Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 45
vmaböndum þeim er hún vann hjá
eða með. Mikilvægust var henni þó
nálægðin við Kristján. Var hún syni
sínum mikill styrkur. Það var henni
mikið lán er hún kynntist Jóni
Bjarna Ólafssyni í október 1994.
Upp úr því hefja þau búskap á
Kveldúlfsgötu 22 í Borgarnesi. Attu
þau hamingjurík ár saman. Jón,
sem sjálfur hafði gengið í gegnum
mikla sorg, gat þó gefíð henni mik-
inn styrk er hún þurfti svo á að
halda í tvísýnni baráttu Kristjáns
sem lést í mars 1997. Er það mat
barna hennar að án Jóns hefði hún
vart komist í gegnum þær raunir.
Eru börn hennar þakklát fyrir það.
Jón og Anna giftu sig 19. maí 1997.
Þann dag hefði
Kristján orðið fertugur hefði
hann lifað.
Mamma var myndarleg kona.
Eftir því var tekið hversu smekkleg
hún var og vel til höfð. Hún var
snyrtileg fram í fingurgóma. Hún
átti auðvelt með að ná til fólks þótt
hún væri ekki allra og var sterkur
persónuleiki. Hún hélt fast í hvert
það vinarband er hún bast. Hún var
gestgjafi góður, myndarskapur
hennar var mikill er kom að heimil-
isverkum hvers konar. Hún var hög
í höndum og hafði mjög næmt auga
fyrir hvers konar fegurð. Eftir hana
liggja margar fallegar hannyrðir.
Hún var hagsýn og bjó yfir mikilli
skipulagshæfni. Hún var glaðlynd,
hafði gott vald á samræðulistinni og
skemmtileg heim að sækja. Hún bjó
yfir skáldagáfu, átti til að setja
saman ljóð en oftast var það þó gert
til að létta henni erfiðar stundir.
Látum við íylgja hér lítið ljóð er
hún orti að syni sínum látnum:
Sígræn blöð þér breiði
björt í fegurri heimi.
Mildur blær í meiði
minningu þína geymi.
Mamma hafði gott minni og
minnumst við börn hennar þess er
setið var löngum stundum við að
hlýða á er hún sagði sögur frá
bernskuárunum fyrir vestan, er
hún sagði frá síbreytilegri veðrátt-
unni, fólkinu og lífinu á þessum
harðbýla landshluta. Sögurnar frá
Hnífsdal, ísafirði eða úr Arnardaln-
um voru henni kærar. Hún gleymdi
aldrei rótum sínum og var alla tíð
mikill Vestfirðingur. Hún unni
gróðri og var mikill náttúruunnandi
og hafði gaman af ferðalögum.
Mamma var ekki einungis góð móð-
ir. Hún var og góð amma. Hún átti
auðvelt með, og gerði sér far um, að
ná vel til barnanna. I henni áttu þau
góðan félaga sem þau sóttu í að
koma til og vera hjá. Hláturmildi
hennar og léttleiki laðaði þau að
henni. Þau hafa nú misst góða
ömmu. Hún gekk í ömmu stað
barnabörnum Jóns. Er honum og
börnum hans ofarlega í huga ein-
lægt þakklæti til hennar.
1 janúar sl. fékk hún heilablóðfall.
Hún barðist við að ná heilsu sinni að
nýju. Um tíma leit út fyrir að hún
hefði náð undirtökunum en raunin
varð önnur. Við viljum koma á
framfæri þakklæti til þeirra er önn-
uðust hana á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur, Grensásdeild og Sjúkrahúsi
Akraness. Hvarvetna var leitast við
að létta henni erfiðar stundir. Var
það okkur, fjölskyldu hennar, ómet-
anlegt.
Við viljum að lokum þakka góðri
móður allt það sem hún hefur verið
okkur á vegferð okkar. Megi náð og
friður fylgja henni.
Börnin.
Elsku Lóa amma, nú ertu komin
til pabba. Okkur langar að kveðja
þig með þessu ljóði sem ort var á
dánarbeði hans.
Enn einndaginnfæégnú,
í þeirri von og trú.
Að ég muni aftur snúa
og á lífíð aftur trúa.
Trúa á sumar, sem áður sjálfsagt var
ogégvarþar.
Égvilsjáaftursumar.
Marga daga gafstu mér,
Þá er þakka vil ég þér.
Þeir færðu mér gæfu og gengi,
þó ei yrði nógu lengi.
En þú veist, að ég treysti bara’á þig.
Þú leiðir mig.
Vilt þú mér sýna sumar.
Ég veit ég hefði gefið allt,
í það er aldrei verður falt.
Að fá þess meir að njóta,
og lengri dags að hþóta.
Mega ljúka, því sem aðeins mér var fært
ogmérvarkært.
Mér finnst ég sjái sumar.
Ég horfi inn í himnasal,
á iðgræn engi, fagran dal.
Ég lít inn í ljóssins veldi,
upplýst sólareldi.
Ég sé til þín, upp við fjallsins háu skör.
Núhefstmínfór.
Ég ferðast inn í sumar.
Faðir lífsins, faðir minn.
Égtilþínerkominn inn.
Kominn til að sýna,
og lát dæma ævi mína.
Til að þakka, allt sem hef haft frá þér.
Ég þakka þér.
Ég bý við eilíft sumar.
(Eyþór Eðvarðsson.)
Guð geymi og varðveiti sálu þína.
Hinsta kveðja.
Ingvar, Ómar og Anna Ólöf.
Mig langar að minnast systur
minnar, hennar Lóu, eins og hún
var kölluð í systrahópnum en við
vorum sjö systurnar og var hún
elst. Það er stórt skarð komið í
þennan systrahóp við fráfall henn-
ar.
Lóa var sterkur persónuleiki og
vinamörg manneskja.
Þegar góður einstaklingur fellur
frá þá myndast einskonar tómarúm.
Það tómarúm verður ekki bætt, en
góðar minningar lifa. Elsku systir
mín, ég vil þakka þau ár sem ég
fékk að vera með þér bæði í sorg og
gleði. Sorgin verður aldrei umflúin,
það hefur fjölskylda þín fengið að
reyna þar sem þrír drengir af sjö
börnum þínum voru farnir á undan
þér yfir móðuna miklu. Þar hafa
þeir tekið á móti þér, elsku Lóa
mín. Ég veit að nú líður þér vel þar
sem þú ert hjá þeim. Ég kveð þig að
sinni með eftirfarandi Ijóði og bið
Guð að styrkja ástvini þína.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
égbið að þú sofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælterað vitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfrn úr heimi
éghittiþigekkium hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blesíji þig, elsku systir mín.
Þín systir,
Fríða.
Elsku Lóa, mig langar að kveðja
þig með þessum örfáu orðum:
Við sjáum að dýrð á djúpið slær
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
ogfaðmijörðinaalla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
aö þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Kærri systur þakka ég samfylgd-
ina og væntumþykju í minn garð og
fjölskyldu minnar. Ég veit að þú
hefur fengið góðar móttökur hjá
drengjunum þínum á þessari
stundu og er það huggun harmi
gegn að þið eruð saman á ný. Ást-
vinum þínum bið ég guðs blessunar.
Hvíl þú í friði.
Þín systir,
Guðrún.
Með þessum erindum viljum við
kveðja þig og biðja guð að styrkja
ástvini þína:
Sárt er frænku að sakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi félli á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
frænku þó félli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma,
sofðu í sælli ró.
(höf.ók.)
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku frænka,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nanna Ragna, Gunnar
Magnús, Þór Reykfjörð
og Vernharður Oskar.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR STEINUNNAR
KRISTJÁNSDÓTTUR
ijósmóður
frá Bæ.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sólvangs fyrir einstaklega
góða umönnun og öll elskulegheit henni auðsýnd.
Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir,
Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir,
Kristjana G. Jóhannesdóttir, Hjalti Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SIGURÐUR
JÓNSSON
+ Sigurður Jóns-
son fæddist 4.
aprfl 1928. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítalans 13. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Jón
Ólafsson, bóndi á
Syðri-Björgum á
Skaga, f. 28.9. 1894,
d. í ágúst 1985, og
Sigurbjörg Jónsdótt-
ir húsfreyja, f. 22.8.
1903, d. 22.9.1993.
Sigurður bjó á
Syðri-Björgum fram
yfir 1960 með for-
eldrum sínum. Eftir það stundaði
hann ýmis störf á Kefavíkurflug-
velli. Þá lagði hann fyrir sig eigin
atvinnurekstur þar til heilsan
brast. Sigurður var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Sigurðar fór fram frá
Kapellunni í Hafnarfirði 19. júní.
Sigurður Jónsson frændi minn var
ljúflingur. Hann var ákaflega hóg-
vær og rólyndur maður og nægju-
samur með eindæmum. Hann var
aldrei heilsugóður en kvaðst ávallt
þokkalegur viki maður orði að heils-
unni.
Mestalla ævina vann Sigurður við
búskap og útræði með foreldrum
sínum að Syðri Björgum á Skaga.
Þar var stundaður hefðbundinn bú-
skapur án mikillar vélvæðingar fram
á seinni hluta aldarinnar. Þar dvald-
ist undirritaður í sumarvinnu eftir
miðbik aldarinnar og kynntist þar
búskaparháttum eins og þeir voru í
gamla bændasamfélaginu: ekkert
vélarafl. En eins og
hefur verið saga svo
margra fjölskyldna á
öldinni lá leiðin úr
sveitinni á mölina eins
og sagt er. Þau settust
að á fallegum stað í
Hafnarfirði rétt við
Hellisgerði. Þar leið
þeim vel.
Sigurður fékkst m.a.
við hænsnarækt og
verslunarrekstur hér á
Reykjavíkursvæðinu
eins lengi og heilsan
lejrfði. Hann var ákaf-
lega þrautseigur og
hélt út rekstri sínum lengur en
margur hefði gert í hans stöðu. Sig-
urður var afar sjálfstæður maður.
Sigurður las mikið og fylgdist allt-
af vel með þjóðmálum og viðskipta-
lífinu. Það var gaman að ræða við
hann um þau mál því hann sá aðra
fleti á þeim en ég sá og hafði oftast
mikið til síns máls. Hann var raun-
sær og sýndi mikinn skilning á
hvemig hagsmunir móta menn. Sig-
urður var um árabil félagskjörinn
endurskoðandi í fyrirtækjum okkar
hjóna og sinnti því starfi af kost-
gæfni. Hann var enda talnaglögguiu.
og ráðagóður.
Sigurður var á sjúkrahúsum síð-
ustu vikurnar. Hann bar sig vel áður
en hann gekkst undir hjartaaðgerð.
Var búinn að sætta sig við að hún
væri nauðsynleg. Sú aðgerð gekk
ekki upp og lést Sigurður í kjölfarið.
Góður drengur er genginn til feðra
sinna. Guð blessi minningu Sigurðar
Jónssonar.
Bjöm Bjarnason.
t
Ástkær bróðir okkar og föðurbróðir,
ÓLAFUR ÞÓRARINN ÖGMUNDSSON,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
23. júní kl. 13.30.
Margrét Ögmundsdóttir,
Guðný Ögmundsdóttir,
Kristín Haraldsdóttir
og systkinabörn.
§r
+
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
PÁLL JAKOB DANÍELSSON,
áður Tunguvegi 62,
Reykjavík,
sem andaðist 12. júní, verður jarðsunginn frá
Bústaðakikju fimmtudaginn 22. júní kl. 15.00.
Daníel J. Pálsson,
Ólöf G. Pálsdóttir,
Unnur B. Pálsdóttir,
Þórir Pálsson,
Linda Garðarsdóttir,
Gunnar Ottósson,
Oddur Helgason,
Ásthildur Bynjólfsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR,
Kirkjulundi 8,
Garðabæ.
Ólafur Kristján Guðmundsson,
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Þuríður Kristín Kristieifsdóttir,
Magnea Guðlaug Ólafsdóttir,
Þórunn Ólafsdóttir, Daníel M. Jörundsson,
Magnús Óli Ólafsson, Erla Dís Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.