Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.07.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 19 ÚRVERINU ■ STORMUR Morgunblaðið/Gunnar Aðalsteinn Bjarnason framan við bát sinn Storm ÍS sem hann fékk nýjan í mars sl. Smábátar sækja á grá- lúðumiðin fyrir vestan Morgunblaðið/Gunnar Aðalsteinn Bjarnason um borð í báti sínum ásamt börnum sinum tveim þeim Sigurði Nökkva og Sóleyju Birnu. Bolungarvík. Morgunblaðið. Þeir Aðalsteinn Bjarnason á Stormi IS og Sigurgeir Þórarins- son á Jórunni IS hafa frá mánaða- mótum sótt á grálúðumiðin 80 til 90 mflur norður af Horni. Aílinn hefur verið sæmilegur eða upp í tæp fjögur tonn á 33 bala. Þetta væri svo sem ekki frásög- ur færandi nema fyrir það þarna er róið á djúpslóðina á sex tonna hraðfískibátum; annar er af gerð- inni Cleopatra og hinn af gerðinni Knörr, en báðir þessir bátar eru með aflmiklar vélar og vel búnir tækjum. „Við Sigurgeir höfum verið að tala um það í sumar að gaman væri að reyna að ná í nokkur tonn af grálúðu þarna út og þar sem tíðar- farið hefur verið einstaklega gott og frekar dræm veiði á miðunum hér útaf ákváðum við að fara einn prufutúr til að byrja með,“ sagði Aðalsteinn á Stormi ÍS er fréttari- tari hitti hann á dögunum. „Við erum tveir á og höfum farið tvisvar og fiskuðum 1.500 kg í fyrri túrnum á 30 bala og tæp 4 tonn á 33 bala núna auk þess sem við fengum einn hákarl. Þetta eru svona 85 mílur frá Bolungarvík þarna út í kantinn og það tekur okkur 5 tíma að sigla út en við vorum um tólf tíma á heim- siglingunni með aflann. Eg geri ráð fyrir að dunda mér við þetta út júlí en það er ekki far- ið svona langt út nema veðurútlit sé einsýnt því veiðiferðin tekur einn og hálfan til tvo sólarhringa. Þetta eru ekki veiðar sem hægt er að byggja á en það er gaman að prófa þetta og það er nú einu sinni eðli veiðimannsins að leita fyrir sér og reyna að auka fjölbreytnina í veiðiskapnum, en það þarf að fara saman gott veður og góður afli til að þessar veiðar verði einhver þungamiðja í útgerð sem þessari,“ sagði Aðalsteinn Bjarnason, skip- stjóri á Stormi ÍS. Notaðar búvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval I 1 i | Ingvar I I i r Helgason hf. Sævarhöfba 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is ------------------------------------------- olfmœlisþakkir Eg sendi ykkur mínar innilegustu þakkir fyrir allar heimsóknir, gjafir, kveðjur og hinn hlýja hug, sem þið sýndur mér á níræðisafmælinu. Þægilegt allt hef þekkt hjá vinum. Þakka langa samfylgd, kynni. Ættingjum mínum og einnig hinum óska ég heilla í framtíðinni. Guð blessi ykkur öll Rakel Sigvaldadóttir frá Gilsbakka \__________________ _______________________7 Ka inarí- VI sisla m 1 frá kr. k#l VlU í haust 48.655 Jwstn 50 sætln á nynningartiiboði Heimsferðir kynna nú aftur haust- ferðir . sínar til Kanaríeyja, þann 20. október og 21. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni íyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmunds- son verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Brottför ■ 20. okt. - 32 nætur • 21. nóv. - 26 nætur 3. vikur Verð kr. 48.655 M.v. hjón með 2 böm á Tanife, 26 nætur, 21. nóvember. Gististaðir Heimsferða • Roque Nublo • Los Volcanes • Paraiso Maspalomas • Tanife Roque Nublo Verð kr. 59.990 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 26 nætur. 5. vikur Vegna fjölda áskorana bjóðurn við nú 5 vikna ferð í október á frábœru verði. Verð firá. 54.155 20.okt., m.v. hjón með 2 böm á Tanife, 32 nætur Verð kr. 77.490 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. 7A\ HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.