Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Gerðum okkur
ekki grein fyrir
umfangi skjálftans
STROMPUR féll af þaki íbúðarhúss-
ins á Lýtingsstöðum í Holtum í
skjálftanum á laugardag, gerði gat á
þakið á leiðinni niður og féll djúpt of-
an í jörðina fyrir neðan.
Allt heimilisfólkið á Lýtingsstöð-
um, sem er félagsbú, var statt neðan
bæjaiins í Hvammsrétt \ið hátíða-
höld ásamt um sextíu sveitungum sín-
um þegar skjálftinn reið yfír og Sig-
urjón bóndi Eiríksson segir að fólk
hafi fundið skjálftann greinilega, en
alls ekki gert sér grein fyrir umfangi
hans.
Sigurjón, sem er bóndi á Ámunda-
stöðum en sonur og bróðir húsfreyj-
anna á Lýtingsstöðum, segir að ein-
hverjir hafí þegar farið að kanna
hýbýli sín eftir skjálftann, en margir
hafi verið rólegir og haldið hátíða-
höldunum áfram. Þegar heim var
komið blasti hins vegar ófögur sjón
við. Allir innanstokksmunir meira og
minna eins og hráviði ágólfinu, margt
mölbrotið og ónýtt. Ibúðarhúsið á
Lýtingsstöðum er um sextíu ára gam-
alt og Sigurjón segir að við fyrstu sýn
virðist það hafa sloppið furðuvel, utan
að toppurinn á strompinum á þakinu
féll af með viðkomu á þakinu. Gat er í
þakinu af þeim völdum og mesta mildi
hlýtur að teljast að enginn skyldi vera
undir bæjarveggnum þegar stromp-
urinn kom fljúgandi niður.
Miklar sprungur eru einnig í út-
veggjum bæjarhlöðunnar og hún
virðist í fljótu bragði ónýt, að sögn
Siguijóns. Hann metur tjónið umtals-
vert, líklega einhveijar milljónir, en
segii' það koma endanlega í ljós þegai'
matsmenn sæki bæinn heim á næst-
unni.
Miklar skemmdir
urðu á gamla
bænum á Keldum
Morgunblaðið/Steinunn
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður stendur hér við
hleðslu sem skekktist.
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á
gamla bænum á Keldum á Rangár-
völlum í jarðskjálftanum á laugar-
dag, að sögn Margrétar Hallgríms-
dóttur þjóðminjavarðar, en hún
kannaði skemmdirnar í gær. Veggir
í bænum hafa skekkst og hrunið úr
þeim og þarf að endurnýja hleðsl-
urnar. Margrét kvaðst hins vegar
vona að hægt yrði að ganga í það
sem fyrst.
Margrét var á ferðinni á skjálfta-
svæðinu í gær ásamt Þór Magnús-
syni, fyrrverandi þjóðminjaverði.
Sagði hún að skemmdirnar væru
umtalsverðar og að illa gæti farið
fyrir bænum ef það kæmi annar
skjálfti. Hún sagði að hleðslur í
bænum hefðu aflagast og bólgnað,
Þór Magnússon hefði orðað það svo,
að komin væri ólétta í hleðslurnar.
„Við erum búin að hafa samband
við sýslumanninn," sagði Margrét,
„og munum gera honum grein fyrir
aðstæðum. Það þarf að kortleggja
nákvæmlega hvað er skemmt og
hversu miklar skemmdirnar eru, en
þær eru töluverðar."
Gerir Margrét ráð fyrir því að
bæta þurfi tjónið og sagði hún að
verið væri að kanna hvort Viðlaga-
trygging íslands myndi koma þar
að.
Bærinn á Keldum var sá eini sem
sendinefnd Þjóðminjasafnsins
skoðaði í gær enda sagðist Margrét
ekki vita til þess að aðrar minjar
hefðu farið iíla í jarðskjálftanum.
Bærinn er að stofni til frá 12. öld og
er notaður sem safn. Undanfarið
hefur verið unnið að endurgerð
hans og hafði verið ráðgert að smið-
ur Þjóðminjasafnsins væri þar á
staðnum í sumar. Bíður hans nú það
verkefni að meta betur hversu um-
fangsmikið verk það verður að end-
urhlaða veggi bæjarins.
„Svona hleðslur eru viðkvæmar
og þær þarf að endurhlaða reglu-
lega,“ sagði Margrét. „Og þegar
eitthvað þessu líkt gerist verður
það til þess að það þarf að endur-
hlaða mun fyrr en ella, það má
segja að þarna hafi mörg ár farið á
einu bretti.“
Skemmdir urðu við Oddakirkju í Rangárvallasýslu
Mannhæðarháir leg-
steinar féllu á hlið
ÞRIR mannhæðarháir legsteinar í
Oddakirkjugarði í Rangárvalla-
sýslu féllu á hliðina í skjálftanum
sem reið yfir Suðurland á laugar-
dag og beygðu við það járngrind-
verk sem liggur í kringum graf-
reitina.
Að sögn séra Sigurðar Jónsson-
ar, sóknarprests í Oddaprestakalli,
eru legsteinarnir sennilega mörg
hundruð kíló að þyngd og voru
upphaflega reistir í kirkjugarðin-
um á síðari hluta nítjándu aldar.
Fjórði legsteinninn sem stendur
við hliðina á hinum þremur stóð af
sér skjálftann en hann féll hins
vegar í óveðrinu í janúar 1991 og
var eftir það reistur við.
„Legsteinarnir fjórir stóðu í
þyrpingu og hafa alltaf verið svip-
miklir í garðinum,“ segir séra Sig-
urður.
í kirkjunni brotnaði Maríu-líkn-
eski og kertastjakar féllu en auk
þess riðluðust um tveggja metra
háar trépípur í orgelinu. Orgel-
hljómurinn er því ekki eins og
hann á að vera enda glopótt hljóð í
einni pedalröddinni. Viðgerð hefst
fljótlega.
Viðlagatrygging tekur einnig til skemmda á sumarhúsum
Hætta á að margir hafí
ekki tryggt innbúið
GERA má ráð fyrir að viðlagatrygg-
ing taki til sumai'bústaða eins og
annarra húseigna enda eru sumar-
bústaðir tryggðir lögbundinni
brunatryggingu. Hins vegar eru lík-
ur á að margir sumarhúsaeigendur á
Suðurlandi þurfi sjálfir að bera
kostnað af því tjóni sem kann að hafa
orðið á innbúi í jarðskjálftanum á
laugardag því hætt er við að margir
hafi látið hjá líða að kaupa frekari
tryggingar á húsin. Sveinn Guð-
mundsson, lögfræðingur og talsmað-
ur Landssambands sumarbústaða-
eigenda, segir að auk þess hafi mörg
tryggingafélaganna reynst treg til
að tryggja sumarbústaði.
Hermann Hermannsson, tjóna-
matsmaður hjá Sjóvá-Almennum,
sagðist ekki þekkja til neinna bú-
staða sem ekki væru með bruna-
tryggingu. Menn hefðu einfaldlega
ekkert val um það hvort þeir keyptu
brunatryggingu eður ei. Hitt væri
annað mál að misjafnt væri hvort
menn hefðu keypt tryggingar vegna
innbús. Sagðist Sveinn óttast að al-
gengt væri að menn létu það hjá líða.
Mörg tryggingafélög væru auk þess
treg til að tryggja sumarhús, bæru
þá fyrir sig fjölda þjófnaða og ónógs
eftirlits, auk þess sem vatnstjón
væru algeng í sumarbústöðum.
„Sjóvá-Almennar hafa að vísu lagt
dálítið upp úr því að bjóða trygging-
ai' í þessu umhverfi en önnur trygg-
ingafélög hafa ekki verið eins dugleg
og jafnvel hreinlega verið frábitin þvi
að tryggja sumarhús,“ sagði Sveinn.
Munu í framhaldinu efna til
könnunar á tryggingamálum
Lögreglunni á Selfossi og Hvols-
velli hafði í gær borist nokkur fjöldi
tilkynninga um skemmdir á sumar-
húsum á svæðinu. Var það þó mat
lögreglunnar að sumarhús hefðu
sennilega sloppið tiltölulega vel í
skjálftanum, enda gæfu timburhús
betur eftir en steinhús í jarðskjálfta.
Einhver hús hefðu þó gengið til og í
sumum tilfellum hefði undirstaða
þeiri'a skekkst.
Sveinn sagði marga hafa hringt á
skrifstofu Landssambands sumar-
húsaeigenda en samtökin hefðu þó
ekki enn fengið neina skýrslu um
stöðu mála og hann gæti því ekki
fullyrt um ástandið á sumarhúsum
almennt í kjölfar skjálftans.
Mikið er af sumarhúsum á Suður-
landi og sagði Sveinn að Landssam-
band sumarhúsaeigenda legði
áherslu á það við félagsmenn að þeir
tryggðu sumarhús sín vel. í mörgum
tilfellum væri um mikil verðmæti að
ræða, verðmæti sem fælust í húsinu
sjálfu, jarðeigninni, innbúi og þeirri
vinnu sem hefði verið lögð í gróður
og ræktun. Sveinn sagði engar heild-
arupplýsingar liggja fyrir um það
hversu margir tryggðu sumarhús sín
en hann kvaðst gera ráð fyrir að ráð-
ist yrði nú í slíka könnun í kjölfar
skjálftans á laugardag.
Morgunblaðið/Gíolli
Legsteinarnir eru sennilega mörg hundruð kfló að þyngd og voru upp-
haflega reistir á síðari hluta nítjándu aldar.