Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 84
 Eignaskipti uf7 Ráðgjðf ew Gerö eignaskiptayfirlýsinga Sími 5886944 MORGVHBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6631100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTIJ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI2000 VERÐILAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Ljósmynd/Finnur Þorgeirsson Morgunblaðið/Sigurgeir Skriðuföll og grjóthrun í Eyjum JARÐSKJÁLFTINN á laugardag olli skriðuföllum og grjóthruni úr klettum í Vestmannaeyjum eins og þessar myndir bera skýrt með sér. Onnur myndin er tekin inni í Heij- ólfsdal þegar ósköpin dundu yfir og sýnir hrun úr Blátindi, en hin myndin sýnir meira en mannhæðar- hátt bjarg sem hrundi úr Klifinu og niður á jafnsléttu á leiðinni út í Eiði. Mikill ótti greip um sig í Eyjum vegna þessa, enda Qölmenni þar vegna pæjumótsins sem þar var í fullum gangi þegar jarðskjálftinn reið yfir. Um 500 stúlkur á aldr- inum 10-12 ára voru á mótinu Fjöldi fólks tilkynnti í gær um skemmdir af völdum jarðskjálftans Viðlagatrygging sögð ráða vel við tj ónið * Alag á símakern truflaði samskipti Almannavarna . VIÐLAGATRYGGING íslands •^rnun ráða vel við það tjón sem orðið hefur af völdum jarðskjálftans á Suðurlandi á laugardaginn, að sögn Jóns Inga Einarssonar, stjórnarfor- manns Viðlagatryggingar. Hann segir að sjö milljarðar séu í sjóði Viðlagatryggingar. Mikill fjöldi fólks hafði samband við Viðlaga- tryggingu og vátryggingarfélögin í gær til að tilkynna um tjón. Engar tölur liggja þó enn fyrir um umfang tjónsins. Jón Ingi segir þó að ljóst sé að glerverksmiðja Samverks á Hellu hafi orðið fyrir mestum skaða, en íbúðareigendur og fleiri hafi einnig orðið illa úti. Tryggingar bæta ^ ekki rekstrarstöðvun Viðlagatrygging bætir beint eignatjón sem verður á bruna- tryggðum eignum. Hins vegar er svonefnt óbeint tjón, s.s. rekstrar- stöðvun sem fyrirtæki verða fyrir vegna náttúruhamfaranna, hvorki bætt af Viðlagatryggingu né af vá- tryggingarfélögum. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, segir að almannavarnakerfið hafi reynst vel á heildina litið á laug- ardaginn. Hún segir að vegna gífur- legs álags sem varð á símakerfi Al- mannavarna hafi ekki tekist að ná sambandi við alla þá sem þörf var á strax. „Það var gríðarlegt álag á síma- kerfið hjá okkur og það voru aðilar sem hefðu þurft að ná inn til okkar, sem náðu ekki inn vegna álagsins," segir hún. Að sögn Sólveigar eru Al- mannavarnir ríkisins ekki með beina línu til stjórnstöðva almanna- varna í héraði. Milljónatjón Milljónatjón varð á heitavatns- kerfi Hitaveitu Rangæinga þegar aðveituæð fór í sundur á mörgum stöðum milli Rauðalækjar og Hvols- vallar í náttúruhamförunum. Fór heita vatnið af bæði á Hellu og Hvolsvelli. Rafmagnslaust varð í skamma stund á stóru svæði á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum en litlar skemmdir urðu þó á raforkumann- virkjum í skjálftanum. Skv. upplýs- ingum Landsvirkjunar stóðust raf- orkukerfi og virkjanir jarðskjálft- ann með þeirri undantekningu að einn spennir í Búrfellsstöð sló út og þrjú háspennumöstur urðu fyrir skakkaföllum. Hluti GSM-kerfis Símans datt út Engar truflanir urðu í almenna símakerfinu eða NMT-farsímakerfi Landssímans í jarðskjálftunum en hluti GSM-kerfisins datt út um tíma. Þá féllu FM-sendingar Ríkis- útvarpsins og útsendingar sjón- varps niður í hálftíma til eina klukkustund á Suðurlandi. Að sögn umdæmisstjóra Vega- gerðarinnar á Suðurlandi urðu al- mennt séð tiltölulega litlar skemmd- ir á vegum en töluverðar skemmdir urðu þó við Hárlaugsstaði í Holtum þar sem stór sprunga myndaðist í veginum og beggja vegna brúar við Hróarslæk, skammt austan Hellu. Nýheimsmynd kallará nýjan Atlas - iBook Grafít Sklpholtl 21 Sfml S30 1800 Fax S30 1801 www.apple.ls Mikil sala á skápafestingum STARFSMENN í byggingarvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gær þar sem fjöldi manns kom í verslanir til að kaupa festingar á skápa og aðra lausa muni í húsum af ótta við jarð- skjálfta. Almannavarnaráð sendi frá sér tilkynningu á sunnudag þar sem fólk var hvatt til að huga að lausum munum sem gætu fallið og valdið tjóni í jarðskjálfta eins og þeim sem reið yfir á laugardaginn. „Menn eru að kaupa hér festing- ar til að festa saman skápa, verja glermuni, festa niður sjónvörp og fleira. Það hefur tvímælalaust stór- aukist eftirspurnin í dag og gengið vel á birgðir," sagði starfsmaður í Húsasmiðjunni síðdegis í gær. ásamt foreldrum og leiðbeinendum og voru sumar þeirra að spranga þegar skjálftinn reið yfir, en aðrar voru inni í Herjólfsdal. Þar var einn- ig fólk sem var að fagna þjóðhátíð- ardeginum og fótbrotnaði kona er hún forðaði sér frá fjallshlíðinni. Þrjár fjöl- skyldur þiggja aðstoð ÞRJÁR fjölskyldur af níu sem eiga hús á Hellu, sem teljast illa skemmd eða alveg ónýt eftir skjálftann á laugardag, hafa þegið hjálp sveitarstjórnarinn- ar í Rangárvallasýslu um að þeim verði útvegað strax hús- næði til bráðabirgða þeim að kostnaðarlausu. Rauði kross íslands hefur einnig boðist til þess að mæta hluta þess kostn- aðar. Hinar fjölskyldurnar sex hafa fundið sér þak yfir höfuðið eftir öðrum leiðum og gista m.a. í húsvagni eða hjá ættingj- um. 20 einstaklingar í húsunum níu Þetta var niðurstaða fundar milli eigenda húsanna annars vegar og oddvita og sveitar- stjóra Rangárvallahrepps hins vegar síðdegis í gær. Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugs- sonar sveitarstjóra búa alls um 20 einstaklingar í húsunum níu. Eiður Smári samdi við Chelsea EIÐUR Smári Guðjohnsen skrifaði í gærkvöld undir fimm ára samning við enska knattspymufélagið Chels- ea, sem greiðir Bolton 460 milljónir króna fyrir hann. Eiður Smári er þar með langdýrasti knattspymumaður íslands frá upphafi. „Þetta er stærsta stundin á ferli mínum,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgunblaðið að undirskriftinni lok- inni. ■ Eidur/Bl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.