Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skóflu- stunga tekin að stækkun íþróttahúss Vestmannaeyjum - Laugardaginn 17. júní sl. var tekin skóflustunga að stækkun iþróttahússins í Vest- mannaeyjum. Það voru fulltrúar aðildarfélags ÍBV ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra og Birgi Sveinssyni, varaformannai ÍBV, sem tóku skóflustunguna í blíðskaparveðri á þjóðhátíðardaginn. Fulltrúar félaganna voru Guðni Davíð Stefánsson frá Ægi, Eva Brá Barkardóttir frá Golfklúbbi Vest- mannaeyja og Margrét Lára Viðarsdóttir. ŒkZdmr Morgunblaðið/Sigurgeir Grindavík > -------------- Uthlutun lóða í nýju hverfí Grindavík - Það var fjölmenni sem mætti á bygginganefndarfund í Grindavík enda lóðalottó í gangi. Slík var ásóknin í sumar lóðirnar að draga þurfti um hver fengi hvaða lóð. Alls var úthlutað 29 lóðum á þess- um fundi af 52 lóðum í nýju bygg- ingahverfi. Lóðin sem var vinsælust voru 9 umsækjendur um hana og að sögn Sigurðar Agústssonar, for- manns bygginganefndar, er þetta harla óvenjulegt. „Það fór meira en helmingur lóðanna á fyrsta fundi í þessu nýja hverfi. Nú er unnið hörð- um höndum að nýju aðalskipulagi fyrir Grindavík. Næsta hverfi sem verður deiliskipulagt verður austan Víkurbrautar, þannig að byggðin fer í austur í átt til Þórkötlustaða," sagði Sigurður. Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Kjartan Adólfsson, ritari byggingarnefndar, dregur nafn úr körfubolta- bikar að viðstöddum umsæiqendum. Fróði opnar deild á Egilsstöðum Egilsstöðum - Fróði hf., tímaritaút- gáfa, hefur opnað deild á Egilsstöð- um og ráðið til starfa sölufólk í tíma- ritaáskrift. Búið er að leigja húsnæði undir starfsemina og sölufólk hefur þegar tekið til starfa eftir að hafa verið undirbúið í grunnatriðum sölustarfa. Deildin er útibú sölu- og þjónustu- deildar fyrirtækisins og auk sölu í tímaritaáskrift mun starfsfólkið selja stærri verk sem fyrirtækið gef- ur út. Helstu tímarit Fróða eru Nýtt líf, Mannlíf, Hús og híbýli, Gestgjaf- inn, Vikan og Séð og heyrt. Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Fróða, sagði verkefni þetta vera til- raun sem metin verður eftir eitt ár. Deildarstjóri Fróða á Egilsstöðum er Aðalsteinn Hákonarson. Óvenjulegt hreiðurstæði skógarþrastar á Blönduósi Lada Sport varð fyrir valinu leg hegðun þrastarins í hvert skipti sem hann hreyfði bflinn. Ungarnir urðu tveir og ákvað Unnar að að hvfla bflinn uns ungarnir væru komnir á legg. „Maður verður að koma fjöl- skyldunni á legg áður en maður fer út að aka,“ sagði Unnar Sæmundur nokkuð sáttur við nýja nágranna. fSk. sstjK^Sí Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ekki virðist koma að sök þótt þrastarhreiðrið sé á bflvél. Blönduósi - Unnar Sæmundur Friðlaugsson var heldur betur undrandi þegar hann áttaði sig á því að skógarþröstur hafði verpt undir vélarhlífinni á Lödu Sport bifreið hans. Hann uppgötvaði þetta ekki fyrr en þrösturinn tók á móti hon- um eftir eina ökuferðina á bflnum. Fuglinn hoppaði strax upp á vinstra framhjól Lödunnar og kom sér inn í vélarrúmið og lagðist á eggin. Unnar Sæmundur sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði að minnsta kosti farið þrisvar sinnum á bflnum út í bæ eftir að fuglinn hefði verpt án þess þó að vita af hreiðrinu. Eftir að han fann hreiðr- ið rifjaðist upp fyrir honum undar- Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Unnar Sæmundur Friðlaugsson virðir fyrir sér hreiðrið sem þröstur hafði búið sér undir vélarhlíf Lödu-bifreiðar hans. Fyrsta áfanga sigling- ar íslendings lokið Stykkishólmi - Víkingaskipið ís- lendingur sigldi inn í höfnina í Stykkishólmi um klukkan 14 hinn 18. júní. Siglingin hófst frá Reykjavík 17. júní og var lagt af stað kl. 16 og tók siglingin til Stykkishólms 22 tíma. Veðrið á leiðinni var á köflum of gott. Fyrri hluta leiðarinnar var vindur hægur og var siglt undir segl- um og gekk skipið um 4 sjómílur en eftir miðnætt gerði logn og var grip- ið til þess ráðs að setja vél bátsins 1 gang og var siglt undir vélarafli það sem eftir var leiðinnar og var gangur þess um 8 sjómflur. Bæjarbúum hefur gefist kostur á að skoða skipið og vekja tveir úr áhöfn skipsins athygli unga fólksins, en það eru tveir hrafnar sem munu aðstoða við að rata rétta leið yfir Atl- antshafið. Víkingaskipið fór héðan til Búðar- dals í gær, þriðjudag, og þaðan mun siglingin yfir Atlantshafið hefjast og verður fyrst haldið til Grænlands eins og Eiríkur rauði gerði fyrir meira en 1000 árum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Sölufólk Fróða á Egilsstöðum var bjartsýnt á að ný deild á Egilsstöðum skilaði þeim árangri sem vænst er til. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Víkingaskipið íslendingur siglir inn í Stykkishólmshöfn og þar með lauk fyrsta áfanga og gekk siglingin frá Reykjavík vel. Leitin að íþróttaálfínum Bolungarvík - Íþróttaálfurinn týnd- ist í Bolungarvík nýlega og hófu fjölmargir bæði fullorðnir og böm leit að honum uppúr hádegi sl. laugar- dag, í formi ratleiks. Þátttakan var mikil og sýndi að Bolungarvík er ekki „Latibær". íþróttaálfurinn fannst svo nokkru síðar þar sem hann var við íþróttaiðkun sína í íþróttahúsinu Ár- bæ. Þegar íþróttaálfurinn var fund- inn dreif hann leitarfólkið með sér út í góða veðrið og hélt uppi stífum leik- fimisæfingum í góðan klukkutíma. Hér var um að ræða hluta úr einni af þeim heilsudagskrám sem efnt verður til öðru hverju allt þetta ár undir slagorðinu „Bolungarvík heilsubær á nýrri öld“. Af því tilefni var Magnús Seheving í heimsókn í Bolungarvík þar sem hann hélt fræðslufundi íyrir unga Morgunblaðið/Gunnar Hallsson íþróttaálfurinn í góðum félagsskap hressra krakka frá Bolungarvík. sem aldna, auk þess að bregða sér í hlutverk íþróttaálfsins sívinsæla. Dagskránni lauk svo með grill- veislu í góða veðrinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.