Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 30

Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Síminn og Leikfélag Islands til samstarfs Morgunblaðið/Arnaldur Magnús Geir Þórðarson og Ólafur Þ. Stephensen takast í hendur eftir undirritun samningsins. Með þeim á myndinni er Anna María Bogadótt- ir, framkvæmdastjóri Leikfélags Islands. SÍMINN og Leikfélag íslands hafa gert með sér samstarfssamning um Hádegisleikhúsið í Iðnó. Þeir Magn- ús Geir Þórðarson leikhússtjóri leik- félags íslands og Ólafur Þ. Steph- enssen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningamála Símans, skrifuðu undir samninginn í gær. „Hádegisleikhúsið í Iðnó hefur verið rekið í rúmt ár. Það gengur út á að sýna styttri og svolítið öðruvísi sýningar en á á kvöldin," segir Magnús Geir. Hann kveður þessa nýjung í leiklistarlífínu hafa gefist afskaplega vel og laðað nýja hópa í leikhúsið, en til að halda áfram starf- rækslu krafmikils hádegisleikhúss hafi verið ákveðið að leita til öflugs aðila til samstarfs. Kemur báðum aðilum til góða Auk fjárstuðnings mun Síminn kynna Hádegisleikhúsið fyrir við- skiptavinum sinum með auglýsing- um, markpósti og á Netinu. Olafur bendir á að samstarfið komi báðum aðilum til góða þar sem Síminn muni bjóða ýmsum af sínum stærstu við- skiptavinum í Hádegisleikhúsið. Hann kveður það stefnu Símans að styðja við menningarstarfsemi í landinu „Það er hagur fyrirtækja að öðlast örlitla hlutdeild í þeirri já- kvæðu upplifun sem listinn vekur, því erum við mjög ánægð með að fá að styrkja þennan öfluga vaxtar- brodd í Islensku leikhúslífi." Magnús Geir bendir á að hér sé á ferðinni viðamesti samstarfssamn- ingur Leikfélagsins við einkaaðila fram að þessu. „Ég held að þessi samningur sé merki um það sem koma skal í samstarfi menningarfyr- irtækja og einkaaðila hér á landi.“ Samningurinn nær yfir frumsýn- ingu á þremur hádegisleikritum. Hið fyrsta, Björninn eftir Anton Tsjek- hov verður fi-umsýnt á morgun. im meiri hraði sítenging mánaðargjald óháð tengitíma nýtir núverandi símalínu ekki á tali þó tengingin sé í notkun ADSL og hraðara Internet Nýjung - Léttkaup Nú er enn auðveldara að komast í sítengt ADSL samband. ADSL mótald með Léttkaupum Símans. Þú greiðir aðeins 7.200,- út og svo 1.500,- á mánuði í 12 mánuði. Staðgreiðsluverð er 24.000,- Verð mlðast við ADSL mótald, við það baetist stofngjald 6000,- og sía, verð frá 900,- ADSL - afhverju að bíða? Morgunblaðið/Halldór B. Runólfss Eitt af verkuniim á sýningu Huberts Nóa í Gallerfi Sævars Karls. Málverk og mynd MYNDLIST Gallerí Sævars Karls MÁLVERK - HÚBERT NÓI Til 29. júní. Opið á verslunartúna HÚBERT Nói hefur valið sér merkilegt svið sem málari. Vett- vangurinn er þröngur og veridn hafa verið bláleit í fjölmörg ár. Að þessu sinni eru fjórtán málverk til sýnis hjá Sævari Karli og er þeim komið fyrir á langveggjum gallerísins í tveim sjö málverka röðum. Öðrum megin eru málverk af dæmigerðu ís- lensku landslagi að nóttu til; fjöllum, vatni og/eða fljóti. Hinum megin er sama landslagið málað í sömu stærð en á stærri flöt þannig að hvítur striginn myndar ramma um málverkið. Þannig er hver mynd endurtekin. Fyrst er hún máluð sem málverk, síðan sem mynd á striga. Við stönd- um frammi fyrir afhjúpun af svipaðri gerð og „Þetta er ekki pípa“ René Magritte. Húbert Nói fer ekki í graf- götur með aðföng sín. List hans er vissulega landslagslist en hún er djúpt mótuð af íslenskri landslags- hefð, þó einkum næturmyndum Þór- arins B. Þorlákssonar. Hann skynjar því mætavel áhrifa- mátt eftirmyndarinnar, eða hvort skyldi vera þyngra á metunum; landslagið sjálft eða landslagshefð- in? Hvað kemur Húberti Nóa til að grafa þannig undan trúverðugleika myndarinnar? Það er athyglisvert að málverkin eru ekki alltaf sömu stærðar en eftirmyndirnar á strigan- um eru allar jafnstórar. Þannig velt- ir listamaðurinn með verkum sínum upp ýmsum áleitnum spurningum um eðli listarinnar, málverksins og myndarinnar. Um hvað erum við til dæmis að tala þegar við skilgreinum mynd sem raunsæja? Er eitthvað slíkt tfl, eða eru myndir ef til vill að- eins mismunandi dulbúnar blekking- ar? Það hlýtur að vera stór spuming hvers vegna fólk kýs að kaupa mál- verk af ákveðnu landslagi í staðinn fyrir ljósmynd sem þó er mun lík- legri til að vera nákvæm endurmynd af viðkomandi umhverfi? A sínum tíma var tekist á með hörku um gildi myndarinnai-. Listamenn sem leyfðu sér að mála abstrakt, eða óhlutbund- ið, voru hrakyrtir og gjarnan settir út af sakramentinu. Hins vegar hafn- aði stór hluti þess sama almennings og hafði allt á hornum sér varðandi abstraktmálverkið þeim augljósa möguleika að kaupa ljósmynd af landslagi í stað málverks. Það er með öðrum orðum ekki fullkomið raun- sæi sem virðist skipta máli heldur hálfgildingsraunsæi, eða hvað? Hin bráðágæta og íhugunarverða sýning Húberts Nóa gengur þannig í skrokk á öllum viðteknum hugmynd- um um listina, listaverkið og hvað það er sem menn ætlast til af mynd eða málverki. Það er spurning hvort ekki sé verðugt verkefni að rannsaka mun nánar afstöðu almennings til lista. A sínum tíma komu þeir hér við, gárungarnir rússnesku, Komar og Melamid, og máluðu tvö málverk eftir skoðanakönnun. Annað var feg- ursta málverkið að mati okkar Is- lendinga, en hitt var ljótasta verkið. Sýning Húberts Nóa hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um það hvað fólk vill sjá í einu verki, og hvers vegna það vill sjá eitt en ekki eitt- hvað annað. Og meira hangir eflaust á spýt- unni, því hvernig fólk sér og hvernig það vill sjá hlýtur að hafa meira en lítil áhrif á heimsmynd okkar og hitt, hvernig við mótum þá heimsmynd. Það hlýtur því að vera allnokkuð spunnið í sýningu sem vekur slíkar hugrenningar með jafn nærfæmum og næsta einföldum brögðum og málverkasýning Húberts Nóa hjá Sævari Karli. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.