Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tásutónlist
Pétur Eyvindsson er annar liðsmanna Vindva Mei.
j TðNLlST
Geisladiskur
ON FIRE
Geisladiskurinn með hljómsveitinni
Vindva Mei skipuð Rúnari Magn-
ússsyni og Pétri Eyvindssyni.
Fire inc. gefur út 2000
HINN dularfulli rafdúett Vindva
Mei hefur í mörg ár kraumað djúpt
undir íslenskri jaðartónlistarsenu
þó fáir hafi orðið varir við hann.
Dúettinn er skipaður Akureyring-
unum Rúnari Magnússyni og Pétri
Eyvindssyni, en þar sem sá fyrr-
nefndi hefur verið búsettur í Dan-
mörk síðustu ár hefur lítið verið um
tónleikahald hjá Vindva Mei.
Reyndar stungu þeir tónlist sinni
jafn sjaldan í samband við umheim-
inn þegar þeir voru báðir búsettir á
íslandi, en þeir tónleikar sem þó
voru haldnir sitja þeim mun fastar í
minni þeirra sem voru svo lánsamir
að vera viðstaddir þá.
On Fire er fyrsta plata Vindva
Mei en vonandi ekki sú síðasta því
hér er afskaplega eigulegur gripur á
ferðinni. Völlur tilraunakenndrar ís-
lenskrar raftónlistar er víðari en
„■margan grunar þó lítill hluti hennar
hafi náð eyrum fólks enn sem komið
er. Stilluppsteypa er sú hljómsveit
sem hefur verið hvað kröftugust út á
við í þessum geira og hafa meðlimir
hennar verið ansi séðir í að nálgast
tónlistarfólk í svipuðum pælingum
og þeir og koma efni sínu í eyru
fólks. Það má auðveldlega greina
nokkur Stilluppsteypuáhrif í tónlist
Vindva Mei þó hinir síðarnefndu
hafi reyndar mjög persónulegan
stíl. Dýrlegir hljóðskúlptúrar flæða í
gegnum diskinn að viðbættum takt-
fléttum sem keyi'a stemmninguna
áfram af yfirveguðu öryggi. Best
tekst til í lögum eins og Only love
can keep you warm, Creamy after-
noon og From space with love.
Margt spennandi gerist þó einfald-
leikinn ráði ríkjum og angurværar
melódíurnar sveima eins og latar
hunangsflugur yfir suðandi raf-
gróðrinum.
Framtfðarlegir ástaróðar
From space with love er sérstak-
lega gn'pandi lag sem byrjar á rödd-
um sem hljóma eins og þeim sé mjög
mikið niðri fyrir þó erfítt sé að
greina hvað það er sem þeim liggur
á hjarta. Undirtónninn er hlýr og
dálítið melankólísk hljómborðslína
líður ljúflega í gegn, samferða gegn-
umgangandi taktlúpunni sem tekur
við þung og hrá við af röddunum í
upphafi. Það mætti segja að í þess-
um lögum kristallist eitthvað sem
hægt væri að tala um sem framtíð-
arlega ástaróða. Það er ekki endi-
lega nauðsynlegt að segja „I love
you“ og taka gítarsóló til að tjá til-
finningar í tónlist. Hver segir að
rafsmellir og bjagaðar raddir hljóð-
gervla geti ekki sent sömu skilaboð?
Þeir Vindva Mei bræður stefna
áhrifum frá níunda áratugnum sam-
an við dramatísku rafballöðurnar í
vænum skömmtum. Sérstaklega í
lögunum Sound of a miracle og loka-
laginu Mister new wave no more,
sem jafnframt eru einna dansvæn-
ust. Ætli þetta sé það sem menn
eiga við með orðinu „tásutónlist“?
Það er spurning hvort þessi tvö lög
hafi staðist tímans tönn. Kannski
hefur tíminn nagað þau nóg til þess
að þau eru full gamaldags í félags-
skap við hin lögin á plötunni. Af
hverju að enda svona góða plötu á
gamalli lummu? Eða má vera að það
sé alveg splunkuný lumma að víra
taktvísa skruðninga í anda Pan Son-
ic og Autechre saman við yndislegar
klisjur hljóðgervla níunda áratugar-
ins? Reyndar svífur einhver vand-
útskýranlegur, kaldhæðinn húmor
yfir vötnum Vindva Mei svo maður
fær á tilfinninguna að meiningin sé
einmitt að rugla hlustandann ræki-
lega í ríminu. En hver getur svo sem
dæmt um það hvort alvaran liggi
heldur í svífandi hljóðskúlptúrum
eða hörðum „teknótransi" af gamla
skólanum? Hvernig sem litið er á
blikuna er í það minnsta notalega
áheyrileg plata hér á ferðinni.
Stefnumót þessarra óvæntu póla
eru kannski svolítið einkennileg en
venjast vel með hverri hlustun.
Biðin eftir On Fire var löng, en
mikið bragðast steikin vel þegar hún
er loks komin á disk hins hungraða.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
flíililli hreinsunin
gsm 897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
LEIKFÉLAGJSLANDS
3000
Sjeikspír eins og hann leggur sig
lau. 24/6 kl. 20
fös. 30/6 kl. 20
530 3030
Stjðrnur á morgunhimni
fim 22/6 kl. 20 laus sæti
Síðasta sýning í sumar
Hádegisleikhús með stuðningi
Símans - BJÖRNINN
’fors. fdag mið. 21/6 kl. 12 UPPSELT
frumsýn. fim. 22/6 kl. 12 UPPSELT
fös 23/6 kl 12 örfá sæti laus
mið 28/6 kl 12 nokkur sæti laus
lau 1/7 kl 12 nokkur sæti laus
Leiksýning Yoshi Oida:
INTERROGATIONS fös. 23/6 kl. 20
Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga, kl. 14-
18 laugardaga og fram að sýningu sýningardaga. Miðar
óskast sóttir f viðkomandi leikhús (Loftkastalirm/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir syninqu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Robbi „Chronic" lét til sín taka ásamt félögum.
Eggjandi Exodus
Hin ofursvala tískuvöruverslun Exodus hélt á dögunum ennþá svalara
partí í húsakynnum sínum í bílageymslunni við Hverfisgötu. Plötusnúð-
ar mættu á staðinn og sneru „hip-hop“ skífunum af einskærum rudda-
skap við góðan undirtektir viðstaddra sem dönsuðu og dilluðu sér í
eggjandi takti.
Það var margt um manninn f
Exodus-gilinu.
Vinsæll leikur á mbl.is
Skotið
á úrslitin
GLÖGGIR sparkspámenn halda
áfram að njóta góðs af visku sinni
með því að heimsækja mbl.is, skjóta
rétt á úrslit leikja í heilli umferð
Landssímadeildarinnar og fá GSM-
farsíma að launum frá Símanum-
GSM. Leikurinnn hefur hlotið fá-
dæma góðar viðtökur enda til mitóls
að vinna, GSM-farsími af gerðinni
Sagem mc 950 og frímiði á leik í
Landssímadeildinni í sumar. Sá sem
skaut rétt á úrslitin í 4. umferð var
Helgi Dan Stefánsson og Öm Pálsson
lék sama leitónn í 5. umferð. Þeir sem
skotið hafa fram hjá hingað til þurfa
þó ektó að örvænta því þeir geta
spreytt sig á þessum skemmtilega
leik út allt keppnistímabilið og því um
að gera að fylgjast vel með boltanum í
sumar og venja komu sína á mbl.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhann Friðleifsson, markaðssljóri Símans-GSM, afhendir vinningshafa
6. umferðar, Hrafnhildi H. Grétarsdóttur, verðlaunin veglegu.
MYNPBONP
Listin að
hneyksla
Fávitarnir
(Idioterne)
Dogma/Drama
★★%
Leikstjórn og handrit: Lars Von
Trier. Aðalhlutverk: Bodil Jorgen-
sen, Jens Albinus. (110 mín.) Dan-
mörk 1999. Háskólabíó. Bönnuð
innan 16 ára.
ÞAÐ VAR við búið að þegar Lars
Von Trier gerði Dogma-mynd yrði
hún ágeng og umdeild. Þessi snjalli
Dani er einstaklega
hreinstólinn kvik-
myndagerðarmað-
ur og Dogma-íýrir-
komulagið tilvalið
því hreinstólni er
það sem hið marg-
umrædda Dogma
gengur öðru fremur
út á. Eg Mt svo á að
Trier hafi litið á
verkefnið sem athugun. Athugun í
hvar endamörk almenns velsæmis
liggja. Athugun í hversu langt hann
gæti gengið. Athugun í hvemig heim-
urinn bregst við vafasömum órum og
vangaveltum fávita í lító listamanns.
Þar liggur annar styrkur þessarar
erfiðu myndar; í hugmyndafræðinni.
Hinn styrkurinn er fádæma næm til-
þrif leikarahópsins sem augljóslega
lagði fullt traust sitt á leikstjórann og
var tilbúið að vaða fyrir hann eld og
brennistein. Galli myndarinnar er
hins vegar sá að hún virkar fyrst og
fremst sem athugun, djörfungleg til-
raun en ektó fullskapað og heildstætt
verk. AIls ektó við allra hæfi en skylda
fyrir alla alvöra kvikmyndapælara.
Skarphéðinn Guðmundsson
Ræfílsleg
ragnarök
Dómsdagur nálgast
(Tycus)
Vfsindaskáldsaga
'k
Leiksljóri: John Putch. Handrit:
Michael og Kevin Goetz. Aðal-
hlutverk: Dennis Hopper, Peter On-
orati. (96 mín.) Bandarikin 1999.
Háskólabiö. Bönnuð innan 16 ára.
ÞESSI er sögð „í anda“ Armag-
eddon en þannig er ansi oft til orða
tekið þegar bókstaflega er verið að
„stæla“. Þetta er
náttúrulega ekkert
annað en stæling á
dómsdagsmyndum
liðinna ára eins og
Armageddon og
Independence Day
og það ómertóleg í
meira lagi. Núna er
það halastjarna
sem stefnir hrað-
byri á tunglið sem á að valda heim-
sendinum. Vísindamaður nokkur
hefur vitað þetta alllengi án þess að
tetóð hafi verið mark á honum og til
þess að bjarga mannkyninu hefur
hann reist fullkomið neðanjarðar-
byrgi þar sem fáir útvaldir fá að
dvelja þegar hríð ioftsteina dynur yf-
ir jörðina í kjölfar eyðingar tungls-
ins. Til viðbótar við hina dæmigerðu
dómsdagsringulreið veltir myndin
upp háalvarlegrum og biblíulegum
spurningu um áhöfnina í Örkinni
hans Nóa, hvort nokkur geti áskilið
sér réttinn til þess að velja lifendur
og þá hvernig valinu skuli háttað.
Magnaðar vangaveltur, svo endemis
vitlausar og alvörugefnar að unun er
á að horfa. Þetta er sannur gullmoli
fyrir unnendur yndislega vondra
mynda og stjarnan hálfa er fyrir það
og ekkert annað. En hvað var Denn-
is Hopper að spá?
Skarphéðinn Guðmundsson