Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Dagskrá Lista-
sumars 2000
vikuna 19.
jum - 25.jum
- * tÁ4t&4***fvM-
AKU.Ki YRI 2000
17. júní-10. júlí
Samsýningin Skyttumar verð-
ur í Deiglunni, Kaupvan-
gsstræti 23. Listamennirnir
Guðmundur Oddm' Magnús-
son, Haraldur Ingi Haraldsson
og Kristján Steingrímur Jóns-
son sýna. Sýningin er opin dag-
lega kl. 14-18.
Listamaðurinn Joris Rade-
maker sýnir í Kompunni,
Kaupvangsstræti. Sýningin op-
in daglega til 5. júlí.
Þann 18. júní opnuðu tvær
sýningar í Minjasafninu á Ak-
ureyri: Eyjafjörður frá önd-
verðu og Akureyri, bærinn við
Pollinn.
NOVU 2000 stendur til 22.
júní
Alþjóðleg Leiklistarhátíð
mun standa yfir 21.-25. júní.
Ein stærsta leiklistarhátíð sem
haldin hefur verið hér á landi
og stærsti leiklistarviðburður á
Islandi á árinu. Samtals 11
leiksýningar, 3 erlendar og 8
innlendar víðs vegar um bæinn.
Sex leiksmiðjur starfræktar og
hátíðarklúbbur þar sem leikfé-
lög sjá um atriði. Götuleikhús
og uppákomur af ýmsu tagi.
Bókmenntavaka verður í
Deiglunni þann 23. júní kl.
20.30.
Fjögur brottflutt akureyrsk
ljóðskáld halda upplestur sem
ber yfirskriftina Heiman og
heim.
Jónsmessutónleikar kórs
Glerárkirkju í Glerárkirkja kl.
22.
Þann 24. júní opnar Sig-
tryggur Bjarni Baldvinsson
sýningu á efri hæð í Ketilhúsi
kl. 16 og Tinna Gunnarsdóttir í
forstofu Deiglunnar á sama
tíma. Fyrri sýningin stendur til
16. júlí en sú seinni allt sum-
arið.
Gjörningurinn Mörk verður
íluttur í Deiglunni kl. 20.30 um
kvöldið. Flytjendur eru Anna
Richards, Arna Valsdóttir,
Wolfgang Saar og Karl Peter-
sen.
Það verður leikinn Jazz í
Deiglunni þann 25. júní kl. 22.
Sigurður Flosason leikur á
saxófónn, Pétur Östlund á
trommur og Þórir Baldursson á
hammondorgel.
Morgunblaðið/BFH
unni við glæsilegar veitingar og
Iíflegan hljóðfæraleik. Að lokum
var gengið í blíðuveðri heim á
kirkjuhólinn þar sem opnuð var
sýning Mývatnssafns í gamla fjós-
inu, á munum, myndum og text-
um úr Mývatnssveit fyrri tíðar.
Fjögur hótel eru nú rekin í
Mývatnssveit, þar af 2 á Skútu-
stöðum og 2 í Reykjahlíð. Samtals
eru þau með 179 rúmum. Gisti-
heimili eru 7 með 294 rúmum.
SLÁTTUR er hafinn á nokkrum
bæjum í Eyjafirði. Spretta hefur
tekið vel við sér síðustu daga eftir
vætukafla síðustu viku og er nú að
verða allgóð. Hörður Snorrason
Sláttur hafinn í Eyjafirði
bóndi í Hvammi í Eyjafjarðarsveit á þessu sumri en hann hefur slegið
var með þeim fyrstu til að byrja slátt nokkuð á heimatúni. Þegar ljós-
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
myndari átti leið um var hann í óða
önn að slá tún við Kropp en hann
hefúr nýlega fest kaup á þeirri jörð.
Alls sagðist hann þurfa að heyja á
milli 60 til 70 hektara á þessu sumri.
Skólameistari Menntaskólans
á Akureyri um búseturöskun
TRYGGVI Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, gerði
búseturöskun á Islandi að umtals-
efni í ræðu sinni við skólaslit og
sagði stjórnvöld lengi hafa reynt að
sporna við fólksflóttanum á lands-
byggðinni. Búferlaflutningar hefðu
staðið alla þess öld og ekki væri séð
fyrir endann á, enda ynni margt
gegn dreifðri byggð í landi. í
Evrópu hefði þessi þróun staðið yfir
í 500 ár og afleiðingin væri breyting
á atvinnuháttum og viðhorfi.
„Enginn - ekkert virðist fá
spornað við þessari þróun og tel ég
að stjómvöld og almenningur verði
að fara að horfast í augu við þá
staðreynd og vinna að því að snúa
þessum breytingum á þjóðfélaginu
til góðs og bæta fólki, sem á enga
sök á þróun mála, tjón sitt og missi
með sértækum stjórnvaldsaðgerð-
um. Mætti annaðhvort nota auknar
tekjur ríkissjóðs til þess að greiða
þessar skuldir við almenning í land-
inu ellegar taka af væntanlegu fisk-
veiðigjaldi, sagði Tryggvi.
Hann nefndi að í umræðu um
byggðaþróun hefði því verið haldið
Fólki verði bætt tjón sitt með
sórtækum stj’órnvaldsaðgerðum
fram að menning íslendinga sé
inga
borgarmenning. Menning Islend-
inga gæti hins vegar ekki verið
borgarmenning, því hér væri engin
borg heldur ofvaxið sveitaþorp sem
héti Reykjavík. „Til þess að hrista
af sér sveitina eftir þúsund ár þarf
líka lengri tíma en eina öld og
menning lands, þar sem meginhluti
fólks er kominn úr sveit í annan eða
þriðja ættlið, er ekki borgarmenn-
ing. Auk þess getur menning þjóðar
aldrei orðið borgarmenning nema
öll þjóðin sé í einni borg - og þegar
svo er komið, að allir búa í einum
stað - er menningin orðin fátækra-
menning því það land er fátækt sem
ekki á sér fjölbreytta byggð og
ólíka búsetu, sagði Tryggvi.
Borgarmenning gengur úr
sér á þremur mannsöldrum
Hann sagði hinu ekki að neita að
höfuðborgarsvæðið væri stærsta
höfuðborgarsvæði í heimi. Á svæð-
inu sem næði nær austan frá Þjórsá
að Hvítaá í Borgarfirði byggju um
200 þúsund manns, eða nær þrír
fjórðu hlutar landsmanna. „Ekkert
höfuðborgarsvæði getur mælt sig
við þetta höfuðborgarsvæði og ef
svo fer fram sem horfir munu um
90% landsmanna búa á þessu lands-
væði að 30 árum liðnum.
Það er óvænlegt að Stór-Reykja-
vík endi sem eina byggðin á Islandi.
Borgríki verður ekki aleinasta ein-
hæft, einsýnt, sjálfhverft og sjálf-
umglatt, eins og löngu er orðið um
Reykjavík, heldur getur ekkert
borgríki lifað án landsbyggðar. Að
öðrum kosti gengur borgarmenn-
ingin úr sér á þremur mannsöldr-
um. Af þeim sökum ættu stjórnvöld
og stofnanir ríkisins að taka upp
nýja stefnu, horfast í augu við stað-
reyndir, bæta fólki tjón sitt og fara
að efla byggðakjarna annars staðar
en á höfuðborgarsvæðinu.
Hins vegar er ekki unnt að halda
öllu landinu í byggð eins og menn
vildu fyrir 50 árum,“ sagði skóla-
meistari.
VINNUST0FA I LISTAGIU
AKUREYRI
Gilfélagið á Akureyri auglýsir eina vinnustofu í
Listagili lausa til afnota fyrir listamann. Vinnustof-
an er 41 fermetri að stærð og er eitt herbergi.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 28. JÚNÍ.
Umsóknir skal senda á skrifstofu Gilfélagsins á Akureyri,
Kaupvangsstræti 23, pósthólfi 115, 602 Akureyri,
s. 461 2609, fax 461 2928, netfang listagil@nett.is
Sel-Hótel
Mývatn
opnað
Á SKÚTUSTÖÐUM var mikil
veisla föstudaginn 16. júní og
fagnað merkum áfanga í upp-
byggingpi ferðaþjónustu í Selinu
sem margir þekkja.
Þau Sigrún Jóhannsdóttir og
Kristján Yngvason hófu rekstur
smáverslunar í íbúðarhúsi sínu á
þessum stað 16. júní 1973 og
seldu þá m.a. ferðamönnum pyls-
ur og fleiri skyndirétti. Smám
saman hefur verið aukið við
reksturinn og byggingar stækk-
aðar, nú var það 6. áfanginn og
sá langstærsti til þessa, glæsilegt
hótel á 3 hæðum með 35 her-
bergjum, 29 tveggja manna og 6
eins manns herbergjum, fyrir var
veitingasalur, skyndibitastaður
og verslun ásamt alhliða ferða-
þjónustu.
Sóknarpresturinn sr. Ornólfur
mm
J. Ólafsson blessaði mannvirkið
og starfsemina.
Yngvi Ragnar Kristjánsson,
hótelstjóri, flutti ræðu þar sem
hann fór yfír sögu fyrirtækisins,
Halldór Blöndal, Bryndís fvars-
dóttir og Tómas Ingi Olrich
fluttu ávörp en veislustjóri var
Jóhannes Sigmundsson í Syðra-
Langholti.
Mannfjöldi, bæði Mývetningar
og lengra að komnir gestir, fagn-
aðiþessum áfanga með fjölskyld-