Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JtJLI 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Austurríki og Evrópusambandið Þjóðaratkvæða- greiðsla í haust Vín. Reuters. AUSTURRÍSKU stjórnarflokkarn- ir tveir, hinn íhaldssami Þjóðarflokk- ur Wolfgangs Sehiissels kanzlara og hinn umdeildi Frelsisflokkur sem þar til fyrir skemmstu var undir for- ystu Jörgs Haiders, komust í gær að samkomulagi um að boða í haust til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Austurríkismanna til aðgerða þeirra sem hin Evrópusambandslöndin fjórtán hafa beitt Austurríki frá því í febrúarbyrjun, þegar hin nýja ríkis- stjórn var mynduð. Eftir fund forystumanna flokk- anna tilkynnti Schiissel í Vínarborg í gær, að atkvæðagreiðslan myndi fara fram annað hvort hinn 29. októ- ber eða 26. nóvember, nema ESB- einangrunaraðgerðunum hefði verið hætt fyrir þann tíma. Er næsta víst að þessi ákvörðun falli ekki í góðan jarðveg hjá ráða- mönnum hinna ESB-ríkjanna 14, þar sem þeir óttast að atkvæða- greiðsla sem þessi verði ekki til ann- ars en að æsa upp neikvæða stemmningu í garð ESB í Austur- ríki. Schiissel ítrekaði í gær vonbrigði sín með að sú áætlun um afnám ein- angrunaraðgerðanna sem lögð var fram rétt fyrir mánaðamótin, er Portúgalar létu formennskuna í hendur Frökkum, innihéldi engar tímasetningar. Með ákvörðun sinni í gær er það augljóslega ætlun austurrísku stjórnarinnar að ýta á um að ákvörð- un um afnám aðgerðanna verði tekin á aukaleiðtogafundi ESB sem áform- að er að halda í Biarritz hinn 13. október. Zeppelin til flugs á ný ÞESS var minnzt í Friedrichshafen í S-Þýzkalandi á sunnudag að þá voru nákvæmlega 100 ár liðin frá fyrsta flugi loftskips sem Ferdinand von Zeppelin greifi stýrði smiðinni á. Hér brosir Elisabeth Veil, barna- barn Zeppelins greifa, framan í myndavélarnar er nýtt Zeppelin- loftskip sem hún vígði hóf sig til flugs að viðstöddu fjölmenni. Helzti munurinn á nýja loftskip- inu og því sem flaug fyrst fyrir heilli öld er að það er fyllt helíum- gasi í stað vetnis. Minnisblaði um evruna frá breskum sendiherra lekið í fiölmiðla Japanir sagðir íhuga lokun verksmiðja í Bretlandi London. AFP, The Daily Telegraph. Mannréttindi í Kúveit Kröfum kvenna hafnað KVENRÉTTINDAKONUR í Kúveit sögðu í gær að þær myndu fara fram á annað dóms- mál til að krefjast fullra póli- tískra réttinda þrátt fyrir að stjómlagadómstóll Kúveit hefði hafnað fjórum dómsmál- um sem höfðuð voru gegn kú- veizka ríkinu. Stjómlagadóm- stóllinn, sem í sitja fimm karlmenn, komst að þeirri nið- urstöðu að gallar hefðu verið á málsmeðferð kvennanna en í málunum er þess krafizt að kosningalög, sem kveða á um bann við atkvæðarétti og kjör- gengi kvenna, yrðu dæmd sem stj ómarskrárbrot. Kúveizkar konur lögðu inn fjölda ákæra eftir að þeim var bannað að skrá sig sem kjós- endur fyrir kosningar í febrúar sl. og báru því við að bann á kosningarétti og kjörgengi kvenna bryti gegn stjómarskrá landsins. I september nk. mun dómstóllinn taka til umfjöllunar mál Adnans al-Isas, karlmanns sem kært hefur kosningalista í kjördæmi sínu á þeim rökum að listinn hafi verið brot á stjóm- arskránni þar eð konur hafi ekki fengið að skrá sig á listann. SENDIHERRA Bretlands í Japan varaði við því í minnisblaði, sem lekið var í breska fjölmiðla í fyrradag, að japönsk fyrirtæki kynnu að loka verksmiðjum sínum í Bretlandi ef Bretar tækju ekki upp evruna. Sendiherrann, sir Stephen Gomers- all, segir í minnisblaðinu að hátt gengi pundsins gagnvart evrunni haíi skaðað japönsk fyrirtæki, sem reka verksmiðjur í Bretlandi, og þau séu farin að ókyrrast vegna óskýrrar stefnu Tonys Blairs forsætisráð- herra í evrumálinu. Þetta er í annað sinn í vikunni sem minnisblaði með slíkum viðvörunum er lekið í breska fjölmiðla. Talsmað- ur Blairs sagði í gær að stjórnin hygðist rannsaka fréttalekann og reka þann embættismann sem bæri ábyrgð á honum. Gomersall segir í minnisblaðinu að stjómendur japanskra fyrirtækja séu almennt þeirrar skoðunar að „frekari fjárfestingar í Bretlandi feli í sér óþarfaáhættu" þar til óvissunni um aðild landsins að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU, verði eytt. Búist er við að breska stjómin birti í dag nýjar upplýsingar um er- lendar fjárfestingar í Bretlandi og þar komi fram að þær séu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Margir frammámenn í viðskiptalífinu óttast hins vegar að fjárfestingamar minnki vemlega gangi Bretland ekki ÍEMU. Hátt gengi pundsins skaðar fyrirtækin The Daily Telegraph hafði eftir breska sendiherranum í Tókýó að nokkur japönsk fyrirtæki hefðu þeg- ar lokað verksmiðjum sínum í Bret- landi. Önnur fyrirtæki væm að íhuga að flytja starfsemina eða auka við- skipti sín við birgja í öðmm löndum sem gætu boðið lægra verð en bresk fyrirtæki vegna gengisþróunarinn- ar. A meðal helstu japönsku fjárfest- anna í Bretlandi em Toyota, Nissan, Honda, Matsushita, Hitachi og Sony. Carlos Ghosn, forstjóri Nissan, var- aði við því í vikunni sem leið að fyrir- tækið kynni að flytja verksmiðjur sínar í Bretlandi til meginlands Evrópu. „Það gengur ekki að kostnaðurinn sé í sterkum gjaldmiðli en megnið af tekjunum í veikum gjaldmiðli," sagði Ghosn. Bob Dover, forstjóri Land Rover, sem er nú í eigu Ford, tók í sama streng í fyrradag og sagði að fyrir- tækið kynni einnig að draga úr fjár- festingum sínum í Bretlandi vegna hás gengis pundsins. „Bretland er nú slæmur staður fyrir bílafram- leiðslu," sagði Dover. Áður hafði minnisblaði frá IBB, skrifstofu undir breska viðskipta- ráðuneytinu, verið lekið í breska fjöl- miðla. Þar var varað við hmni í breskum iðnaði þar sem hætta væri á að erlendar fjárfestingar drægjust saman ef Bretar gengju ekki í EMU. Lekinn rakinn til togstreitu í sljórninni Michael Portillo, talsmaður breska íhaldsflokksins í fjármálum, sagði hins vegar í viðtali við BBC- útvarpið að Bretland væri enn góður kostur fyrir erlenda fjárfesta því þar væm skattar lægri og skrifræði minna en á meginlandi Evrópu. Skattarnir myndu hækka og skrif- ræðið aukast ef Bretland gengi í EMU og það myndi skaða efnahag landsins til lengri tíma litið. Blair hefur tekið varfærna afstöðu til evr- unnar þar sem hann veit að málið gæti orðið Verkamannaflokknum til vandræða í næstu kosningum, sem eiga að fara fram innan tveggja ára. Skoðanakannanir benda til þess að tveir þriðju breskra kjósenda séu andvígir því að Bretar taki upp evr- una. Forsætisráðherrann hefur sagt að hann hyggist meta efnahagslegu skilyrðin á næsta kjörtímabili ef Verkamannaflokkurinn heldur völd- unum og bera málið undir þjóðar- atkvæði komist stjómin að þeirri niðurstöðu að Bretum sé akkur í því að taka upp evrana. Talið er hins vegar að nokkrir ráð- herrar Verkamannaflokksins vilji flýta þessu mati og vekja meiri um- ræðu um ávinninginn af því að taka upp evrana þótt Gordon Brown fjár- málaráðherra sé andvígur því. The Times rakti fréttalekana að undanförnu til stuðningsmanna evr- unnar innan stjómarinnar og sagði að það væri bamalegt að halda að minnisblöðunum hefði verið lekið í fjölmiðla fyrir tilviljun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.