Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áhríf skjálftans á
vatnsbúskap jákvæð
ÞÓ SVO að jarðskjálftinn á laugar-
dag hafí valdið tímabundnum truflun-
um á vatnsbúskap á Suðurlandi með
tilheyrandi tjóni og töfum eru heild-
aráhrifin mjög góð íyrir vatnsbú-
skapinn, að sögn Ólafs G. Flóyenz,
framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs
Orkustofnunar. Ólafur telur að mestu
áhrif skjálftans muni ganga til baka á
fáum dögum eða vikum. Eitthvert
hlutfall breytinganna verður þó var-
anlegt þannig að jarðhitakerfin batna
þar sem vatn á greiðari aðgang að hit-
anum djúpt í jörðu. Ólafur telur frem-
ur ólíklegt að jarðskjálftinn verði til
þess að vekja Geysi af dvalanum.
Megináhrif jarðskjálfta á vatnsbú-
skap eru þau að til verða sprungur
sem síðan opna vatninu leið ofan í
heita jörðina, jarðskjálftamir búa til
jarðhitakerfin og heildaráhrif jarð-
skjálfta eru alltaf jákvæð fyrir jarð-
hitakerfin, að sögn Ólafs, og gætu
jafnvel orðið til þess að lækka hitun-
arkostnað húsa á Suðurlandi.
Sprungumar stækka og þannig verð-
ur leið vatnsins að varmanum djúpt í
jörðu greiðari. Ef jarðskjálftamir
opnuðu ekki spmngumar aftur og
aftur myndi jarðhitinn smám saman
hverfa, segir Ólafur jafnframt. Þetta
em áhrifin til langs tíma, hundraða
þúsunda ára. En skammtímaáhrif
jarðskjálftans em þau að þrýstingur
vex á ákveðnum svæðum á Suður-
landi en fellur á öðram svæðum.
Þetta gerist í samræmi við það hvern-
ig brotið hreyfist sem myndast við
jarðskjálftann, en það gengur til um
spmngu.
Farið að ganga til baka
Ef teiknuð er homrétt lína á lóð-
réttar sprungurnar sem mynduðust í
skjálftanum á laugardaginn sjást
fjórh- fjórðungar (sjá skýringar-
mynd). Efri fjórðungur til vinstri,
sem og neðri fjórðungur til hægri
(bleiklitaðir) sýna svæði þar sem
þrýstingur hefur aukist í jarðhita-
kerfum og heitt vatn hefur flætt upp
úr holum, sums staðar í mjög stómm
stíl. En á hinum fjórðungunum tveim-
ur (grænlitaðir) em svæði þar sem
þrýstingur hefur lækkað og vatn
minnkað í holum. En þetta er þó
sums staðar farið að ganga til baka,
segir Ólafur. Á þeim svæðum þar sem
þrýstingur fellur, gerist það að vatns-
borð lækkar, og rennsli úr hvemm
minnkar, eða þeir hverfa jafnvel,
vegna þess að þar hafa opnast
spmngur eða holrými í berginu hefur
aukist. Við þetta léttir á þrýstingi
þannig að vatn flæðir ofan í aukið
rúmmál í berginu. Smám saman safn-
ast meira vatn í rúmið uns það kemur
upp aftur. Ólafur segir að reynslan
sýni að þá komi vatn oft upp heitara
og meira af því en áður vegna þess að
jarðhitakerfið hafi batnað. Til frekari
einfoldunai- má líkja bleiku svæðun-
um tveimm- við það að svampur sé
kreistur þannig að vatnið leki úr hon-
um en á grænu svæðunum er eins og
takinu sé sleppt á svampinum og
hann sogi í sig vatnið.
Mestu breytingamar sem hafa orð-
ið á vatnsbúskap á Suðurlandi munu
að öllum líkindum ganga til baka á
nokkrum dögum eða jafnvel vikum,
að sögn Ólafs. Hann segir að erfitt sé
að spá um hve mikið af þeim breyt-
ingum sem skjálftinn olli á vatna-
búskapnum muni vara næstu áratugi.
Mestu áhrifin muni hjaðna fljótt.
Ólafur segir að ef annar öflugur
skjálfti verði vestar á Suðurlandi
yrðu áhrif á vatnabúskap svipuð. Ef
spranga myndaðist í gegnum Hest-
fjall þá myndi væntanlega verða
þrýstilétting á Skeiðum en við skjálft-
ann á laugardag varð þrýstíaukning
þar.
Það væri hægt að taka skýringar-
myndina og færa hana vestar en
þetta gildir þó bara um þá tegund
jai-ðskjálfta sem nefnist sniðgengi en
það einkennir Suðurlandsskjálfta.
T
I
Ý
1
Akbraut '| |
I 1
£■ ÍT
' I ?
'Vi.
Sprungur og
breytingar á
vatnsþrýstingi
í borholum
Hrepphólar
Reykir
GNÚPV.
HR.
SKEIÐ
m
4 Q
pf jr
&
m
Ámes
Kaldárholt
Skammbeinsstaðir
Sprungur á yfirb.
■ ■ ■ Brotalína í jörðu
Hærri þrýst. í borholu
Lægri þrýst. í borholu
0 5km
* Mykjunes
■' HOLT
" V.-.í;-'-* .
* LAUGALAND i /
. 1 '
l
I
I
‘ a
/
Kaldakinn
f
Árbæjarhjáleiga
Tíu bj örgunar sveitarmenn frá
Reykjavfk til Hellu
Þjálfaðir til að
fara inn í hálf-
hrunin hús
TVEIR flokkar björgunarsveit-
armanna frá Landsbjörg í
Reykjavík, alls tíu manns, að-
stoðuðu heimamenn í björgunar-
sveitum á Hellu í gærkvöldi við
að flytja innanstokksmuni úr
skemmdum húsum.
Björgunarsveitarmennimir
aðstoðuðu fólk við að rýma inn-
anstokksmuni úr mjög skemmd-
um húsum. Þeir er allir sérþjálf-
aðir og geta farið inn í rústir eða
hálfhrunin hús.
Þegar hafa verið settir fímm
20 feta gámar við nokkur hús á
Hellu til að setja búslóðir í og
tveimur jafnstórum gámum hef-
ur verið komið fyrir í vestursýsl-
unni.
Sigurgeir Guðmundsson,
skólastjóri á Hellu, sem er í
björgunarsveitinni á Hellu,
sagði við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að um 20 manns hefðu
verið á vegum björgunarsveitar-
innar að störfum í bænum. „Þeir
verða tiltækir ef fólk óskar eftir
aðstoð. Þeir fara ekki inn í hús
fyrr en fólkið kallar eftir aðstoð.
Það getur verið hættulegt að
fara inn í sum húsin, eins og
tvílyft hús sem þarf jafnvel að
rjúfa veggi til að komast inn í,“
sagði Sigurgeir.
Hann átti von á því að tímenn-
ingarnir myndu aðstoða áfram á
Hellu næstu daga, en kvað þó
ekkert ákveðið í þeim efnum.
STEYPU
@ Steypudælur
Nýjar steypudælur spara þér
tíma og peninga. Kynntu
þér öfluga steypuþjónustu á
www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
BMVALLÁ
Söltuleild í Fornalundi
Breíðhöfða 3 • Sfmi 585 5050
Heimilisfólkið á Brekkum gekk frá búslóð sinni í gær
Morgunblaðið/Sverrir
Búslóðin - eða það sem bjargaðist úr skjálftanum - var sett í gám á Brekkum í gær.
„Óvissan
er verst“
HEIMILISFÓLKIÐ að Brekkum,
rétt utan Rauðalækjar, var í óðaönn
að ganga frá búslóð sinni í gám og
flutningabíl þegar Morgunblaðið
bar að garði í gærdag. Ibúðarhús
þeirra er ónýtt eftír skjálftana miklu
á laugardag og margt innan-
stokksmuna sömuleiðis. fbúamir, sjö
talsins, eru því heimilislausir og hafa
haldið til í tjöldum við Rauðalæk.
„Óvissan er verst,“ segir Ragn-
heiður Jónsdóttir húsfreyja. „Við
bíðum enn eftir matsmönnum og vit-
um í raun ekki hvað á að gera. Tjón-
ið er geysilega mikið, en við vitum
ekki hversu mikið. Húsið er ónýtt og
maður þorir varla inn,“ bætir hún
við. Greinilegt er að áfallið hefúr
farið þungt í Ragnheiði og hennar
fólk, en þau segjast ákveðin í að
standa saman og huga að endur-
bótum um leið og tjónið hafi verið
metið. Því segja þau bagalegt hve
biðin eftir mati reynist löng.
Fjölskyldunni hefur verið boðið
húsnæði á tveimur stöðum til bráða-
birgða, f bústað við fískeldisstöðina
að Fellsmúla í Landsveit og í skóla-
húsinu að Laugalandi, en hugnast
báðir staðir litt til langframa, enda
um talsverða vegalengd að ræða.
„Við björgum okkur næstu daga.
Svo tekur uppbyggingin við.“
Morgunblaðið/Sverrir
Hafdis Ágústsdóttir með bangsann sinn í fanginu við Brekkur í gær.
Móðir hennar, Ragnheiður Jónsdóttir, situr að baki henni.