum ýmislegt oglærtaf þeim. Tvíburar , ^ (21. maí - 20. júní) AA Þú veizt ekki hlutinn fyrir vist fyrr en þú tekur á. En það má búa sig undir eitt og annað til þess að vera við- búinn, þegar uppákomurnar dynjayfir. Krabbi (21. júní-22. júlf) Stundum eiga menn það til að misskilja góðsemi þína. En það er þeirra mál. Reyndu ekki að koma vitinu fyrir þá. Þú hefur annað við tímann að gera. Ljón (23. júh' - 22. ágúst) M Án þess að vita af þvi hefur þú eitthvað í fórum þínum, sem öðrum finnst eftirsóknarvert. Hlustaðu vandlega á það sem þeir segja, þegar þeir tjá sig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (DÍL Lánið kann að leika við þig þessa dagana, ef þú bara gæt- ir þess að vera á varðbergi gagnvart þeim sem alltaf vilja notfæra sér gósemi annarra. Vog rrx (23.sept.-22.okt.) Þótt eitthvað fari úrskeiðis í dag er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Það kem- ur dagur eftir þennan og þá átt þú þína möguleika. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) MK Þú ert að ganga í gegn um ákveðin kaflaskipti í lífinu og þarft því að íhuga vandlega þær leiðir, sem þér standa opnar. Gefðu þér góðan tíma. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) Nú verður þú að taka þig saman í andlitinu og fara vandlega i gegn um fjármálin. Skerðu niður öll óþarfa út- gjöld og semdu svo fjárhags- áætlun. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4HÉP Þú þarft að haga svo máli þínu við aðra, að þeir séu með það á hreinu til hvers þú ætl- ast af þeim og hvað þú ætlar að gera sjálfur. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það er fullt af hlutum í kring um þig, sem þú hefur ekki hugmynd um. Láttu vera að ergja þig á þvi, þú færð að heyra það sem þú þarft að vita. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur tekizt ____. skyldur á herðar og verðu standa við þær. Hikaðu si ekki við að fá aðra til liðs þig svo allt verði í lagi. Stjömuspána á að lesa dægradvöl. Spár af þessu eru ekki byggðar á traus grunni visindalegra staðreyi Barnamyndatökur Tilboðsverð í júní og júlí Fyrstir koma Fyrstir fá Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 5 54 3020 .... ^ 'fjj, - 1 I Útiljós, iðnaðar- og sviðslýsingar Skurðar- og slípivörur Þéttiefni, lim og límbönd Öryggisvörur Úti- og inni- klæðningar Lyftarar, stigar, tröppur, trillur og vagnar Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu * www.landlaeknir.is Lífið er línudans Okkur getur auðveldlega skrikað fótur á lífsins leið, en þurfa ekki að vera alvarlegar, því mikill munur er á fífidirfsku og fyrirhyggju. Áhætta er eðlileg í daglegu umhverfi okkar. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og hugsaðu um afleiðingar gerða þinna: • Snertu ekki fíkniefni. Ein tilraun getur gert útaf við þig • Spenntu beltin og aktu hægar en þig langar til • Njóttu kynlífs með fullri meðvitund og notaðu smokkinn • Óvissuferðir eru frábærar en ekki án fyrirhyggju • Reykingar eru aldrei áhættunnar virði • Ef þú notar áfengi notaðu það í hófi • Ekki gleyma hvíldinni, reglubundinn svefn er öllum nauðsynlegur Lifðu lífinu lifandi og njóttu þess!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.