Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 60

Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 60
50 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR y Morgunblaðið/Arnaldur Biskup afhendir borgar- stjóra minnisvarða BISKUP íslands, herra Karl Sigur- björnsson, afhenti á föstudag Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borg- arstjóra Reykjavíkur, minnisvarða um hinn forna Víkurkirkjugarð á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til ársins 1838 þegar Hólavallakirkjugarður við Suðurgötu var vígður. Minnisvarðinn er gerður úr þremur stórum steinum sem á eru höggnar lágmyndir og eiga þær að minna á sögu staðarins. Páll Guð- mundsson, myndhöggvari frá Húsafelli, vann minnisvarðann en skipulagsnefnd kirkjugarða stóð að gerð hans. Nýr formaður Lands- sambands veiðifélaga AÐALFUNDUR Landssambands veiðifélaga, sem eru samtök veiði- réttareigenda innan vébanda veiðifé- laga um land allt, var haldinn á Laugai’vatni dagana 9. og 10. júní sl. Við stjómarkjör lét nú af starfí formanns, að eigin ósk, Böðvar Sig- valdason, sem gegnt hafði því starfí sl. 18 ár og voru honum þökkuð mikil og góð störf í þágu Landssambands- ins og hagsmunamála veiðiréttareig- enda. I stað Böðvars var Óðinn Sig- þórsson, Einarsnesi, kjörinn for- maður til þriggja ára, en aðrir í stjóm era Magnús Ólafsson, Sveins- stöðum, Bragi Vagnsson, Burstafelli, Sigurjón Valdimarsson, Glitstöðum og Kjartan Helgason, Haga. Ýmsar ákvarðanir voru samþykkt- ar á fundinum og bar þar hæst álykt- un varðandi sjókvíaeldi á laxi hér við land, sem fundurinn taldi hættulegt villtu laxastofnum okkar, og háskann þeim mun meiri sem eldisfiskurinn væri fjarskyldari innlendum stofn- um. Þá skipti ekki máli hvar við land- Kvöldgöngur með höfnum í KVÖLD, miðvikudagskvöld á sum- arsólstöðum, stendur Hafnagöngu- hópurinn fyrir fyrstu ferðinni í röð gönguferða um hafnir höfuðborgar- svæðisins. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 út á Faxa- garð og í stutta heimsókn um borð í frönsku gólettumar og ms. Nord- west. Að því loknu verður val um að aka suður á Hvaleyrarholt við Hafn- arfjarðarhöfn og ganga þaðan vestur með höfninni. Síðan verður ekið til baka að Hafnarhúsinu við Reykja- víkurhöfn. Allir velkomnir. Á gönguferðinni verður minnt á að samkvæmt fornum heimildum voru það þeir Herjólfur, Hrafna-Flóki og skipverjar hans og þeir Karli og Víf- ill í leit að öndvegissúlum Ingólfs sem fyrstir manna gengu með strönd höfuðborgarsvæðisins. ið kvíarnar væra settar. Bent er á í greinargerð, að reynsla annarra þjóða við norðanvert Atlantshaf sýndi glögglega að sjókvíaeldi fylgdi aukin hætta á margskonar smiti frá eldisfisknum til villtra stofna og væri bæði um bakteríu- og veirasmit að ræða. Sama væri að segja um ýmis- konar sníkjudýr, sem fjölgaði mjög í nánd við eldiskvíamar. Síðast en ekki síst væri óæskileg erfðablöndun villtum stofnum hættuleg. Þá ítrekaði aðalfundurinn fyrri samþykktir sínar um að lokið yrði við heildarendurskoðun laga um lax- og silungsveiði. Þá var lýst sérstakri ánægju með uppkaup laxaneta í sjó og þeim aðilum sem að því unnu þakkað. Gerð var krafa um að Fiski- ræktarsjóði yrðu tryggðar tekjur af sölu á raforku til nýrra stórnotenda, eins og gilt hefur um aðra raforku- sölu. Þá taldi aðalfundur samtaka veiðiréttareigenda sjálfsagt að for- ræði samskipta okkar við NASCO, N orður- Atlantshafslaxvemdarstofn- unina, yrði hjá fagráðuneyti veiði- mála (landbúnaðarráðuneytinu) í stað utanríkisráðuneytisins. ----------------- Fræðslufundir um áhrif áfalla RANGÁRVALLADEILD Rauða kross íslands heldur fræðslufundi um áhrif áfalla á fólk á Laugalandi fyrir Holta- og Landsveit á miðviku- dag kl. 16 og í grannskólanum á Hvolsvelli á fimmtudag kl. 20. Fundimir era opnir öllum íbúum Rangárvallasýslu og öðram sem áhuga hafa. Rætt verður um áhrif áfalla á böm, unglinga og fullorðna og hvemig hægt sé að bregðast við þeim. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins verður starfrækt á Hellu næstu daga frá kl. 9-21. Fólk er hvatt til að leita þar aðstoðar. Hægt er að bóka viðtöl við sálfræðinga í síma fjöldahjálpar- stöðvarinnar. ||i :i n ( ;.sk( ) r *-. / / Stúdentamyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fiskiskútur 1900-1922 MIG vantar upplýsingar um fiskiskútur sem gerðar voru út til fiskveiða frá Is- landi árin 1900-1922. Mig vantar upplýsingar um nokkur skip vegna útgáfu á nýju skipstjóra- og stýri- mannatali. Sigurgísli Sigurðsson sími 554-0418. Umferð í Fossvogs- kirkjugarði ÉG fór í Fossvogskirkju- garðinn um daginn. í garð- inum var mikið af fólki og þó sérstaklega ungu fólki. Það var mikil bílaumferð þama þennan dag og keyrt frekar hratt inn á milli gatnanna hjá leiðunum. Mér finnst að það mætti takmarka um- ferðina þama á milli leið- anna og hafa hliðið lokað. Inga Ingóifsdóttir. Vantar Þorgeir á Þingvöll NÚ Á AÐ minnast þess merkisatburðar að liðin eru þúsund ár frá kristnitök- unni og þess era sjálfsagt engin dæmi að heil þjóð hafi öll skipt um trú á ein- um og sama deginum. Þeg- ar flokkur kristinna manna kom á Þingvöll árið 1000 voru ásatrúarmenn þar fyr- ir og í þeirra hópi var Þor- geir goði, sá er gerði sátta- gerðina sem allir sættust á. Nú ætla ásatrúar menn að minnast þessara atburða og halda þing á undan hin- um og vera farnir frá Þing- völlum áður en þeir kristnu koma og eru víst allir sáttir við það en það er bara eitt að ásatrúar menn mega alls ekki nota klósett kristinna manna. Þó er ljáð máls á því ef þeir borga nógu vel íyrir það. Alltaf freista þeir silfurpeningarnir. Ríkis- sjóður borgar fyrir þá lóástnu svo þeir þurfa ekki að borga neitt. Állir lands- menn borga með sköttum sínum og ásatrúarmenn eins og aðrir. Nú vantar bara sáttargerðarmann eins og Þorgeir til að leysa málin svo báðir geti haldið sín þing til að minnast þessa merkisatburðar svo sómi sé að og allir verði án- ægðir. Þess mættu nú kristnir menn minnast að þegar tekið var við trúnni fylgdi það sem kallað hefur verið lífsreglan gullvæga, en Jesús sagði ..allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeimgjöra. Guðmundur Bergsson Sogavegi 178, Reykjavík. Tapað/fundið Hefúr þú fundið grátt hnöttótt nisti á leðursnúru? LAUGARDAGINN 17. júní sl. týndi ég silfurnisti, líklega í miðbænum eða vesturbæ Reykjavíkur. Þetta er gráleitt hnöttótt nisti með mattri áferð. Það er blómamynstur öðru megin og hægt er að opna það. Inni í nistinu eru tvær myndir. Þetta nisti er mér mjög kært og bið ég finn- anda um að hafa samband við Önnu í síma 695-5890. Fundarlaun í boði. Barnabflstóll o g dýna BARNABÍLSTÓLL und- an einu barni og dýna fæst gefins. Upplýsingar í síma 553-5901. Gsm sími fannst GSM sími fannst á Lauga- vegi helgina 10-11. júm' sl. Upplýsingar í síma 868- 9938 á milli kl. 15-19. Grátt ennisband tapaðist GRÁTT ennisband úr þvottabjarnarskinni með þverröndóttu skotti tapað- ist annað hvort í Úthlíð í Biskupstungum eða í Garðabæ í vetur. Ennis- bandið hefur sennilega fok- ið úr bílnum. Ef einhver hefur fundið ennisbandið er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565-6224. Sérsmíðaður hringur tapaðist SÉRSMÍÐAÐUR karl- mannsgullhringur tapaðist í mars sl. einhvers staðar á Reykjavíkursvæðinu. Hringurinn er kantaður og stafirnir HG eru upp- hleyptir ofan á plötu á hringnum. Hringsins er sárt saknað. Upplýsingai- í síma 552-0338 eða 854- 7900. Gullúr tapaðist GULLÚR með stórri skífu tapaðist, sennilega við Glæsibæ, Laugarásveg eða Barðastaði í Grafarvogi. Eigandi úrsins er fullorðin kona og sér hún mikið eftir úrinu. Fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 863-4456. Gulur bakpoki tapaðist GULUR bakpoki fullur af nýjum fötum tapaðist á horni Bræðraborgarstígs og Öldugötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551- 5048 eða 510-1114. Lítið svart kvenpen- ingaveski tapaðist LITIÐ svart kvenpeninga- veski með öllum skilríkjum tapaðist annað hvort á Gauk á Stöng eða í leigubíl frá BSR aðfaranótt 17. júní sl. Á veskinu stendur stór- um stöfum PARÍS. Fund- arlaun. Upplýsingar í síma 567-7178 eða 698-1178. Dýrahald Svört og hvít læða fæst gefins TVEGGJA mánaða svört og hvít læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 565-1443. Hefur einhver fundið Dísarpáfagauk? DÍSARPÁFAGAUKUR týndist í Grafarvogi laugar- daginn 17. júní sl. Hann er grár á skrokkinn og með lítinn brúsk á höfði. Ef þið vitið hvar hann er látið þá Eh'nu Ástu vita í síma 567- 7864 eða 698-7864. Gulrauðbröndóttur köttur hvarf að heiman GULRAUÐBRÖNDÓTT- UR köttur með hvítar lopp- ur og hvitan smekk fór að heiman frá sér að Mið- stræti 4 Reykjavik laugar- daginn 17. júní sl. Hann er eyrnamerktur 6006 og hann er einnig með 61, en þar stendur Sólblómi. Ef einhver hefur orðið hans var vinsamlegast hafið samband í síma 551-6006. Kettlingur fæst gefíns ÁTTA vikna kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 567- 5404 eftir kl. 16. Kettlingar FJÓRIR átta vikna, kassa- vanir högnar, tveir gulir og tveir gráir, fást gefins. Upplýsingar gefa Bergur eða Ester í síma 564-3947. Erlendir ferðamenn að hjóla frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Morgunblaðið/Ásdís Víkveni skrifar... VÍKVERJI var uppi á miðri Mos- fellsheiði þegar jarðskjálfta- kippurinn kom um tuttugu mínútum fyrir klukkan fjögur á þjóðhátíðar- daginn. Þar var Víkverji í bíl sínum og varð einskis var, en var að hlusta á Bylgjuna, þar sem Þorgeir Ástvalds- son var að lýsa brottför íslendings úr Reykjavíkurhöfn. Þá allt í einu hróp- aði Þorgeir upp yfir sig og lýsti jarð- skjálftanum. Þannig varð Víkverji skjálftans var. I fyrstu virtist þetta ekki vera mik- ill skjálfti og jarðvísindamenn sögðu 5,3 en einhver sem var við hljóðnema taldi það allt of lítið og nefndi töluna 7. Það var svo ekki fyrr en erlendar jarðvísindastofnanir fóra að tilkynna jarðhræringar á íslandi að talan 6,6 komst í loftið og hinn raunveralegi styrkur hræringanna kom í Ijós. Það var í senn klaufalegt og ekki til þess að styrkja trú fólks á íslenzkum jarð- vísindamönnum allt það hringl sem fram kom á fyrstu klukkustundunum eftir skjálftann um styrk hans og eyðingarmátt. XXX RÉTT fyrir jólin keypti Víkveiji tvennar buxur á konu sína í sportvöraverzlun í Kringlunni. Aðrar buxurnar pössuðu, hinar ekki. Eftir jólin fór konan svo og ætlaði að skipta buxunum. Þá fékk hún það svar, að þar sem buxurnar væru upp- seldar væri ekki hægt að skipta þeim. Sérstaklega athyglisvert. Buxur sem seljast svo vel að þær era upp- seldar stuttu eftir að þær era keypt- ar - þeim verður ekki skipt af því að þær era uppseldar. Það þarf vart að taka fram að hvorki konan né nokkur úr fjölskyldu hennar mun nokkra sinni fara inn í búðina og kaupa þar nokkum hlut. Hve lengi skyldi verzlun með slíkt hugarfar endast? x x x VÍKVERJI er að dútla við garð- störf í lítilli garðholu sem hann á, raunar á bezta stað í borginni verð- urfarslega séð. Hann hefur gert ít- rekaðar tilraunir til þess að bæta grassvörðinn í garðinum með því að kaupa sér grasfræ og sá í heldur ljóta bletti eftir að mosi var rifinn upp úr flötinni. En svo virðist sem grasfræið fáist ekki til að spíra, ekkert grænk- ar í blettunum. Getur verið að það fræ sem gróðrarstöðvar era að selja sé dautt? Spyr sá sem ekki veit, en heldur er þetta skrítið, að ár eftir ár skuli fræið ekki spfra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.