Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 2
2 MIÐYIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verkfallsverðir Sleipnis stöðvuðu bila á Akureyri, í Mývatnssveit og í Skaftafelli Sáttafundur boðaður á föstudag FORMLEGUR sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og við- semjenda þeirra á föstudaginn kemur klukkan 9. Þetta var nið- urstaða óformlegs fundar deiluað- ila hjá ríkissáttasemjara seinni- partinn í gær þar sem farið var yfir stöðuna í deilunni. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn að menn hefðu ákveðið að yfirfara málið, en staðan í deilunni væri að öðru leyti alveg óbreytt. Óskar sagði að þeir myndu áfram halda uppi verkfallsvörslu og stöðva það sem þeir teldu vera verkfallsbrot. Verkfallsverðir Sleipnis gripu til aðgerða við Akureyrarhöfn og við Mývatn í gær í tengslum við akst- ur farþega úr skemmtiferðaskip- um sem lögðust að höfn við Akur- eyri. Þá var einnig gripið til aðgerða í Skaftafelli. Að sögn Heimis Bergmanns, eins af verk- fallsvörðum Sleipnis, voru ellefu bílar kyrrsettir við höfnina og í Mývatnssveit voru fimm bílar stöðvaðir um daginn. Farþegar skemmtiferðaskipanna voru svekktir og óánægðir með gang mála og urðu flestir að gera sér að góðu að skoða Akureyri, en ætlun- in var að fara í útsýnisferð austur að Mývatni. Að sögn eins bílstjór- ans sem var stöðvaður taldi hann sig ekki vera að fremja verkfalls- brot, hann væri einungis sumar- maður og akstur hans væri utan fastra ferða. Hann sagði að hann hefði hreinlega ekki efni á því að vera atvinnulaus. Ellefu bflar kyrrsettir við höfnina Verkfallsverðir voru mættir nið- ur á höfn þegar fyrra skemmti- ferðaskipið lagðist að bryggju. Þar biðu sex rútur eftir farþegum og eftir að hafa átt viðræður við bíl- stjórana úrskurðuðu verkfallsverð- irnir að þeim væri öllum heimilt að aka, en um var að ræða eigendur og hluthafa í fyrirtækjunum. Ekki " • 1 Morgunblaðið/Rúnar Þór Verkfallsverðir Sleipnis lögðu bíl sínum í veg fyrir rúturnar og vörnuðu þeim að aka í burtu með farþegana. var sömu sögu að segja af rútun- um sem biðu eftir farþegum úr skemmtiferðaskipinu Albatros. Þar stöðvuðu verkfallsverðirnir alls ellefu bíla, en einn bílstjórinn var í fullum rétti að mati Sleipnis- manna og einn hafði sloppið í burtu áður en verkfallsverðina bar að garði. Mikill viðbúnaður var við höfn- ina, og voru þrír lögreglubflar mættir á staðinn en lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt á vettvangi. Verkfallsverðir höfðu lagt bíl sínum í veg fyrir rúturnar, og eftir rekistefnu máttu farþeg- arnir sætta sig við að útsýnisferðin var fyrir bí og rútunum var ekið tómum í burtu. Fimm rútur stöðvaðar í Mývatnssveit Að sögn Heimis Bergmanns tókst aðgerðin vel og fór friðsam- lega fram. „Við erum með vaska sveit hér á Akureyri og rútan sem slapp frá okkur verður stöðvuð af félögum okkar austur í Mývatns- sveit,“ sagði Heimir. Sumir far- þegarnir stóðu ráðalausir við bíl- ana þegar Morgunblaðið bar að garði. Við Skútustaði höfðu verkfalls- verðir stillt sér upp fyrir framan rútuna sem komist hafði undan fé- lögum þeirra á Akureyri. „Þetta er fimmti bíllinn sem við stoppum í dag,“ sagði einn þeirra. Eftir sam- tal við bílstjórann, sem ók rútu fyrir Sérleyfisbíla Akureyrar, varð það að samkomulagi þeirra í milli að bflstjórinn fengi að klára ferð- ina og aka farþegunum aftur til Akureyrar en æki síðan ekki rútu fyrr en verkfallið væri á enda. Fékk stór- lúðu á krók ÞAÐ var aldeilis happafengur hjá Kristni Kárasyni á handfærabátn- um Óla á Stað GK 4. Kristinn setti í 155 kg Mðu, sem hlýtur að vera ná- lægt Islandsmeti ef hægt er að setja slíkt. „Ég tyírúllaði út, hélt að það væri fast. Ég veit ekki hvað menn hafa fengið á krók, ég hef heyrt um 120 kg en þessi gæti verið svipuð. Þetta er fyrsti róðurinn eftir hálfs- mánaðarstopp, en við vorum á línu,“ sagði Kristinn. Loka Herjólfs- dal í hálfan mánuð ALMANNAVARNANEFND Vest- mannaeyja hefur lokað fyrir umferð um Herjólfsdal næsta hálfan mánuð á meðan nefndin leggur mat á öryggi svæðisins og hætta er enn talin á eft- irskjálftum. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar ráðstafanir ættu ekki að hafa nein áhrif á fyrir- hugaðar samkomur í dalnum í sum- ar. Þannig heldur t.d. undirbúningur þjóðhátíðar áfram, þótt vissulega þurfi t.a.m. að endurskoða fyrirætl- anir um risastóra flugeldasýningu í ljósi nýorðinna atburða. Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Stærðin á lúðunni sést vel því Kristinn er vel í meðallagi stór. Nýtt skipurit fyrir Landspítalann Starfsemi skipt upp í níu svið A FUNDI í stjómamefnd Land- spítala - háskólasjúkrahúss í gær var samþykkt skipurit fyrir spítal- ann, en það gerir ráð fyrir að starf- semi hans skiptist í níu svið með sjálfstæðan fjárhag. Þessi skipting tekur formlega gildi 1. október og er ætlunin að ganga frá ráðningu yfirmanna þeirra fyrir þann tíma. Þeim eiga að stýra læknir og hjúkmnarfræðingur, sem verða ráðnir án auglýsingar úr hópi starfsmanna. Sviðin níu em bamasvið, kvennasvið, geðsvið, lyflækninga- svið I, skurðlækningasvið, svæf- inga-, gjörgæslu- og skurðsvið, lyflækningasvið II, klínísk þjón- ustusvið og slysa- og bráðasvið. Þar fyrir utan hafa verið gerðir þjónustusamningar við stofnanir í öldmnarþjónustu og endurhæf- ingarþjónustu. Þá verður Blóð- bankinn rekinn sem sérstakt fyrir- tæki. Ennfremur er í undirbúningi að stofna tvö fyrirtæki um rann- sóknarstarfsemi spítalanna. Stjómarnefndin bókaði að skipuritið yrði tekið til endurskoð- unar að tveimur áram liðnum og að þá yrðu kostir og gallar þess skoðaðir. Guðný Svemsdóttir, stjómarformaður sjúkrahússins, sagði að samþykkt þessa skipurits kæmi til með að hafa áhrif á starf- semi spítalans. „Þessi ákvörðun er tekin í framhaldi af ákvörðun um sameiningu spítalanna og skipun; ar einnar framkvæmdastjómar. I framtíðinni má vonandi búast við að engin starfsemi verði á tveimur stöðum; starfsemin verði annað- hvort í Fossvoginum eða á gamla Landspítalanum." Guðný sagði að engar ákvarðan- ir hefðu verið teknar um breyting- ar á starfseminni af þessum toga, en stjómendur spítalans myndu skoða það í framhaldinu. Hún nefndi sem dæmi að krabbameins- deildimar væm nú á tveimur stöð- um. Menn þyrftu að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það væri skynsamlegt. Hún sagði að stjórn- endur spítalans ættu eftir að skoða þetta fjárhagslega, en það væri Ijóst að breytingar á starfseminni kostuðu fjármuni, en markmiðið væri að sjálfsögðu að ná fram sam- legðaráhrifum. í dag www.mbi.is í VERINU í dag er m.a. sagt frá túnfiskveiðum, ágreiningi um „pungaprófið" og áhrifum jarðskjálfta á sjó. Þá er rætt við framkvæmdastjóra Jökuls ehf. á Raufarhöfn. Stjörnustúlkur einar á toppnum eftir sigur á KR/C2 Englendingar og Þjóðverjar féllu úr keppni á EM/C2 Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaðifrá Kringlunni, „Kringlu- kast 22.-25. júni“. • ► Teiknimyndasögur S ► Myndir 2 ► Þrautir • ► Brandarar • ► Sögur 2 ► Pennavinir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.