Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 28

Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Djass á tónleikum Bláu kirkjunnar TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði. Þetta eru fyrstu tón- leikarnir í tónleikaröðinni sem hald- in er nú í þriðja sinn á Seyðisfirði. Gestur með tríóinu er Ed Nyholm Debess, bassaleikari frá Færeyjum. Tríó Ólafs Stephensen er skipað Tómasi R. Einarssyni bassaleikara, Guðmundi R. Einarssyni trommu- og básúnuleikara og Ólafi „djass- píanista“ Stephensen. Flutt verður m.a. hefðbundin djasstónlist, sem hefur stundum verið kennd við New York-borg sjötta áratugarins. Þeir bregða oft á leik og spila þá þjóðlög, sálmalög og sönglög. Ed Nyholm Debess er kunnur í Færeyjum, á íslandi og víðai' og þeir Tómas munu spila saman bassadúetta. Miðar á tónleikana fást á skrif- stofu Bláu kirkjunnar, Ránargötu 3 á Seyðisfirði, og í kirkjunni fyrir tónleikana. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Tríó Ólafs Stephensen: F.v. Guðmundur R. Einarsson, Tómas R. Einarsson og Ólafur Stephensen. Eðalpennar ehf. Merktir þýskir pennar 17 kr. stk. án vsk. Tilboðsverð: 5000 stk. 17 kr. 1000 stk. 26 kr. Merkiflötur á penna eða klemmu. Verð er með merkingu í einum iit án vsk. Eðalpennar er sérhæft í söiu á merktri auglýsingavöru. Sími 695 3410, netfang meyerl ©simnet.is heimasíða www.simnet.is/kulupenni/ www.oo.ls Menningarborgirnar níu Fleyg orð grafin í grjót REITUR sem tileinkaður er samvinnu menn- ingarborganna níu árið 2000 verður vígður í almenningsgarði í Avignon í Frakklandi í dag. Verður þar að finna níu stóra steina helgaða borgunum en f hvern þeirra er höggvin tilvitnun í skáld frá viðkomandi landi. íslenska skáldið er Halldór Laxness og eru orðin sótt í skáldsögu hans Kristnihald undir jökli: „Sá sem ekki lifir í skáldskap, lifir ekki af hér ájörðinni." Hver tilvitnun er bæði á frönsku og móður- máli skáldsins en auk hennar er nafn viðkom- andi menningarborgar grafið í steininn. Steinamir munu standa áfram að menning- arborgarári loknu í garðinum, Le Jardin des Neuf Damoiselles, til minningar um sam- vinnu borganna níu. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfss Frá sýningu FOS í Gallerí Oneoone. Félags- hönnun MYIVDLIST fiallerf Oneoone, Laugavegi 48b skipan & MYNDBANDFOS Til 27. júní. Opið á verslunartíma FÉLAGSLEG þróun listsköpun- ar er stöðugt að sækja í sig veðrið. Sjálfsagt er það afleiðing æ aug- ljósari viðleitni listamanna til að viða að sér föngum úr mannlífinu kringum sig. Segja má að þau um- skipti sem urðu með impressjón- ismanum á ofanverðri nítjándu öld hafi keyrt listina rakleitt til sam- tímans. Margir impressjónistanna þoldu ekki akademískar tilvísanir í fornöldina - grísk-rómversk minni voru eitur í beinum Manet, sem taldi klassíska list úrelta og einskis megnuga - og heimtuðu að menn beindu augum að mannlífi líðandi stundar. Þeir Manet og Degas leiddu þessa litlu byltingu eftir að sá fyrrnefndi var búinn að sýna hin- um fram á fáfengileik klassískrar skírskotunar. Síðan hefur myndlistin verið snöggtum tengdari lífinu á líðandi stund en flest það sem búið var til á öldunum áður. Þolinmæði nútíma- mannsins gagnvart sígildum sann- indum, lögmálum og goðsögnum er nánast horfin. Hann tekur allt tal um hefðir og venjur sem hreina móðgun við sig og samtíð sína því hvað sem öðru líður þá finnst okkur sem nú erum uppi - hversu mikil sem óáran heimsins kann að vera; stríð; morð; kúgun; nauðganir og annað svínarí - sem við lifum betri og bjartari tíð en allar kynslóðir fyrri alda. Danski listamaðurinn FOS, sem fæddur er 1971, er af þeirri kynslóð sem keyrir hinar félagslegu hliðar listarinnar á nýjar og róttækar brautir. Bæði er að hin rómantíska hug- mynd um listamanninn sem ein- stæða manngerð með snilligáfu, telst ekki lengur vera mjög frumleg eða spennandi. Ungir listamenn virðast heldur ekki vera eins áfram um að skilja sig frá samferðamönn- um sínum. Þá má geta þess að Dan- ir hafa löngum átt prýðilega lista- menn af félagslegu gerðinni. FOS kallar list sína félagslega hönnun - social design - og byggir hana á aðstæðum sem hann virkjar hvar og hvenær sem er. Hugmynd- in er að gera hvaða umhverfí sem vera skal fé- lagsvænt með sem nærtækust- um meðölum. Fallegt um- hverfi eða list- rænt er þar sem fólki líður vel og lætur hrífast af samneyti við aðra. „Between the blaek house“, kallar hann skipanina í Oneoone. Hún er sumpart spunnin af fingr- um fram, kring- um föst atriði svo sem mynd- band, en mynd- bandsvarpinn hangir í tilbún- um trjálundi innan um tvær áprentaðar skyrtur. Svæðið er af- girt og hálf- rökkvað með kartonpappa, en á veggjunum hanga um- breyttar myndir og annað veggjaskraut, svo sem hitapera. Ofan úr loftinu gengur ljósakróna í grafískum hauskúpust- fi. Ósjálfrátt verður manni hugsað til Franz West og skapandi innan- hússarkitektúrs hans. FOS er þó snöggtum tískuskotnari í vali sínu og smíði á innanstokksmunum. Skipan hans er á stundum smituð af ákveðnum þungarokksbrag en sem betur fer eru aðrir hlutar nægilega persónulegir og óræðir til að vega móti þreytulegum klisjum vestræns dægurkúltúrs. Alltént sannar skip- an hans í Oneoone að hér er á ferð- inni eftirtektarverður og hugmynd- aríkur listamaður. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.