Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári verður 220 þús- Hókus, pókus, nýtt hávísindalegt 18 þúsund tonna trix. Norrænir fjármálaráð- herrar hittast í dag FJÁRMÁLARÁÐH E RRAR Norð- urlandanna koma saman til fundar í Kaupmannahöfn í dag, miðviku- daginn 21. júní. Geir H. Haarde fjármálaráðherra situr fundinn fyrir íslands hönd. Á fundinum munu ráðherrarnir m.a. ræða stöðu og horfur í efna- hagsmálum á Norðurlöndunum, stöðu Norðurlandanna gagnvart ESB og evrunni, og samstarf Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna um efnahagsmál. Enn- fremur munu ráðherrarnir fjalla um stöðu og framtíð lífeyrismála á Norðurlöndum. Fimmtudaginn 22. júní býður Norræna ráðherranefndin, undir formennsku Dana, til ráðstefnu um áhrif evrunnar á efnahag og vel- ferðarkerfi Norðurlandanna á Hót- el Scandic Copenhagen í Kaup- mannahöfn. Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis með ræðu Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og stendur hún til kl. 18. Á ráðstefnunni mun Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytja ræðu sem birt verður á vef fjármálaráðu- neytisins www.stjr.is/fjr. 100*90 Pastaskápur kr, 45.700 stgr kr. 12.800 stgi Falleg húsgögn í sumarbústaoinn SUÐURLANDSBRAUT 22 • SI'MI 553 7I00 & 553 601 I . Skenkur •—' kr. 58.600 stgr Matarbor kr. 31.600stgr. Sambandsþing SUF á Hólum Evrópusamstarf o g byggðamál Einar Skúlason SAMBAND ungra framsóknarmanna heldur sambands- þing sitt á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, þ.e. 23. til 25. júní. Á þing- inu fara fram hefðbundin stjórnarstörf og kosinn verður nýr formaður, stjórn og miðstjóm. Einn- ig verður tilkynnt um úr- slit í ritsamkeppni fyrir ungt fólk um framtíðina. Einar Skúlason, formaður SUF, var spurður hvert yrði megineftn þingsins. ,Á þinginu verða tekin fyrir drög að ályktunum um hin ýmsu mál, m.a. um fjölskyldu- og mennta- mál, um atvinnu- og byggðamál og um alþjóða- mál. Stór hluti af þinginu er kosningar formanns og stjórn- ar. Ég hef gefið kost á mér til áframhaldandi formannsstarfa en þess má geta að ég tók við um síðustu áramót þegar fráfarandi formaður sagði af sér, ekkert mótframboð hefur borist enn.“ - Er mikil gróska í starfí SUF? „Það lýsir sér kannski besti í því að í þau tólf stjórnarsæti sem kosið verður um á Hólum hafa borist yfir tuttugu framboð. Mik- ill áhugi hefur og verið í málefna- undirbúningi fyrir þingið. Sem dæmi get ég nefnt að í drögum að ályktun um alþjóðamál er sagt ákveðið að fara beri í aðildar- viðræður við ESB hið fyrsta. Það má segja að sé stórt skref. Það er hins vegar ekki ljóst hver nið- urstaða þingsins verður um það mál né önnur sem þar eru á dag- skrá.“ - Eigið þið von á mörgnm þinggestum? „Við reiknum með um sextíu til sjötíu þátttakendum af öllu landinu. Við fáum góða gesti á þingið, meðal annars kemur Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, ætlar að halda erindi og Páll Pétursson félagsmála- ráðherra verður einnig gestur þingsins. Þingið sjálft verður blanda af mikilli vinnu og skemmtun. Við ætlum að enda þingið á laugardagskvöld á hátíð- arkvöldverði á Hólum. Ætlunin er að skella sér svo á sveitaball í Miðgarði í Varmahlíð og sletta úr klaufunum." - Hvaða málefni önnur en þú hefur þegar nefnt eru á dagskrá þingsins? „Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á menntamálin og mun- um áfram gera það. Ég á von á að meðal annars verði ítrekuð grundvallarafstaða ungra fram- sóknarmanna varðandi jafnrétti til náms, óháð efnahag og búsetu. í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið undanfarið um MBA-nám við Háskóla íslands á ég von á að það verði enn frekar hnykkt á andstöðu gegn skólagjöldum í HI. Varðandi kvóta- umræðu býst ég við að við munum fjalla um ákveðnar breytingar á kvótakerfinu til þess að sætta andstæðar fylkingar í landinu, með áherslu m.a. á byggðakvóta og skattlagningu þeirra sem ákveða að hætta í útgerð. Mál- efni bamafjölskyldna verða einn- ig tekin fyrir. Við höfum látið þau mál mjög til okkar taka og munum eflaust þrýsta á frekari aðgerðir stjómvalda til þess að ► Einar Skúlason fæddist. í Kaupmannahöfn 22. september 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands 1998. Nú er Einar framkvæmdastjóri Foxhall ehf., einnig er hann formaður Sambands ungra framsóknar- manna. Einar á einn son, Gabríel Gauta, sem er þriggja ára. bæta hag bamafjölskyldna. Þá ber að nefna umfjöllun um ríkis- fjármál og þenslu í þjóðfélaginu. Búast má við ákveðnum tillögum um aðgerðir í þeim málum til þess að sporna gegn verðbólgu og öllu því upplausnarástandi sem gæti fylgt í kjölfar hennar. Loks á ég von á því að rætt verði um byggðamál og þá óheillavæn- legu þróun sem verið hefur að undanförnu í þeim málum. Nú þegar ráðherra Framsóknar- flokksins hefur tekið við þeim málaflokki eftir, að okkar mati, slælega frammistöðu forsætis- ráðherra sjáum við ungir fram- sóknarmenn fram á sóknarfæri." - Hvað eru margir félagsmenn í Sambandi ungra framsóknar- manna? „Þeir eru tæplega tvö þúsund og eru starfandi í félögum ungra framsóknarmanna (FUF) um allt land. Við höfum lagt áherslu á það í SUF að reyna að efla og styðja við starfsemi FUF. Við hjá SUF fórum m.a. í hringferð um daginn um landið, ókum um 2.500 kflómetra á fjórum dögum og hittum ungt fólk um land allt og ræddum við það um stjóm- málaástandið og hvað mönnum liggur á hjarta í því sambandi. Það er nauðsynlegt að „taka púlsinn" öðru hvoru.“ - Og hvað liggur ungum fram- sóknarmönnum helst á hjarta um þessar mundir? „Ég held að tvö mál séu mest áberandi núna fyrir utan menntamálin, annars vegar er það umræðan um þátttöku okkar í Evrópusamstarfi og hins vegar er það kvótakerfið. Maður finnur fyrir því úti á landi hvað menn hafa miklar áhyggjur af þróuninni í þeim efnum. Öll þessi þrjú mál tengjast byggðamálum með einum eða öðmm hætti.“ - Urðuð þið varir við miklar áhyggjur af byggðarnálunum? „Það er erfitt fyrir Reykvík- inga að gera sér grein fyrir þeirri stöðu að aðstæður neyði menn til að flytja vegna þess að fá tækifæri bjóðist - en þannig horfa málin við á mörgum stöð- um á landsbyggðinni. Tillaga um að- ildarviðræður við ESB hið fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.