Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hilmar Thors, forstöðumaður rekstrarsviðs Samlífs, Ólafur Haukur Jðns- son framkvæmdastjóri, Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri hugbún- aðarsviðs Nýherja, og Hinrik Hansen, hópstjóri SAP-lausna hjá Nýherja. Samlíf semur við Nýherja SAMLÍF - Sameinaða líftrygginga- félagið hf. hefur samið við Nýherja hf. um uppsetningu á mySAP.com viðskiptahugbúnaðinum. Samlíf mun til að byrja með nýta fjárhags- og söluhluta kerfisins fyrir starfsemi sína bæði á sviði fjármála og trygg- inga. Áformað er að sérhæfðar tryggingalausnir SAP verði teknar í notkun á síðari stigum. í fréttatilkynningu kemur fram að um sé að ræða nýja kynslóð hug- búnaðarlausna frá SAP sem nú er seld og markaðssett undir nafninu mySAP.com og kom á markað á síð- asta ári. Kjami þessarar útgáfu er SAP R/3 viðskiptahugbúnaðurinn, ásamt fjölda nýrra lausna m.a. á sviði stjómunar viðskiptatengsla, Internetsins, lófatölvutenginga, netviðskipta, stjórnunarupplýsinga og einstaklega notendavænu viðmóti skjámynda. Viðskiptahugbúnaðurinn frá SAP hefur notið mikilla vinsælda um all- an heim og er markaðshlutdeild hans nú um 40% í Evrópu. Þegar er um ein milljón notenda komin með hina nýju mySAP.com útgáfu í notk- un. Uppsetningin hjá Samlífi verður fyrsta uppsetning þessa nýja hug- búnaðar á íslandi en fyrir em upp- setningar af forvera hans, SAP R/3 sem hefur verið settur upp hjá fimm fyrirtækjum hér á landi. Samningurinn kveður á um að SAP ráðgjafar Nýherja muni vinna í nánu samstarfi við starfsfólk Samlífs við uppsetningu kerfisins. „Markmið Samlífs með kaupum á kerfinu er að geta þjónað viðskiptavinum sínum enn betur á komandi ámm og skapa gmndvöll fyrir áframhaldandi vöxt fyrirtækisins með staðlaðri en sveigjanlegri hugbúnaðarlausn," segir í fréttatilkynningunni. Samlíf er stærsta líftryggingafé- lag landsins, með um helmings markaðshlutdeild í hefðbundnum líftryggingum. Á undanförnum ár- um hefur áhersla félagsins beinst í auknum mæli að frjálsum sparnaði. Annað stærsta fjöl- miðlafyrirtæki heims París.AFP. VTVENDI borgar 34 milljarða bandaríkjadala fyrir kanadíska fyr- irtækið Seagram. Upphæðin sam- svarar 2.550 milljörðum íslenskra króna. Tilkynnt var um samninginn í gær eftir að stjómir fyrirtækjanna höfðu samþykkt hann á fundum sín- um um helgina. Sameinað fyrirtæki Vivendi, Seagram og Canal Plus, sem nefnt hefur verið Vivendi Uni- versal, verður annað stærsta fjölm- iðlafyrirtæki heims, á eftir samein- uðu fyrirtæki AOL og Time Warner. Sameinaðar tekjur nýja fyrirtæk- isins samsvara rúmum 4.100 millj- örðum íslenskra króna og verða hlutabréf þess skráð í kauphöllum í París, New York og Toronto. Mark- aðsvirði sameinaðs íyrirtækis verður yfir 100 milljónir evra eða um 7.300 milljarðar króna. Bæði Vivendi og Seagram eiga sér langa sögu, Vivendi hefur löngum selt vatn og Seagram aðra drykki. Þessi starfsemi verður færð undir sérstakt fyrirtæki en kjamastarf- semi Vivendi Universal verður á sviði fjölmiðla og fjarskipta. Jean-Marie Messier, forstjóri Viv- endi mun starfa sem stjórnarfor- maður nýja íyrirtækisins, og Edgar Bronfman, forstjóri Seagram, verð- ur varaformaður stjórnar, ásamt því að veita tónlistar- og netdeild nýja fyrirtækisins forstöðu. Samkvæmt samningnum mun Vivendi greiða 0,7 hluti í Vivendi fyr- ir hvern hlut í Seagram að verðmæti 77,3 dollarar. Verð hlutabréfa í Viv- endi lækkaði um 4,1% eftir að til- kynnt var um samninginn í gær og verð bréfa í Canal Plus um 11,3%. Samningurinn tekur ekki til úti- standandi skulda Seagram. Vivendi á nú 49% í Canal Plus en mun sam- kvæmt samningnum yfirtaka nær allai- eignir þess með því að greiða tvo hluti í Vivendi fyrir hvern hlut í Canal Plus. Vivendi mun þó ekki taka yfir allan sjónvarpsrekstur Canal Plus í Frakklandi. Úrvalsvísital- an hækkaði Rekstur KEA betri en í fyrra REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga batnaði töluvert á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrartap móður- félagsins nam einni milljón króna, samanborið við 114 milljónir í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 44 milljónum króna, en það var neikvætt um 37 milljónir króna í fyrra. Eiríkur S. Jó- hannsson, kaupfélagsstjóri, segir þessa afkomu viðunandi og bera því vitni að verið sé að snúa rekstrinum við. Þetta óendurskoðaða bráða- birgðauppgjör var lagt fram á fram: haldsaðalfundi KEA á mánudag. I því kemur einnig fram að samstæða Kaupfélags Eyfirðinga sýndi 482 milljóna króna hagnað fyrstu fjóra mánuði ársins, samanborið við 103 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Inni í þeiiTÍ tölu er söluhagn- aður KEA af hlutabréfum í Húsa- smiðjunni fyrr á þessu ári, en hann nam hálfum milljarði króna. I uppgjörinu kemur fram að veltu- fjárhlutfall móðurfélagsins er 1,1, samanborið við 0,94 um áramótin. Eiginfjárhlutfall er 24%, en var 21% um áramótin, nettóskuldir námu 4.593 milljónum samanborið við 5.283 milljónir um áramótin og eigið fé var 2.923 milljónir, miðað við 2.496 milljónir 31. desember. Sú eigin- fjáraukning er að mestu vegna fyrr- nefnds söluhagnaðar. HLUTABRÉF hækkuðu umtalsvert í verði á Verðbréfaþingi íslands í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,11% og er 1.552 stig. Bréf Vinnslu- stöðvarinnar hækkuðu mest, um 8,3%, bréf Flugleiða hækkuðu um 6,2% og bréf Landsbankans um sama hlutfall. Bréf annarra banka hækkuðu einnig, Búnaðarbanka um 4,4% og Íslandsbanka-FBA um 2,1%. Bréf Skýrr lækkuðu mest, um 6,7%. Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu alls 1.398 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 196 millj- ónir og húsbréf fyrir tæpar 295 millj- ónir. Mest viðskipti með hlutabréf voru með hlutabréf Búnaðai’bankans fyrir tæpar 38 milljónir, hlutabréf Samherja fyrir tæpar 30 milljónir og með hlutabréf Islandsbanka-FBA fyrir rúmar 29 milljónir. Yfir 17 milljónir afgreiöslustaöa um allan heim Láttu Ijós þitt skína!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.