Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Sumargleði! ÞAÐ VAR yndislegt að koma heim í júní eft- ir vetrarsetu erlendis. Víður sjóndeildar- hringur, skærir og tær- ir litir, blá fjöllin með hvítum skellum, laufin grænu farin að birtast á trjánum. Og birtan, fallega kvöld- og næt- urbirtan sem heillar, að ógleymdu svala loftinu. Við fyllumst frelsistil- finningu á þessum árs- ftíma, verðum áköf í að njóta. Slakað er á ýms- um reglum. Börnin eru að leik úti fram eftir kvöldi, unglingamir fara oftar út og koma seinna heim. „Það er ekkert hægt að sleppa því að drekka á sumrin, það er svo gam- an,“ sagði 15 ára piltur við mig þegar við ræddum áfengisneyslu hans. Margir unglingar byrja einmitt að drekka á sumrin. Þeir nefna sjálfir oft þjóðhátíðardaginn, eins verslun- armannahelgina eða vinnuteitin. Spuming er hvort við foreldrarnir slökum heldur mikið á taumunum á þessum árstíma. 17 ára stúlka, sem byrjaði að drekka 13 ára, sagði þegar ">hún leit til baka: „Ég verð líka að segja það þegar ég fór niður í bæ í gær 17. júní, var ég svo hneyksluð að sjá þessa unglinga dauðadrukkna niðri í bæ, liggjandi þarna og dett- andi á mann. Svona var maður sjálf- ur. Mér finnst ömurlegt að sjá þetta, samt var maður svona sjálfur þannig að ég get eiginlega ekki verið að segja neitt, en samt, mér finnst krakkarnir núna eitthvað svo mikil böm. Ég skil ekki að ég hafi verið svona.“ Þessi stúlka hefur séð á eftir (nokkrum úr vinahópnum sínum lenda í klóm eiturlyfja. Hópurinn byrjaði snemma að drekka og reykja og er neyslumynstur þeirra dæmi um það sem fjölmargar rannsóknir sýna hér heima og erlendis: í mínum rannsóknum hefur t.d. komið fram að 14 ára unglingar sem hafa prófað að reykja og drekka eru mun líklegri til að hafa neytt fíkniefna við 17 ára aldur en þeir sem ekki höfðu prófað að reykja og drekka 14 ára gamlir. Fyrmefnd stúlka lýsti á átakan- legan hátt hve mikil baráratta það hefur verið að fá vini sína til að snúa til baka, en það hafði ekki tekist þegar viðtalið átti sér stað: „Þetta er rosalegt, ég hefði ekki trúað því að mínir vinir yrðu Uppeldi Fylgjumst með börnun- um okkar, segir Sigrún Aðalbjarnardóttir, verum með þeim, ræð- um málin við þau og njótum hins sérstaka --------------7--------- sumars á Islandi. svona.“ Eins og hjá henni virðist sú hugsun loða við hjá mörgum: „Þetta kemur fyrir hjá öðrum, en ekki mér.“ Það sem kom henni þó einna mest á óvart var hve lengi vinir hennar gátu blekkt foreldra sína. Við skulum láta þeirri spumingu ósvarað hér hvers vegna sumir vina þessarar stúlku en ekki hún sjálf hafi byrjað að nota eiturlyf. Drögum að- eins fram einn áhrifaþátt í þessu flókna samspili erfðafræðilegra, fé- lagslegra, sálfræðilegra og uppeldis- legra þátta, en það eru uppeldisað- ferðir foreldra. I rannsóknum mínum hefur komið fram að ungl- ingar „leiðandi" foreldra eru ólík- legri til að neyta vímuefna, löglegra og ólöglegra, en unglingar foreldra sem nota aðrar uppeldisaðferðir. Leiðandi foreldrar setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir sýna börnunum mikla hlýju og uppörvun og krefjast þroskaðrar hegðunar af baminu. Með öðram orðum, leiðandi foreldrar setja ekki reglur eða mörk á einhliða hátt með boðum og bönnum eins og foreldrar sem við nefnum „skipandi" foreldra. Þeir ræða málin við bömin, þar sem mismunandi hliðar málsins koma fram og komist er að samkomulagi. Börnunum er ljóst að umhyggja for- eldranna fyrir þeim er leiðarljósið. Við tölum gjarnan um að þeir noti já- kvæðan eða kærleiksríkan aga. Hættan við að nota „skipandi upp- eldisaðferðir“, þ.e. að stjórna ungl- ingum með boðum og bönnum, er sú að þeir komist í vamarstöðu og sýni mótþróa sem þá getur birst t.d. í því að þeir byrja að neyta vímuefna. Unglingar sem búa við afskiptaleysi era að sjálfsögðu í sérstökum áhættuhópi og unglingar sem búa við eftirlæti reynast eiga erfitt með að setja sér mörk. Skilaboðin era: Veram ekki feimin við að setja börnum okkar mörk en það skiptir að sjálfsögðu máli hvern- ig við setjum þessi mörk. Fylgjumst með bömunum okkar, verum með þeim, ræðum málin við þau og njót- um hins sérstaka sumars á Islandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. Sigrún Aðalbjarnardóttir Eftir ballið... NÚ er kristnihátíð á Þingvöllum lokið og mikið gífurlega var gaman. Hátíðarinnar var beðið með eftir- væntingu. Sumir hlökkuðu til, aðrir kviðu fyrir eða vonuðu að allt færi illa og enn aðrir reyndu að láta allt tilstandið sig litlu skipta. Ollum kom há- tíðin greinilega við. Framkvæmd og fram- gangur hátíðarinnar var að öllu leyti til fyr- irmyndar, nánast þannig að nota mætti sem kennsluefni til að halda stórhátíðir utandyra. Ekki hefur síður verið spennandi að fylgjast með umfjöllun um hátíð- ina bæði fyrir fram og eftir á. Það er nú einu sinni þannig að okkur hættir til að oðinbera innri manninn óvart þegar við fjöllum um tilfinninga- tengd mál. Trúartilfinning manna er viðkvæm og framlæg og ég fullyrði að trúarþörf er jafn sterk og frum- læg og kynhvötin og þörfin fyrir fæðu. Þess vegna verður kreppan, trúarkreppan, svo erfið mörgum eins og raun ber vitni. Við bregðum yfir okkur kaldhæðnisglotti og ger- um gjaman grín að þeim sem hafa forskot íram yfir okkur sjálf og við- urkenna trú sína og reyna að lifa eftir henni og í takt við hana. Einkum hefur mér fundist að þessu sé beitt gagnvart kristni. En svo verður léttirinn líka margfald- ur þegar við tökumst á við þennan þátt sálar- lífsins og föram mark- visst að þroska trúna. Eftir ballið mikla og góða á Þingvöllum datt mér í hug að bera há- tíðina saman við Þjóð- hátíð í Eyjum árið 1998 en þar var ég þá þjónandi sóknarprest- ur. Þetta var út frá frétt á textavarpi um það að miðinn á kristnihátíð hefði átt að kosta kr. 10.000 til að hátíðin bæri sig - en hvað er að bera sig í þessu samhengi? Eyjamenn sjálfir stóðu að öllu með miklum myndar- skap en annað var að segja um gest- ina. Herjólfsdalur var eins og einn allsherjar sorphaugur sem þó var ekki bara þakin sorpi heldur líka verðmætum sem einnota íslending- ar höfðu skilið eftir á einnota íslandi og ég spurði sjálfa mig hvernig Eyjamenn nenntu ár eftir ár að taka á móti svona villimönnum sem gest- um og hreinsa eftir þá að minnsta kosti dögum saman. Á Þingvöllum að lokinni kristnihátið, þar sem saman var komið í það minnsta Þórey Guðmundsdóttir Kristnihátíð Trúarþörf, segir Þórey Guðmundsdóttir, er jafn sterk og frumlæg o g kynhvötin og þörfín fyrir fæðu. þrisvar sinnum fleira fólk en á venjulegri Þjóðhátíð, var ekki rasl að sjá né annan sóðaskap og það vaknaði hjá mér von um að það væri hægt að halda útihátíð með sóma hér á landi. Þarna ræktu foreldrar hlutverk sitt og innrættu börnum sínum lífsgildi og hegðun sem skil- aði þessum árangri. Þú veizt það foreldri gott, að það kostar sjálfsaf- neitun að inna foreldrahlutverkið vel af hendi og það er hreinasta púl með köflum. En ef þú sjálf/ur inn- rætir börnum þínum ekki eitthvað gott þá innræta bara einhverjir aðr- ir þeim eitthvað sem þú hefur enga stjórn á. Settu börnum þínum kær- leiksríkan agaramma snemma, mjög snemma. Það getur verið nóg að gera þeim ljóst að sumt gerir maður og annað ekki, alveg sama um alla aðra. Fyrr en varir geturðu verið búin/n að missa af tækifærinu til að hjálpa barni þínu til manns, gríptu það núna. Höfundur er prestur og félags- ráðgjafi. Netfoá^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Stuttur afgreibslufrestur H^Friform 1 HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) S(MI: 552 4420 Brúðhjón Allm borðbúnaðui - G1 æsi 1 eu gjdfdvara Briíðhjónalistar verslunin Lnugnvegi 52, s. 562 4244. Hefur góðærið tekið of mikinn toll? HEFUR góðærið tekið of mikinn toll? Nei segja sjálfsagt margir. Fáir segja já. Og af hverju í ósköpunum ætti góðærið að taka toll? Næg atvinna, mikl- ir peningai-, ekki hægt að þverfóta fyrir boðum um peningalán. Og kauphöllin með sinni sérstöku hegðun teg- undarinnar komin til að vera. Á yfirborðinu er þetta eins og leikrit, kómísk tragedía. Þegar heyrðist fyrst af góðær- inu, að birta myndi tíl í efnahagsmálum, sagði íslendingseðl- ið strax til sín. Menn gleymdu skuld- um og peningaáhyggjum og fóra aft- ur að auka neysluna löngu áður en góðærið raunveralega fór að verka í efnahagslífinu. Og svo komu bréfin, þessi merkilega gullgerðarlist. Menn kaupa bara bréf og þessi bréf aukast í verði og vaxa án þess að nokkuð þm-fi að gera. Þetta segja sérfræðingarnir i íslensku kauphöllinni. Og bréfin gefa ekki vexti eins og bankabækumar í gömlu bönkunum - ekki 5 eða 10% heldur 20,40 eða 50% og menn fara að slá til að kaupa bréf. Þegar einhver sveitamaður spurði einn bankastjór- ann hvemig það gæti staðist að kaupa bréf í fyrirtæki sem færi á hausinn með 10% vöxtum en hann fengi 30% sagði bankastjórinn að þetta væri huglægt mál. Ef fólk tryði bara á að fyrirtækið yxi og dafnaði yrði það svo. Sveitamaðurinn skildi þetta ekki al- veg og fór til kunningja síns sem er hagfræðingur og spurði sömu spurn- ingar. Hagfræðingurinn horfði hugs- andi út í loftið og sagði svo: „í hag- fræðinni er þetta skilgreint svona: Hlutimir leita jafnvægis." Sveita- maðurinn var að gefast upp og við það að láta slag standa, ná í bankabókina undan koddanum og margfalda vext- ina í kauphöllinni en þá mundi hann eftir að hafa verið í leshring um marx- ismann forðum tíð og þar var snjall leiðbeinandi sem einfaldað gat þessa geimegldu hagfræðikenningu. Hann sagði: „Framkvæmd marxismans í raun er að framleiða eftir mætti og neyta eftir þörfum!“ Það eina sem sveitamaðurinn skildi raunverulega í nútímapeningamálum var arður af bréfum í sjávarúteginum. Ef maður á bréf í bát sem veiðir fisk og útgerðarmaðurinn era ekki um borð eða þá á einhverri skrifstofu í landi sem stýrir öllu, eins og tíðkast hefur frá landnámsöld, á nú allskonar fólk bátinn í bréfum niðri í skúffu og kemur svo á aðalfundinn og fær eins og aðrir eigendur arðinn sem er þá oft meiri en innistæðan á bankabókinni. Reyndar skildi sveitamaðurinn ekki þennan gróða alveg fyrr en sjónvarp- ið sýndi súlurit af veiðum þessa báts. Allir fiskar sem era styttri en hálfur metri fara aftur í sjóinn, ekki til að halda áfram að stækka heldur steindauðir. Raunveralega veit sveitamaðurinn að þetta er ólöglegt athæfi en skítt með það - við eram nú einusinni „veiðimannaþjóð“. Og þetta fer ekki hátt því frímúrarar era blað- urskjóður miðað við íslenska sjó- menn! Enda skilur Hafró ekki neitt í neinu. Nýbúin að fá fullkomnasta skip í heiminum til að leita að lifandi fiski í sjónum og svo er bara fiskurinn undir hálfum metra sem þeir vora búnir að finna horfinn en samt kemur báturinn með fullfermi af golþorski úr hverri veiðiferð og hluthafamir græða. Kannski hefur eitthvað gerst á meðan hafrannsóknarskipið var _á tveggja mánaða siglingu heim til íslands en lengra komst það ekki frá íslenskum skipasmíðastöðvum. Ef til vill getur gatið á botni nýja skipsins nýst til að leita að dauðum fiskum á botninum. Aðeins eitt enn í þessu sérkenni- lega leikriti efnahagslífsins. Sam- keppnin! Það vantar raunveralegt líf í kaup- höllina á íslandi. íslend- ingar era fremur feim- inn þjóðflokkur og þvingaðir á almanna- færi ef þeir era ekki fullir - þetta er eitt af þjóðareinkennunum! Þessvegna hlaupa menn sennilega ekki um í kauphöllinni og baða út öllum öngum og æpa og skrælq'a eins og í út- löndum. Á almenna samkeppnismarkaðn- Hrafn um era ekki þessar Sæmundsson hömlur og þar era uppamir á fullu. Þar er barist um á hæl og hnakka. Tökum til dæmis símann - Landssímann. Ríkis- fyrirtæki í bullandi samkeppni við Efnahagslíf s A yfirborðinu er góðærið, segir Hrafn Sæmundsson, eins og leikrit, kómísk tragedía. einkafyrirtæki. Alveg á fullu. Þó er öllum Ijóst að það á að leggja ríkisfyr- irtækið niður. Afleiðingarnar af þess- ari samkeppmi skilja allir. Annað- hvort verður annað fyrirtækið undir eða aukin neysla kemur tO. Og neysl- an eykst. Með ótrúlegum og linnu- lausum aðferðum og allri tækni auglýsinganna er heijað á alla með- limi fjölskyldunnar. Fyrsta sýn bamsins er brjóst móðurinnar sem hún gefur baminu með annarri hendi en talar í farsímann með hinni hend- inni við unglinginn á heimilinu sem þarf að komast í annað partí og verð- ur nú að hringja skdaboð inn á far- síma pabbans sem er á fundi. í upphafi var spurt: Hefur góðærið tekið of mikinn toll? Margir halda það raunar og telja að hin linnulausa sókn í einkaneyslunni sem engan endi tek- ur sé fyrir löngu farin að torvelda eðlOegt fjölskyldulíf. SífeUt áreiti frá markaðnum, sífellt nýjar þarfir og skynlaust suð um ný og ný gerviverð- mæti. Menn þurfa ekki að óttast að góðærið hverfi alveg á næstunni - það eiga meðal annars eftir að rúlla tvöhundrað mOljarðai* í gegn fyrir austan! Auðvitað eram við heppin þjóð með raunveralega meira lýðræði og vel- megun en flestar aðrar þjóðir. Okkur leyfist nánast allt. Hjá öðram þjóðum þarf að vera þröngt í búi til þess að fólkið éti útsæðið en hér þykir varla fréttnæmt að sjómenn hendi öðrum hveijum fiski. Hjá sumum öðram lýð- ræðisþjóðum er það ekkert sjálfsagt að hafa málungi matar en hér höfum við öryggisnet sem fólk veit að trygg- ir brýnustu frumþarfir. Það eru samt vissir hlutir sem mað- ur gerir ekki nema einu sinni, tO dæmis að upplifa það ævintýri að fylgjast með þroska bama sinna frá fyrsta degi en vera ekki neyddur tO að senda þau til ókunnugra allan daginn jafnt í stórhríðum svartasta skamm- degisins sem á fógram sumarmorgn- um. í stað þess að hafa lítfl samskipti eða engin félagsleg afskipti af ungl- ingum fyrr en skólinn eða lögreglan hefur kannski samband. Að geta ekki haft eðlfleg samskipti mflli kynslóð- anna en rækta þau með skylduheim- sóknum örþreyttrar fjölskyldunnar á sunnudögum og vera guðs lifandi feg- inn að losna við það vandamál í ör- ugga „geymslu" og þannig mætti lengi telja. Allt þetta væri hægt að hafa tíma og fjárráð til að gera ef fólk lægi ekki marflatt fyrir vitfirrtum köldum markaðslögmálum sem engu eira. Höfundur erfv. atvinnumálafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.