Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JtJLI 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Austurríki og Evrópusambandið Þjóðaratkvæða- greiðsla í haust Vín. Reuters. AUSTURRÍSKU stjórnarflokkarn- ir tveir, hinn íhaldssami Þjóðarflokk- ur Wolfgangs Sehiissels kanzlara og hinn umdeildi Frelsisflokkur sem þar til fyrir skemmstu var undir for- ystu Jörgs Haiders, komust í gær að samkomulagi um að boða í haust til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Austurríkismanna til aðgerða þeirra sem hin Evrópusambandslöndin fjórtán hafa beitt Austurríki frá því í febrúarbyrjun, þegar hin nýja ríkis- stjórn var mynduð. Eftir fund forystumanna flokk- anna tilkynnti Schiissel í Vínarborg í gær, að atkvæðagreiðslan myndi fara fram annað hvort hinn 29. októ- ber eða 26. nóvember, nema ESB- einangrunaraðgerðunum hefði verið hætt fyrir þann tíma. Er næsta víst að þessi ákvörðun falli ekki í góðan jarðveg hjá ráða- mönnum hinna ESB-ríkjanna 14, þar sem þeir óttast að atkvæða- greiðsla sem þessi verði ekki til ann- ars en að æsa upp neikvæða stemmningu í garð ESB í Austur- ríki. Schiissel ítrekaði í gær vonbrigði sín með að sú áætlun um afnám ein- angrunaraðgerðanna sem lögð var fram rétt fyrir mánaðamótin, er Portúgalar létu formennskuna í hendur Frökkum, innihéldi engar tímasetningar. Með ákvörðun sinni í gær er það augljóslega ætlun austurrísku stjórnarinnar að ýta á um að ákvörð- un um afnám aðgerðanna verði tekin á aukaleiðtogafundi ESB sem áform- að er að halda í Biarritz hinn 13. október. Zeppelin til flugs á ný ÞESS var minnzt í Friedrichshafen í S-Þýzkalandi á sunnudag að þá voru nákvæmlega 100 ár liðin frá fyrsta flugi loftskips sem Ferdinand von Zeppelin greifi stýrði smiðinni á. Hér brosir Elisabeth Veil, barna- barn Zeppelins greifa, framan í myndavélarnar er nýtt Zeppelin- loftskip sem hún vígði hóf sig til flugs að viðstöddu fjölmenni. Helzti munurinn á nýja loftskip- inu og því sem flaug fyrst fyrir heilli öld er að það er fyllt helíum- gasi í stað vetnis. Minnisblaði um evruna frá breskum sendiherra lekið í fiölmiðla Japanir sagðir íhuga lokun verksmiðja í Bretlandi London. AFP, The Daily Telegraph. Mannréttindi í Kúveit Kröfum kvenna hafnað KVENRÉTTINDAKONUR í Kúveit sögðu í gær að þær myndu fara fram á annað dóms- mál til að krefjast fullra póli- tískra réttinda þrátt fyrir að stjómlagadómstóll Kúveit hefði hafnað fjórum dómsmál- um sem höfðuð voru gegn kú- veizka ríkinu. Stjómlagadóm- stóllinn, sem í sitja fimm karlmenn, komst að þeirri nið- urstöðu að gallar hefðu verið á málsmeðferð kvennanna en í málunum er þess krafizt að kosningalög, sem kveða á um bann við atkvæðarétti og kjör- gengi kvenna, yrðu dæmd sem stj ómarskrárbrot. Kúveizkar konur lögðu inn fjölda ákæra eftir að þeim var bannað að skrá sig sem kjós- endur fyrir kosningar í febrúar sl. og báru því við að bann á kosningarétti og kjörgengi kvenna bryti gegn stjómarskrá landsins. I september nk. mun dómstóllinn taka til umfjöllunar mál Adnans al-Isas, karlmanns sem kært hefur kosningalista í kjördæmi sínu á þeim rökum að listinn hafi verið brot á stjóm- arskránni þar eð konur hafi ekki fengið að skrá sig á listann. SENDIHERRA Bretlands í Japan varaði við því í minnisblaði, sem lekið var í breska fjölmiðla í fyrradag, að japönsk fyrirtæki kynnu að loka verksmiðjum sínum í Bretlandi ef Bretar tækju ekki upp evruna. Sendiherrann, sir Stephen Gomers- all, segir í minnisblaðinu að hátt gengi pundsins gagnvart evrunni haíi skaðað japönsk fyrirtæki, sem reka verksmiðjur í Bretlandi, og þau séu farin að ókyrrast vegna óskýrrar stefnu Tonys Blairs forsætisráð- herra í evrumálinu. Þetta er í annað sinn í vikunni sem minnisblaði með slíkum viðvörunum er lekið í breska fjölmiðla. Talsmað- ur Blairs sagði í gær að stjórnin hygðist rannsaka fréttalekann og reka þann embættismann sem bæri ábyrgð á honum. Gomersall segir í minnisblaðinu að stjómendur japanskra fyrirtækja séu almennt þeirrar skoðunar að „frekari fjárfestingar í Bretlandi feli í sér óþarfaáhættu" þar til óvissunni um aðild landsins að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU, verði eytt. Búist er við að breska stjómin birti í dag nýjar upplýsingar um er- lendar fjárfestingar í Bretlandi og þar komi fram að þær séu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Margir frammámenn í viðskiptalífinu óttast hins vegar að fjárfestingamar minnki vemlega gangi Bretland ekki ÍEMU. Hátt gengi pundsins skaðar fyrirtækin The Daily Telegraph hafði eftir breska sendiherranum í Tókýó að nokkur japönsk fyrirtæki hefðu þeg- ar lokað verksmiðjum sínum í Bret- landi. Önnur fyrirtæki væm að íhuga að flytja starfsemina eða auka við- skipti sín við birgja í öðmm löndum sem gætu boðið lægra verð en bresk fyrirtæki vegna gengisþróunarinn- ar. A meðal helstu japönsku fjárfest- anna í Bretlandi em Toyota, Nissan, Honda, Matsushita, Hitachi og Sony. Carlos Ghosn, forstjóri Nissan, var- aði við því í vikunni sem leið að fyrir- tækið kynni að flytja verksmiðjur sínar í Bretlandi til meginlands Evrópu. „Það gengur ekki að kostnaðurinn sé í sterkum gjaldmiðli en megnið af tekjunum í veikum gjaldmiðli," sagði Ghosn. Bob Dover, forstjóri Land Rover, sem er nú í eigu Ford, tók í sama streng í fyrradag og sagði að fyrir- tækið kynni einnig að draga úr fjár- festingum sínum í Bretlandi vegna hás gengis pundsins. „Bretland er nú slæmur staður fyrir bílafram- leiðslu," sagði Dover. Áður hafði minnisblaði frá IBB, skrifstofu undir breska viðskipta- ráðuneytinu, verið lekið í breska fjöl- miðla. Þar var varað við hmni í breskum iðnaði þar sem hætta væri á að erlendar fjárfestingar drægjust saman ef Bretar gengju ekki í EMU. Lekinn rakinn til togstreitu í sljórninni Michael Portillo, talsmaður breska íhaldsflokksins í fjármálum, sagði hins vegar í viðtali við BBC- útvarpið að Bretland væri enn góður kostur fyrir erlenda fjárfesta því þar væm skattar lægri og skrifræði minna en á meginlandi Evrópu. Skattarnir myndu hækka og skrif- ræðið aukast ef Bretland gengi í EMU og það myndi skaða efnahag landsins til lengri tíma litið. Blair hefur tekið varfærna afstöðu til evr- unnar þar sem hann veit að málið gæti orðið Verkamannaflokknum til vandræða í næstu kosningum, sem eiga að fara fram innan tveggja ára. Skoðanakannanir benda til þess að tveir þriðju breskra kjósenda séu andvígir því að Bretar taki upp evr- una. Forsætisráðherrann hefur sagt að hann hyggist meta efnahagslegu skilyrðin á næsta kjörtímabili ef Verkamannaflokkurinn heldur völd- unum og bera málið undir þjóðar- atkvæði komist stjómin að þeirri niðurstöðu að Bretum sé akkur í því að taka upp evrana. Talið er hins vegar að nokkrir ráð- herrar Verkamannaflokksins vilji flýta þessu mati og vekja meiri um- ræðu um ávinninginn af því að taka upp evrana þótt Gordon Brown fjár- málaráðherra sé andvígur því. The Times rakti fréttalekana að undanförnu til stuðningsmanna evr- unnar innan stjómarinnar og sagði að það væri bamalegt að halda að minnisblöðunum hefði verið lekið í fjölmiðla fyrir tilviljun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.