Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 26
26 MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Daglega lífið í Kosovo er aftur komið í sinn gamla farveg og ýmiss konar uppbygging hefur átt sér stað þdtt atvinnuhættir séu enn víða fornlegir.
„ Stj órnarskrá“ Kosovo
eflir Jonathan Schell
© Project Syndicate
í Kosovo má nú, þegar rúmt ár er
liðið frá sprengjuárásum NATO,
hvarvetna líta endurnýjun: Hús
eru gerð upp; verslanir hafa verið
opnaðar á jarðhæðum bygginga
sem eyðilögðust í stríðinu; menn-
ingar- og listalíf blómstrar og
mikil gróska er í fjölmiðlaheimin-
um. Á einu sviði þjóðlífsins hefur
þessi kraftur endurnýjunar ekki
náð að hafa áhrif - stjórnmála-
sviðinu. Stjómmál héraðsins eru í
fullkominni óreiðu, sem má að ein-
hverju leyti rekja til reynsluleysis
stjórnmálaflokkanna í Kosovo en
hefur aðallega komið til vegna af-
leiðinga samþykktar Sameinuðu
þjóðanna nr. 1.244, sem er um
þessar mundir notuð sem eins
konar stjórnarskrá fyrir Kosovo.
I þessu skjali er haldið fast við
þá firru að Kosovo skuli vera
„undir yfirráðum“ „Sambandsrík-
is Júgóslavíu“. Sendinefnd Sam-
einuðu þjóðanna í Kosovo (UN-
MIK) á, eins og það er orðað í
samþykktinni, að sjá til þess að
Kosovo hafi „talsverða sjálfstjórn"
en jafnframt skuli tekið „fullt tillit
til yfirráða Sambandsríkis Júgó-
slavíu og haldið í óbreytta heildar-
skipan svæðisins". Þegar það er
haft í huga að það var Júgóslavía,
undir stjórn ákærðs stríðsglæpa-
manns, Slobodans Milosevics, sem
gerði tilraun til þess að útrýma
albanska meirihlutanum í Kosovo,
þá sýnist þetta skilyrði áþekkt því
að manni væri skipað að stökkva
tíu fet upp í loftið en taka um leið
með í reikninginn nauðsyn þess að
vera með báða fætur á jörðinni.
Ákvæðið var tekið upp til þess
að þóknast þeim ríkisstjómum
sem hafa áhyggjur af því að
ákveðin landsvæði innan sinna
vébanda slíti sig í burtu frá ríkinu,
t.d. Tsjetsjnía í Rússlandi og Tíb-
et í Kína. En það brýtur algerlega
í bága við almenna skynsemi, ef
ekki alþjóðalög, sem gengur út frá
því að það ríki sem gerir tilraun til
að útrýma þjóðarbroti hljóti að
glata yfirráðum yfir því - að ríkis-
stjórn sem fremur þjóðarmorð
geti ekki á sama tíma krafist þess
að ráða yfir þeirri sömu þjóð.
UNMIK-sendinefndin var að
sjálfsögðu ekki sett á fót til þess
að hlýða skipunum Slobodans Mil-
osevics, og gerir það reyndar ekki,
en ósamkvæmni í samþykkt 1.244
kemur samt sem áður í veg fyrir
að hægt sé að mynda virkt stjórn-
kerfi í Kosovo. Sem dæmi um af-
leiðingar þessa ósamræmis má
nefna einkavæðingu í efnahagslíf-
inu, sem áður var rekið eftir
sósíalískri stefnu. Samkvæmt
stjórnarskrá Júgóslavíu frá 1974,
sem sendinefndin notar ennþá í
endurskoðuðu formi til bráða-
birgða, er allur iðnaður „í eigu“
þingsins. (í raunveruleikanum var
Kommúnistaflokkurinn vitanlega
við stjórn.) En í Kosovo er ekkert
þing, heldur aðeins í Júgóslavíu
(þ.e. Serbíu). Tæknilega séð ætti
því það fjármagn sem skapast
vegna einkavæðingar í Kosovo að
ganga til Serbíu. Sendinefndin
hefur þó varla í hyggju að senda
Milosevic peninga; samt sem áður
getur hún ekki stofnað þing í
Kosovo, svo er fyrir að þakka
samþykkt 1.244.
Afleiðingarnar eru lagalegt
millibilsástand. Ajri Begu, yfir-
maður bankans sem sér um
greiðslur og millifærslur og for-
maður stjórnarnefndar UNMIK
um efnahagsmál, lýsir ástandinu
með eftirfarandi orðum: „Um leið
og stríðinu lauk lifnaði allt við hér.
En nú er svo komið að við höfum
gert allt sem venjulegir borgarar
geta gert og þurfum orðið á
stjórnvöldum að halda, sem sett
geta reglur um fjárfestingar.“
En samkvæmt samþykkt 1.244
er útilokað að liægt sé að stofna
sérstakt ríki í Kosovo. Kosovo er
algerlega nýtt fyrirbæri: ríkis-
laust ríki, sem alþjóðlegar stofn-
anir hafa komið á fót. Þar má
finna allar tegundir stjórnmála-
afla: Frjáls félagasamtök, alþjóð-
legar stjórnarstofnanir og allt lit-
róf stjómmálaflokka. En það sem
Kosovo þarf mest á að halda, þ.e.
stjórn, er því neitað um.
Þannig að allar reglur og að-
ferðir eru fundnar upp um leið og
þeirra er þörf. En því miður er
það ekki aðeins sendinefnd Sam-
Kosovo er algerlega
nýtt fyrirbæri: ríkis-
laust ríki, sem al-
þjóðastofnanir hafa
komið á fót
einuðu þjóðanna sem það gerir,
heldur einnig alls kyns glæpa-
menn, bæði alþjóðlegir og inn-
lendir, sem nýta sér af kostgæfni
það lagalega tómarúm sem mynd-
ast hefur. Glæpamennirnir sér-
hæfa sig í eiturlyfjasölu og smygli,
og nýlega hafa þeir tekið upp
verslun með konur. Spillingin er
svo mikil að hún gæti orðið regla
fremur en undanteking frá reglu-
nni, eins og liggur við að gerst
hafi í Rússlandi.
I október næstkomandi verða
haldnar sveitarstjórnarkosningar
í Kosovo. Hvaða völd, getu og úr-
ræði borgarstjórarnir sem kosn-
ingu hljóta koma til með að fá eft-
ir þær er á huldu. Hvernig sem
reglurnar sem sendinefndin setur
verða, þá mun þær alltaf skorta
það lögmæti sem stjórnarskrá
Kosovo hefði. UNMIK-stjórnun
getur ekki verið lýðræðisleg,
hversu góður ásetningur sem ligg-
ur henni að baki.
íhlutun Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo getur því aðeins heppnast
að raunverulegri pólitískri starf-
semi sé komið á. Sendinefnd Sam-
einuðu þjóðanna í Kosovo getur
starfað af mun meira áræði en
fram að þessu í því skyni að stuðla
að efnahagslegri og pólitískri upp-
byggingu í héraðinu. Hún getur
þó ekki, samkvæmt samþykkt
1.244, sett Kosovo stjómarskrá.
Rússland, Kína og aðrir í öryggis-
ráðinu munu að öllum líkindum
koma í veg fyrir það. Geta Koso-
vobúar samið sína eigin stjórnar-
skrá? Ef til vill. Miðað við þá
óvissu sem ríkir um lagaleg mál-
efni núna virðist ekki margt
standa í veginum fyrir því að
Kosovobúar geti komið á fót sín-
um eigin stjómsýslustofnunum.
Þó að þessi hugmynd sé viðrað
hér er ekki þar með sagt að hún
komist í framkvæmd. Ekki er
kunnugt um hversu hallir stjórn-
málaflokkarnir á svæðinu eru
undir lýðræðisskipulag. Síðan
stríðinu lauk hafa pólitískir of-
beldismenn vaðið uppi - ekki að-
eins gegn Serbum, heldur einnig
gegn hófsömum stjórnmálamönn-
um. I eftirleik stríðsins tók Frels-
isher Kosovo einhliða allt raun-
verulegt vald í mörgum borgum.
Sameinuðu þjóðirnar létu sér
þessi sjálfskipuðu yfirvöld lynda.
Hins vegar er það allsendis óljóst
hvort Frelsisher Kosovo gefur
völdin eftir af fúsum og frjálsum
vilja ef lýðræðislegar kosningar
verða honum í óhag.
Ef unnt reynist að finna farsæla
lausn á þeim vandamálum sem
Kosovo stendur frammi fyrir get-
ur það haft víðtæk áhrif, langt út
fyrir landamæri Kosovo. Hægt
yrði að nota hana sem fyrirmynd
fyrir alþjóðlega íhlutun í málefni
einstakra ríkja, sem þjónaði þeim
tilgangi að koma í veg fyrir mann-
legan harmleik. Ef sú leið sem
farin verður misheppnast mun það
varpa skugga á svipaðar tilraunir í
framtíðinni. Ardian Arifaj, rit-
stjóri Koha Ditore, eins af öflug-
ustu dagblöðunum í Kosovo, segir:
„Að sumu leyti er það ágætt að al-
þjóðavaldið hefur enga framtíðar-
sýn fyrir Kosovo. Það gefur okkur
færi á að þróa okkar eigin fram-
tíðarsýn.“ Frú Nekibe Kelmendi
(en sonur hennar og eiginmaður
vora drepnir í upphafi stríðsins),
annar tveggja yfirmanna dóms-
málaráðuneytisins í Kosovo, er
sammála þessu: „Við þurfum ekki
að spyrja öryggisráðið," segir
hún, „hvort við megum verða sér-
stakt ríki. Það eru aðrar leiðir
færar. Að ýmsu leyti veltur það á
nágrannaríkjum okkar, sem geta
viðurkennt rétt okkar til sjálf-
stjórnar. En þegar öllu er á botn-
inn hvolft geta alþjóðleg skjöl ekki
veitt okkur sjálfstæði; sjálfstjórn
tilheyrir fólkinu. Hún er okkar.“
Jonntlmn Schell er höfundur bdk-
arinnar The Gift ofTime: the Case
for Abolishing Nuclear Weapons
Now.
Fíkniefna-
gróða
varið til
forvarna
London. Reuters.
BRESK stjórnvöld hyggjast nota
gróða fíkniefnabaróna, sem gerður
hefur verið upptækur, til að standa
straum af kostnaði við forvamir. Mo
Mowlam, sem er ráðherra fíkniefna-
varna innan bresku ríkisstjómarinn-
ar, sagði í gær að áætlað væri að
verja yfir einni milljón punda, jafn-
virði um 115 milljóna íslenskra
króna, til að leita nýrra leiða við for-
varnir. Settur hefur verið á stofn
sérstakur sjóður sem ætlunin er að
fíkniefnagróði sem gerður er upp-
tækur verði lagður í.
Ráðstafanir stjórnarinnar era lið-
ur í hertari baráttu hennar gegn
fíkniefnum. Sú ráðstöfun að leggja
fíkniefnagróða í sérstakan forvarna-
sjóð er sögð hafa gefist vel í Banda-
ríkjunum og á Irlandi.
-------»-4-4-----
Sprengja
fínnst við
heimili
Mandelson
Reuters. Belfast.
SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR
breska hersins gerðu í gær óvirka
sprengju sem fannst í nágrenni
heimilis Peter Mandelsons, Norð-
ur-írlandsmálaráðherra bresku
stjórnarinnar.
Sprengjan fannst í nágrenni
Hillsborough-kastala sem er aðset-
ur Mandelsons utan við Belfast á
Norður-írlandi. Mandelson var
ekki staddur í Hillsborough-kast-
ala þegar sprengjan fannst þar, en
að sögn talsmanns lögreglu fannst
sprengjan um 800 metra frá kastal-
anum. Lögregla sagði svæðið í ná-
grenni kastalans verða kannað ít-
arlega í framhaldi af fundinum.
Ekki var hins vegar ljóst hve lengi
sprengjan hefði verið á svæðinu, né
heldur var gefið upp hvort hún
hefði verið virk.
Bretar hafa að undanförnu
fækkað til muna í herliði sínu á
Norður-írlandi og telur Reuters-
fréttastofan því fund sprengiefnis-
ins eiga sér stað á viðkvæmum
tímapunkti í viðræðum um framtíð
friðarferlisins á Norður-írlandi.
-------4-4-4-----
Verður
samið við
Milosevic?
Ncw York. AFP, Reuters.
BANDARÍKIN, Rússland og nokk-
ur ríki Atlantshafsbandalagsins
(NATO) era nú sögð vera að kanna
nýja tillögu um samning við
Slobodan Milosevic Júgóslavíufor-
seta. Hermt er að komið hafi til tals
að forsetinn fari frá gegn því að ör-
yggi hans verði tryggt og eigur
hans látnar í friði. Milosevic hefur
verið ákærður af saksóknara AI-
þjóðlega stríðsglæpadómstólsins
fyrir lönd fyrrverandi Júgóslavíu
(ICTY).
Háttsettir embættismenn Banda-
ríkjastjórnar og NATO hafa alfarið
neitað að Milosevic hafi verið boð-
inn samningur af þessu tagi. Að
þeirra sögn hafa hins vegar ýmsir
sendiboðar, sem hafi sagst vera á
vegum Milosevic, gefið sig fram við
bandarísk og grísk stjórnvöld á
undanförnum vikum og lagt fram
mismunandi tillögur um samninga
fyrir hönd forsetans. Ekki sé þó
Ijóst hvort nokkur þeirra hafi raun-
verulegt umboð frá honum.