Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 52
52 MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Snillingar á heimsmælikvarða HVAÐ skyldi snill- ingur vera? Jú, menn eru kallaðir snillingar ef þeim hefur tekist eitthvað sem engum öðrum hefur tekist og hefur því þurft yfir- burði til á einhverjum sviðum. En þó snill- ingar hljóti oft fraegð fyrir verk sín er ekki þar með sagt að þeirri frægð fylgi nokkur upphefð. Það á til dæmis við í þeim til- vikum sem menn hafa hlotið frægð fyrir að ná fram slæmum ásetningi sínum. Óumdeilt er að margir af þekkt- ustu mönnum sögunnar voru snill- ingar þrátt fyrir að verk þeirra verði aldrei hátt skrifuð í huga nokkurs heilbrigðs manns. Að vísu er til fólk sem er heillað af verkum manna sem hafa það eitt afrekað að kúga þegna sína og beita þá ójafnræði en slíkt fólk verður allt- af til, því miður. Meðal þess er fólk sem lítur á sig æðra sökum upp- runa síns og fyrirlítur aðra kyn- þætti. Þá eru aðrir sem telja sig æðri með þeim rökum að trúarbrögð þeirra séu mun merkilegri en annarra án þess þó að hafa getað með nokkrum rökum lýst því á hvem hátt þau eru merkilegri. Svo eru fleiri sem svipað er ástatt með og alls ekki betur en það eru þeir sem þjóðfélags- stöðu sinnar vegna og jafnvel menntunar telja sig miklu merki- legri og „á hærra plani“ en hinn al- menna borgara. Og fullvissa þeirra er svo mikil að jafnvel hinum mestu tækifærissinnum flökrar við mótsagnabulli þeirra og þvættingi. Ríkisskattstjóri og yfirmaður hans, fjármálaráðherrann, eru ótvírætt sannkallaðir snillingar á sínum sviðum. Sennilega verða þeir aldrei heimsfrægir fyrir verk sín en þeirra verður þó án efa lengí minnst á íslandi fyrir fram- göngu sína við að mismuna þegn- Örn Gunnlaugsson Fjárhagsvandi Fjöldi manns sem starfaði við verkefni Islenskra sjávarafurða hf. erlendis, segir Örn Gunnlaugsson, hefur átt í verulega alvar- legum fjárhagsvanda. um íslands verulega í skattalegu tilliti. í sameiningu hefur þeim tekist að koma þeirri hugsun inn hjá flestum þeim sem starfa er- lendis við verkefni íslenskra fyrir- tækja að tryggast sé að sem stærstur hluti launagreiðslna vegna starfa við íslensk verkefni erlendis sé tekinn í gegnum bankareikninga erlendis án vitund- ar íslenskra skattyfirvalda. Mörg íslensk fyrirtæki í verkefnum er- lendis hafa verið þessa áskynja um nokkurt skeið og hagað rekstri sínum með tilliti til þess. Núver- andi fjármálaráðherra og ríkis- skattstjóra hefur t.d. tekist í sam- einingu að koma fjölda manns sem starfaði við verkefni Islenskra sjávarafurða hf. erlendis í veru- lega alvarlegan fjárhagsvanda og eru m.a. valdir að því að einhverjir þeirra voru keyrðir í gjaldþrot þrátt fyrir loforð hins hærra setta um annað. Allt mátti þetta skrifa á skýrar reglur ríkisskattstjóra um skattalega meðferð dagpeninga- greiðslna sem honum sjálfum þótti þó rétt að túlka á annan hátt en al- menningur og jafnvel sprenglærð- um og þrautreyndum endurskoð- endum hefur tekist að lesa úr þeim. Reyndar hefur málum starfsmanna íslenskra sjávar- afurða hf. verið áfrýjað til Hæsta- réttar eftir að dómur án niður- stöðu féll í málinu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. En hver veit nema jafnvel „guðfaðirinn" sjálfur laumi því ekki bara út úr sér á réttu augnabliki að ef ekki verði dæmt „rétt“ þá geti allir íslendingar sem best hypjað sig til Kanarí? Og þá er málið leyst eins og reynslan hefur kennt okkur. Eftir fréttum að dæma í vor virðist snillingunum nú vera farið að leiðast en þeir hafa sýnt tilburði í þá átt að taka starfsmenn Atlanta hf. svipuðum tökum og starfsmenn Islenskra sjávarafurða hf. forðum. En gleymdu þeir ekki einhverju bless- aðir? Flugliðar Atlanta hf. dvelja oft langdvölum ytra í löndum þar sem aðstæður eru slíkar að margir íslendingar létu ekki bjóða sér. Hvers vegna skyldi hafa ríkt „frið- ur“ svo lengi með dagpeninga- greiðslur flugliða hjá Flugleiðum hf.? En flugliðar hjá Flugleiðum hf. bera sannanlega alls ekki nokk- urn þann kostnað sem dagpening- um er ætlað að mæta og slíkt hef- ur verið staðfest af embætti ríkisskattstjóra. Skyldi það vera sökum þess að forystusauðurinn í hjörð „hinna æðri þegna“ hefur lagt svo fyrir lærisveina sína að þeir skuli láta hagsmunavini sína í friði? Hver veit? Hitt má þó öllum vera ljóst að gasklefar íslenskra skattyfirvalda eru ekki innréttaðir með það fyrir augum að þeir rúmi „hina æðri“ í þjóðfélaginu. Og er nema von að þeir sem fá að vera „memm“ vilji halda óbreyttu ástandi? Öllum nefndarmönnum efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis svo og fjölmörgum öðrum þingmönnum hefur verið gerð ítar- leg grein fyrir því hvernig veru- legs ójafnræðis gætir hvað varðar skattalega meðhöndlun dagpen- ingagreiðslna, háð því hverir eiga í hlut. Hverra hagsmuni ætli sé ver- ið að verja með óbreyttu dagpen- ingakerfi? Jafnvel stjórnarand- staðan hóstar ekki við þessari helför. - Skrýtið?, ónei! Og hver segir svo að Islendingar eigi ekki snillinga á heimsmælikvarða? Höfundur starfaði fyrir íslenskar sjávarafurðir á Kamchatka og rekur mí eigið fyrirtæki á sviði innflutnings. Gæsla skemmtistaða SÚ staðreynd að ég bý í miðbænum, hef unnið á skemmtistöð- um borgarinnar til margra ára og er með háskólagráðu í al- mennri löggæslufræði hlýtur að leiða til þess að ég myndi mér ákveðna skoðun á því sem fram fer hér í bæ. Sú skoðun er fjarri því að vera alslæm eða mótuð í stein. Miðbær- inn í Reykjavík er eins „y og miðbæir í flestum öðrum borgum; með sitt eigið líf sem breyt- ist með tímanum, líf sem hefur sínar dökku og ljósu hlið- ar. Vegna þess hve skapgóður mað- ur ég er þá reyni ég að líta meðvit- að á dökku hliðarnar til þess að tapa ekki sýninni á raunveruleikan- um. Það er að mínu mati gott að horfa á dökku hliðarnar í hófi og gerir engum mein. Einnig kveikir það oft þörf til að vilja bæta hlutina og ekki er það slæmt. Ein mesta breyting sem átt hefur sér stað á síðari tímum í skemmt- anahaldi bæjarbúa var innleidd á miðju síðasta ári. Breytingin fólst í því að rýmka opnunartíma staða sem selja áfengi og leyfa sölu þess í lengri tíma í senn (áætlanir eru uppi um svipaðar breytingar í Bret- landi á næsta ári, þegar „pöbbun- um“ verður leyft að hafa opið nán- ast allan sólarhringinn). Flestir sem að þessum málum koma hér á landi eru þeirrar skoðunar að breytingin hafi verið til góðs. Það á bæði við um viðskiptavini stað- anna sem og lög- regluna, sem sér um að friður ríki jafnt á degi sem á nóttu. Mið- bæjarvandinn virðist, fljótt á litið, hafa lag- ast að ein-hverju leyti í kjölfar breytinganna. Eitt er það þó sem angrar mig og er til- efni skrifa minna. Þannig er málum hátt- að að lögreglan, sem sér um að halda uppi lögum og reglum í miðbænum, er oft æði upptekin við að sinna sínum störf- um úti á meðal almennings og þykir það þvi löngu orðið sjálfsagt að einkarekin öryggisgæsla sé látin sjá Dyraverðir Eftirlit með dyra- vörðum af hálfu hins opinbera er, að mati Eyþórs Víðissonar, ekki fullnægjandi. um að viðhalda ró inni á öllum þeim fjölmörgu vínveitingastöðum sem reknir eru í borginni. Gæsla þessi er undir beinni stjórn eigendanna sjálfra og er borguð beint af þeim. Birtist hún okkur í formi dyra- varða, sem oft má sjá standa tein- rétta við innganginn sama hvernig viðrar. Hlutverk þeirra er marg- þætt og valdið sem dyraverðir hafa inni á stöðunum og jafnvel fyrir ut- an þá er talsvert. Fæstir myndu vilja sjá það gerast að ekki væru dyraverðir inni á stöðunum, til að halda utan um lýðinn sem þangað sækir. Lögreglan viðurkennir þetta, ekki bara hér heldur í flest- um borgum þar sem fólk og áfengi koma saman. Við sem förum út að skemmta okkur, án áfengis eða með, oft eða sjaldan, áttum okkur kannski ekki á þeim áhrifum sem Eyþór Víðisson dyraverðir geta haft á lög og reglur borgarinnar í öllu víðtækara sam- hengi. Síðasta sumar leið undir lok fyr- irtæki nokkuð sem sérhæfði sig í að sjá vínveitingastöðum fyrir dyra- vörðum og voru þá dyraverðirnir ekki lengur ráðnir og reknir af eig- endum staðanna, eins og oftast er, heldur voru þeir ábyrgir fyrir staðnum í gegnum þetta ákveðna fyrirtæki. Ekki er ég nú með hald- bærar tölur á þeim fjölda staða sem þetta fyrirtæki var með samninga við og skiptir það í raun litlu hér. Það sem angrar mig er sú stað- reynd að eitt fyrirtæki geti komið sér upp fjölda dyravarða og starfað undir nánast engu skipulegu eftir- liti af hálfu hins opinbera og sem slíkt geti það fyrirvaralaust ráðið því hvort löggæsla á sér yfir höfuð stað þar sem meirihluti fólks kýs að eyða skemmtanatíma sínum. Vissu- lega eru til reglur um hverjir megi reka fyrirtæki í öryggisgeiranum og er það vel, en staðreyndin er sú að það eru nánast engar reglur til um ráðningu, rekstur og eftirlit dyravarða hér á landi. Á síðasta ári var tekinn í notkun í Skotlandi opinber staðall fyrir dyra-verði og er hann bundinn í lög. Síðan þá hefur staðall þessi verið tekinn upp í Englandi og Wales. Fyrstu viðbrögð við staðlinum hafa verið jákvæð í umræddum löndum en frekari kannana er þörf. Þó svo að staðall þessi hafi að mestu leyti verið gerður með það í huga að minnka tíðni skipulagðra glæpa og eiturlyfjasölu undir stjórn dyra- varða í næturlífi Breta þá hefur þessi staðall nú verið kynntur hér á landi. Er ég fékk fréttir af þessu var ég enn búsettur erlendis og hafði því samband símleiðis við þá aðila sem að þessum málum koma hér á landi. Skildist mér á þeim samtölum að staðallinn yrði ekki opinberlega tekinn í gagnið, heldur að hverjum og einum yrði það í sjálfsvald sett að taka upp þær til- lögur sem þar væru settar fram. Að mínu mati er eftirlit með dyravörðum af hálfu hins opinbera, eins og það er í dag, ekki fullnægj- andi og vandamálin eru slík að ég tel að við höfum ekki efni á hálf- kveðnum vísum í þessum efnum. Það er kominn tími til að við förum að líta á þessi mál sem og önnur í víðara samhengi áður en stórslys hlýst af. Höfundur stundar mastersnám í öryggisstjömun við háskólann { Leicester í Englandi. Ábending til Sinfóníuhljóm- sveitar Islands ÉG HEF nú um tuttugu ára skeið verið þeirrar ánægju aðnjót- andi að fylgjast grannt með þróun Sinfóníu- hljómsveitar Islands, ekki síst sem áheyr- andi aragrúa tónleika. Hljómsveitin hefur verið í stöðugri þróun þennan tíma og nú er svo komið að hljóm- sveitin getur kinnroða- laust staðið undir sam- anburði við bestu hljómsveitir álfunnar. Margir þættir í þessu ferli hafa gert þessar framfarir mögulegar eins og t.d. betri menntun og þjálf- un hljómsveitarmeðlima, betri tón- listarkennsla í landinu almennt, verkefnaval, hljómdiskaútgáfa, ut- anlandsferðir og þáttur góðra hljómsveitarstjóra. Hið síðast- nefnda vil ég gjaman gera hér að umtalsefni. Allir sem hafa fylgst með hljóm- sveitinni okkar síðustu áratugi virða og meta að verðleikum það starf sem menn eins og Jean-Pierre Jacquillat, Petri Sakari og Osmo- Yánská hafa skilið eftir sig sem að- alhljómsveitarstjórar til lengri eða skemmri tíma. Auk þessara aðal- hljómsveitarstjóra hafa margir gestastjórnendur stjórnað hljóm- sveitinni, oft með misgóðum árangri eins og gengur í ferli allra hljóm- sveita. Örfáir þessara gestastjórnenda hafa þó staðið uppúr og vakið mikla athygli. Einn þessara örfáu gestastjórn- enda er hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Gerrit Schuil, og er skemmst að minnast ógleymanlegra Beethoven-tónleika sem hann stjórnaði með glæsibrag fyrir tveimur árum. Hann kom að þeim tónleikum með tæplega sólarhrings fyrirvara vegna forfalla annars stjórnanda. Eins og alþjóð veit var Gerrit Schuil ráð- inn aðalhljómsveitar- stjóri og listrænn stjórnandi íslensku óperunnar sl. haust og bundu margir miklar vonir við starf hans á þeim vettvangi. Þvi miður bar Islenska óperan ekki gæfu til að nýta sér starfskrafta hans og er það mjög dapurlegt. En nú vill svo til að Gerrit Schuil hefur hér fasta búsetu. Hann ann þessu landi og þjóð eins og hann væri hér borinn og barnfæddur. Hann hefur nú þegar á fáum árum markað djúp Tónlist * Eg vona og trúi að Sinfóníuhljómsveit --7------------------------- Islands láti ekki undir höfuð leggjast að bjóða þessum framúrskar- andi listamanni, segir Gunnar Kvaran, til áframhaldandi sam- starfs við sig sem fyrst. spor í íslenskt tónlistarlíf. Ég vona og trúi að Sinfóníuhljómsveit ís- lands láti ekki undir höfuð leggjast að bjóða þessum framúrskarandi listamanni til áframhaldandi sam- starfs við sig sem fyrst. Það yrði hljómsveitinni til heilla og sóma. Látum það ekki henda að þessi maður flæmist af landi brott vegna verkefnaskorts. Höfundur er sellóleikari. Gunnar Kvaran
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.