Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Við kirkjudyr var þröngt á þingi.
Morgunblaðið/BFH
Fyrsta guðsþjónustan
í elstu kirkjunni
Mývatnssveit. Morgunblaðið
ÞAÐ var milt og gott veður í
Dimmuborgum eftir hádegi síð-
asta sunnudag og fólk í litklæðum
setti svip á stórbrotið landslagið.
Skógurinn er loks kominn í sum-
arskrúða og ilmur í vitum eftir
smáskúrir morgunsins.
Kl. 14 höfðu um 100 manns
safnast saman í kirkjunni sem
flestir vilja skoða í Borgunum. I
hvclfingunni miðri stóð sóknar-
presturinn Sr. Örnólfur J Ólafs-
son ásamt listamönnunum Sigurði
Snorrasyni, Óskari Ingólfssyni,
Kjartani Óskarssyni, en allir eru
þeir blásarar í Sinfóníunni og
Margréti Bóasdóttur, sópran-
söngkonu frá Vogum í Mývatns-
sveit. Hún er upphafsmaður og
aðalhvatamaður að þessari athöfn
svo sem mörgu öðru á menning-
arsviði hér við Mývatn.
Þarna fór nú fram guðsþjón-
usta, með hljóðfæraleik, einsöng
og almennum söng og sannaðist
það sem fyrir löngu hefur eflaust
gefið staðnum nafn að þetta er
hin ákjósanlegasta hljómleikahöll
með hvelfingu sem ekki gefur eft-
ir frægum kirkjum stórþjóða, en
vissulega mætti með tiltölulega
einföldum lagfæringum bæta að-
gengi og aðstöðu á þessum stað.
Guðsþjónustan var látlaus en há-
tíðleg og ekki löng. Einkar gríp-
andi var söngur Margrétar á
texta úr Lilju; Almáttugur Guð
allra stétta við fornt íslenskt lag.
Þetta mun vera fyrsta kirkjuat-
höfnin í þessari langelstu kirkju
landsins. Að athöfn lokinni hurfu
kirkjugestir út milli kletta og
birkihríslna en eftir stóð kirkjan
þögul og bíður næstu athafnar.
Vonandi verður það skemmri bið
en þau 2000 ár sem liðin eru frá
hamfórum þeim sem skópu
Dimmuborgir.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Við hátíðarmessuna í Odda rigndi jafnt á réttláta sem rangláta en sumir
voru heppnari en aðrir að hafa tekið með sér regnhlíf.
Knstnihátíð í Rangár-
vallaprófastsdæmi
Hellu - Aðalhátíð Rangárvalla-
prófastsdæmis í tilefni 1000 ára
kristnitöku var haldin á hvíta-
sunnudag í Odda og á Hellu. Há-
tíðarmessa var haldin utandyra í
trjálundi við Oddakirkju, en svo
óheppilega vildi til að skömmu fyr-
ir messu fór að rigna, en kirkju-
gestir létu það ekki á sig fá og
tóku þátt í helgihaldinu í ausandi
rigningu.
Við athöfnina þjónaði sóknar-
prestur Oddakirkju, sr. Sigurður
Jónsson, fyrir altari, sr. Sigurður
Sigurðsson prédikaði og sameinað-
ir kirkjukórar Oddaprestakalls
sungu, auk þess sem fermingar-
börn sem fermdust annan í hvíta-
sunnu tóku þátt í athöfninni.
Fjöldi manns gekk til altaris og
mun vafalaust minnast þessarar
sérstöku regnmessu um langa
hríð. Að lokinni messunni var flutt
vegleg hátíðardagskrá í hinu nýja
og glæsilega íþróttahúsi á Hellu,
auk þess sem kvenfélagskonur sáu
um að reiða fram kaffi og tertur í
boði héraðsnefndar Rangárvalla-
sýslu. Forseti íslands, hr. Ólafur
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Forseti íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, var viðstaddur há-
tíðarhöldin í Odda og á Hellu.
Ragnar Grímsson, flutti ávarp, en
síðan mátti fá smjörþefinn af
blómlegu menningar- og tónlistar-
starfi íbúa sýslunnar, m.a. einsöng,
tvísöng, tónlistar- og leikatriði,
auk þróttmikils söngs sameinaðra
kirkjukóra vestursýslunnar og
stúlknakórs Þykkvabæjar.
Umhverfísstefna mótuð
í Borgarfjarðarsveit
Reykholt - Almennur fundur var
haldinn á vegum umhverfisnefndar
Borgarfjarðarsveitar fyrir helgi.
Þar voru kynnt og rædd umhverf-
ismál sveitarinnar og aðalskipulag
sem er í vinnslu.
Eins og víða annars staðar er
markviss umhverfisstefna nú óðum
að taka á sig mynd í Borgarfjarð-
arsveit. Sem aðili að Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, tekur sveit-
arfélagið þátt í samstarfsverk-
efninu Staðardagskrá 21 og hefur
umhverfisnefnd með höndum
framkvæmd þessara mála, en for-
maður hennar er Þórunn Reykdal.
Björg Gunnarsdóttir hefur verið
ráðin tímabundið sem verkefnis-
stjóri Staðardagskrár í sveitarfé-
laginu.
Hreinsunarátak hefur verið í
sveitinni undir yfirskriftinni „Ný
sveit - hrein sveit“ og hafa um 60
tonn af brotajárni verið sótt á bæi,
ásamt rúllubaggaplasti sem sótt er
tvisvar á ári. Verið er að vinna að
endurskiplagningu á gámastöðvum
og verða sett upp fimm gáma-
svæði: á Hvanneyri, í Reykholti,
Árbergi, Bæjarsveit og Brautar-
tungu. Þessi uppsetning hefst
næsta sumar og á að vera lokið á
næsta ári. Sú nýbreytni var einnig
tekin upp sl. haust að veita árlega
umhverfisverðlaun fyrir snyrti-
mennsku á bæjum í sveitinni.
Móttaka rafgeyma er á fjórum
stöðum, við bæina Arnheiðarstaði,
Vélabæ, Skarð og Jörva. Á Hvann-
eyri er lifrænum úrgangi safnað í
sk. moltu til jarðgerðar og fyrir-
hugað er hefja kennslu í umhverf-
ismálum, sem sérverkefni, í Anda-
kílsskóla nú í haust.
Meðal annarra verkefna má geta
þess að nýlega var tekin í notkun
ný kaldavatnsveita á Kleppjárns-
reykjum og að verið er að leggja
bundið slitlag á götur í Reykholti.
Einnig er verið að vinna að gerð
aðalskipulags.
Staðardagskrá 21 er samþykkt
sem felur í sér að virkja fólk og
gera það sér meðvitandi um mál-
efni sjálfbærrar þróunar. Verkefn-
ið hófst í október 1998 og mund
standa yfir til áramóta. Samkvæmt
kjörorði umhverfisráðstefnunnar í
Ríó „hugsaðu hnattrænt, fram-
kvæmdu heimafyrir" er þetta meg-
ininntakið í þessari vinnu. Að hver
lítil eining sé órjúfanlegur hluti af
stærri heild í umhverfismálum.
Morgunblaðið/Sigríður
Þátttakendur í umræðum á fundi umhverfísnefndar njóta kvöldblíðunn-
ar í kaffíhléi: Rfkharð Brynjólfsson oddviti, Auður Sveinsdóttir lands-
lagsarkitekt, Auður Lilja Arnþórsdóttir, varaform. umhverfísnefndar,
Stefán Gíslason, verkefnissijóri Staðardagskrár 21 á landsvísu, Björg
Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Staðardagskrár í Borgarfjaröarsveit,
Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri og Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
Alþýðutónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna!
Kl. 18.00 Kl. 00.30 Dansleikur
Hátíðin sett og hljóðfærum pakkað upp. HljÓmSVeÍtín
Tilraunabandið hefur æfingar. /.,
mo\/n rmr
Kl. 19.00
Grill og góð stemmning
Kl. 21.00 Tónleikar
Gulli Og Maggi (frá Ólafsfirði
Tamóra
Ólafur Þórarinsson (Labbi í
KK og Magnús Eiríks
Kl. 16.00
Kaffitímatónlist
með Tilraunabandinu.
Kl. 17.00
Barnahornið
Kí. 18.00
Grill og
góð stemmning
Kl 21.00 Tónleikar
Perluvinir (Kvartett úr Gnúpverjahreppi)
Ingvar Valgeirsson trúbador
Gulli Og Maggi (frá Ólafsfirði)
Blátt áfram
Jón á Kirkjulæk
Ólafur Þórarinsson
Bubbi "eftirherma"
Tilraunabandið o fl.
Kl. 00.30 Dansleikur
Hljómsveitin Mávarnir