Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Um brot og eyður BÆKUR Ritgerðir UMBROT - bókmenntir og núti'mi. Ástráður Eysteinsson, Háskólaútgáfan 1999, 485 bls. GREINASAFNIÐ Umbrot hefur að geyma 26 ritgerðir um íslenskar og erlendar bókmenntir eftir Astráð Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Is- lands. Ritgerðirnar eru upphaflega skrifaðar á 16 ára tímabili (1982- 1998) og langflestar hafa þær birst áður í blöðum, tímaritum og ráð- stefnuritum (reyndar allar nema ein) en eru hér birtar „mismikið lag- færðar“, eins og segir í forspjalli höfundar. Eins og þessi tæplega fimm hundruð blaðsíðna bók ber með sér hefur höfundur hennar ver- ið afkastamikill fræðimaður á sviði bókmenntarannsókna síðastliðna tvo áratugi og eru þó ekki birtar hér allar þær greinar sem Ástráður hef- ur sent frá sér á tímabilinu. Bókmenntafræðinni hefur sem fræðigrein vaxið mikill fiskur um hrygg á síðastliðnum áratugum. Ör þróun hefur verið í kenningakerfum hennar og hugmyndaheimi alla tuttugustu öldina og farsæll sam- runi bókmenntarýninnar við aðrar fræðigreinar svo sem málvísindi, táknfræði, sálgreiningu, sagnfræði, mannfræði og menningarfræði (svo eitthvað sé nefnt) hefur leitt til frjórrar og skapandi akademískrar umræðu, eins og bók Ástráðs ber glöggt með sér. Einmitt vegna þessa vaxtar í fræðunum ber að fagna því að æ fleiri fræðimenn taka þann kost að safna greinum sínum saman Gunnar Granz sýnir í Hvera- gerði GUNNAR Gránz alþýðulistmálari hefur opnað myndlistarsýningu í Galleríi Smiðjunni, Breiðmörk í Hveragerði (áður Græna smiðjan). Þar sýnir hann myndir frá ýmsum stöðum á landinu og myndir í kraft- miklum litum og tónum. Myndimar eru málaðar á þessu ári, utan tvær. Gunnar hefur haldið fjölda einka- og samsýninga á undanförnum ár- um. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá 13-18. ^ Merkingar föt og skó &ögn Laugalækur 4 • S: 588-1980 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðunru tískuverstun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 á bók, af því leiðir að auðveldar verður að fylgjast með þróun um- ræðunnar svo ekki sé minnst á þann hægð- arauka sem af því hlýst - fyrir kennara, nem- endur og aðra áhuga- sama - að geta nálgast þetta efni samantekið í bókum. Bókmenntasaga: umbrot og eyður Ástráður Eysteins- son er tvímælalaust í hópi þeirra íslensku bókmenntafræðinga sem leitt hafa þá frjóu og nýskapandi umræðu sem hér um ræðir á Islandi. Aðrir í þeim hópi sem einnig hafa tekið saman greinar sínar á bók á undanförnum árum eru til að mynda Dagný Kristjánsdóttir, Helga Kress og Matthías Viðar Sæ- mundsson. Þegar ritgerðir þessara fræðimanna eru skoðaðar í sam- hengi má fá allgóða mynd af vaxtar- broddi bókmenntafræðanna svo og ágæta bókmenntasögulega yfirsýn, þótt vitanlega blasi einnig við ýmsar „eyður“ og ósnert rannsóknarefni. Ástráður er sér mjög meðvitandi um slíkar „eyður“ og hann ítrekar að á síðum bókarinnar sé „ekki sögð samfelld bókmenntasaga" heldur hafi vakað fyrir honum „að velja saman greinar sem varpa ljósi á ákveðin viðfangsefni bókmennt- anna, efni sem í senn eru skáldskap- arlegs, menningarlegs og söguleg eðlis og varða á ýmsan hátt hið margflókna samband nútíma og bókmennta" (8). „Bókmenntir og nútími“ er einmitt undirtitUl bókar Ástráðs, en hinn margræði aðaltitill - Umbrot - er ekki síður lýsandi fyrir innihald safnsins. Titillinn „Umbrot“ vísar til þeirra hræringa og umbrota sem urðu í jafnt íslensk- um sem erlendum bókmenntum á tuttugustu öldinni, ekki síst fyrir til- stilli módernismans í sagnagerð, sem segja má að sé helsti rannsókn- arvettvangur Ástráðs. Ennfremur einkennist fagurfræði módernism- ans af brotum, eins og höfundur bendir einnig sjálfur á í áðumefndu forspjalli. En fleiri merkingar búa í titlinum og er ein þeirra dregin skýrt fram í uppsetningu titilsins á bókarkápu (sem er skemmtilega hönnuð af Agústínu Jónsdóttur): Um BROT; orðinu er skipt í tvennt og þar með ítrekað að höfundur fjalli um brot af bókmenntum, brot af þeirri heild sem við köllum bók- menntasögu - heild sem reyndar, þegar allt kemur til alls, getur aldrei samanstaðið af öðru en brotum sem ætíð þegja yfir meiru en þau segja; markað vali, tengingum og höfnun- um sem háð er ýmsum misvel skil- greindum takmörkunum. Ástráður gerir þó tilraun til að koma nokkrum böndum á hið brotakennda innihald greinasafns- ins með því að flokka ritgerðirnar og skipta þeim upp í sjö efnistengda kafla sem hver um sig hefur lýsandi fyrirsögn: 1. Módemismi og íslensk- Ástráður Eysteinsson ar bókmenntii-. 2. Þrír módernistar. 3. Smá- bókmenntir. 4. Sjálf- sögur. 5. Mannraunir. 6. Skáldið sem sjáandi. 7. Textar, staðir, menningarrýni. Hver kafli inniheldur 3-5 greinar sem ríma sam- an á einn eða annan máta. Ástráður bendir þó á að hægt hefði ver- ið að raða greinunum saman á annan hátt en hann gerir - út frá öðr- um viðmiðunum. Halldór Laxness og aðrir höfundar Fyrsta ritgerðin ber titilinn „Halldór Laxness og aðrir höfund- ar“ og er hér jafnframt um að ræða einu ritgerðina sem ekki hefur birst á prenti áður og því eðlilegt að staldrað sé nokkuð við hana. Ástráð- ur er hér að skoða íslenska sagna- gerð á síðari hluta tuttugustu aldar- innar, nánar tiltekið frá 1940. Hann bendir réttilega á yfirburðastöðu Halldórs Laxness á tímabilinu og bendir á þátt hans í að vinna hinni raunsæislegu skáldsögu virðingar- sess í íslenskri bókmenntasögu. Ástráður bendir á að ekki sé nóg að skoða aðeins sagnagerð Halldórs Laxness í þessu sambandi, heldur verði að líta til greinaskrifa hans um bókmenntir og þjóðmál til að fá sem gleggsta mynd af því hvernig Hall- dór „kappkostar að vefa sér og ís- lenskum lesendum mikinn raun- sæisvef" (16) og í raun „forritar11 hann bókmenntasmekk þjóðarinnar á tímabilinu. Mat Ástráðs er að þeg- ar litið sé til bókmenntaumræðu og skrifa fulltrúa „bókmenntastofnun- arinnar" komi ijóslega fram að Lax- ness er ekki aðeins metinn sem „helsti nútímahöfundur íslendinga" og [...] „leiðtogi íslensku skáldsög- unnar, heldur er hann einskonar goðmagn og lífgjafi íslenskrar sið- menningar" (18). Hugtakið „bókmenntastofnun" ætti að vera flestum sem láta sig bókmenntaumræðuna nokkru varða kunnugt. Ástráður skilgreinir hug- takið þannig: „. . . þetta dularfulla kerfi sem hvergi er til á firmaskrá en er samt sívirkt í mótun sinni á bókmenntalífi og bókmenntamati þessarar þjóðar. Stofnunina er að finna á víð og dreif, þótt hún eigi sér gleggstan samastað í skólum, út- gáfufyrirtækjum, á ýmsum fræði- legum vettvangi og í fjölmiðlum" (14). Nátengt þessu „dularfulla kerfi“ er einnig hugtakið „hefðar- veldi“ eða „kanóna“ sem er það úr- val bókmenntatexta sem mest at- hygli beinist að í allri umræðu um bókmenntir. Mikilvægt er að gera sér grein fýrir valdi og vinnubrögð- um bókmenntastofnunarinnar í því að skapa hefðarveldi og þá sérstak- lega áhrifaríkum útilokunarháttum hennar og upphafningu á einstökum höfundum. Hugtakið „höfundur“ er, eins og Ástráður bendir á, „veiga- mesta hugtak hefðbundinnar bók- menntasögu“ (15) og þegar um er að ræða höfund af þeirri stærðargráðu sem Halldór Laxness er innan ís- lenskrar bókmenntasögu er hætta á að ákveðin brenglun verði í sýn þjóð- arinnar á bókmenntir sínar. Ástráð- ur bendir á að þegar litið er til sagnagerðar á íslandi á tímabilinu 1930-1965 eigi þar „ekki nema einn maður tryggt sæti. Halldór Laxness er ekki bara herforingi, hann er á vissan hátt alvaldur“ (18). Ástráður staðhæfir að staða Halldórs sé svo sterk í íslenskri bókmenntasögu að það sé sama hvaða viðmið notuð eru til mats og skilgreiningar, hann sé ætíð „í miðju“ en meðspilurunum (öðrum höfundum) megi „víxla út“ eftir hentugleikum. Þessi miðlægni Halldórs Laxness og verka hans í allri íslenskri bók- menntaumræðu hefur, að mati Ást- ráðs Eysteinssonar, valdið því að skáldskaparöfl sem andæfa ráðandi fagurfræði eiga erfiðara uppdráttar en ella hefði verið. Honum finnst at- hyglisvert hvernig Halldór sjálfur „stendur vörð um þessa fagurfræði, allt til loka sjötta áratugarins" (19). I greinum og viðtölum var Halldór oft mjög harðorður í garð „þess módernisma sem hann hafði á sínum tíma sjálfur leitast við að flytja inn í íslensku skáldsöguna með Vefaran- um mikla frá Kasmír en síðan snúið baki við“ (19). Þessi greining Ástráðar er allrar athygli verð og gaman að velta fyrir sér hvort nú - þegar Halldór Lax- ness er allur - megi búast við því að bókmenntafræðingar einbeiti sér í auknum mæli að því að skoða það „umhverfi miðjunnar" sem lengi hefur legið órannsakað og greina nánar það gagnvirka samband miðju og umhverfis sem nauðsynlegt er öllu bókmenntalífi. Það er Ijóst að Halldór Laxness verður varla „af- miðjaður", enda engin ástæða til því staða hans í íslenskum bókmenntum tuttugustu aldarinnar er ótvíræð. Hitt er annað mál að höfundarverk Laxness hefur síður en svo verið rannsakað til hlítar, þar bíður fjöldi spennandi rannsóknarefna fyrir fræðimenn framtíðarinnar. Umhverfís Laxness Það er þetta umhverfi Laxness sem Ástráður Eysteinsson freistar síðan að gera nokkra grein fyrir í umræddri ritgerð. Hann hugar að „þjóðfélagslegu raunsæi" fjórða ára- tugarins; að þýðingum og lestri er- lendra bókmennta á Islandi; að áhrifum hernámsins á íslenska sagnagerð; að blómaskeiði í íslensk- um kvennabókmenntum um og upp úr 1940; að því sem hann kallar „þögn módemismans í skáldsagna- gerð“; og að íslensku ævisögunni, svo dæmi sé tekið. Það er „þögn módernismans" sem Ástráður sjálfur tiltekur sem sitt sérstaka áhugasvið og í þeim ritgerðum sem á eftir fara er það einmitt það svið sem er mest áberandi í bók Ástráðs. „Baráttan um raunsæið. Um módernisma, raunsæi og hefð“, heit- ir næsta ritgerð og henni fylgja greinar sem nefnast „Fyrsta nú- tímaskáldsagan og módernisminn“ og „Formgerð og frásögn. Um skáldsagnagerð á níunda áratugn- um“. Þær greinar sem síðan fylla síður bókarinnar allt að því til enda fjalla hver um sig um einstaka höfunda sem alla má skilgreina sem módernista, þótt þeir séu ólíkir innbyrðis: Franz Kafka, James Joyce, John Fowles og Hemm- ingway, Svövu Jakobsdóttur, Þór- berg Þórðarson, Jakobínu Sig- urðardóttur, Thor Vilhjálmsson, Steinar Sigurjónsson, Guðberg Bergsson, Gyrði Elíasson og Sjón. Þá fjallar Ástráður einnig um Kristnihald undir Jökli, eina af þeim skáldsögu Laxness sem óhætt hlýt- ur að vera að skilgreina sem módernískt verk. I forspjalli bókarinnar segir Ást- ráður að í ritgerðum hennar mætist bókmenntasaga, bókmenntarýni og bókmenntafræði. Hann bendir einn- ig á mismunandi nálganir sínar að efninu: „Hér eru ritgerðir með ítar- legri kenningaumræðu, aðrar sem byggjast á nánum lestri bókmennta- verka með fræðilegu ívafi og svo einnig greinar sem fremur „þegja“ yfir teóríu sinni og taka verk til „beinni umræðu“ (9). Fræðikenn- ingar (teóría) eru að sjálfsögðu oft umdeilanlegar og sýnist sitt hverj- um um gildi þeirra fyrir greiningu á orðræðu bókmenntanna. Hins vegar er vert að gera sér grein fyrir því að engin skrif um bókmenntir eru laus- ar undan kenningum eða hug- myndafræði af einhverjum toga. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu hátt kenningunum er gert undir höfði í skrifum fræðimanna og sumir leitast framar öðru við að „þegja“ yfir teóríum sínum og eru jafnvel ómeðvitaðir um eigin teóríur - og þykjast þá (í versta falli) hafa upp á að bjóða einhvern óskilgrein- anlegan sannleika. Notkun Ástráðs Eysteinssonar á fræðikenningum er yfirleitt sýnileg og vel fléttuð saman við bókmenntarýni hans og fram- setningu hugmynda. Honum lætur vel að útskýra fræðikenningar sem við fyrstu sýn virðast flóknar og oft- ar en ekki tekst honum að opna ný svið þeirra verka sem hann fjallar um með kenningamar „að vopni“ - og hlýtur þá tilganginum að vera náð. Má í þessu sambandi benda til dæmis á greinarnar „Er ekki nóg að lífið sé flókið? Um sögu sjálf og karl- mynd í Grámosinn glóir og fyrrí verkum Thors Vilhjálmssonar" og „Mylluhjólið. Um lestur og texta- tengsl" þar sem fjallað er um Svefn- hjólið eftir Gyrði Elíasson. Hér gefst ekki rúm til að ræða nánar hinar ýmsu athyglisverðu rit- gerðir sem saman mynda Umbrot Astráðar Eysteinssonar, en ég vil enda á að benda á skemmtilega loka- grein bókarinnar sem nefnist „Hef- ur maður ást á skáldskap? Vanga- veltur um konuna í textanum“. Þar fjallar Ástráður um (ástar)samband lesanda og texta; um samband hins ástríðufulla lesanda og ágenga texta; um andóf femínískra lesenda við hinu karlmiðaða hefðarveldi bók- menntanna og um stríðan (og um- deildan) lestur á einstökum bók- menntaverkum. Þessi grein er skrifuð af ástríðu og húmor og er skemmtilegur lokapunktur á vönd- uðu greinasafni. Soffía Auður Birgisdóttir Klaustrin í Kirkjubæ og Veri BÆKUR H é r a ð s r i t DYNSKÓGAR Rit Vestur-Skaftfellinga, 7.hefti. Vík. Dynskógar. Sögufélag Vestur- Skaftfellinga, 1999,221 bls. Af klaustrum og kennimönnum í Skaftafellsþingi. Sérprent úr Dyn- skógum 7. hefti, 202 bls. HIÐ myndarlega ársrit Vestur- Skaftfellinga kemur nú út í sjöunda sinn í ritstjórn Hönnu Hjartardóttur, Sigurgeirs Jóns- sonar og Sigþórs Sigurðssonar. Að þessu sinni er það að langmestu leyti helgað erindum sem flutt voru á ráðstefnu á Kirkjubæjar- klaustri 13.-14. mars 1999. Alls eru hér prentuð ellefu erindi og eru þau jafnframt því að vera í ársritinu gefin út sem sérstök bók. Þeir sem erindin fluttu voru: Hjalti Hugason, Gunnar Friðrik Guðmundsson, Vilborg Davíðs- dóttir, Ásdís Egilsdóttir, Hermann Pálsson (tvö erindi), Guðrún Ása Grímsdóttir, Sigurjón Einarsson, Loftur Guttormsson, Gunnar Kristjánsson og Sigurjón Páll ís- aksson og Þorgeir Helgason. Vítt svið spanna þessi erindi: sagn- fræði, bókmenntir og fornleifa- fræði. Ekki er það á mínu færi að gera úttekt á erindum þessum. En víst er um það, að allmiklu fróðari er ég eftir lestur þeirra en áður og áhugaverður þótti mér lesturinn. Býst ég við að sum erindanna nýtist einmitt betur við lestur en hlustun, t.a.m. fyrirlestrar Hjalta Hugasonar, Hennanns Pálssonar og Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, sem allir eru mjög efnismiklir og fræðilegir. Aðrir eru léttari og að- gengilegri við fyrstu sýn. Það fer varla á milli mála að ráðstefna þessi hefur verið hin merkasta og því þarft verk að koma erindunum á prent. I ársritinu er auk framangreinds efnis annáll úr Mýrdalshreppi 1990-1998 og annálar Skaftár- hrepps fyrir sama tímabil. Heldur þykja mér þeir stuttaralegir sé miðað við annála sumra annarra héraðsrita. En gæta ber þess að hér er um níu ára tímabil að ræða. Verði slík skýrsla birt árlega er líklegt að ítarlegar verði sagt frá. Þarflaust ætti að vera að benda á hversu þýðingarmikil slík skrif eru fyrir sögu héraðsins. Dynskógar er fallegt rit, prentað á góðan pappír, í fallegu bandi og allmikið er af myndum í ritinu. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.