Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 76

Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 76
^6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bræðurnir Farelly á góðri stundu með Jim Carrey. Jim Carrey og Jeff Daniels fara á kostum í Dumb and Dumber. BOBBY OG PETER FARRELLY UM næstu helgi verður frumsýnd vestan hafs gamanmyndin Ég um mig frá mér til Irene - Me, Myself and Irene, nýjasta verk hinna óvið- jafnanlegu Farrelly-bræðra. Þrátt fyrir að eiga aðeins þrjár myndir atð baki hafa þeir tryggt sig í sessi sem einir frumlegustu og vinsæl- ustu kvikmyndagerðarmenn sam- tímans. Reiknað er með því að Ég um mig..., sem kemur í íslensk kvikmyndahús viku síðar, verði einn söluhæsti smellur sumarsins. Ólíklegt en satt, meðal fremstu og forvitnilegustu kvikmyndagerð- armanna Hollywood, eru þrjú bræðragengi: Joel og Ethan Coen, Andy og Larry Wachowski og Bobby og Peter Farreliy. Rétt eins og í villta vestrinu. Þessir ágætu menn eiga margt sameiginlegt. Hömlulaust skopskyn f dekkri kantinum og áhugi fyrir óforbertr- anlegum hrakfallabálkum er áber- andi í verkum þeirra allra. Farrellybræður skipa sér í sér- stöðu í kvikmyndaborginni. Þeir eru óforbetranlegir háðfuglar sem er ekkert heilagt. Eiga að baki þrjár galsafengnar aulagrínmynd- ir þar sem seinheppnar aðalper- sónurnar stíga tæpast í vitið. Þeir eru ósjaldan orðaðir við smekk- leysi, klúrheit og ómengaðan dóna- skap við áhorfendur. Hinir eru þó mikið mun fleiri sem líkja þeim við hressandi andblæ í stöðnuðu and- rúmi gamanmynda dagsins. A dög- unum var Enginn er fullkominn - Some Like it Hot (’59) - verðskuld- að valin besta gamanmynd allra tíma af AFI. Sú ágæta mynd með Tony Curtis og Jack Lemmon í dragdrottningahlutverkum (áður en nokkur skildi það orð) þótti klúr á sínum tíma. Þróunin er ein- faldlega sú að áhorfendur þurfa alltaf örlítið meira til viðbótar síð- ustu mynd á undan, hvort sem um er að ræða brellur, drama eða gamansemi. Því má líta á taum- lausar afurðir Farrellybræðra sem eðlilega framþróun djarfra, e.t.v. dálítið galgopalegra leikstjóra og handritshöfunda. Þeir eru á grænni grein, nýbúnir að gera Anilljarðasamning við Fox til næstu ára. Saga bræðranna er því í styttri I grínperlunni Kingpin leikur Woody Harrelson útbrunninn keiluspilara sem uppgötvar Randy Quaid. kantinum. Þeirra er íyrst getið sem brandarasmiða og hand- ritshöfunda hjá Seinfeld um 1990, þannig að ferillinn í skemmtana- bransanum er að skríða yfir ára- tuginn. Frá Seinfeld karlinum lá leiðin í kvikmyndirnar. 1993 hófu þeir störf hjá New Line Cinema sem hafði bitið á agnið og keypt fyrsta kvikmyndahandrit bræðr- anna, Dumb and Dumber (’94). Ur varð feykivinsæl gamanmynd sem kostaði smáaura en tók inn alls um kvartmilljón dala. MGM fékk næsta tækifæri, réð bræðurna til að leikstýra léttrugl- uðu handriti, Kingpin (’95) að nafni, sem enginn hafði þorað að glíma við til þessa. títkoman ein- Matt Dillon er óborganlegur sem treggáfaður einkaspæjari á höttunum eftir Mary í There Is Something About Mary. stæð rustagrínmynd, jafnvel sú besta sem þeir hafa gert. Ekki eru allir sammála, því myndin gekk illa, sem má að nokkru eða öllu leyti skrifast á óstjórn, seinheppni og getuleysi dreifingaraðilans, sem hafði ekki grænan grun um hvernig átti að kynna eða selja þessi ósköp. Bræðurnir áttu þátt í hand- ritsgerð gamanmyndarinnar Bus- hwacked (’95), fyndinnar aula- grínmyndar um mannlera (Daniel Stern), sem er saklaus grunaður um morð og flýr til fjalla. Þar tek- ur ekki betra við því þessi illa á sig komni barnahatari er tekinn fyrir skátaforingja og settur yfir ylf- iingabúðir á hálendinu. Fox framleiddi Bushwacked og þeim leist það vel á þátt bræðr- anna (þó myndin gengi ekkert of vel) að þeir buðust til að fjármagna handritið sem þeir voru að ljúka við. Það nefndist Therés Some- thing About Mary (’98) og skráði sig í afrekaskrár kvikmyndasög- unnar fyrir að verða fyrsta myndin sem hægt og bitandi eykur við sig og kemst í efsta sæti vinsældalist- ann í sjöttu sýningarvikunni. Þetta kalla þeir myndir með „fætur“ þar vestra, og alveg víst að þetta met verður ekki auðslegið. Bræðumir skipta þannig með sér verkum að Peter er aðal- leikstjórinn en Bobby ber hins veg- ar meiri ábyrgð á handritsskrifum þó svo þeir séu oftast báðir skrif- aðir fyrir þessum þáttum sameig- inlega. Það var Bobby sem var einn skrifaður fyrir handritinu Outside Providence (’99), sem leik- stýrt er af kunningja þeirra, Michael Corrente, með slæmum árangri. Therés Something About Mary olli straumhvörfum í lífi Farrell- ybræðra. Halaði inn hátt í hálfan milljarð Bandaríkjadala samanlagt og var fyrsta myndin sem þeir framleiddu. Þannig komst Outside Providence á koppinn og einnig gamanmyndin Say it Isnt So, sem væntanleg er á markaðinn með haustinu í leikstjórn James B. Rog- ers. Hún þykir Iofa góðu og er með Heather Graham, Chris Klein og Sally Field í aðalhlutverkum. Nú um stundir beinast allra sjón- ir að Ég um mig..., myndina um geðklofann sem ýmist er stima- mjúkur Iögreglumaður eða rusti. Jim Carrey hefur átt talsverðan þátt í velgengni bræðranna, lék annað aðalhlutverkið f Dumb and Dumber, þeirra fyrstu mynd, og leikur hinn tvískipta persónuleika þeirrar nýjustu. Peter og Bobby vonast einnig til að njóta krafta þessa afburða gamanleikara í næsta verki, sem ber nafnið Stuck on You. Sem ber nafn með rentu því hún mun fjalla um síamství- bura með tæpa geðheilsu... Sá sem kemur til með að leika á móti hon- um er annar lunkinn gamanleikari, sjálfur Woody Allen. THERE’S SOMETHIN ABOUT MARY (1998)-*"** % Bekkjarflónið (Ben Stiller) getur ekki gleymt æskuástinni (Cameron Diaz). Þrettán ár eru liðin frá því hann rústaði sambandi þeirra, nú sendir hann treggáfaðan einkaspæjara (Matt Dillon) til að hafa uppi á draumadísinni suður í Flórída. Það er ekki rétt að rekja frekar geggjaðan efnisþráð- inn sem er kryddaður stórbiluðum persónum og uppákomum. Eina eðlilega manneskjan um borð í þessari aulaskútu er Diaz, sem stendur sig vonum framar í titilhlutverkinu. Matt Dillon slær þó öll- um leikhópnum við. Myndin rambar oft á jaðri smekkleysunnar en tekst jafnan að halda jafnvæg- inu á elleftu stund, en er þó ekki fyrir viðkvæma eða alvarlega sinnaða áhorfendur. Aðrir skemmta sér konunglega. í það minnsta eitt sígilt atriði Sígild myndbönd skreytir myndina sem minni spámenn eru þegar farnir að apa ótæpilega eftir. KINGPIN (1996) ★★★ xk Snarbiluð, hömlulaus, kolsvört. Hvað er hægt að segja fleira um geggjuðustu mynd Farrelly- bræðra? Eitt er víst, hún er óforskömmuð og ekki að allra skapi. Bræðrunum er ekkert heilagt, skop- ast að hlutum sem aldrei hefði hvarflað að manni að ættu eftir að sjást í bandarískri gamanmynd, satt að segja nauðsynlegt að sjá hana til að full- vissa sig um að hún er til! Samskipti leigjandans Woodys Harrelsons og leigusalans ber hæst í dá- samlega fyndinni ofursmekkleysu. Woody leikur útbrunninn keiluspilara sem uppgötvar keiluspils- hæfileika í meinleysingja í Amishfjölskyldu (Ran- dy Quaid). Þeir halda til Reno þar sem þeirra bíða gull og grænir skógar ef þeim tekst að sigra gaml- an óvin og keppinaut Woodys (Bill Murray). Leik- ararnir þrír eiga glæstan dag. Festið sætisólamar. DUMB AND DUMBER (1994) ★★★ Tveir aulabárðar, bílstjórinn Jim Carrey og gæludýrasnyrtirinn Jeff Daniels, endasendast yfir þver Bandaríkin, frá Rhode Island til Colorado, til að skila af sér tösku fullri af peningum. Eigandann telja þeir glæsikonu (Lauren Holly), sem báðir eru ástfangnir af upp fyrir haus. Yndisleg aulafyndni út í gegn. Carrey og Daniels fara á kostum í túlkun hinna forheimsku söguhetja og látbragðsleikur beggja er fínn. Hreinræktuð ósvikin afþreying, ekkert meira né minna. Er ætlað að vera stundar- gaman og stendur fyllilega við það. Sæbjörn Valdimarsson MYNPBONP Spæjaramynd með meiru Smávægilegt morðmál (A Slight Case of Murder) Spennumynd ★★ Leikstjóri: Steven Schachter. Handrit: William H. Macy og S. Schachter. Byggt á skáldsögu Don- alds E. Westlake. Aðalhlutverk: William H. Macy, Adam Arkin og James Cromwell. (94 mín.) Banda- ríkin, 1999. Sam-myndbönd. Bönn- uð innan 12 ára. LEIKARINN William H. Macy hefur sankað að sér aðdáendum íyrir frammistöðu í myndum eins og Fargo og Boogie Nights. Hér er hann mætt- ur til leiks í gam- ansamri spæjara- mynd, sem byggð er á skáldsögu Westlake, þess er skifaði m.a. bókina sem Payback bygg- ir á. Smávægilegt morðmál er nokkuð í anda „noir“-myndanna. Aðalpersón- an er kokhraustur kvikmyndafræð- ingur sem kennir m.a. á námskeiði um „noir“-myndir en flækist síðan sjálíúr í myrkt morðmál. Leikuiinn með staðalímynd kvikmyndagagnrýn- andans er reyndar mun áhugaverðari en úrvinnslan á „noir“-hefðinni, sem er mestmegnis á yfirborðinu en gefur þó dálítið „töff ‘ yfirbragð. Líkt og í Payback er hetjan alger andhetja, í þessu tilfelli óþolandi kvikmynda- gagnrýnandi sem nær ekki einu sinni að ávinna sér lágmarkssamúð. Það er of margt í myndinni sem gengur ekki upp, þannig að útkoman er meðalgóð afþreying í sniðugri kantinum. Heiða Jóhannsdóttir Bréf veldur usla Ástarbréfið (The Love Letter) Gamanmynd ★★ Leikstjóri: Peter Ho-Sun Chan. Handrit: Maria Maggenti, byggt á skáldsögu Cathleen Shine. Aðal- hlutverk: Kate Capshaw, Ellen DeGeneres, Tom Selleck. (88 mfn.) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. SMÁBÆJARSAMFÉ LÖG virð- ast vera mjög ákjósanlegt söguefni fyrir litlar, óháðar og dálítið furðu- legar kvikmyndir. Af nýlegum kvik- myndum af því tagi sem komið hafa út á myndbandi hér á landi má nefna Altman-myndina Cookie’s Fortune og Desert Blue. Astarbréfið er ein- mitt ein slík, Ijúf og afslöppuð smábæj- armynd sem kynnir áhorfandann fyrir mörgum persónum án þess þó að kafa neitt sérstaklega djúpt í neina þeirra. Það sem bindur persónurnar saman er annars vegar staðurinn sem þær búa á og hins veg- ar flókin ástartengsl. Það sem verður til að ýfa þennan ástarbríma upp í bæjarbúum er dularfullt nafnlaust ástarbréf, sem berst manna á milli. Það er dálítið skemmtilega léttúðug- ur og frjálslyndur andi yfir sögunni, þar sem persónurnar parast á ýmsa óvænta vegu. Aðalpersónan í mynd- inni er Helen, hugguleg en tilfinn- ingalega lokuð kona á besta aldri. Nokkuð daufleg peróna sem Cap- shaw gæðir þó heilmiklum sjarma. Við sögu koma aðrir kunnir leikai'ar sem einnig eru ósköp sætir og indæl- ir líkt og myndin öll, eins og DeGen- eres, Selleck, Tom Everett Scott. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.