Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OTTÓ A. MICHELSEN sonar „hægri handar" sinnar og Sig- -tsrðar Eiríkssonar skrifstofustjóra. Eg gleymi aldrei svarinu: „Örn, ég segi 80 prósent já. Komdu aftur eftir viku.“ Eg kom aftur eftir vikuna og var þá ráðinn með þessum orðum: „Sigurður er hamhleypa til verka og Jón Óttar vinnur á við fjóra“. Ottó var að byggja upp fyrirtæki sitt með góðum mönnum og byrjandanum var straxt gert ljóst að hér brettu menn upp ermar. Kynni mín af Ottó hófust árið 1950 þegar ég bjó hjá Hólmfríði Bene- diktsdóttur og Þorgils Bjamasyni á Smiðjustígnum. Ottó var með verk- idtæði í sama húsi að Laugavegi 11 og þeir félagar voru í mat hjá Fríðu. Þegar ég fór að heimsækja Ottó á verkstæðið þá brást það ekki að mér var fagnað með „komdu blessaður vinur, gerðu svo vel að koma inn“ og síðan var mér fengin rit- eða reikni- vél sem ég mátti fíkta í að vild. Nokkrum árum síðar var ég farinn að sendast með litabönd og aðrar rekstrarvörur fyrir Ottó. Ekki man ég eftir honum öðruvísi en glöðum og reifum á þessum árum. Árið 1963 rak Ottó þjónustufyrir- tæki er nefndist Skýrsluvinnslan. Þar var myndarleg samstæða skýrslugerðarvéla þar sem við keyrðum bókhald, statistik og reikn- __mgsútskrift fyrir ýmis fyrirtæki. áama ár átti að senda vél af gerðinni IBM 1620 frá Kanada til Finnlands. Þetta var svokallaður rafeindaheili eða rafreiknir, eins og vélin hét þá, en farið var að kalla þessar vélar tölvur nokkrum árum síðar. Ottó fékk því framgengt hjá IBM að vélin kæmi við á Islandi og varð þannig fyrstur manna til að flytja tölvu til landsins. Skömmu síðar fékk Há- skólinn sína eigin IBM 1620 tölvu og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar keyptu IBM 1401 tölvu. Hjá Ottó stóð alltaf allt eins og stafur í bók, þýska „punktlichkeit" hafði hann tamið sér á námsárunum. Margt mátti af Ottó læra, til þess voru mýmörg tækifæri á löngum ferli. Ekki var alltaf jafnauðvelt fyrir lærlinginn að tileinka sér vinnubrögð meistarans, ávallt þurfti að gera rétt- ar ráðstafanir og vera vakandi og ábyrgur orða sinna og gerða. IBM á íslandi gerði vel við starfs- menn sína og eitt af því sem Ottó fékk framgengt var að á fimm ára fresti fengu starfsmenn ferðastyrk sem samsvaraði ferð fyrir tvo til Madrid og tilbaka. Styrk þessum gat maður ráðstafað að vild og margar eru minningarnar um dásamlegar ferðir til útlanda með fjölskyldunni, þökk sé framtaki Ottós. Um 1971 man ég að allir starfsmenn IBM voru sendir til Hjartavemdar í gagngera skoðun. í framhaldi af því gátum við stundað líkamsæfingar að vild við „Heilsuræktina", Armúla. Morgunhani var Ottó og í mörg ár stundaði hann sund daglega í sund- laug Laugardals. Þar var hann mættur fyrir kl. sjö á morgnana og stóð á sínum stað í biðröðinni við dymar og beið þess að yrði opnað. Alltaf hafði hann skáp númer sjö + Ástkær móðir okkar, I JÓNA Ó. ÞORFINNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, áður til heimilis á Skeljagranda 5, lést á heimili sínu mánudaginn 19. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg H. Friðriksdóttir, Hólmfríður Friðriksdóttir, Sigurður Friðriksson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KOLBEINN FRIÐBJARNARSON, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði, sem lést á heimili sínu hvítasunnudaginn 11. júní, verður jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Guðný Þorvaldsdóttir, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir, Halldór Ingi Andrésson, Líney Kolbeinsdóttir, Hafþór Kolbeinsson, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Kolbeinsdóttir Leslie, John Leslie, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI VIÐAR MAGNÚSSON, Ægisíðu 46, Reykjavík, lést aðfaranótt 17. júní. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarkort Landgræðslusjóðs Stefanía Þ. Árnadóttir, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Árni Þór Bjarnason, Gunnar Viðar Bjarnason, Birgir Sveinn Bjarnason, Stefán Bragi Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, María Elíasdóttir, Kristfn Porter, Iðunn Bragadóttir og barnabörn. (sem var uppáhaldstalan hans) og helst alltaf sömu sturtuna. I heitu pottunum var skipst á skoðunum við pottfélagana áður en daglegt amstur hófst í vinnunni þann daginn. Ottó var góður ferðafélagi og fróð- ur um staði og staðhætti. Stálminn- ugur var hann og glöggur á nöfn og andlit enda þekkti hann fjölda manna bæði hérlendis og erlendis. Yið urð- um samferða í ýmsum borgum s.s. Kaupmannahöfn, Hannover, Par- ís, Róm og Taormínu, svo að nokkrar séu nefndar. Alls staðar átti hann einhver sambönd og mér varð ljóst að hann hafði ferðast mikið um æv- ina. Fáir íslendingar trúi ég að hafi verið jafnþaulsætnir í flugvélum til ogfrálandinu. Fræknum læriföður er þökkuð löng og lærdómsrík samleið með fá- tæklegum orðum. Minningarnar flæða fram en hér verður látið staðar numið. Látum Hávamál eiga síðasta orðið. Deyrfé, deyjafrændr deyrsjalfritsama. En orðstírr deyr aldrigi hveimssérgóðangetr. Ég mína. votta aðstandendum samúð Örn Kaldalóns. Látinn er frændi minn, Ottó A. Michelsen. Segja má að Ottó hafi verið á sinn hátt faðir og frumkvöðull hins nýja hagkerfis á Islandi sem Is- lendingar njóta um þessar mundir. Sú tæknibylting sem leitt hefur af tölvum og notkun þeirra hefur gjör- breytt öllum vinnubrögðum og starfsumhverfi bæði á skrifstofum svo og í samfélaginu öllu. Hefur í því sambandi verið talað um tæknibylt- inguna sem hið nýja hagkerfi. Það hefur vafalaust verið erfitt að sannfæra Islendinga um ágæti þess að taka upp og nýta sér tölvutækn- ina. En með þrautseigju, ákveðni, ög- uðum vinnubrögðum og nákvæmni tókst Ottó smátt og smátt að vinna tölvunum sess í samfélaginu. Á mínum námsárum og einnig að námi loknu átti ég því láni að fagna að eiga nokkur samskipti við Ottó umfram það sem gerist almennt milli frænda. Bæði starfaði ég nokkuð fyr- ir hann og einnig var hann ætíð til- búinn að taka á móti mér á skrifstofu sinni eða heimili. Þessar stundir með honum hafa reynst mér afar dýr- mætar. Það var alveg sama hvert umræðuefnið var, aldrei kom ég að tómum kofanum hjá Ottó. Ottó bjó að áralangri reynslu sem hann var óspar á að miðla til mín. Samskipti okkar hafa reynst mér mikilvæg og ekki síður alíar þær ráðleggingar sem hann lagði mér til. Hafðu kæra þökk fyrir. Sigurbjörn Sigurbjörnsson. Legsteinar í Lundi 5ÖLSTE1NAR við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 ^ ^ R Á > OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.S I R/l- i I íli • 101 RF.VKJAVÍK i W\ l)/ii’í<) l hfnmrstj. á lugev ÖLtjhr l!tj'itnnstj. I Ttfnr/irstj. LIKKlSnJVlNNlJSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 ANNA ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR + Anna Ólöf Krist- jánsdóttir hús- möðir fæddist í Fremrihúsum í Arn- ardal 1. maí 1934. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristján Her- mannsson, f. 27. jan. 1914, d. 4. maí 1938, og Þórdís Katarínus- dóttir, f. 14. mars 1915. Hinn 25. des. 1957 giftist Anna Eðvarði Lárusi Árnasyni, f. 8. des. 1936. Börn: 1) Með Arnfinni Arnfinns- syni, f. 12. maí 1929; Þórdís Ás- gerður Arnfinnsdóttir, f. 20. mars 1955, gift Gylfa Jónssyni bónda, f. 29. ágúst 1941. Börn: Einar Ágúst, f. 11. okt. 1986, og Ólafur Lárus, f. 18. júlí 1982. Barn Þór- disar með Hallgrími Jónssyni, f. 30. júní 1954; Sólveig Katrín, f. 21. júní 1977. Barn Sólveigar Kat- rínar: Sölvi Jón, f. 8. okt. 1997. 2) Árni Eyþór Eðvarðsson, f. 8. maí 1956, d. 29. júlí 1956. 3) Kristján Arndal Eðvarðsson, f. 19. maí 1957, d. 23. mars 1997. Maki Kristín Finndís Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1960. Börn: Ómar Arndal, f. 19. aprfl 1978, Ing- var Arndal, f. 19. ajjríl 1978, og Anna Olöf, f. 16.1. 1983. 4) Eyþór Eðvarðsson, f. 25. maí 1961. Maki Rannveig Harðar- dóttir, f. 28. mars 1966. Börn: Díana Björk, f. 18. sept. 1984, og Eiður, f. 6. apríl 1992. Barn með Kristínu J. Sig- urbjörnsdóttur, f. 9. apríl 1965: Guðlaug Osk, f. 3. júní 1988. 5) Guðni Eðvarðs- son, f. 22. okt. 1962. Maki Guðrún Kristjánsdóttir, f. 11. maí 1965. Börn: Örn Ingi, f. 24. maí 1990, og Haukur, f. 6. maí 1994. 6) Anna Lára Eðvarðsdóttir, f. 22. des. 1965. Maki Ivar Guðmundsson, f. 15. febr. 1966. Börn: Ingunn Lára, f. 23. mars 1988, Hannes Örn, f. 22. mars 1991, og Kristján Árni, f. 15. júlí 1996. 7) Örn Arn- dal Eðvarðsson, f. 21. febr. 1968, d. 14. júlí 1990. Anna og Eðvarð slitu samvistir. Anna giftist hinn 19. maí 1997 Jóni Bjarna Ólafs- syni, f. 29. nóv. 1930. Útför Önnu Ólafar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eitt sinn verður hver að deyja. Okkur er eðlilegt að velta fyrir okk- ur hvenær, við spyrjum okkur hvort við eigum víst gott líf og heilsu eða er þetta kannski bara allt tilviljana- kennd hrynjandi? Eitt er víst að foreldrana viljum við eiga og aldrei missa. Foreldrarnir eru í raun burðarásar okkar gegnum tilver- una, til þeirra sækjum við reynslu og tilsögn. Það var alltaf trú okkar að móðir okkar ætti fyrir höndum langt og gott líf. Hún átti það svo sannarlega skilið. Einhvern veginn fannst okkur að þar sem hennar móðir er komin hátt á níræðisaldur eftir að hafa komið upp sjö dætrum hlyti mamma að ná háum aldri. En svona má kannski ekki hugsa. Yið verðum að taka því sem skaparinn ætlar okkur, hversu réttlátt eða óréttlátt sem okkur þykir það. Mamma fæddist að Fremri-Hús- um í Arnardal þann 1. maí árið 1934. Þar bjó móðir hennar í for- eldrahúsum. Hún hændist fljótt að afa sínum, sem þótti barngóður með afbrigðum. Er fyrsti snjórinn féll á ævi hennar bað afi um að fá barnið lánað út á hlað. Þar lét hann stúlk- una stíga sín fyrstu spor í snjóinn. Hafði hann gaman af sporum þess- arar smáfættu léttstígu manneskju. Tveggja ára fór hún sitt fyrsta ferðalag með móður sinni að Svarf- hóli í Stafholtstungum þar sem móðir hennar tók að sér vinnukonu- störf. Þar voru þær um tveggja ára skeið eða þar til faðir hennar lést úr berklum að- eins 24 ára. Lá þá leið þeirra mæðgna aftur vestur. Veturinn 1952-1953 gekk hún í Húsmæðra- skólann að Varmalandi þar sem hún var einn vetur. Minningar hennar þaðan voru henni alla tíð mjög kær- ar. Þar bast hún vinarböndum við skólasystur sínar er varað hafa æ síðan. Vestur á fjörðum, m.a. í Hnífsdal bjó hún fram undir tví- tugt, er móðir hennar fluttist bú- ferlum á Akranes. Þar kynnist hún Eðvarði Lárusi Árnasyni, er gekk þá í föðurstað Þórdísi Ásgerði, barni er hún þá átti með Arnfinni Arnfinnssyni. Hún giftist Eðvarði á jóladag árið 1957. Eignuðust þau soninn Árna Eyþór, fæddan 1956, er lézt í frumbernsku. Árið 1957 fæðist þeim svo sonurinn Kristján Arndal. Árið 1963 flyzt fjölskyldan í Kópavog. í hópinn höfðu bæst Ey- þór, fæddur 1961, og Guðni, fæddur 1962. Fjölskyldan byrjaði búskap sinn á mölinni í Bröttubrekku 7a, sumarhúsi er gekk undir nafninu Sunnuhlíð. Þar fæddist Anna Lára 1965. Þótt húsið væri smátt var mamma fljót að gera þetta heimili vistlegt. Kyndingin var einungis frá eldavélinni sem kynt var með olíu. En þetta heimili var sem önnur heimili hennar, alltaf hreint og fínt, þótt ekki væri það auðvelt, bæði lít- ið og fjölmennt. Fjölskyldan bjó í Sunnuhlíð fram til ársins 1967 er hún fluttist að Hrauntungu 119. Þar fæddist yngsta barn þeirra, Örn Arndal, árið 1968. Því næst fluttist fjölskyldan að Þinghólsbraut 42, þar sem hún bjó árin 1969-1971, þegar hún fluttist að Digranesvegi 38. Þar bjuggu þau til ársins 1981, er hún flutti í nýbyggt hús að Hegranesi 23 í Garðabæ. Þrátt fyrir að halda stórt heimili tók mamma að sér að gæta barna. Ávann hún sér traust í þeim störfum. Mamma var mikil húsmóð- ir. Alla tíð hélt hún heimili fjöl- skyldu sinni er hún hugsaði um af mikilli alúð og smekkvísi. Hún hafði gott auga fyrir fallegum munum er hún prýddi heimili sitt. Gilti þá einu hvort um væri að ræða muni keypta í fínni verslun, úr gamalli kompu eða gerðir af náttúrunnar hendi. Börnum sínum var hún góð móðir. Minnast þau þess, hversu öruggt skjól hún var, hún var ávallt til staðar. Mamma hafði mikið yndi af ferðalögum. Ferðuðust foreldrar okkar til ýmissa landa auk þess sem þau áttu í mörg ár hjólhýsi sem mikið var notað til ferðalaga innan- lands. í Hegranesi bjuggu þau til ársins 1982 er þau flytjast aftur til Akraness. Á Akranesi vann hún við Sjúkrahús Akraness. Áttu þau heimili að Vesturgötu 65 til ársins 1986 er þau flytjast í Stykkishólm. Hóf hún fljótlega störf við Sjúkra- hús Franziskusystra. Vann hún þar meðan hún bjó í Stykkishólmi eða til ársins 1990 er yngsta barn henn- ar, Orn, lést. Varð það henni mikið áfall. Náði hún aldrei að yfirvinna þá sorg. Sama ár skilja leiðir henn- ar og Eðvarðs. Flyst hún þá suður að nýju og hefur störf við aðhlynn- ingu aldraðra að Kumbaravogi og síðar að Blesastöðum. Þar bjó hún sér fallegt heimili og undi sér vel enda góður vinskapur milli hennar og Ingibjargar á BÍesastöðum. Þó að hún væri þar meðal vina er víst að stundirnar þar hafa eflaust ekki verið auðveldar manneskju sem ætíð var vön að hafa fjölskyldu sína kringum sig auk þess sem Kristján, elsti sonur hennar sem búsettur var í Borgarnesi, hafði átt í erfiðum veikindum sökum krabbameins. Var hugur hennar ætíð hjá honum. Til að geta verið honum til staðar fluttist hún í Borgarnes. Vann hún þar við heimilishjálp og aðhlynn- ingu fólks. Enn sem áður bast hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.