Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Erlendir
sendiherrar
í Þjóðmenn-
ingarhúsinu
FJOLDI erlendra gesta á kristnihá-
ti'ð heimsótti Þjdðmenningarhúsið
við Hverfisgötu í Reykjavík og
skoðaði sögusýninguna Kristni í
þúsund ár, sem þar var nýlega opn-
uð. Meðal gesta í húsinu á laugar-
daginn voru sendiherrar erlendra
ríkja á Islandi, sem voru í boði Hall-
ddrs Ásgrímssonar, utanríkis-
ráðherra, og forsetar þjdðþinga
Norðurlanda og Eystrasaltsríkja,
sem hér voru staddir á vegum Al-
þingis.
Snæddu gestirnir í bdkasal Þjdð-
mcnningarhússins.
I bdkasalnum eru til sýnis helstu
kjörgripir íslenskrar bdkmenning-
ar frá upphafi prentlistar í landinu.
Guðmundur Magnússon, for-
stöðumaður Þjóðmenningarhúss-
ins, tdk á mdti gestunum og Ólafur
Ásgeirsson þjóðskjalavörður og
Gísli Sigurðsson fræðimaður á
Stofnun Árna Magnússonar, leið-
beindu um sýningar í húsinu.
Gunnar og Hjörleifur Guttormssynir kæra úrskurð um Fljótsdalslínur
Lagning línu í farvegi Jökulsár
og Lagarfljóts verði könnuð
GUNNAR og Hjörleifur Guttormssynir kærðu
í gær úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um 400
kV Fljótsdalslínur til umhverfisráðherra. Segir
m.a. í rökum fyrir kröfum kærenda að úrskurð-
urinn „...þar sem heimiluð er lagning nefndra
raflína með óverulegum skilyrðum, byggi ekki
á fullnægjandi athugun á veigamiklum þáttum
málsins og að í aðdraganda úrskurðarins hafi
ekki verið aflað svo viðhlítandi sé gagna eins og
gera verður kröfu til í svo stóru og afdrifaríku
máli.“
Árfarvegir sem línustæði
I kærunni setja þeir bræður fram sem aðal-
kröfu að úrskurði skipulagsstjóra verði breytt
með því að umhverfisráðherra úrskurði að
framkvæmdin skuli sett í frekara mat sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993. Vilja þeir að í frek-
ara mati verði m.a. kannaður til hlítar sá mögu-
leiki að raflínurnar verði lagðar í árfarvegum
Jökulsár og Lagarfljóts út undir Egilsstaði og
þaðan í loftlínu yfir Egilsstaðaháls, um Eyvind-
ardal og Svínadal til Reyðarfjarðar. Á blaða-
mannafundi með Gunnari og Hjörleifi í gær
kom fram að með þessari leið yrði stórlega
dregið úr þeirri sjónmengun af völdum línanna
sem fjölmargir umsagnaraðilar hefðu lýst
áhyggjum sínum af. T.a.m. kæmi línan austar
að Reyðarfirði en nú er gert ráð fyrir og þann-
ig yrði ekki vart við hana svo heitið geti frá
þéttbýlinu þar, ólíkt fyrirhugaðri leið
Landsvirkjunar þar sem línan liggur fram hjá
þéttbýlinu að fyrirhuguðu verksmiðjusvæði.
Útsýni frá
Hallormsstaðaskógi spillt
Samkvæmt áformum Landsvirkjunar munu
Fljótsdalslínur verða aðskildar á Hallorms-
staðahálsi og önnur línan, lína þrjú, liggja þar
vestanvert í hálsinum undir Jökulhæðum. Segir
í kæru Gunnars og Hjörleifs að stórkostleg
sjónræn lýti hljótist af þessu línustæði þar sem
línan muni blasa við og bera við loft frá byggð-
inni á Hallormsstað og víða úr skóginum. Því er
það varakrafa þeirra að þessi línukafli verði
lagður í jörðu enda sé það einnig betri kostur
vegna ísingarhættu á hálsinum. í varakröfu
fara þeir einnig fram á að línan verði lögð í
jörðu á köflum í Fljótsdal, í Skriðdal og fyrir
botni Reyðarfjarðar vegna stórkostlegra sjón-
rænna lýta sem af henni hljótist að öðrum
kosti.
Þrautavarakrafa í kæru bræðranna er síðan
sú að horfið verði frá fyrrgreindu línustæði á
Hallormsstaðahálsi annaðhvort með loftlínu
annars staðar eða með því að leggja línuna í
jörð. Að öðru leyti verði línan lögð í loftlínu
eins og fyrirhugað er.
Ekki sama hvernig að
málum er staðið
Á blaðamannafundi í gær sagði Hjörleifur
m.a. að hjá því yrði að sjálfsögðu ekki komist
að leggja raflínur ætluðu menn sér að flytja
rafmagn á annað borð. Það væri hins vegar
ekki sama hvernig að slíkri framkvæmd væri
staðið. Sagðist hann vonast til þess að umhverf-
isráðherra tæki tillit til kæruatriða og skoðaði
málið vandlega enda væri fullt tilefni til.
Halldör Ásgrímsson utanríkisráðherra ávarpar sendiherra ríkja á ís-
landi í hádegisverðarboði í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn.
Besta hefur leikinn í níunda sæti
SIGLINGAKEPPNIN milli Reykjavíkur og borgar-
innar Paimpol í Frakklandi heldur áfram í dag en þá
verður ræst til siðari hluta keppninnar. Skúturnar 10
sem nú liggja í Reykjavíkurhöfn hcfja þá siglinguna
aftur til Paimpol þar sem keppnin endar.
Þrátt fyrir að hafa komið fyrst í mark í Reykjavík er
íslenska skútan Besta í m'unda og neðsta sæti keppn-
innar eftir fyrsta legginn. Ástæða þessa er að keppt er
eftir forgjöf og er hún dhagstæð Bestu þar sem hún er
stærri og hraðskreiðari en aðrar keppnisskútur.
Það er skútan Diaoul Gwen sem er efst í keppninni, í
öðru sæti er skútan Branec og skútan í þriðja sæti
heitir Tamoil. Skútan Gravlinga, sem kom önnur til
hafnar á eftir Bestu, er í sjöunda sæti. Tíunda skútan,
Magnolia, telst ekki með í' keppninni þar sem hún er
eina tvíljytnan í hdpnum.
Baldvin Björgvinsson, skipstjdri Bestu, hefur til-
kynnt um áhöfn skútunnar fyrir seinni hlutann. Nokkr-
ar breytingar hafa verið gerðar á áhöfninni sein auk
Baldvins er svo skipuð:
Áskell Fannberg, siglingafræðingur, Arnþór Ragn-
arsson, liðstjöri og stýrimaður, Emil Pétursson, lið-
stjóri og framdekksmaður, Úlfur Hröbjartsson, taktik-
er, Ragnar Hilmai sson, taktiker, Ingvar Ágúst
Þórisson, kvikmyndatöku- og stýrimaður, Friðrik Ingi
Friðriksson, seglastillari, Magnús Arason, seglastillari,
Jdhannes Bjarni Bjarnason, framdekksmaður og
Magdalena Ásgeirsdóttir, læknir. Auk fslendinganna
verða um borð matreiðslumeistarinn Jean Claude Feru
og eigandinn Marie Dufour.
UTSALA
Ein sú magnaðasta!
Jakkaföt frá kr. 12.900
Stakir jakkar frá kr. 6.900
Stakar buxur frá kr. 3.900
Flauelsbuxur frá kr. 4.
Skyrtur frá kr. 1.990
Peysur frá kr. 2.900
Úlpur frá kr. 6.900
Laugavegi 47
Sími 552 9122
Hafréttardómstóllinn í Hamborg
fær nýtt húsnæði
AI>
NYTT ddmhús Hafréttardömstöls Sameinuðu þjdðanna í Hamborg hef-
ur verið tekið í notkun og var Chandrasckhara Rao forseti ddmsins við-
staddur vígslu ásamt Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjdðanna.
Nútímadómstóll
með skjót viðbrögð
„ÞETTA var virðuleg athöfn og við-
eigandi," sagði Guðmundur Eiríks-
son forseti alþjóðadómstóls sem fer
með fiskveiðideilur og heyrir undir
Hafréttardómstól Sameinuðu þjóð-
anna í Hamborg en nýtt húsnæði
dómstólsins var vígt 3. júlí sl. Meðal
þeirra sem viðstaddir voru vígsluna
voru Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, sem sérstaklega var
boðið til athafnarinnar, fulltrúar
þýskra stjómvalda og borgaryfir-
valda í Hamborg.
Guðmundur sagði það hafa verið
sérlega ánægjulegt að hlýða á sjón-
armið Kofi Ánnan á hlutverki Haf-
réttardómstólsins, heildarmynd
hans yfir þróun þjóðaréttar í heimin-
um og mikilvægi í alþjóðasamskipt-
um. Kofi Annan var mjög jákvæður í
garð dómsins í ávarpi sínu og sagði
að orðstír meðal fagmanna í þjóð-
háttarfræði og sérfæðinga væri að
Hafréttardómstóllinn væri nútíma-
dómstóll sem gæti brugðist fljótt við.
Markar tímamót
Guðmundur sagði að húsið væri
mjög glæsileg í alla staði og vandað
að öllum búnaði og markaði tímamót
í sögu dómstólsins. Þýska ríkið og
borgaryfirvöld í Hamborg byggðu
dómhúsið en það er rúmlega 36 þús.
fermetrar á tveimur hæðum auk
kjallara og er heildarkostnaður rúm-
ir 4,5 milljarðar ísl. króna.
Þrír dómsalir eru í húsinu, einn
stór þegar dómurinn er fullskipaður
21 alþjóðlegum dómara og rúmar
hann þá 160 áheyrendur og tveir
minni salir sem hægt er að sameina
stóra salnum og rúmast þá um 240
áheyrendur.
Hafréttardómstóll Sameinuðu-
þjóðanna tók til starfa haustið 1996
en í Hafréttarsáttmálanum frá 1982
vai' kveðið á um stofnun hans. Samn-
ingurinn tók þó ekki gildi fyrr en eft-
ir að 60 ríki höfðu fullgilt hann og sú
tala náðist árið 1993.