Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 10
1Ó MIÐVIKUDAGUR 21. jtíNÍ 2000 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Bókahillur lögð- ust saman á bóka- safni á Hvolsvelli Á VENJULEGUM degi eru allt að 25 manns, mest börn, inni á Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli. Pað var mildi að skjálft- inn skyldi ekki ríða yfir á slíkum degi heldur þegar bókasafnið var mannlaust. Bókahillur hrundu og bækur fóru úr hillum auk þess sem sprungur komu í burðarbita í lofti. Umgjörðir ljósa í loftinu og stöku flúor- sentperur féllu í gólfið og á stóla og borð sem ætluð eru yngstu lesend- unum. Tjónið gæti numið milljónum króna. Á veturna fer fram kennsla fyrir börnin í grunnskólanum á bóka- safninu og eru þá 15-20 börn inni á safninu í einu. Gunnhildur Krist- jánsdóttir, forstöðumaður safnsins, segir óhugnanlegt að hugsa til þess hvað hefði getað gerst ef böm hef- ur verið inni á safninu þegar skjálftinn reið yfir á laugardag. Hún segir ljóst að forvarnir hafi ekki verið í lagi, hvað varðar hillur og ljós. Sprungur komu í að minnsta kosti tvo af níu burðarbitum í lofti, sem eru gerðir út límtré. Þá virðast nánast öll Ijósin vera ónýt. Nokkrar frístandandi hillur lögð- ust saman og heldur þeim ekkert uppi annað en bækumar sem í hill- unum eru. Þær hillur þar sem bækurnar hafa ekki dottið úr eru flestar hillur sérstaklega ætlaðar bókasöfnum og þeim fylgja sérstakar bókastoðir sem einnig stuðla að því að bæk- urnar haldist á sínum stað. Þegar nýtt hús bókasafnsins á Vallarbraut 16 var tekið í notkun fyrir tíu árum var fjármagn af skomum skammti og því er minni hluti hillanna sér- staklega ætlaður bókasöfnum. Símaskráin geng- in til þurrðar í bili SÍMASKRÁIN er ófáanleg í kiljuformi og hefur það ekki gerst áður að hún hafi gengið til þurrðar. Upplagið var 220 þúsund ein- tök og hefur Landssíminn ákveðið að láta prenta aukaupp- lag í nokkrum tugum þúsunda eintaka sem kemur út eftir tvær til þrjár vikur. Enn er hægt að fá símaskrána í hörðum spjöld- um á dreifingarstöðum hjá Landssímanum, Flytjanda og Skeljungi en greiða þarf 400 krónur fyrir eintakið. Þetta er í annað sinn sem símaskráin er afhent án þess að framvísa þurfi miða en ekki kom til þess í fyrra að það þyrfti að prenta nýtt upplag. Wm Morgunblaðið/Sverrir Það var ófagurt um að litast á bókasafninu á Hvolsvelli í gær. Stórt álver Reyðaráls kallar á byggingu rafskautaverksmiðju Framleiðslugeta álvers 15-20% meiri en áður var talið Morgunblaðið/Ásdís Hluti fundargesta á kynningarfundi Reyðaráls á Reyðarfirði í fyrra- kvöld þar sem áætlun um mat á umhverfisáhrifum álvers var kynnt. FRAMLEIÐSLUGETA væntan- legrar álverksmiðju Reyðaráls á Reyðarfirði er áætluð allt að 15- 20% meiri en við núverandi aðstæð- ur, með sama tækjabúnaði og starfsmannafjölda, þegar verk- smiðjan verður gangsett á árinu 2006. Þetta sagði Geir A. Gunn- laugsson, stjórnarformaður Reyð- aráls, á fundi sem fyrirtækið boðaði til á Reyðarfirði í fyrrakvöld. Geir segir að skýringin á þessu séu tæknibreytingar, m.a. stækkun rafskauta, og að þannig hafi þróun- in verið í álverksmiðjum á undan- förnum árum. Þess vegna sé reikn- að með því að í staðinn fyrir 240 þúsund tonna verksmiðju í fyrsta áfanga megi gera ráð fyrir að fram- leiðslugeta hennar verði allt að 280 þúsund tonn og að í stað 360 þús- und tonna framleiðslugetu í öðrum áfanga verði getan allt að 420 þús- und tonn. Geir segir að hærri töl- urnar verði notaðar við mat á um- hverfisáhrifum. „Menn eru að velta því fyrir sér hvaða möguleikar eru á því að ná meiru út úr þessum ker- um sem um er að ræða,“ segir Geir. „Þetta byggist á því að ná meiru út úr fjárfestingunni. Það er rétt búið að kynna þennan möguleika fyrir Landsvirkjun." Virkjun á Norðurlandi til við- bótar við Kárahnúkavirkjun Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þetta séu nýlegar hugmyndir og að þær eigi eftir að ræða nánar á milli Reyðaráls og Landsvirkjunar og að það verði gert á næstunni. Þá skýrist nánar hvað um er að ræða. „En í sjálfu sér þá vita menn það, að Kárahnúkavirkjun dugar fyrir 360 þúsund tonna álver, þegar hún er byggð með veitu úr Fljótsdal," segir Þorsteinn. „Kárahnúkavirkj- un án veitunnar er hins vegar pass- leg fyrir 240 þúsund tonna álver. Þarna eru menn að tala um allt að 420 þúsund tonn og þá þýðir það væntanlega að við myndum leita til Norðurlands í jarðhitavirkjun þar. Og rétt eins og menn voru að tala um Fljótsdalsvirkjun og Bjarnar- flagsvirkjun til þess að anna 120 þúsund tonna álveri myndum við væntanlega líta á virkjun í Bjarnar- flagi. Síðan erum við líka að skoða möguleika á stækkun Kröfluvirkj- unar. Þannig að þetta myndu vera þeir kostir sem við myndum líta á fyrst.“ Þorsteinn segir að skoða þurfi flutningsgetu um byggðalín- una og þá hugsanlega um styrk- ingu eða endurbyggingu hennar milli Kröfluvirkjunar og Aust- fjarða. „Alþingi samþykkti heimild- arlög fyrir Bjarnarflagsvirkjun til handa Landsvirkjun á síðastliðnu ári og það mál er í mati á umhverf- isáhrifum. Og við erum að undirbúa mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun á Kröflu en það vantar hins vegar heimildarlög væntan- lega, þannig að þetta er á undir- búningsstigi. Þetta er allt hægt, en að sjálfsögðu háð arðsemi og því að samningar náist," segir Þorsteinn. Rafskautaverksmiðja til viðbótar við kerskála Geir A. Gunnlaugsson segir að gert sé ráð fyrir að rafskautafram- leiðsla verði í álveri Reyðaráls við Reyðarfjörð auk rafgreiningar í kerskála. „Þegar verið var að tala um 120 þúsund tonna álver var ekki gert ráð fyrir rafskautaframleiðslu í verksmiðjunni," segir Geir. „Stórt álver kallar á rafskautaverksmiðju. Þegar álverið er orðið 240 þúsund tonn er talið eðlilegra að hafa raf- skautaverksmiðju á staðnum af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi þyrfti einhvers staðar að byggja rafskautaverksmiðju til að fram- leiða rafskaut í þetta stóra verk- smiðju. Og í öðru lagi er af öllum ástæðum betra að hafa rafskauta- verksmiðju á staðnum, þannig að þeir sem standa að verksmiðjunni beri ábyrgð á framleiðslu rafskaut- anna því þau eru mikilvægur þátt- ur í verksmiðjunni sjálfri. Geir segir að í rafskautafram- leiðslu væntanlegs álvers Reyðar- áls á Reyðarfirði fari fram blöndun, þ.e. hráefnum blandað saman, og bökun, þar sem rafskautin eru bök- uð, og síðan er skautsmiðja en þar eru rafskautin fest á gaffla og að lokum steypuskálinn. Starfsmenn verða væntanlega um 90 talsins. Ekki er gert ráð fyrir að ál- verksmiðjan á Reyðarfirði fram- leiði venjulegt ál sem verið er að selja á almennum mörkuðum að sögn Geirs. Heldur sé miðað við að framleiða sérhæfðara ál sem er til dæmis notað í byggingar- og bíla- iðnaði. „Þetta eru allt vörur sem hafa hærra verð en venjulegt ál og eru ein þeirra forsendna að hægt sé að byggja álver á Austurlandi." „Það sem skiptir mjög miklu máli er sú hreinsitækni sem notuð er í verksmiðjunni,“ segir Geir. „Þetta er allstór hluti af verksmiðj- unni. Þar er verið að tala um þurr- hreinsibúnað, vothreinsibúnað, 1 svokallaðar „electrostatic“-síur og jj síðan pokasíur. Þarna er verið að tala um að nota bestu fáanlegu tækni til þess að hreinsa það sem kemur frá verksmiðjunni. Það er ljóst að frá svona verksmiðju verð- ur einhver útblástur, hjá því verður ekki komist." Geir nefnir að helsti útblástur frá væntanlegri álverksmiðju verði flúor, en árangur hafi náðst í að minnka magn flúoríðs frá svona verksmiðju að undanförnu, og að jj menn sjái ekki lengur merki þess |§ að flúoríð mengi gróður í nágrenni “ álverksmiðja, sem algengt hafi ver- ið áður fyrr. Þá segir Geir að það fari alltaf eitthvert ryk frá verk- smiðjunni, PAH, brennisteinn og koldíoxíð, sem lítið sé hægt að gera við. í frárennsli frá verksmiðjunni geti verið ákveðin föst efni, brenni- steinn, vegna þess að hann er hreinsaður úr loftinu með vot- hreinsun, flúoríð, PAH og afrennsli frá urðun kerbrota. „í fyrra verk- efni var gert ráð fyrir því að ker- F brot yrðu urðuð í sjávarmáli, bæði eins og gert er í Straumsvík og Hvalfirðinum. Nú er verið að kanna hvaða möguleikar eru á því að urða kerbrotin með því að setja þau á urðunarstað á landi og þá yrði sér- staklega fylgst með afrennslinu þar frá, hvort einhver óeðlileg efni væru að berast þaðan.“ Geir segir b að einnig sér ljóst að það verði ákveðin sjónræn áhrif frá álverinu |§ en hægt sé að gera ákveðnar að- w gerðir til að minnka þau. Einnig verði metin sérstaklega þau samfé- lagslegu áhrif sem álverið hefur. Að sögn Geirs A. Gunnlaugsson- ar er í áætlunum Reyðaráls gert ráð fyrir að fjöldi starfa sem skap- ist með fyrsta áfanga álvers við Reyðarfjörð sé allt að 750 og þar af um 600 á Austfjörðum. Með öðrum áfanga sé hins vegar um að ræða hátt í 900 störf og þar af næstum g 800 á Austfjörðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.